Dagblaðið - 08.05.1978, Page 9

Dagblaðið - 08.05.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAl 1978. 9 Þrumurog eldingaríBelgíu Óveður með þrumum, eldingum og miklum rigningum dundi á ökrum og bæjum i Belgiu i gær. Verulegt tjón mun hafa hlotizt af að sögn lög- reglunnar þar i landi. Er talið að endurbætur muni kosta jafnvirði milljarða islenzkra króna. Ár fóru yfir bakka sina og skurðbakkar brustu. Gáfustuppeftir sjö mánaða verkfall Blaðamenn á tveim helztu dag- blöðum frönskumælandi íbúa Kanada sneru aftur til starfa sinna á föstu- daginn var. Höfðu þeir þá látið af kröfum sínum um ákvörðunarrétt við ráðningu yfirmanna á blöðin. Þeir fengu aðeins því áorkað að ráðfæra skal sig við blaðamenn áður en yfir- menn eru ráðnir. Verkfallið hófst i október siðastliðnum, þegar fjórir blaðamenn neituðu að taka við yfir- mælum nýs ritstjóra. Pólland: Stofnað til frjálsa verkalýðsfélaga Nokkrir verkamenn i pólsku borginni Gdansk hafa stofnað til sam- taka, sem jafna má við frjáls verka- lýðsfélög. Segjast þeir hafa gert það vegna þess að fyrri félög verkamanna hafi brugðizt hlutverki sínu. Þetta mun verá annað verkalýðsfélagið, sem stofnað er á þessum grundvelli i ár. Fyrr var sams konar félag stofnað í námabænum Katowice. Bæði félögin starfa opinberlega og hingað til án stórvægilegra afskipta opinberra aðila. AðeinslOO féllu í uppreisninni Afganistan mun fylgja strangri hlut- leysisstefnu í framtiðinni aðsögn Mohammad Tarakki hins nýja forseta landsins, sem tók við eftir að herinn gerði byltingu þar í siðustu viku. Hann sagði einnig, að frásagnir af þúsunda mannfalli í byltingunni væru lygi nýlendusinna. Aðeins hefðu u.þ.b. eitt hundrað manns látizt af völdum byltingarinnar. Er Tarakki tók við völdum þóttust menn sjá fyrstumerki þess að herinn ætlaði að láta verða af því að fela völdin i hendur borgara legrarstjórnar. Danirgripnirmeð 29 kílóaf hassi Tveir Danir, karl og kona, voru handteknir í Karachi fyrir siðustu helgi vegna tilraunar til hasssmygls. Voru hjúin gripin er þau ætluðu að stiga um borð i flugvél sem var á leið til Kaupmannahafnar. Að sögn lög- reglunnar voru þau með 29 kílógrömm af hassi. Nöfn þeirra eru Henning Peter Nielson og Lone Buch Jensen. Þrírhandteknir íSoweto Þrir svartir leiðtogar voru hand- teknir fyrir helgi i Suður Afriku, á heimilum sinum i Soweto, svertingja- bæ nærri Jóhannesarborg. Munu þeir hafa verið forustumenn i nýjum sam- tökum svertingja þar i borg en fyrir rúmu ári urðu þar miklar óeirðir og bardagar milli svartra ibúa og lög- reglu. DÓTTIR PICASSO GIFTIST Paloma Picasso, dóttir listmálarans fræga, gekk í hjónaband á föstudaginn var. Hinn heppni er argentískur leik- ritahöfundur, Raphael Sanchez. At- höfnin fór fram i París. Dóttirin mun fá tiunda hluta þess arfs sem Picasso léteftir sig. Nútímalistasafnið i New York stendur nú í samningum við yfirvöld í Frakklandi um að fá nokkur verka hans til sýningar. Sum þeirra hafa aldrei komið fyrir almennings sjónir áður. Verk þessi komust i eigu franska rikisins, þegar erfingjamir greiddu erfðafjárskatta til þess og eiga þau að verða á sérstöku Picasso safni sem ætlunin er að setjá á stofn i framtíð- inni. <C Lakerennáferð: Býöur ferð milli London og Los A ngeles fyrir fjörutíu þúsund Freddie Laker, sem rekur Laker flugfélagið og býður upp á lægstu flug- fargjöld yfir Atlantshafið, vann enn einn sigur sinn á laugardaginn, er honum var veitt flugleyfi á leiðinni milli London og Los Angeles á vestur- strönd Bandarikjanna. Verðið sem hann ætlar að bjóða á þessari tæplega tíu þúsund kilómetra leið er ótrúlega lágt eða 84 sterlings- pund, jafnvirði fjörutíu þúsunda is- lenzkra króna. Ætlunin er að ferðir hefjist í lok september en þó getur verið að Laker eigi eftir að ráða fram úr ýmsum vanda áður en hinar 345 sæta DCIO vélar hans hefji eina áætlunarferð á dag. Flugfélagið British Caledonian hefur haft flugleyfið milli London og Los Angeles í nokkur ár án þess að nota það. Með því að Laker hefur fengið leyfið þykir þvi sér misboðið og mótmælir nú kröftuglega og hótar öllu illu. Frá því flugið milli London og New York hófst síðastliðið haust hafa 118 þúsund farþegar flogið með loftstrætó hans. Hagnaður er sagður nema tæp- lega einni milljón punda eða um jafn- virði tæplega fjögur hundruð milljóna íslenzkra. Erlendar f réttir REUTER 1. Vekjaraklukka 2. Klukka 3. Fullkomin tölva 4. Rafhlöðurnar endast í 3000 klst. J % fj? Kaupið g BANKASTRÆTI8 ^VTI 27^ Uganda: Aminstingur lögreglunnií stein- inn og tekuryfir nokkur ráöherra- embætti Idi Amin hefur látið handtaka marga af æðstu mönnum lögreglu og fangelsa i Uganda og sagði útvarpið þar i landi að rannsókn færi nú fram á störfum þeirra. Haft var eftir Amin forseta að enginn væri óháður lögunum í Uganda, hvorki ráðherrar né háttsettir herforingjar. Ný lega ákvað hann að taka aö sér embætti utanríkisráðherra rikisins. Auk þess bætti þjóðarleiðtoginn einnig á sig ábyrgðinni á störfum upplýsingamála ráðuneytisins, varnarmálaráðuneytis og innanrikisráðuneytis.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.