Dagblaðið - 05.05.1978, Side 11

Dagblaðið - 05.05.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. fyrir þeim möguleika aðsólin ætti eftir íð skipta nokkru höfuðmáli sem orku- gjafi í landbúnaði, iðnaði og við upp- hitun íbúðarhúsnæðis. Að sjálfsögðu að undanskildri þeirri orku sem hún hefur veitt yfir jörðina frá alda öðli. Nú er öldin önnur og fjöldi íbúðar- húsa sem hituð eru upp með sólarorku ;r orðinn meiri en tíu þúsund og vex itöðugt. Til dæmis um, hve víða er farið að hagnýta sólina sem beinan orkugjafa i Bandarikjunum, má nefna, að öll húsakynni i herstöð einni í Texas eru hituð upp með sólarorku, loftkælingin sr knúin af sólinni og öll ljós á staðn- um sömuleiðis. Finnig er getið um klæðaverksmiðju i Georgiu og lítinn gagnfræðaskóla i Arkansas sem færa sér sólarorkuna i nyt. einum sérfræðinga á þessu sviði. Ef þannig væri að málum staðið fullyrðir hann, að átta tíundu af orkuþörf mannkyns verði fullnægt á þann hátt árið 2025. Þessar nauðsynlegu framkvæmdir munu þó verða kostnaðarsamar bæði fyrir bandarisku þjóðina i heild og einnig þá einstaklinga, sem ætluðu sér að nota sólarorkuna. Afraksturinn yrði aftur á móti ómetanlegur — næg orka á meðan jörðin okkar er byggileg. Forráðamenn Sólardagsins voru spurðir að þvi hvað gera ætti ef rign- ing yrði, þegar hátíðahöldin færu fram. — Það skiptir engu, sögðu þeir. Regn- ið úr loftinu er raunverulega einn hluti sólarorkunnar. Ef sólin skini ekki Seint hætturn við liklega að njóta sólarinnar á hinn gamla, góða hátt, að láta hana skína á okkur til ánægju og heilsubótar. Mörg dæmi eru um nýtingu sólar- orkunnar í landbúnaði, og iðnaði. Vitar eru lýstir með henni og í stuttu máli sagt notkun hennar eykst stöðugt. Áhugamönnum og visindamönnum á þessu sviði finnst þó seint ganga framþróunin- Segja þeir að framfarir ættu undir eðlilegum kringumstæðum að vera mun örari en raun ber vitni. — Ef svo á að verða, að mannkynið fái meginhluta orkuþarfar sinnar full- nægt frá sólinni verður strax að hefjast handa við að reisa milljónir stöðva sem taka við sólarorkunni og þúsundir vindorkustöðva er haft eftir mundi ekkert regn falla. Bæði vatn og vindur eru nátengd sólinni og nýting þeirra því eitt af verkefnum okkar. Hversvegna er þetta rifjað upp nú, áratugum síðar? Alþýðublaðið — það málgagn er fyrr var getið — gefur tilefni til þess. Um nokkurt skeið hafa öðruhverju birzt tilkynningar frá blaðinu og aðstandendum þess um að nú, á sumri komanda, verði örlög blaðsins ráðin. Sýnt þyki að blaðið gefi upp öndina vegna langvarandi fjárhagsörðugleika og lítillar útbreiðslu. Hvað er þá orðið allt okkar starf? Höfum við gengið til góðs? Þannig gætu flokksmenn spurt sjálfa sig er þeir búa sig undir útför blaðsins. Eru foringjar flokksins bón- bjargarmenn og sveitarlimir? Hafa þeir haft erindi sem erfiði i baráttu sinni fyrir réttlátu þjóðfélagi og geta af þeim ástæðum lagt niður málgagn jafnaðarstefnu og bræðralags? Undar- leg tilviljun að þessir atburðir gerast einmitt þá daga er rikisvaldið lætur sverfa til stáls i skiptum við verkalýð, hrifsar lúkufylli úr launaumslagi hvers vinnandi manns, flýgur dagfari og náttfari mcð gljáandi og gulli slegna bryndreka til þess að koma þeim á markað í tildursrallý stórfurstanna, en boðar skerðingu almennra lífskjara. Hverfum aftur á grjóthrúguna við Hverfisgötu. Stefán Jóhann Stefánsson fyrrv. forsætisráðherra segir frá þvi í minningabók sinni er ungir náms- menn, stúdentar og aðrir gengust fyrir fundi árið 1921 til stuðnings kröfum verkalýðsins. „Ég man það einnig vel að skömmu •eftir fundinn lá leið min upp í litla al þýðuhúsið við Hverfisgötu. Þar var þá aðeins litill timburskúr á einskonar grjóthrúgu og allt autt umhverfis hann. Voru þar samankomnir margir áhugasamir alþýðuflokksmenn, flestir úr verkamannastétt, og