Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 4
 4 f Raufarhöfn: Togarinn og góður afli hefur gerbreytt lífinu DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 " — ensamgöngu- erfiðleikarvalda Raufarhafnar- búumerfiðleik- umog leiðindum „Mikil vinna og stöðug hefur verið hjá Raufarhafnarbúum í vetur og af- koma fólksins því verið_ sæmilega góð,” sagði Sveinn Eiðsson svcitar- stjóri í simarabbi við DB í gær. „Skut- togarinn Rauðinúpur hefur gerbreytt lífi fólks á staðnum. Togarinn hefur aflað vel og afli hans og afli báta skapaðmikla vinnu.” Sveinn kvað þó Raufarhafnarbúa ekki lifa einhverju sældarlifi án allra erfiðleika. Þannig hefur t.d. rekstur frystihússins gengið mjög erfiðlega og stundum horft til vandræöa þó mikið hráefni bærist til hússins. Greiðslu- erfiðleikar væru þar daglegt vanda- mál, enda kæmu greiðslur fyrir unnar afurðir seint og fullnaðaruppgjör dragist úr hófi fram. Greiðslur fyrir síðustu afurðasendingar drógust t.d. úr hófi fram svo að leita varð á náðir þingmanna kjördæmisins til úrbóta. „Afli bátanna, sem nú eru byrjaðir netaveiði, hefur verið mjög þokkaleg- ur,” sagði Sveinn „og fiskurinn sem þeir koma með er stór og góður. Fer ekki á milli mála að betri fiskárgangar eru nú á grunnmiðum við NA-land en verið hafa lengi.” " Operutónleikar Þaö var uppi fótur og fit i vikunni sem leið þegar hér voru komnir nokkrir þjóðverjar að flytja þýska óperutónlist með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hitti maður varla fólk að ekki bærist taliö að þessum merka viðburði og var mikill spenningur i mannskapn- um. Virtist þó einkum og sérilagi tilhlökkun í að fá nú loksins að heyra lifandi Wagnerhetjutenór, en einn þjóðverjanna var svoleiðis og heitir Heribert Steinbach. Urðu vist fáir fyrir vonbrigðum, i það minnsta á fimmtudaginn, hvað sem hefur skeð þegar tónleikarnir voru endurteknir tveimur dögum seinna. Þarna var sumsé mættur náttúrukraftur, sem söng, jafnvel rammfalska hátóna af slikri sannfæringu, að allt ætlaði um koll að keyra. Höfðu einhverjir orð á að annað eins hefði ekki komið úr mannsbarka hér á landi í elstu manna minnum. í öllu falli voru þetta bráðskemmtilegir tónleikar, enda voru fleiri góðir á ferðinni, t.d. ein ágæt sópransöngkona, Astrid Schir- mer, og hvorki meira né minna en allur Karlakór Reykjavikur, sem brá sér i líki fanga í Fídelíó Beethovens og háseta í Hollendingnum fljúgandi eftir Wagner. Ekki má þá gleyma fyrsta hornista sem fenginn var frá Hamborg og lék af mikilli snilld þó hvergi sé skrifað hvað hann heitir, og stjórnandanum Brúckner-Rúggeberg, sem margir mundu vel eftir siðan í Carmen, fyrir hátt i tuttugu árum. Allt þetta fólk lagði mikið á sig að flytja múisík úr óperum eftir Beethoven og Wagner, ásamt blessaðri sinfóníunni, sem lagði sig alla fram að gera úr þessu eftirminnilegt kvöld. Þarf ekkert að orðlengja um þetta frekar, einsöngvaramir gerðu það sem búist var við af þeim og jafnvel meira skilst manni á sumum, og karlakórinn stóð sig með mestu prýði á sinn hátt. Hljómsveitin var jafnbetri en oft áður, þó maður hefði kannski vonast eftir fyllri hljómi í sumum hápunkt- unum hjá Wagner og oft hafi heyrst hreinni tréblásarar, en t.d. í fanga- kórnum og Meistarasöngvaraforleikn- um á þessum stað. En það voru allir í svo góðu skapi, að svona lagaö gerði ekkert til. 1 það minnsta var klappað alveg óskaplega fyrir öllu og öllum, ekki síst vandræðunum með nlóm- vöndinn, sem er alltaf jafn hörkusniðugt aukanúmer. LÞ. Til Raufarhafnar bárust 25 til 26000 tonn af loðnu og var nýting hennar afbragðsgóð, að sögn Sveins. Var heildaraflamagnið 2—3 þúsund lestum minna en i fyrra en afurðirnar sem nú fengust úr heildaraflanum þó meiri en í fyrra. Sveinn kvað samgönguerfiðleika mjög hrjá Raufarhafnarbúa og hefði veturinn verið