Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 Sænska skáldið Harry Martinson Harry Martinson tilheyrði þeirri skáldakynslóð í Svíþjóð, sem kölluð hefur verið öreigaskáldin. Fram á okkar daga var það nær óþekkt fyrir- bæri á Norðurlöndum, að alþýðufólk kæmist til svokallaðra æðri mennta — og það þótti heldur ekki viðeigandi að verkamenn, sjómenn eða bændur fengjust við ritstörf. Hér á landi hefur þetta verið öðruvísi, eins og við vitum. —En þegar jafnaöarstefnan— sósíal- isminn — náði öruggri fótfestu á Norðurlöndum komst alþyðutræosia i sæmilegt horf og fátækt alþýðufólk sótti alþýðuskólana, sem foryustu- menn verkalýðs- og samvinnu- hreyfingarinnar settu á stofn. Þar fengu rithöfundaefni eins og t.d. Eyvind Johnson, Artur Lundkvist og Vilhelm Moberg, fræðslu sina og menntun, og gerðust óráðnir skrif- finnar og síðar blaðamenn við alþýðu- blöð og róttæk tímarit Sviþjóðar. En Harry Martinson átti jafnvel ekki kost á slíkri skólagöngu. Hann hafði frá sex ára aldri alist upp á sveit Það var i Suður-Svíþjóð. Faðir hans hafði látist frá konu og ungum börn- um, — og móðirin svo hreinlega gefist upp á því að halda stríðinu áfram. — Hún taldi sig eiga um tvo kosti að velja: stytta sér aldur eða hverfa lif- andi á brott til ókunnra staða. — Hún flúði til Ameríku. Til hennar heyrðist ekki framar. — Börnunum varð að skipta niður á bæi eins og hverjum öðrum hreppsómögum. Harry, þetta gáfaða og viðkvæma barn, lenti fyrst á misjöfnum stöðum, loks var honum valinn samastaður á elliheimili, innan um örvasa gamalmenni og vand- kvæðafólk. Harry Martinson ritaði tvær bækur um uppeldisár sín, skáldsögurnar Netlurnar blómgast og Leiðin burt. — Þá fyrrnefndu þýddi Karl Isfeld og Bók menntir JónúrVör kom hún út hjá Almenná bókafélag- inu 1958. Einkunnarorð hennar var þetta: Ég skalf við minnæskuarin. Það voru ekki allir vondir við hann á elliheimilinu. Hann var sjálfur góður við þá, sem þar voru hjálparþurfi, þráði samúð og veitti samúð. Snemma var hann draumamaður og fróðleiks- fús. Þetta fátæka fólk lét honum í té þá litlu fræðslu, sem það gat miðlað. En fyrsta hugsun hans var: Ég hef verið svikinn. Hann lét sig dreyma um ástríki móður sinnar, sem hafði horfið til framandi lands. Og hann kenndi mikillar beiskju. — Hvers vegna hafði móðir hans yfirgefið hann og hin börnin sín? Hann lærði að lesa og skrifa, og nokkuð í reikningi — og gamla fólkið hafði nógan tíma til að sinna honum, tala við hann, hlusta á spurningar hans, svara. Og svona leið timinn. Strax og hann var nokkurnveginn vaxinn úr grasi strauk hann af elliheimilinu — og réði sig á skip, er sigldu til hinna framandi landa, þeirra sem hann hafði alltaf látið sig dreyma um. Og Harry Martinson kynntist hinum stóra heimi, löndum hans og þjóðum, lærði framandi tungur, gleypti í sig allt, sem hann sá og heyrði, las, las allt sem hann komst höndum yfir. Þetta varð hans háskóli. Árum saman var Harry kyndari á flutningaskipum. Og I einni af fyrstu bókum sínum hefur hann t.d. lýst komu sinni til íslands. Honum gafst Chevrolet Nova Custom 78 Þinn bíll 15. apríl n.k., - sértu hinn heppni áskrifandi Dagblaðsins. Verðmæti er 4.4 miljönir króna. Gerstu áskrifandi að Dagblaðinu strax í dag. v Áskriftarsími 27022. Opiö til 10 í kvöld. ‘BlABffl frjálst, úháð dagblað II. febrúar sl. lést I Sviþjóð Harry Martinson 73 ára að aldri. Saga hans var ótrúlegt ævintýri. Það mætti setja á þessa grein áberandi fyrirsögn: Niðursetningurinn, sveitarómaginn, sem varð frægasta ljóðskáld þjóðar sinnar, sjómaðurinn, kolamokarinn, sem varð félagi i virtustu lærdómslista- stofnun Norðurlanda og hlaut loks mesta heiður rithöfunda, Nóbelsverð- launin. En saga hans er lika saga um sjúkdómsbaráttu, um mikil átök, innri sigra og ósigra viðkvæms manns i hörðum heimi, um gleði og hamingju- leysi frægðarinnar. Þrjú skáld hafa orðið ástsælli með Svium hin síðasta mannsaldur en nokkur önnur: Evert Taube, Nils Ferlin og Harry Martiqson, nú öll látin. ekki tækifæri til að sjá annað en höfnina hérna i Reykjavik, nokkur illa máluð bárujárnshús í Hafnarstræti og nágrenni. Hann kom inn á ósjálegt kaffihús, sem hét Heitt og kalt og talaði þar við páfagauk. Alla daga var hann að ryðberja dallinn sinn, menjubera hann og mála. í bókinni er þessi setning: Sögueyjan er eflaust best í bókum. En það er annars af Harry kyndara að segja, að hann fór snemma að senda róttækum blöðum og tímarit- um í Svíþjóð ferðaþætti, sögukafla og ljóð. — Og hin upprennandi skáld i heimalandinu