lofuðu há- stöfum framtak okkar stúdentanna. Vildu þeir helzt eiga mynd þessara 30 stúdenta og hengja hana upp á vegg hins litla timburskúrs sem siðar myndi verða musteri alþýðunnar.” Þannig segir Stefán Jóhann frá. Sú mynd er blasir við, að liðn- um áratugum er athyglisverð og áhrifamikil en næsta ólík þeirri er birtist í skuggsjá þá er horft var gegnum fagurgrænt hugsjónagler. í stað litla timburskúrsins er við blasti i frásögn St. J. St. gnæfir nú hátimbruð höll. Enginn veit þó til þess að þaðan hljómi hið lifandi orð til lausnar hrjáðum lýð. Engin fræði kennd í þvi musteri, er vinningur sé á að hlýða. 1 bezta falli rölta menn þaðan með bingóvinning. Athyglisvert væri, nú þegar svo horfir að málgagn Alþýðuflokksins hverfi af sjónarsviðinu sem dagblað, að bera saman kjör þeirra er verið hafa i forystu flokksins undanfarna áratugi og afkomu og örlög Alþýðublaðsins, málgagnsins er túlka átti málstað og viðhorf jafnaðarstefnu og verkalýðs. Arftakar þeirra. musterisriddararnir með vaxtatöflurnar, bjóðast pú til þess að rétta „þjóðarskútuna” á siglingu hennar um ólgusjó og verja hana strandi og áföllum. Á sama tíma tilkynna þeir á neyðarbylgju skipbrot áratuga málgagns. Áraskip Alþýðublaðsins rorrar á flæðiskeri feigðar og fjörtjóns, en strand- kapteinar fúaflaksins heimta að taka Borgarísjakar dregn- /r tilSaudi-Arabíu — frændi konungsins, prins Mohammed, telur það lausnina á vatnsskorti landsins Mohammed al-Faisa! sem upplýsti fyrir nokkrum mánuðum að hann hygðist láta draga borgarisjaka frá suðurskautinu til Saudi-Arabíu, segist munu verða tilbúinn að selja borgarís hverjum sem hafa vill innan tveggja ára. Upphafleg hugmynd prinsins, sem er sonur Faisals heitins konungs og frændi Khalid núverandi konungs Saudi-Arabiu, var að draga borgarís- jaka sem væri 100 milljón tonn þangað og vinna síðan úr honum ferskt vatn. í Saudi-Arabíu er það mjög af skornum skammti. Vegna þessa hafa Saudi-Arabar hugleitt ýmsar leiðir og niðurstaðan varð sú að ákveðið var að ráðast i mjög fjárfrekar og viðamiklar fram- kvæmdir til að vinna ferskt vatn úr sjó. Prinsinn var yfirstjórnandi þeirrar áætlunar þar til fyrir tæpu ári en sagði þá af einhverjum ástæðum af sér. Talið er að heildarkostnaður við nauðsynlegar framkvæmdir vegna ferskvatnsvinnslunnar verði í það minnsta 15 milljarðar dollara. Prins- inn telur sie hafa fulla vissu fyrir því að hann geti séð landsbúum sinum fyrir vatni á mun ódýrari hátt með þvi að bræða borgarisinn, er hann hefur verið dreginn til Saudi-Arabíu. Ætlunin er að sjö dráttarbátar dragi jakana frá suðurskautinu. Stærð þeirra yrði gifurleg: rúmlega einn og hálfur kílómetri á lengd, breiddin tæpir fimm hundruð metrar og hæðin nálægt þrjú hundruð metrum. — Frystan forða af tærasta vatni á jörðu hér . vill prinsinn kalla borgar- isjakana. — Risajakar af þessari stærð brotna frá meginjöklinum sjálfkrafa og hægt er að draga þá hvert sem hugur manna stendur til, að sögn hans. Fyrirtæki hans, sem hefur aðsetur sitt í Paris, hefur haft ýmsa sér- fræðinga í þjónustu sinni. Niðurstaða þeirra er sú að hægt sé að verja jakana gegn of hraðri bráðnun með nokkurs- konar hjálmi gerðum úr steinsteypu og plasti. 1 hjálminum yrði kalt vatn sem hindraði of mikil áhrif frá hita hafsins. Nægilegt yrði því eftir af jakanum þegar hann hefði lokið siglingunni — um 5700 mílna leið frá suðurskautinu til Saudi-Arabiu, siglingu sem taka mundi sex til átta mánuði, aðáliti s,.i- fræðinga. Hjálmurinn leysir að sögn einnig vandamálið vegna mótstöðu borgar- isjakans á siglingunni um hafið. Mohammed segir eins og áður var nefnt að borgarisjakar sem fluttir yrðu til Saudi-Arabiu mundu tryggja lands mönnum mun ódýrara ferskvatn en hreinsistöðvar úr sjó. Stærsta sjóhrcinsistöðin. sem áætlað er að setja á stofn, mun