Dagblaðið - 05.05.1978, Page 32
r
Eftir áratuga þjónustu:
Ölafur Kctilsson, bifreidarstjóri í hálfa öld, skömmu eftir að hann missti sérleyfid. Atli Steinarsson frá Dagblaðinu reynir að fá hinn aldraða bílstjóra til að tjá sig
um málið en hann benti á ráðuneytið. DB-myndJBP-
Olafur Ketilsson
missir sérleyfiö
— tvær hreppsnefndir mótmæla
Hinn 1. maí tóku Sérleyfisbilar
Selfoss við sérleyfi á fólksflutningum
milli Reykjavikur og Laugarvatns.
Rann þá út sérleyfi til þessara flut-
ninga sem Ólafur Ketilsson á Laugar-
vatni hefur haft um áratugaskeið en á
sérleyfistima sínum hefur Ólafur flutt
tugþúsundir farþega á leiðinni og er
landskunnurfyrir.
Menn eru ekki á eitt sáttir um þessi
skipti og hefur þeim m.a. verið mót-
mælt til samgönguráðuneytisins sem
æðsta aðila varðandi ákvarðanatöku
um þessi mál.
Ólafur Steinar Valdimarsson skrif-
stofustjóri í ráðuneytinu sagði i viðtali
við DB að ákvörðunin um skiptin milli
áðurnefndra aðila um sérleyfið til
Laugarvatns hefðu verið tekin fyrir
ári. Þá hefði enginn hreyft mótmæl-
um. Hins vegar hefðu nú borizt mót-
mæli frá tveimur hreppsnefndum þar
eystra og einnig frá forstöðumanni
Skálholtsskóla.
Ólafur Steinar sagði að sérleyfi
væru veitt til fimm ára í senn. Um
nokkurt árabil hefði Ólafi Ketilssyni
hins vegar verið veitt leyfið til eins árs
í senn. 1 fyrra er veiting fór fram til
nýs 5 ára timabils lagði skipulags-
nefnd sérleyfa til að annar áðili fengi
sérleyfið til Laugarvatns. Millileið var
hins vegar farin og Ólafi veitt leyfið
til 1. maí 1978 en frá sama tíma tækju
Sérleyfisbilar Selfoss við sérleyfinu á
Laugarvatnsleið.
Ólafur Steinar kvað mál Ölafs
Ketilssonar enn til athugunar hjá
ráðuneytinu en vildi ekki skýra frá i
hverju sú athugun væri fólgin. Hann
kvað Ólaf hafa fengið rúmlega árs
frest til að aðlaga sig breyttum
aðstæðum. Ekki yrði um að ræða
breytingu á þvi að Sérleyfisbílar
Selfoss tækju nú við sérleyfinu á
Laugarvatnsleið.
Þórir Þorgeirsson hreppstjóri og
oddviti Laugardalshrepps sagði að
hreppsnefndin hefði mótmælt
breytingu á sérleyfisveitingunni fyrst
og fremst af því hvemig að málum
væri staðið. Ef sérleyfisnefnd væri að
gera breytingar á rótgrónu sérleyfi
væri eðlilegt að leitað yrði álits
hreppsnefnda á því hvernig sérleyfis-
málin stæðu og hvort ástæða væri til
breytinga með þeim hætti sem beitt
hefði verið nú.
ískjóli nætun
ROLLUR í G
GRÓDRARS
Ekki er ósennilegt að jafna megi því
saman er kindur komast í gróðrarstöðog
sælkerar fara inn í konfektgarð. 1 nótt >
voru kindur komnar inn í gróðrarstöð
Alaska i Breiðholti og það kom i hlut
lögreglumanna að stugga þeim burt úr
stöðinni. Eins og hverjir aðrir afbrota-
menn voru rolluskjáturnar settar inn
og eigandi þeirra var væntanlegur i
morgun að vitja þeirra og koma þeim i
skilning um að í Alaska megi þær ekki
vera. -ASt
DB-mynd Sveinn Þorm.
