Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 08.05.1978, Qupperneq 10

Dagblaðið - 08.05.1978, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. wmBlmB Útgefandi Dagbladiö hf. Framkvœmdastjóri: Svainn R. EyjóKsson. Ritstjórí: Jónas Kristjánsson. Fréttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulttrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar Jóhannes ReykdaL íþróttir Hallur Simonarson. Aöstodarfróttastjórí: Atli Steinarsson. Handrit Ásgrímur Pálsson. Blaöamenn: Anna Bjamason, Asgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefánsdóttir, Gissur Sigurðs- son, HaHur Hallsson, Helgi Pótursson, Jónas Haraldsson, ólafur Geirsson, Ólafur Jónsson, Ómar Vaidimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleífsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. ........... Skrifstofustjóri: Ólafur EyjóKsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjórí: Ingvar Sveinssoi Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. RHstjóm Siðumúla 12. Afgreiðsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðal simi blaösins 27022 (10 Ifnur). Áskríft 2000kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 100 kr. ointakið. Setning og umbrot Dagblaðið hf. Siðumúla 12. Mynda- og plötugorð: Hilmir hf. Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skoifunni 10. Einum leik lengra Skáktafl samtaka verkafólks annars vegar og ríkisstjórnarinnar og samtaka atvinnurekenda hins vegar er í flóknasta lagi um þessar mundir. Enda virðast málsaðilar hafa takmarkaða yfirsýn, nema þá helzt ríkisstjórnin, sem aldrei þessu vant virðist hafa hugsað einum leik lengra en aðrir. Fyrsta mikilvæga atriði skákarinnar er, að forustu- menn samtaka verkafólks hafa rétt fyrir sér í efnis- atriðum málsins. Ríkisstjórnin átti ekki að láta alþingi skera niður verðbætur launa. Það gerir málstað hennar verstan, að hún lét að þessu leyti ógilda samninga, sem hún hafði sjálf staðið að og undirritað skömmu áður. Annað mikilvæga atriðið er, að samtök verkafólks munu efnislega fá kröfum sínum framgengt. Með því að hugsa einn leik fram í tímann er auðvelt að komast að þeirri niðurstöðu. Hér er ekki rúm fyrir öll rökin, sem að því hníga, en minnast má á hið helzta. Virkir félagar í samtökum verkafólks eru í hjarta sér sannfærðir um, að mótherjinn hafi beitt svívirðilegum rangindum. Þeir munu fylkja sér fast um flestar þær aðgerðir, sem forustumönnum samtakanna getur dottið í hug að beita. Þeir eru komnir í baráttuskap. Að vísu hefur hingað til ekki náðst full samstaða um aðgerðir. Útflutningsbannið var afleikur, af því að mark miðið fór fyrir ofan garð og neðan í hugum margra virkra félagsmanna. Þeim fannst það vera fremur skemmdarverk en verkfall. Þótt forustumennirnir þykist borubrattir, hafa þeir þegar dregið nokkuð í land. Þeir munu halda áfram að draga í land eftir þörfum, því að þeir eru reynslunni ríkari. Og þeir hafa líka áttað sig á, að í aðgerðum næstu vikna og mánaða verða þeir fyrir fram að vera búnir að móta sterkari samstöðu. Við slíkar aðstæður er nánast útilokað fyrir stjórn- völd og atvinnurekendur að verjast réttlátri reiði verka- fólks. Vörnin mun hrynja í síðasta lagi i haust og verka- fólk mun vinna svonefndan faglegan sigur, þrátt fyrir lélega taflmennsku í upphafi. Þriðja mikilvæga atriðið er svo, að rikisstjórnin hefur í rauninni ekki ýkja mikinn áhuga á þessum þætti skákar- innar. Það er ekki vegna heilags stríðs við verðbólguna sem hún verst, þótt hún segi það. Hún veit eins og aðrir, að verðbólgan stafar ekki af verkafólki, sem hefur hálf laun hliðstæðra Norðmanna og Dana. Ríkisstjórnin hyggst aftur á móti hagnýta sér í alþingiskosningunum aðgerðir samtaka verkafólks. Hún hyggst beita hinu gamalkunna lögmáli, að upplausn og órói feykja óákveðnum kjósendum, einkum millistétta- fólki, í faðm stjórnvalda. Hún ætlar að gera hneykslun þessara kjósenda á út- flutningsbanni, olíubanni og öðru slíku yfirsterkari hneykslun þeirra á afleitum fjögurra ára ferli ríkis- stjórnarinnar. Þannig