Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 21.03.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1978 7 Ezer Weizman varnarmálaráðherra ísraels: ISRAELSMENN REIÐUBUNIR AÐ HÆTTA BARDÖCUM EzerWeizman varnarmálaráðherra tsraels tilkynnti í gær að tsraelsmenn væru reiðubúnir að hætta bardögum í Líbanon. tsraelsher ræður nú að heita má yfir Suður—Líbanon. tsrelsstjórn leitar nú eftir fullvissu á því að gæzlu- sveitir Sameinuðu þjóðanna geti haldið skæruliðum Palestínuaraba utan svæðisins. öryggisráð Samein- uðu þjóðanna samþykkti i gær áskorun á tsraelsstjórn þar sem hún var hvött til þess að draga herlið sitt til baka frá Líbanon en í staðinn kæmi 4000 manna gæzlulið. Enn hefur þó ekki verið tekin ákvörðun um hvort ísraelsstjórn dregur herlið sitt frá Libanon. „Eina ákvörðunin sem tekin hefur verið ennþá er að Líbanon verði ekki bæki- stöð fyrir hryðjuverkamenn,” sagði varnarmálaráðherrann á blaðamanna- fundi. Leiðtogar Arabaþjóðanna hugleiða nú að fara fram á frekari aðgerðir öryggisráðsins ef tsraelsmenn hætta ekki bardögum og draga herlið sitt frá Líbanon. Möguleikar eru þó taldir á að Begin, forsætisráðherra tsraels, sem nú er i Bandarikjunum tii viðræðna við Carter, skipi herliði sinu að hætta bardögum. Erlendar fréttir Byrjað að dæla olíu úr risaolíuskipinu Oliubrák úr risaskipinu Amoci-Cadiz þekur nú um eitt þúsund ferkilómetra hafsvæði undan ströndum Bretagne- skaga. Skipið sem strandaði við skagann siðastiiðið fimmtudagskvöld hafði inn anborð 140 lestir af oliu og hafa þegar 80 þeirra lekið út. Fuglar og önnur smádýr eru farin að festast í olíunni. Byrjað er á því að tæma skipið en búizt er við að það tæki eina viku í viðbót. Á meðan er ekki gert ráð fyrir að meiri olía leki úr þvi, sé rétt að farið. Dælt hefur verið hreinsiefnum á oliuna i sjónum og reynt að eyða henni þannig að unnt reyndist að dæla henni upp úr sjónum. Frakkar eru nú mjög heitir yfir þess- um óförum olíuskipsins, telja það ekki hafa átt erindi uppi undir ströndum sín- um og talsmenn frönsku strandgæzl- unnar auka enn á hitann með því að segjast ekkert hafa vitað um að skipið var í nauðum statt, fyrr en allt var um seinan. Dráttarbátur hafði komið að þvi nokkru áður og reynt að koma línu um oorð en ekki tekizt. Hafa nú bæði skip- stjórínn á oliuskipinu og á dráttarbátn- um veríð settir í gæzluvarðhald á meðan rannsókn fer fram. Bretar hafa töluverðar áhyggjur yfir því að oliubrákina beri að ströndum brezku eyjanna í Ermarsundi og hafa þegar gert ráðstafanir tii þess að koma i veg fyrir tjónið eftir því sem hægt er. Litlar likur þykja á þvi að olian berist að þeim því olian er 70 milur frá Guernsey. Bretar hyggjast hins vegar senda hreinsiskip til aðstoðar Frökkum við dælinguna úr sjónum og tryggja þannig öryggi sitt en betur. Eva Duringar frá Austunfki var kosin ungfrú Evrópa á dögunum og hér sést Riitta Váisanen frá Finnlandi krýna hana, en hún vann titilinn i fyrra. Geislavirkni hátt yfir Alaska Geislavirkni frá kjarnorkutilraun Kín- verja í fyrri viku hefur’ nú borizt yfir Alaska. Vindar hafa borið geislavirk úrgangsefni frá sprengingunni og er geislavirknin í um 20 þúsund feta hæð, að sögn umhverfisverndarráðs Banda- ríkjanna. Gert er ráð fyrir aö greina megi lítil- lega aukningu geislavirkni yfir Banda- ríkjunum í næstu viku, en þó er hald manna að geilsavirknin nú verði minni en eftir síðustu sprengingu Kínverja i september sl. Komdu og. finndu borðið sem hentar ber Borð við allra hæfi. sporöskjulöguð, hring- formuð og ferkönntuð.^ Margar stærðir og fjölbreytt litaúrval. Komdu og finndu borðið sem hentar þér. STÁLHÚSGAGNAGERÐ STEINARS HF. SKFJFUNNI 8 REYKJAVIK SIMAR 33 5 90 & 3 5110 Oazai er suður af Beirút, höfuðborg Libanons.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.