Dagblaðið - 08.05.1978, Síða 12
12
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978.
VIIJA
ÞEIR?
Guðmundur H. Ingólfsson: „Tel mig
hafa verk að vinna.”
Guðmundur H. Ingólfsson bæjar-
gjaldkeri skipar fyrsta sæti lista Sjálf-
stæðisflokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar á Isafirði. Guðmundur er
forseti bæjarstjórnar og formaður
stjórnar Orkubús Vestfjarða. Hann
hefur verið í hreppsnefnd Eyrarhrepps
Isafjörður
Isafjardarkaupstaöur á Eyrinni. Húsnæöisskortur stendur eölilegri framþróun og
fólksfjölgun fyrir þrifum, þrátt fyrir að talsvert hafi verið byggt á undanförnum árum.
DB-myndir: Ómar Valdimarsson.
Fyrr á árum stóðu pólitískir svipti-
vindar á ísafirði. Þar muna eldri
borgarar eftir Hannibal Valdimarssyni
í böndum og þar var helzta vigi hans,
þegar Samtök frjálslyndra og vinstri
manna unnu sinn mikla kosningasigur,
í alþingiskosningunum fyrir átta
árum.
Það kann því að koma nokkuð á
óvart ókunnugum, að í að minnsta
kosti hálfan annan áratug hafa Sjálf-
stæðismenn farið með völdin i
málefnum bæjarins og haft fjóra
bæjarfulltrúa af níu. Fæstir þeirra,
sem fréttamaður DB ræddi við þar
vestra i síðustu viku, telja líkur á að
hlutföllin breytist verulega i komandi
bæjarstjórnarkosningum. Er þó ekki
útséð um hvað atburðir á siðustu
stundu geta haft að segja í því
sambandi.
Isafjörður er höfuðstaður fjórðungs-
ins. Þar er menntaskóli, tónlistarskóli,
stórt og mikið fjórðungssjúkrahús og
heilsugæzlustöð í byggingu. Þar er
skipasmíðastöð — sem þó er þvi miður
harla lítilvirk sem stendur; þar er t.d.
ekki verið að byggja eitt einasta skip
og þar er ekki lengur hægt að taka upp
togara — smærri bátar hafa einnig
nýverið misst aðstöðu sína. Þessa
þjónustu þurfa Vestfirðingar því að
5 listar íkjöri á ísafirði:
„HÖFUÐVÍGI” ALÞÝÐ-
UNNAR Á VESTFJÖRÐ-
UM UNDIR STJÓRN
SJÁLFSTÆÐISMANNA
sækja til Akureyrar og jafnvel
Reykjavikur, á meðan dráttarbrautin
á tsafirði er biluð.
Atvinnulif á tsafirði er því
fremur fábreytt, eins og viðast hvar
úti um land, þar sem afkoman byggist
á útgerð. Það er þvi ekki að undra, að
sveitarstjórnarmenn — núverandi og
væntanlegir — leggi í málflutningi
sínum mikla áherzlu á aukna fjöl-
breytni atvinnulífsins og uppbyggingu
þess. „Einhverskonar iðnað,” segja
þeir. Fréttamaöur DB minnist þess þó
ekki — hvorki frá ísafirði né öðrum
stöðum — að menn hafi ákveðnar
hugmyndir um hvers konar iðnaður
þaðætti að vera.
Það er fyrst og síðast vekur athygli
aðkomumannsins á ísafirði er slæm
umgengni um bæinn. Þeir frambjóð-
endur, sem fréttamaður ræddi við —
svo og ýmsir aðrir borgarar — tóku
mjög undir þetta og töldu að mjög
hefði snúizt til verri vegar á undan-
förnum árum. Ef til vill kemur nú
betri tíð með blóm í haga, því í fyrra-
sumar gengu ýmsir þjónustuklúbbar á
undan með góðu fordæmi og sópuðu
götur.
Það sem verst kemur sér þó fyrir
ferðamenn á ísafírði er skortur á hótel-
og veitingaþjónustu. Fyrir utan Hjálp-
ræðisherinn er þar aðeins eitt hótel,
sem ekki er hægt að tala um á hlut-
lausan hátt án þess að eiga yfir höfði
sér málsókn fyrir meiðyrði og atvinnu-
róg.
Fimm framboðslistar hafa komið
fram fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í
lok þessa mánaðar. Fréttamaður Dag-
blaðsins ræddi við efstu menn á
listunum og fara þau viðtöl hér á éftir.
Lofa ekki öðru en fullum
drengskap og heiðarleika
— segir efsti maðurá lista Sjálfstæðisflokksins
og siðan bæjarstjórn lsafjarðar síðan
1962.
Við spurðum Guðmund hvers vegna
hann færi í framboð. „Þessi mál eru
áhugaverð, þau varða daglegt líf manns,
málefnin eru margvísleg og oft skemmti-
leg, og á meðan maður hefur áhuga á
aðstæðum sínum og umhverfi finnst
mér að maður eigi að taka þátt í þessum
málum. Hins vegar lofa ég því að hætta
um leið og áhuginn minnkar,” svaraði
Guðmundur.
„Sveitarstjórnarmálin eru persónu-
legri en landsmálapólitíkin. Sveitar-
stjórnarmenn eru í náinni snertingu við
íbúana og persónulega velferð hvers og
eins,” sagði Guðmundur ennfremur.