ætlar hún að smala heim veru- legum hluta af fylginu, sem hana hefur flúið á kjörtíma- bilinu. Ef henni tekst með þessu að takmarka tapið í kosning- unum við 2—4% af heildaratkvæðafjölda, mun hún með rétti líta á það sem pólitískan sigur í endatafli kjör- tímabilsins. Þetta virðist henni ætla að takast. Sápólit- íski sigur verður henni sætari en hinn faglegi sígur veróur samtökum verkafölks. Þannig sér ríkisstjórnin einum leik lengra en aðrir í skákinni. .. Danmörk: Tregða á að veita eríendum kynvHlingum dvalaríeyfi þurfa annað hvort að ganga að eiga Dana af hinu kyninu eða gerast kynskiptingur Venjulegum útlending, sem fellir hug til danskrar manneskju og þau ákveða að giftast er greið leiðin til dvalar og atvinnuleyfis í Danmörku. Málin eru ekki svona einföld ef um kynvilltar persónur er að ræða. Vandi tuttugu og eins árs gamallar bandarískrar stúlku hefur vakið nokkra athygli í Danmörku. Helen Nash, en svo heitir stúlkan og er frá Kansas fylki, býr með danskri ástkonu sinni rétt fyrir utan Álaborg. Þær hafa þekkzt í meira en eitt ár og bjuggu saman í Bandaríkjunum og í Danmörku siðan í október síðastliðnum. Helen Nash ákvaö að sækja um dvalarleyfi í Danmörku. Hún sótti ekki um atvinnuleyfi þvi þær stöllur búa í einhvers konar sambýli með fleira fólki og þar starfar hún. Aðrir íbúar sambýlisins starfa aftur á móti víðs vegar annars staðar. Umsókn hennar hefur fengið þungar undirtektir hjá danska útlendingaeftirlitinu og henni sagt að henni yrði hafnað. Endanleg ákvörðun um hvort Helen fær dvalar- leyfi liggur aftur á móti hjá dómsmála- ráðuneytinu, sem ekki hefur enn tekið afstöðu. Helen Nash hefur ritað ráðu- neytinu kvörtunarbréf. Þar segir hún Innsigli engir fengu Litla sviðið: MÆÐUR OG SYNIR Tveir einþáttungar eftir John Millington Synge og Bertoh Brecht Leikmynd: Gunnar Bjamason Leikstjóri: Baldvin Halórsson Raun er komin á það á undanförn- um árum að þær leiksýningar sem best takast í Leikhúskjallaranum eru jafn- framt einhverjar bestu sýningar Þjóð- leikhússins. Það hefur sýnt sig að þegar verkefnaval hentar á litla sviðinu njóta bæði leikendur og áhorf- endur afbragðs vel þess mikla nábýlis sem með þeim verður í Leikhús- kjallaranum. Nýja sýningin á litla sviðinu, einþáttungar eftir Synge og Brecht um syrgjandi mæður og sonafórn, held ég reyndar að sé eitthvert albesta verk leikhússins af sínu tagi, einkanlega fyrri leikurinn. Þeir riðu til sjávar eftir John Millington Synge. Það varð ein af þessum sjaldgæfu stundum í leik- húsinu, þegar manni finnst leiksýning takast til hlítar eftir sinni tilætlun, láta allt uppi sem þarf á að halda og á að segja, ekkert of eða van, að sjá Guðrúnu Stephensen fara með hlut- verk gömlu Mörju í leiknum. Allt hjálpaðist að til að svo vel mætti takast, gullfallegur texti Karls Guðmundssonar sem íslenskaði leikinn, einföld og stilhrein sviðsmynd og búningar Gunnar Bjamasonar, natin og fáguð sviðsetning Baldvins Halldórssonar. Er ekki annars alllangt um liðið síðan Baldvin Halldórsson síðast stjórnaði leikskýningu í Þjóð- leikhúsinu? Einhvern veginn frnnst mér að með þessari sýningu sé hann á nýjan leik að hefja sig til vegs sem leik- stjóri, og er það vonandi ekki misskiln- ingur. Eins og maður Um J.M. Synge en manni sífellt sagt að leikir hans hafi í fyrstu vakið eftir- tekt, og raunar líka megna andúð heima í lrlandi, vegna raunsæis síns, ófegraðar lýsingar á lífi og högum alþýðu. Þetta er nú sjálfsagt sannur sögufróðleikur. En hitt er jafnsatt fyrir því að það er ekki raunsæislegt frá- sagnarefni, mannlýsingar eða atburða- rás.sem ber uppi leik eins og Þeir riðu :til sjávar heldur skáldleg og upphafin tjáning tilfinninga. Leiknum er helst líkjandi við ljóð, harmljóð um yfirvof- andi og óhjákvæmilegan dauða, sátt lífs og dauða að lokum. Innsigli engir fengu: það sem gildir er að lifa eins og maður, meðan lífið endist, og fá þá hæga hvíld að lokum, hvort það verður seint eða snemma. Gamla konan i leiknum, Marja, hefur misst allt sitt í sjóinn, mann og sex