Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 (i 23 Útvarp Sjónvarp Útvarp í kvöld kl. 19.35: Um veáðimál VEIÐITÍMINN AÐ HEFJAST Götuskór „Þaö stendur til að starfsfólk Veiði- málastofnunarinnar flytji 5 erindi i erindaflokki um veiöimál. Þetta fyrsta erindi er um veiðimálin almennt og mun ég kynna þau atriði, sem Veiðimála- stofnunin vinnur að í þágu þeirra mála,” sagði Þór Guðjónsson veiðimálastjóri okkur, en hann flytur inngangserindi um veiðimál i útvarpið í kvöld kl. 19.35. Sagði Þór að þessi erindi yrðu haldin annan hvern þriðjudag á sama tíma og næstur á eftir honum væri Árni tsaks- son fiskifræðingur, en hann mun flytja erindi um fiskeldi. Þá mun Jón Krist- jánsson fiskifræðingur tala um silung í stöðuvötnum. Því næst mun Einar Hannesson fulltrúi fjalla um laxveiðilög- gjöflna og veiðifélög og að lokum mun María Alexandersdóttir fiskifræðingur flytja erindi um álinn. 1 erindi sínu mun Þór m.a. fjalla um helztu grundvallaratriðin sem skipta ;máli I veiðimálunum almennt, s.s. flsk- rækt og flskeldi. Kvað Þór starfsemi Veiöimálastofnunarinnar vera marg- þætta. Fer hún t.d. með stjórn veiðimála og annast leiðbeiningaþjónustu og upp- lýsingaþjónustu fyrir alla, sem á þurfa að halda. En til þess að geta miðlaö öðrum af þekkingu sinni þarf að afla upplýsinga og kvað Þór mikla vinnu fólgna i því. Hlutverk stofnunarinnar er einnig að safna saman veiðiskýrslum og láta síðan tölvuvinna þær. Einnig hefur Þór Guðjónsson veiðimálastjóri mun flytja fyrsta erindiö i flokki erinda um veiðimál i útvarpinu. 'hún yfirumsjón með fiskræktarmálum í ám og vötnum og fiskeldi. Einnig er rannsókn stofnunarinnar á vatnafiski og umhverfi hans í ám og vötnum mjög mikilvæg undirstaða undir veiðarnar. í sambandi við fiskræktina sagði Þór að stofnunin ynni að aukningu veiða i ám og vötnum, s.s. með því að sleppa seið- um, byggja laxastiga, sjá um vatnsmiðl- un og eftirlit. En alltaf er hættan á of- veiða fyrir hendi og til þess að forðast hana er fylgzt vel með fjölda seiða og stærð, og eru ámar vel rannsakaðar með tilliti til þess hvaí væri bezt að gera. Það væri hræðilegt ef við gengjum of harka- lega á lax- og silungsstofninn, eins og við höfum gengið á þorsk- og síldarstofninn.- María Alexandersdóttir fiskifræðing- ur mun i þessum erindaflokki flytja er- indi um álinn, en Þór kvað miklar vonir bundnar við álaveiðar og sagðist hann vonast til að fastar álaveiðar kæmust á í framtíðinni. Þá kvað Þór þennan tíma upplagðan til þess að flytja erindi um þessi mál því nú væri veiðitiminn að hefjast og áhug- inn því aftur að vakna eftir langan vet- ur. RK SKOSEL Laugavegi 60.—Póstsendum Sími 21270 Útvarpið í kvöld kl. 21.00: Kvöldvakan Söngur og frásögu- þættir meðal ef nis á Útboð — Raflagnir Stjórn verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir tilboðum í raflögn í 18 fjölbýlishús, 216 íbúðir, í Hólahverfi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B. Mávahlíð 4, Reykjavík gegn 20.000.- kr. skila- tryggingu. Tilboðsfrestur til 11. apríl nk. kvöldvökunni Á kvöldvöku útvarpsins I kvöld kl. 21.00 verður margt fróðlegt og skemmti- legt að vanda. Hefst hún á því að Guðrún Tómasdóttir syngur lög eftir Selmu Kaldalóns og mun Selma leika undir á pánó. Síðar I þættinum fáum við að heyra meiri söng, því þá mun Karla- kór Akureyrar syngja nokkur alþýðulög undir stjórn Jóns Hlöðvers Áskelssonar og mun Sólveig Jónsdóttir leika undir á pianó. Eftir að Guðrún hefur lokið söng sín- um mun sr. Gisli Brynjólfsson flytja frá- söguþátt af Snjólfi Teitssyni. Þvi næst mun Sigurður Ó. Pálsson skólastjóri halda áfram að segja frá al- þýðuskáldum á Héraði og lesa kvæði eftir þau. Er þetta fimmti þáttur Sigurð- ar. Að þvi loknu mun Ágúst Vigfússon lesa aðra hugleiðingu Játvarðs Jökuls Júlíussonar bónda á Miðjanesi um manntaliðárið 1703. Kvöldvakan stendur i eina klukku- stund og tuttugu mínútur og að henni lokinni verða lesnir Passíusálmar. Guð- fræðinemar hafa tekið að sér að lesa sálmana i vetur og i kvöld mun Friðrik Hjartar lesa 48. sálm. -RK. Útboð íslenzka járnblendíf élagið hf. óskar eftir tilboðum í innréttingar og lokafrá- gang verkstæðishúss á Grundartanga. Útboðs- gögn verða afhent á Almennu verkfræðistof- unni h/f Fellsmúla 26, Reykjavík gegn fimmtíu þúsund króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð föstudaginn 7. apríl 1978. Almenna verkfræðistofan hf. LUX0-LAMPINN er nytsöm fermingargjöf ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL Bos&orkjc Suðurlandsbraut 12 Sími 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.