Dagblaðið - 05.05.1978, Síða 8
8
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978.
Framkvæmdasljóri
Staða framkvæmdastjóra við Prjónastofuna
Kötlu hf., Vík í Mýrdal, er hér með auglýst
laus til umsóknar.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri,
Vigfús Guðmundsson, í síma 99—7225 eða
99—7232.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf ber að senda til Prjóna-
stofunnar Kötlu hf., Vík í Mýrdal.
ÚTBOÐ
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir
tilboði í rafbúnað fyrir aðveitustöðvar
Vesturlínu — Hrútatungu, Glerárskóga
og Mjólká.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu
Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi
116, gegn greiðslu á kr. 5000.-
111 Vinnuskóli
1' Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur tekur til starfa
um mánaðamótin maí—júní nk.
í skólann verða teknir unglingar fæddir
1963 og 1964 og/eða nemendur í 7. eða
8. bekk grunnskóla Reykjavíkur skóla-
árið 1977—1978.
Umsóknareyðublöð fást í Ráðningar-
stofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1,
og skal umsóknum skilað þangað eigi
síðaren 19. maí nk.
Nemendum, sem síðar sækja um, er
ekki hægt að tryggja skólavist.
Ráðningarstofa Reykjavíkurborgar.
Argentína:
Veiður Pemn
nunnaáSpáni?
Maria Estella Peron fyrrum forseti
Argentinu er haldin minni háttar sjúk
dómi sem stafar af blóðrásarerfiðleik-
um, að sögn heryfirvalda þar i landi.
Frú Peron gekkst undir læknisrann-
sókn á sunnudaginn var í Buenos
Aires og kom þá frá herstöðinni, þar
sem hún hefur verið í haldi hersins
siðan henni var steypt af stóli fyrir um
það bil tveim árum.
Orðrómur hefur verið á kreiki i
Argentinu um að forsetinn fyrrver-
andi fengi að hverfa á brott til Spánar.
en talsmaður hersins taldi slikt af og
frá. María Estella Peron hefði verið á-
kærð bæði fyrir svik, falsanir og
spillingu á meðan hún var
Argentínuforseti.
Að sögn dagblaða í Argentínu, sem
rætt hafa möguleika á því að hún
fengi að fara til Spánar, ætlar hinn
fyrrverandi forseti, sem er fjörutíu og
sex ára að gerast þar nunna.
Albrecht Berblinger hét Þjóðverji einn sem reyndi að fljúga sams konar flugtæki og sést á myndinni. Það mistókst og þar
með lauk afskiptum Albrechts af fluglistinni. Þetta var reyndar árið 1811 en nýlega voru hugmyndir hans dregnar aftur fram
i dagsljósið og viti menn, hxgt er að fljúga tækinu. Það var þekktur vestur-þýzkur áhugamaður um flugdrekaflug sem það
gerði og sjáum við hann og flugvélina hans Aibrechts á myndinni hér að ofan.
Bandankin:
Stúdentaóeirdir
við Ohioháskóla
Til óeirða kom í gær við ríkishá-
skólann í Kent í Ohio í Bandaríkjunum,
er minningarathöfn var haldin um
fjóra baráttumenn gegn styrjöldum, sem
skotnir voru af þjóðvarðliðum.
Var þess minnzt að átta ár eru liðin
frá þeim atburði. Minningarathöfnin fór
að mestu friðsamlega fram en í henni
tóku þátt rúmlega eitt þúsund stúdent-
ar, kennarar og aðrir. Atburðurinn sem
minnzt var gerðist 4. maí ’70, rétt eftir
að Nixon þáverandi Bandarikjaforseti
hafði tilkynnt ákvörðun sína um að
senda bandarískt herlið inn í Kam-
bódiu og þar með að færa út Víetnam
styrjöldina.
Þá féllu fjórir stúdentar og níu
særðust er þjóðvarðliðar skutu á mót-
mælagöngu af þessu tilefni.
1 gær reyndu að sögn, um það bil
þrjátiu manns að ryðjast fram hjá
hindrunum lögreglunnar nærri þeim
stað sem fjórmenningarnir féllu fyrir
átta árum. Var hópnum þá dreift með
táragasi. Ekki var vitað um nein slys á
mönnum. Lögreglan handtók tvo mót-
mælendur, var hvorugur þeirra
nemandi við Ríkisháskólann í Kent.
Þó að opinber afstaða Kristilega demókrataflokksins á Ítaliu, sé sú að enga samninga eigi að gera við ræningja Aldo Moros
fyrrverandi forsætisráðherra, þá eru alls ekki allir flokksmenn þeirri stefnu sammála. Á myndinni sést formaður flokksins,
Benigno Zaccagnini koma til höfuðstöðva flokksins í Róm á einn af fjölmörgum fundum sem haldnir hafa verið um leiðir til
að frelsa Aldo Moro, sem um árabil hefur verið cinn helzti forustumaður kristilegra demókrata á Ítalíu.