Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 9 Ný verksmiðja Sambandsins: 77 ÞÚSUND KEXKÖKURÁ KLUKKUSTUND Kexkökurnar streyma í endalausri röö: 77 þúsund á klukkustund. í febrúar siðastliðnum hóf kex- verksmiðjan Holt, sem er eign Sam- bands Ísl. Samvinnufélaga, starfsemi sina. Undangenginn mánuður hefur farið i prófanir á tækjakosti og endurbótum en nú er framleiðslan komin I eðlilegt horf. Blaðamönnum var gefinn kostur á að kynna sér hina nýju verksmiðju og þrir ungir nemar, sem verið hafa i starfs- kynningu á Dagblaðinu að undanförnu, þau Helga Sveinsdóttir, Indriði Jónsson og Bjarni Bjarnason heimsóttu staðinn fyrir hönd Dagblaðsins: Verksmiðjan er til húsa í 86 metra löngum, mjög snyrtilegum sal, sem liggur með norðurhlið Holtagarða og var verksmiðjunni gefið nafnið Kex- verksmiðjan Holt. Með annarri hlið salarins stendur bakaraofninn, sem er engin smásmiði, en hann var keyptur frá lrlandi á siðasta ári. Við enda ofnsins er deigið hrært 1 þar til gerðri hrærivél, en hún tekur um 400 kg. Úr henni er deiginu lyft upp I bökunarvélina, þar er jafnað úr þvi og það gert að sléttri samhangandi lengju, en hún fer síðan inn i sérstaka vél, sem heggur úr henni hráar kexkökur. Afgangurinn rennur til baka inn i bakaraofninn á ný. Síðan renna kök- urnar á hægri ferð í gegnum bakaraofn- inn og koma fullbakaðar út um hinn endann. Þaðan er þeim lyft upp á kæliband, og kólna fyrst á bakhliðinni sn fara siðan á annað band og kólna þá á hinni hliðinni, en þetta band er 75 metrar á lengd. Þegar þær koma út af oandinu fara þær í pökkunarvélina, en það er eina stigið í framleiðslunni sem þkki er sjálfvirkt, þar taka starfsmenn iverksmiðjunnar við kexinu og raða því í pökkunarvél sem er frönsk, en hún setur það siðan inn í sellófanbréf. Þessi vél af- kastar um 2400 pökkum á klst. eða milii 15000 og 16000 pk. á dag. 1 kexverksmiðjunni Holti vinna núna við kexframleiðsluna 12 manns og er verksmiðjustjóri örnólfur Ornólfsson bakarameistari. Eru framleiddar þrjár tegundir af kexi, kornkex, vanillukex og imjólkurkex. Er áætlað að setja á markað Iþrjár tegundir af kexi til viðbótar á Iþessu ári, kremkex, súkkulaðihúðað Ikornkex og hafrakex. Kornkexið má telja nokkra nýjung hér á markaðinum en i þvi eru fjórar tegundir af grófu korni sem er blandað saman. I uppskriftinni eru 17- 18 efni. Vanillukexið hefur ekki verið framleitt lengi eða síðan Kexverk- smiðjan Esja hætti starfsemi. í byrjun var fengin danskur kex- verksmiðjustjóri frá FDB, sambands- >verksmiðjunum dönsku, Georg Engstup, til aðstoðar við uppbyggingu verksmiðjunnar. Hann telur þetta vera með bezta kexi sem hann hafi framleitt, enda notað í það bezta hráefni. „Nei, en ef um einhvern útflutning verður að ræða þá kom Færeyjar einna Lengsti bökunarofn á Norðurlöndum: 56 metrar. DB-mynd Hörður. helzt til greina,” sagði Hjalti Pálsson t'ramkvæmdastjóri innflutningsdeildar LÍS i viðtali við DB. „Hins vegar leggjum við hvað mesta áherzlu á innan- landsmarkaðinn til þess að byrja með. Samkvæmt tölum er talið að við Íslendingar neytum um 2100 tonna af kexi árlega og af því eru tæp 1300 tonn flutt inn," sagði Hjalti ennfremur. „Það er gegn þessum 1300 tonnum sem við miðum framleiðslu okkar.” Hjalti upplýsti á fundi með blaða- mönnum að Sambandið hygðist verja um einni og hálfri milljón króna til auglýsinga á hinni nýju framleiðslu og vonaðist hann til að henni yrði vel tekið. HS/IO/BB. FERMINGARGJAFIR Skrifborðsstolar styðja t/el við bakið á skólafólkinu. 8 gerðir. x LUXO lampar, 4 gerðir Bakpokar. Nýja „línan“ í skólatöskum. Jarðlikön. Margar stœrðir. Vasatolvur. Margar gerðir Taflmenn m I OLIVETTI skolaritvelar WINSOR & NEWTON olíulitasett

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.