sá leiðinlegasti og erfiðasti sem lengi hefði komið. Flug- ferðir hefðu vart verið meiri en einu sinni í viku I stað fjögurra vikulegra ferða sem væru á áætlun. Þá hefði hríöarveður og leiðinda umhleypingar lokað landleið dögum og vikum saman. Samgönguerfiðleikarnir eru þannig einna stærstu vandamál Raufarhafnarbúa. — ASt. ^ Það virðast fáar reglur um snyrtimennsku rikja við húsbyggingu sem lengi hefur staðið yfir við Laugarásveg. DB-mynd Hörður. Óvenjuleg umferðarteppa við Ketill Sæverud Tónlistl i Sá sjaldgæfi viðburður átti sér stað um helgina síðustu, að tónskáld talaði um verk sín þannig að vel mátti skilja. Var hér kominn Ketil Sæverud frá Noregi, Sem er sonur Haralds sem barnaði söguna hjá Grieg (gerði tónlist við Pétur Gaut) um árið, og eitt vand- aðasta tónskáld Norðmanna nútil- dags. Hafði hann margt fróðlegt að segja um eigin hagi. allt frá bardaga ;ið tækmtónskáldskaparupp i drauga- gang í kirkjum, og var af þessu mikil og góð skemmtan. Ein helsta niður- staða hans um tónskáldskapinn var að honum fyndist laglina og hljómfall skipta meira máli en mörgum öðrum, sem fást við svonalagað, og þori ég vitaskuld ekki að véfengja það. Kammersveit Reykjavikur flutti svo tvö verk eftir Ketil, blásarakvintett sem mun eitt af hans fyrstu verkum, svo og verk sem hann samdi nýlega fyrir Kammersveitina, að tilhlutan norræna menningarsjóðsins held ég. Bæði voru þessi verk áheyrileg, þó ekki væri þar neitt sérstaklega mikið af eftirminnilegum lagllnum. Helsta stíl- einkenni er notkun ostinato eða þrá- bassa, og er það gert svo, mjög minnir á Stravinsky á köflum. Er ekki nema gott eitt um það að segja, þó dálítið sé það nú þunnur þrettándi. Eiginlega fannst manni mest varið I orgelverk sem heyrðist úr hátölurum, því það var eitthvað svo barnslega einlægt og huggulegt. Það voru hin verkin tvö raunar lika, þó þau næðu ekki alveg eins góðum tökum á manni. Þau voru annars alveg Ijómandi vel leikin, og greinilegt að hljóðfæraleikararnir höfðu mikið til þessa vandað. Og ég vil að lokum segja, að þó þetta sé ekki tónlist af þeirri tegund, sem undirrit- aður ér hvað spenntastur fyrir, þá er greinilegt að Ketill Sæverud hefur eitt- hvað að segja sem skiptir marga máli. Hafi hann þökk fyrir komuna. Mánuðum saman hafa staðiö yfir byggingaframkvæmdir sunnanvert við Laugarásveg í Reykjavík þar sem gatan rís einna hæst yfir sjávarmál. Eru mán- uðir byggingaframkvæmdanna ef til vill svo margir að telja mætti í stærri eining- um. Allan tímann hefur þarna verið skert umferð um götuna og stafar nokk- ur hætta af, einkum ef snjóað hefur, ekki sízt vegna þess að skerðingin er svo til á hápunkti götunnar og sést því illa til beggja átta framhjá hættunni. Einna erfiðast hefur þessi skerðing þó verið gangandi fólki, en þarna er ein skemnitilegasta gönguleið í austurborg- inni og steypt gangstétt langa leið án skerðingar af þvergötum. Lítil afskipti virðast lögregluyfirvöld hafa af þessum málum önnur en þau að setja merki um þrengingu og vinnu sín hvoru megin við spýtnadraslið. Vinna virðist þó ekki alltaf hafa verið sótt ýkja- fast við þá húsbyggingu sem þarna fer fram. - ASt. Kötturí bóli bjarnar: Þorskurinn stíflar loðnudælurnar Óvenjumikil þorskveiði hefur verið síðustu dagana á Eskifirði. T.d. kom Sæ- Ijónið með 38 tonn eftir tvo sólarhringa, Guðmundur Þór með 35 tonn eftir sama tíma og Vöttur með milli 30 og 40 tonn einnig eftir tvo sólarhringa. Óvenjumikill þorskur er í loðnutorf- unum þannig að sjómenn á loðnuskip- unum eru í vandræðum með að dæla loðnunni úr nótinni vegna þess að þorsk- urinn stiflar hana. Sól og blíðasta sumarveður var á Eskifiröi á mánudaginn. Regina/abj. Vantar nýlega bfía á söluskrá— Mikil eftirspurn— Mikilsala Næg hfíastæði úti sem inni

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.