Dagblaðið - 05.05.1978, Qupperneq 20

Dagblaðið - 05.05.1978, Qupperneq 20
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978. 24 Píanóleikurí Kópavogi Tónlistarfélag Kópavogs gekkst fyrir pianótónleikum i samkomusal Tónlistarskólans þar I bænum á ÍV* sunnudaginn var. Þar var komin kempan Rögnvaldur Sigurjónsson, en það var orðið býsna langt siðan maður hafði heyrt í honum á einleikstónleik- um. Tilefnið var vigsla nýs flygils, sem Tónlistarfélagið hefur keypt til sín, og stóð i blöðum að það væri Steinway flygill, en fróðir segja hann eitthvað annað. Rögnvaldur var með efnisskrá, sem var upplögð til að reyna tóngæði og styrk hljóðfæris, Beethoven-sónötu af lýriskari sortinni (Pastoral), nokkrar píanóperlur eftir Chopin, og loks hina risavöxnu og hádramatisku h-mollsón- ötu Liszts, sem er einn frægastur fingurbrjótur í samanlagðri píanó- músíkinni. Ekki verður sagt, að hljóð- færið hafi staðist þá raun, i þ.m. er það ekki hljóðfæri, sem stenst þær kröfur, sem leikur Rögnvaldar gerir. Þurrir og hljómlitlir bassatónar og glamurslegur dískant eyðilögðu gjörsamlega Beet- hoven fyrir undirrituðum. Rögnvaldur er heldur ekki sú tegund af píanóleik- ara, sem þolir misjafnar aðstæður, hljóðfærið þarf að vera fullkomið og skýrt i tóninum, og gott hljóð í saln- um. Þá bregst hann ekki. En þrátt fyrir þetta voru margir ótrúlega fallegir sprettir í Chopin, ekki sist í Ballöðunni i asdúr, sem var flutt með hárnákvæmum frásagnaranda og inn- lifun. Hápunkturinn var hinsvegar í loka- verkinu, sónötunni eftir Liszt. Þar var Rögnvaldur i essinu sinu og lét ekkert trufla sig. Þetta verk er talsvert flókið, og leynir lengi á sér, en þarna var Iögð áhersla á dramatiskar útlinur, og heildarsvipurinn látinn sitja fyrir smá- atriðum. Útkoman var magnaður píanóleikur, sem sannaði að Rögn- valdur er enn i alfremstu röð píanó- leikara á íslandi. -L.Þ. Dautt hús Söngsveitin Fílharmonia hefur oft látið betur til sín heyra en á siðustu sinfóniutónleikum. Söngur kórsins var furðulega dempaður og óskýr, og er varla einleikið hvað undirritaður tapaði oft af þræðinum í þrem stór verkum. sem þarna voru flutt. Húsið var að vísu troðfullt, þúsund manns í sal og hátt í ivö hundruð á sviðinu, og þvi eins dautt og það getur orðið. En eitthvað má þó liklega skrifa á reikn- ing stjómandans, sem hefur misreikn- að aðstæður. Marteinn Hungcr Frið- riksson, sem stjórnaði annars af festu og öryggi, og talsverðum tilþrifum á köflum, er greinilega vaxandi maður á sínu sviði, og er maður feginn að vita annan helsta kór landsins i góðum höndum. Tónleikarnir hófust annars með frumflutningi á nýju tónverki eftir Sigursvein D. Kristinsson, Greni- skóginum við Ijóð Stefáns G. Þetta er eitt mesta tónverk sem Sigursveinn hefur látið frá sér fara, og liggur að baki því mikil vinna og útsjónarsemi. Það er í mörgu áheyrilegt, en alltof langur hljómsveitarinngangur og til- breytingarlaust hljóðfall virkaði dálítið þreytandi Einsöngvari með kórnum og hljómsveitinni var Halldór Vilhelmsson. Hann tók á þessu af mik- LEIFUR ÞÖRARINSSON Tónlist honum eru annars dálítið óklárir, stundum einsog þeir komi úr allt öðrum barka en þeir djúpu. Hvað veldur skal látið ósagt, en hann má vara sig að pína sig ekki um of. Það voru fjórir einsöngvarar i verki nr. 2,Te deum eftir Kodaly. Þar voru mætt hjónin Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson, Rut Magnússon, og Halldór aftur, en hann söng lika í lokaverkinu, svo þetta var enginn smádagur