kosta fimm milljarða dollara og á hún að framleiða tvö hnndruð milljónir (onna af hreinu vatni á ári. Aftur á móti telja prinsinn og sér- fræðingar hans aö borgarisjaki, sem væri eitt þúsund milljón tonn þegar hann hæfi för sina frá suðurskautinu. gæfi af sér fjögur hundruð ntilljón tonn af vatni og ekki mundi kosta nema 150 milljónir dollara að draga hann ul Saudi-Arabiu. „Niðurstaðan er þvi sú," segir Mohammed prins, „að ég get boðið ferskt vatn fyrir 50 cent gallonið. sem er um það bil 4,6 lítrar. Verðið frá sjó- hreinsistöðvunum verður aftur á móti helmingi hærra.” ✓ N við stjórnvöl á flaggskipi Íslendinga. sjálfri „þjóðarskútunni” og sigla henni i friðarhöfn. Hér gilda ummæli Vilmundar land- læknis um peninga og hugsjónir: „Vist eru trú og hugsjónir mönnum mikils virði, en ekki endilega peninga- virði þegar á það reynir”. PéturPétursson Sjálfsagt telja foringjar Alþýðuflokksins sér og öðrum trú um að þeir hafi fómað tima og fé i þágu hugsjónar sinnar um betra samfélag. Það verður rannsóknarefni félags- og sagnfræðinga hvernig skýra má að saman fara endalok Alþýðublaðsins og brautargengi foringjanna. Nýir foringjar Alþýðuflokksins hampa nú vaxtatöflu veðlánara i staðstefnuskrár vinnandi stétta. Að bregðast ekki „borgurunum” hefir um langt skeið verið raunvaxtapólitík alþýðuflokks- foringjanna. 1 hópi þeirra hefir for- réttindastéttin jafnan átt visa banda- nienn þegar á reyndi. Svo mun enn verða er nýir foringjar stigi I vaxta- fótinn. Um leið og endalok Alþýðublaðsins eru boðuð er slökkt á ofnuin Alþýðu- brauðgerðarinnar við Laugaveg. Draumur fátækra manna um daglegt brauð átti að rætast þar fyrir ára- 'tugum. Þrumarinn hnoðaður í nafni félagshyggju. Glassúrinn á vinar- brauðum helgra daga forsmekkur framtíðar. Um það fyrirtæki og for- stöðumann þess Jón Baldvinsson var kveðið: ..Alþýðubrauðin bakar Jón, bakar og ihaldsmönnum tjón.” Nýir foringjar telja ástæðulaust að kynda lengur ofna Alþýðubrauð- gerðarinnar við Laugaveg. Glóð þeirra má kulna. Þeir ætla heldur ekki að baka yfirstéttinni tjón. „Að bregðast ekki borgurunum” er hið nýja boðorð. Alþýðuflokkurinn hóf fór -,ína um fjallvegu félagsmálabaráttunnar með dagblað i annarri hendi og brauð i hinni, hvort tveggja ætlað vinnandi fólki. Á leið sinni hefir flokkurinn rat- að i ýmsar raunir og villzt á vegi í gerningaþoku. Nú horfir svo að dag- blað hans fölni og falli til jarðar. Glóðin kulnuð i brauðhú>um flokksins. Hvort tveggja þaðer nú var nefnt væri skiljanlegt ef foringjar flokksins væru tötramenn og eigna- snauðir. Málgagn þeirra hefirstutt þá til þeirra áhrifa er þeir hafa náð. Hér er þvi ólíku saman að jafna og er til staðfestu þvi er Vilmundur landlæknir segir i grein þeirri er vitnað var til i upphafi þessa máls. Staðfesta Alþýðuflokksins og gifta hefur eigi verið lík þvi er við þekkjum úr sögu Halldórs Laxness um brauðið dýra. Hetja þeirrar sögu' villist frá heimkynnum sínum um klungur og kletta. Matarlaus og án hlifðart'ata reikar hún um holt og heiðar með brauð það er hún vitjaði og henni var falið að sækja til samneyzlu. Aðframkomin geymdi hún brauð sitt ogannarra. Alþýðuflokkurinn fargaði brauði sinu fyrir sætindi mannvirðinga og stöðutákna. í takl við timann býður hann nú diskótek í húsakynnunt brauðgerðar sinnar Rolling slones í stað daglegs brauðs. Ycs ;ir, I can boogie — but Ldon't bake anvmore. Seinustu alþýðubrauðin eru horfin úr hillum. Senn rennur seinasta eintak Alþýðublaðsins úr prentvélum. Haft er eftir Churchill þá er hann leit þáverandi verkamálaráðherra brezka Verkamannaflokksins stiga dans i samkvæmi: „Þetta er ekki dans. Það er verka lýðshreyfing.” Alþýðuflokkurinn hefir kosið annan hátt. Þetta er ekki verkalýðshreyfing. Þaðerdans. Pétur Pétursson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.