Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 05.05.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978 — 93. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLa 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMÍ 27022. Lögreglurannsókn vegna brunans í Slippstöðinni á lokastigi: Trassaskapur var orsökin ólíklegt að skaðabótamál verði höfðað á starfsmenn Nú er komiö í Ijós að orsök brunans í skuttogaranum Breka VE i Slipp- stöðinni á Akureyri, stafaði af aðgæzluleysi starfsmanna við log- skurð um borð, að því er DB hefur eftir áreiðanlegum morgun. heimildum í Lögreglurannsókn inun hafa leitt þetta i Ijós en i morgun vildi Ásgeir Pétur Asgeirsson, fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri, ekki tjá sig um rannsókn- ina þar sem ekki væri lokið skýrslu- gerð. Hins vegar væri rannsókn lokið eða á lokastigi. Er hann var spurður hvort hugsan- lega yrðu höfðuð skaðabótamál á hendur starfsmönnum taldi hann það mjög ólíklegt. Lögreglurannsókn hefði fyrst og fremst farið fram til að fá endanlegan botn í málið fyrir viðkom- andi hagsmunaaðila, eigendur, Slipp- stöðina og tryggingafélög. G.S. Hættulegur elt- ingaleikur við ölvaðan ökuníðing Hættulegur og allsvakalegur eltinga leikur átti sér stað i fyrrinótt milli lög- reglunnar og ölvaðs ökumanns. Var sá sem eltur var staðinn að ölvunarakstri tvivegis þessa sömu nótt. Sagan hófst er maðurinn var tekinn á mótum Borgartúns og Sundlauga- vegar um klukkan 3. Hlaut hann þá venjulega afgreiðslu og var ekið að tilteknu húsi eftir blóðsýnitöku eins og venja er. Um kl. 5 sjá lögreglumenn til ferða grunsamlegs ökumanns á mótum Hafnarfjarðarvegar og Litluhlíðar. Er áhuga átti málið gaf ökumaður i og vildi ekki við lögreglu ræða. Leikurinn barst kringum Öskjuhlið eftir malar- vegum og komu fleiri lögreglubílar i leikinn. Einn þeirra lenti út af til að forðast árekstur við hinn drukkna, á mikilli ferð. Loks tókst að stöðva ökumanninn á gamla Laufásveginum nálægt Umferðarmiðstöðinni en þar ók hann af afli aftan á lögreglubil. Maðurinn var i geymslu það sem eftir lifði nætur og er nú að sjálfsögðu ökuleyfislaus. -ASt. LIFEYRISSJOÐURINN KÆRIR FJÁRDRÁTT Stjórn Lifeyrissjóðs verzlunar- manna hefur nú kært fjárdrátt til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Sam- kvæmt bókhaldsrannsókn sem gerð var hjá löggiltum endurskoðendum nemur fjárdrátturinn um átta og hálfri milljón króna. Eins og fram hefur komið var fyrr- um framkvæmdastjóra lífeyris- sjóðsins vikið frá störfum um óákveðinn tima hinn 24. febrúar sl. Var þá bókhald sjóðsins fengið endurskoðunarfyrirtæki til rann- sóknap; Framhaldsrannsókn i málinu fer nú fram hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. -ÓV. Skipsstrand á Hornafinði: Báturinn nær kom- inn á „græn grös” — engin hætta á ferðum og Sunna ætti að nást útá stórstraumi „Ég man ekki eftir því, að hafa séð bát stranda svona innarlega,” sagði Sigfinnur Gunnarsson, form. hafnar- nefndar á Höfn i Hornafírði þegar vél- báturinn Sunna SU-222, frá Reyðar- firði, strandaði við innsiglinguna á Höfn aðfaranótt miðvikudags sl. Vb Sunna er 45 tonna bátur. „Hann er hér um bil kominn upp á græn grös,” sagði Eymundur Sigurðs- son hafnsögumaður í viðtali við frétta- mann DB. Hann kvað á mörkunum að hægt væri að komast með vira frá hafnsögubátnum að Sunnu. Báturinn var kominn vel inn fyrir Hornafjarðarós og var búinn að taka stefnu á innsiglinguna til Hafnar þegar hann tók niðrt. Var hann þá kominn inn fyrir Faxeyri, sem svo er nefnd. Hún er sandrif sem kemur upp úr sjó á fjöru. Sigfinnur taldi ekki vafa á þvi að hægt myndi að ná Sunnu út á stór- straumsflóði, sem nú styttist óðum i. Þarna er mjúkur sandbotn og ekki talin nein hætta á þvi að báturinn skemmist þótt hann liggi þarna nokkra daga. Skipshöfnin er um borð í bát- num og henni erengin hætta búin. BS Hvað vilja þeir? Húsvíkingaríkosningaham bls. 22-23 Reykjavíkurmótið: Nú hafa fjögur lið möguleika — sjá íþróttir bls. 16 og21 Dagurinnídag: Dagur Evrópu — baksíða Liprarogelsku legarstúlkur — sjá raddir lesenda bls. 2-3 VeiðurPeron nunnaáSpáni? Lundúnahöfn stefnirí gjaldþrot Dekkið sprakk á bifreið Bresnevs — sjá erlendar fréttir bls. 8-9

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.