hjá honum. öll sungu þau vel og smekklega, en þó verður að segjast, að texti var furðu óskýr, bæði hjá einsöngvurum og kór, og þó auðvelt væri að geta sér til um að þetta væri á latínu, heyrðist það ekki. Þó í efnisskrá standi að lokaverkið, Trimumphlied eftir Brahms, sé eitt stærsta og glæsilegasta kórverk i róm- antíkinni, verð ég að játa vanmátt minn við að meta það hátt. Þetta er fyrst og fremst tækifærisverk og hefur alltof sterkan akademískan svip til að geta talist hrifandi. Að bera það sam- an við „Ein deutsches Requiem"er það er mikið þrekvirki að komast i gegnum þetta og skila því þokkalega fram í salinn, og að þvi leyti var flutn- ingur þess mikill viðburður. Við skulum vona að Söngsveitin Fílharmonia haldi áfram, ef ekki að vaxa, þá að dafna, og eigi eftir að reyna við mörg stórvirki. Hvernig væri annars að athuga eitt af ófluttum stórverkum Jóns Leifs? Eddu óratoriin hafa aldrei verið flutt, en þau geyma sumt hið fegursta sem sett hefur verið saman á þessum miðum, og hefur þó margt verið fallega gert og gagnlegt. Það má alls ekki dragast mikið lengur að reyna við þau, þó þau séu erfið og óaðgengileg á köflum, því með þeim er gefinn tónn hreinn. sem er dýrmætur og * - - - ' . c Verzlun Verzlun Verzlun hyris Spira Phyris snyrtivörurnar verða sífellt vinsælli. Phyris er húðsnyrting og hör- undsfegrun með hjálp blóma og jurtaseyða. Phyris fyrir viðkvæma og ofnæmishúð. Phyris fyrir allar húðgerðir. Fæst í helztu snyrtivöruverzlunum og apótekum. Skrifstofu SKRIFBORO VönduÓ sterk skrifstofu ikrif- borð i þrem stærðum. A.GUÐMUNDSSON Húsgagnavorksmiðja, Skemmuvegi 4 Köpavogi.iSími 73100. ÍBÚDARHÚS ■** DAGHEIMILI SUMARHÚS Verksmiöiutramleidd hus ur timbri Islenzkir fagmenn byggja húsin Þaö tryggir þéttleika tog gœöi, i miöaö viö iíslenzka • veöráttu i--- H simar 26550 - 38298 Súfi og svefnbekkur í senn. íslenzkt hugverk og hönnun. JBb Á.GUÐMUNDSSON Húsgagnaverksmiflja Skemmuvegi 4. Simi 73100. Allt úrsmiðajárni HANDRIÐ, HLIÐ, LEIKTÆKI, ARNAR, SKILRÚM, STIGAR. Listsmiðjan HF. Smiðjuvegi 56. Simi 71331. Nú er limi sportbáta. Hjá okkur fáið þið sportbáta úr trefjaplasti, þrettán ogsextán feta. Gerum einnig við alla liluti úr trefjaplasti. SE-plast hf. Simi 31175 og 35556, Súðarvogi 42. SJmi SKIIHÚM Islevltt Hngiit tgHninri STUÐLA-SKILRÚM er léttur veggur, sem samanstendur af stuðlum, hillum og skápum, allt eftir þörfum á hverjum stað. SVERRIR HALLGRÍMSSON Smiöastofa h/t .Trönuhrauni 5. Simi 51745. öll viðgerðarvinna Komum f Ijótt Ljöstákn*1/ RAFLAGNAÞJÓNUSTA Torfufelli 26. Sími 74196. Neytenda* þjönusta Komið í veg fyrir óþarfa rafmagnseyðslu með LEKAROFANUM Kvöldsímar: Gestur 76888, Björn 74196, Reynir 40358. DRATTARBEIZLI — KERRUR Vorum afl taka upp 10" tommu hjólastell fyrir Combi Camp og fleiri tjaldvagna. Höfum á lager allar staarflir af hjólastallum og alla hluti i karrur, sömulaiflis allar garflir af kamim og vögnum. ÞÓRARINN KRISTINSS0N Klapparatíg 8. Simi 28616 (Haima 72087) Ferguson litsjónvarps- tækin. Amerískir inn- línumyndlampar. Amer- ískir transístorar og díóður. ORRI HJALTASON Hagamel 8, simi 16139. MOTOROLA Alternatorar I blla og báta, 6/12/24/32 volta. Platinulausar transistorkveikjur i flesta bila. Haukur & Ólafur hf. Ármúla 32. Slmi 37700. ALTERNATORAR 6/12/24 volt í flesta bila og báta. VERÐ FRÁ 13.500. Amerísk úrvalsvara. i — Póstsendum. Varahluta- og viðgerðaþjónusta. Rafmagnsvörur í bila og báta. BÍLARAFHF.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.