syni, og gengið 1 gegnum allar þjáningar sem slíkum missi fylgir. Nú kallar feigðin hennar síðasta son, ekki hetjulegur sjódauðinn heldur hrapal- legur slysadauði.Feigðarvissan hrislast um allt leikritið, dauðinn er það eina sem við eigum víst, yrkisefnið er að kveða sig í sátt við líf sem er skilyrt af dauðanum. Þá kann „raunsæi” Synges aftur að koma við söguna. Marja svallar ekki i tilfinningum sinum með neinum íburði máls og hugmynda, stórum tilburðum. Hún er umfram allt „raunhæf’ gömul kona, yfirbuguð af sorgum og á tregt um tungutak, kemur vart orðum að harmi sínum. í látleysi málsins og til- finninganna liggur skáldskapur leiks- 'ins ljóðkynjað gildi hans. Og það tókst þeim Guðrúnu Stephensen og Baldvin HaUdórssyni aðdáanlega vel að leiða í Ijós og láta uppi i Leikhús- kjaUaranum. UM MÁLEFNI LEIGJENDA I vetur og vor hafa húsaleigumál verið til umræðu og var sannarlega kominn timi til. Hefur saga húsnæðis- mála alþýðufólks í Reykjavík verið rifjuð upp í þessu sambandi bæði i fjöl- miðlum og annarsstaðar, ekki síst í snjallri ræðu Guðmundar J. Guðmundssonar formanns verka- mannasambandsins á fundi til undir- búnings leigjendasamtaka nú í vor. Þetta er ófögur saga sem margir þekkja af reynslu eða afspurn. Margt ungt fólk á okkar tíð hefur jafnvel átt við að stríða erfiðleika i æsku og upp- vexti vegna slæms húsakosts fjölskyld- unnar. Enn er notað mjög slæmt íbúðarhúsnæði hér í borginni, þótt horfið sé það versta svo sem bragg- arnir, pólarnir, selbúðirnar og höfða- borgin. En þessir iverustaðir voru reistir á sama tima og betur stæða fólkið byggði fallegu hverfin i vestur- bænum, norðurmýri og hlíðum, ásamt með fleiri slikum ibúðahverfum. Veruleg breyting varð ekki á húsnæðismálum alþýðu hér, fyrr en framkvæmdanefnd byggingaáætlunar tók til starfa fyrir áratug eða svo, að frumkvæði verkalýðshreyfingarinnar. Blokkirnar í Breiðholtshverfum hafa nú útrýmt bröggum og pólum og höfðaborgum, en ekki hefur allra vandi verið leystur þrátt fyrir það og vantar talsvert á. Enn búa nær tuttugu af hundraði verkafólks í leiguhúsnæði hér, þrátt fyrir Breið holtsíbúðir framkvæmdanefndar sem reknar eru með séreignarfyrirkomu- lagi. í könnun sem gerð var fyrir þrem árum á vegum starfsstúlknafélagsins Sóknar og tók til almennra kjara félagsmanna, þar með húsnæðismála, kom fram að tuttugu og sjö (27%) af hundraði félaga bjó í leiguhúsnæði á eigin vegum. Höfðu þá verið teknir út úr könnuninni unglingar sem bjuggu á vegum fjölskyldu sinnar. Þetta hefur ekki breyst að marki síðan og kjör Sóknarkvenna eru ekki sérlega frá- brugðin kjörum annarra lágt launaðra erfiðismanna. Margt af þessu fólki hefur ekki ráð á að greiða út tuttugu prósent af kaupverði verkamanna- bústaðaíbúðar, eins og krafist er. Fólkið er eignalaust og tekjur fara allar jafnóðum fyrir nauðþurftum. Það fær hvergi lán og enginn sjóður fjármagnar raunar þessa útborgun. Útborgunarféð verða hinir eignalausu því að taka hjá sjálfum sér. Því fer fjarri að allir eigi ættingja sem lið er í fjárhagslega. Þeir eru margir sem geta ekki hlaupið til pabba og mömmu, en verða að standa einir í stríði. Þá má minna á að fleiri stofna heimili en þeir sem ungir geta kallast, þótt þeir séu vafalaust i meirihluta. Fólk stofnar heimili á öllum aldri og margir oftar en einu sinni. Ekki eru kringum- stæður þess fólks ætíð betri en hinna sem ungir eru. Stundum þarf fólk t.d. að greiða verulegar fjárhæðir í meðlög með börnum úr fyrra hjónabandi. Ein- stæðir foreldrar stofna lika oft heimili meðbörnum sinum. öryggisleysi leigjenda Þegar við allt þetta bætist að sára- lítið er byggt hér af leiguíbúðum, hlýtur að koma til alvarlegt vandamál hjá mörgu eignalausu fólki. Tilboð óskast, segir í auglýsingunum og margir eru um hverja leiguíbúð sem losnar. Ekki þarf að lýsa hér öryggisleysi leigjendanna. Þetta fólk þjáist margt af skorti á öryggistilfinningu og á þess vegna erfitt með að einbeita sér. Sumt fólk vill llka búa i leiguhúsnæði, fái

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.