Þinglausnirvæntan-
lega á morgun
— umræður um Kröf luskýrsluna í dag
Stefnt er að þvi að þinglausnir fari
fram á morgun, laugardag. Vera kann
þó að það takist ekki að ljúka þing-
störfum fyrir þann tima, en eins og
venjulega hleðst upp mikið af óaf-
greiddum málum i þinglok. Eins og
kunnugt er er þingið sem nú situr hið
siðasta fyrir kosningar og þvi enn
meiri pressa en endranær.
1 dag verður væntanlega fjallað um
Kröfiuskýrsluna frægu i sameinuðu
Alþingi. A miðvikudag spurði Sig-
hvatur Björgvinsson forsætisráðherra
að því hvort orkuráðherra Gunnar
Thoroddsen kæmi heim til þess að
taka þátt í umræðunum, en hann
hefur verið erlendis og gerði ráð fyrir
því að vera þar fram yfir þinglokin.
Forsætisráðherra greindi frá því að
iðnaðarráðherra kæmi heim og tæki
þátt í umræðunum og mun hann
hafa komið til landsins i gær.
-JH.
Tveggja ára barn
illa leikið í
vesturborginni
Tveggja ára gamalt barn fékk heila- ólum. Strákarnir gerðu aðför að
hristing og er blátt og bólgið í framan telpunni og er hún ætlaði að komast
eftir aðför er tveir piltar, 12 og 13 ára, áfram settu þeir fót fyrir kerruna, svo
gerðu að telpu.er var með barnið i hún steyptist og barnið skall i
kerru á Bræðraborgarstig á götuna. Síðar réðust strákarnir, að
miðvikudagskvöldið. sögn telpunnar, á vinkonu hennar.
Telpan var að koma úr apóteki og Rannsóknarlögreglan hefur mál
ók tveggja ára gamalli systur sinni i þetta nú til meðferðarog verður unn-
kerru og var barnið spennt niður með ið að þvi i dag. -ASt.
frfálst, úháð dagblað
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 1978.
Umferðar-
slysá
Selfossi
Tíu ára gamall drengur, sem var á
reiðhjóli sínu i gærkvöldi á Eyrarvegi á
Selfossi, varð fyrir bifreið og liggur nú i
sjúkrahúsi. Slysið varð rétt neðan við
Selfossbió. Drengurinn fótbrotnaði.
fékk heilahristing og skrámaðist nokkuð.
_____________ ASt.
Um helgina
Þarftu
mold í
garðinn?
Enda þótt kalt hafi blásið i morgun,
á veðrið þó áreiðanlega eftir að verða
skikkanlegra. Og þessa dagana eru
margir að vinna í görðum sínum og
vantar mold. Lionsklúbburinn Muninn
bað blaðið að koma þvi á framfæri við
fólk á Reykjavíkursvæðinu að
klúbburinn mundi eins og siðustu ár
gangast fyrir moldarsölu og heim-
fiutningi fyrir 8000 krónur á bílinn.
Þeir félagar verða til viðtals inni á
Kleppsvegi um helgina frá kl. 8 að
morgni til kl. 8 að kvöldi, skammt frá
bensínstöðinni. Hægt er að panta í
símum 40465,53421 og 42058.
JBP
Evrópudagurinn í dag:
„Evrópa
vardar
okkur
„Óðurinn til gleðinnar" úr niundu
sinfóniu Beethovens heyrist víðsvegar
um Evrópu í dag — á Evrópudaginn, en
sá óður er stef Evrópu.
Byggðir, borgir og bæir um gjörvalla
Evrópu minnast Evrópudagsins í dag.
Minnzt er stofnunar Evrópuráðsins og
alls þess samstarfs, sem þjóðir Evrópu
hafa með sér. Það er nefnilega ekki
aðeins „söngvakeppni” Eurovision,
heldur á sviði mannréttinda, félagsmála,
ferða- og umhverfismála, æskulýðs- og
iþróttamála, viðskipta, verzlunar, skóla-
mála og hvers konar mennta- og heil-
brigðismála.
Evrópudagurinn er haldinn hátiðlegur
í aðildarríkjum Evrópuráðsins m.a. með
heimsóknum milli vinabæja, íþrótta-
kappleikjum milli borga og fleiru.
Kjörorð dagsins er: „Evrópa varðar
okkuröll.”
ÓV.
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
í
i
i
i
i
i
i
i
i
i
i
4