veittu þessum pistlum og skáldskap athygli, vegna þess hve óvenju ritfær hann var þessi ungi víðförli sjómaður. Og einhverju sinni, þegar Harry Martinson var i landi, — mig minnir það væri í Gautaborg, — og var að biða eftir skipsrúimi, þá bar fundum hans og Arturs Lundkvist saman. Þeir hittust á ritstjórnarskrifstofu eins alþýðublaðsins. Báðir voru að reyna að selja ritstjóra þess grein eða kvæði. Með þessum hætti hófst ævilöng vinátta þessara tveggja manna, er síðar áttu eftir að verða meðal merkustu og áhrifaríkustu rit- höfunda Svíþjóðar, og síðustu ár ævi sinnar báðir félagar í sænsku akademi- unni, æðsta lærdómslistafélagi lands sins. i kringurn Artur Lundkvist var, er þeir félagar sáust fyrst, hópur öreiga- rithöfunda. Og nokkrum árum síðar gáfu nokkrir þeirra út rit, sem nefndist Fimm ungir — og með þvi urðu þeir allir þjóðkunnir menn í Svíþjóð og viðar um Norðurlönd. Hér er ekki rúm til að rekja ritferil Harry Martin- sonar. — Auk ferðapistla sinna fór hann að birta ljóð og gefa þau út i bók- um. Og þótt lausamálsbækurnar séu óvenjulega vel ritaðar, er Harry Martinson þó fyrst og fremst Ijóð- skáld. — Og nú við fráfall hans full- yrðir Artur Lundkvist, að hann hafi verið mesta Ijóðskáld Svía um sína daga og segir að Eyvind Johnson vinur þeirra hafi kallað hann séni. Hér skal ég ekki leggja orð til, en get þess aðeins, að enginn erlendur höf- undur, nema þá kannski Hamsun, hefur verið mér nákomnari en Harry Martinson, og engan hefði ég fremur viljað taka mér til fyrirmyndar en hann, enda á ég honum þakkir að gjalda. Harry Martinson hlaut snemma mikla lýðhylli í Svíþjóð. Ekki aðeins alþýðuhylli, eins og fremstu félagar hans úr flokki öreigarithöfundanna. Hann var dáður meðal menntamanna og borgara. Kannski hefur þar nokkru ráðið, að Harry var ekki I eðli sinu mikill bardagamaður. Hann var fyrst og fremst heimspekilega sinnaður. Ekki fljótur að taka afstöðu. En þegar hún var tekin var hann bjargfastur. Harry Martinson var mikill og áhrifaríkur nýjungamaður i sænskri Ijóðagerð. Hann hafði kynnst Ijóðum fremstu skálda heims, ameríkumanna í suður- og norðurríkjum, bæði í franska og spænska hlutanum, í Englandi og nýlendum, ennfremur i austurlöndum. Hann var alla ævi sína silesandi og skrifandi. Ég sagði að Harry Martinson hefði verið vinsæll með Svíum. En það er hættulegt að sitja lengi á tindum hefðar og frægðar. Nýjar kynslóðir ryðja sér til rúms og kalla þá gamla og úrelta fauska, sem fyrir eru, ekki síst þá sem vinsælastir eru. Svo fór hér. Ungu mennirnir létu sér fátt um finn- ast þennan sérstæða fagurkera og undarlega heimspeking. Fyrir rúmum áratug kom út ljóðabók eftir Harry Martinson, sem fálega var tekið. Þetta tók hann mjög nærri sér og missti raunar móðinn um skeið. Næsta ára- tuginn lét hann ekkert til sin heyra. Loks gátu þó vinir hans fengið hann til að gefa út bók. Skömmu síðar — 1974 — skiptu þeir, hann og vinur hans Eyvind Johnson, með sér Nóbels- verðlaununum. — En þessu fylgdi lítil blessun. Hvorugur var nógu frægur i hinum stóra heimi. 1 Svíþjóð og á hinum Norðurlöndum heyrðust óánægjuraddir. — Eftir þetta bar Harry Martinson ekki sitt barr. Nú eru þeir félagar báði^r látnir. Það skal ég taka fram, að í mínum huga er ekki nokkur efi um það. að þessir höfundar áttu báðir skilið að fá þessi verðlaun, og ég er þess fullviss, að hefðu þeir tilheyrt einhverri stór- þjóðanna, myndu fáar athugasemdir hafa heyrst. Hitt er svo annað mál hvort þær reglur séu ekki vafasamar, að Nóbelsverðlaunamenn geti valist úr þeim tiltölulega fámenna hópi, sem skipar sænsku Akademíuna, hvort það megi ekki teljast nægur heiður og fjárhagsöryggi fyrir ritHöfund, að vera kjörinn i slíkt heiðurssæti. J6n úr Vör. Fóstra óskast að leikskólanum Staðarborg. Um hálfs dags starf er að ræða. Upplýsingar gefur forstöðukona. Sími 30345. C 3 Verzlun Verzlun Verzlun Húsbyggjendur, byggingaverktakar: Eigum á lager milliveggjaplötur úr gjalli. Stærð 50x50 cm. Athugið verð og greiðslu- skilmála. JJ Loftorka sf. Dalshrauni 8 Hafnarfiröi, sími 50877. Tilvalinn stóll til fermingargjafa. Framleiðandi: Stáliðjan Kópavogi KRÓM HÚSGÖGN Smiðjuvegi 5. Kópavogi. Sími 43211 G.G. Innrömmun Grensásvegi 50, simi 35163, opifl frá kl. 11—6. Áður Njálsgötu 106. Tökum allt til innrömmunar og aðstoðum við ramma- val. Strekkjum á blindramma. Gott úrval af útlendum og innlendum rammalistum. Höfum einnig matt gler og glært gler. Póstsendum um land allt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.