„Sambandið á smærri stöðum er
traustara en þar sem fjölmennið er
meira. N ú, ég fer einnig í framboð vegna
þess að ég vil hlut míns bæjarfélags sem
mestan og tel mig hafa verk að vinna hér
i þessu sambandi.”
Helztu verkefni væntanlegrar bæjar-
stjórnar sagði Guðmundur hafa verið
ráðin á þvi kjörtímabili sem er að Ijúka.
„Við höfum gert miklar fjárhagslegar
skudbindingar fram í framtíðina,” sagði
hann. „Við erum að byggja sjúkrahús og
heilsugæzlustöð fyrir allan fjórðunginn.
Bygging elliheimiiis er á byrjunarstigi,
gerðir hafa verið samningar um gatna-
gerð og hafnarframkvæmdir hefjast hér
fljótlega. Framkvæmdagetan er þannig
nýtt til hins ýtrasta og svo bætast
stöðugt við síaukin rekstrarverkefni.”
Guðmundur sagðist engu lofa
kjósendum sínum „öðru en þvi að starfa
af fullum drengskap og heiðarleika. Ég
er reiðubúinn að fórna tíma mínum og
vinnu. Bæjarmálastarfið er fyrst og
fremst vinna, og ef hún er innt af hendi
þá náum við árangri sem erfiði.”
ÓV.
Þeirgera ekkertnema að fá
samþykki flokksvélarinnar
— rættvið efsta mannáJ-lista óháðra borgara
„Við stefnum hiklaust að því að fá tvo
menn kjörna og stuðningsmenn okkar
eru bjartsýnir í þvi tilliti, þótt ég vilji
engu spá sjálfur,” sagði Sturla Halldórs-
son, efsti maður á J-lista óháðra
kjósenda á ísafirði, þegar fréttamaður
DB hitti hann að máli í vigtarskúrnum
við ísafjarðarhöfn í siðustu viku.
Sturla, sem er yfirhafnarvörður,
sagðist hafa farið í framboð fyrir
áeggjan fjölda fólks i bænum. „Þótt ég
hafi verið áhangandi Samtakanna þá vil
ég fyrir alla muni að bæjarmálapólitíkin
sé óháð. Hitt hefur gefizt illa, enda þora
pólitisku fulltrúarnir ekki að taka neinar
ákvarðanir fyrr en samþykki hefur
fengizt hjá flokksvélinni fyrir sunnan,”
sagði Sturla.
„Hjá okkur verður þessu öðru vísi
farið. Við munum starfa með kjósend-
um okkar og stuðningsmönnum lengur
en fram yfir kosningar. Allir sem skipa
framboðslistann hafa undirritað sam-
komulag þess efnis, að láta kjósendur
um að móta stefnuna, okkar sé aðeins að
framkvæma hana. Þetta hyggjumst við
gera með því að halda fund með öllum á
listanum fyrir hvern bæjarstjómarfund
og síðan opna fundi fyrir alla stuðnings-
menn einu sinni i mánuði. Þar verður
stefnan mótuð og ég lofa ekki öðru en
því að fara að vilja kjósenda.” ÓV.
Stórverkefni
á sviði
fegrunar
bæjarins
HÚSNÆÐISSKORTUR OG
GEGNDARLAUS HITUNAR-
KOSTNAÐUR
— segir efsti maðurá lista Framsóknarflokksins
Guðmundur Sveinsson netagerðar-
meistari skipar fyrsta sætið á lista
Framsóknarflokksins við bæjarstjórnar-
kosningarnar á ísafirði. Guðmundur
hefur verið í Framsóknarflokknum
síðan hann var drengur, eins og hann
sagði sjálfur í samtali við fréttamann
DB.
„Ég hef alla tið haft áhuga á félags- og
samvinnumálum og þess vegna er ég í
framboði,” sagði hann á skrifstofu sinni.
„Ég tók fyrsta sætið þegar ágætir menn
hér hurfu á braut — frammámenn, eins
og Matthias Bjarnason var vanur að
orða það. Það var áður svo. að
embættismenn og kennarar voru leið-
andi í félagsmálum bæði hér og annars
staðar, en nú er það svo að þeir vilja
margir hverjir ekki koma nálægt þessu.”
Guðmundur sagði að þungamiðja
bæjarmálanna væri að halda uppi góðri
og öruggri atvinnu. „Hér eru sterk og
þörf fyrirtæki, eins og tvö frystihús og
fjórar rækjuvinnslustöðvar, enda
byggist atvinnulif ísafjarðar fyrst og
fremst uppásjávarútvegi. Þaðsem helzt
hrjáir okkur er hins vegar mjög til-
finnanlegur húsnæðisskortur og
gegndarlaus hitunarkostnaður. Ég var
að skoða tölur um þetta nýlega og þar
sést, að Reykvikingar borga fyrir sinn
hita ekki nema um 26% af því sem við
borgum. Það verður mikið verkefni
væntanlegrar bæjarstjórnar að lækka
þennan mikla kostnað.”
Guðmundur hefur verið fulltrúi
Framsóknarflokksins'í bæjarstjórninni
undangengið kjörtimabii. „Ég lofa kjós-
Guðmundur Sveinsson: „Vil ekki láta
reka mig á stampinn með svikin loforð.”
endunum engu,” svaraði hann þegar út-
sendari DB leitaði eftir kosningalof-
orðum hans. „Ég vil vinna að þessum
málum en ekki láta reka mig á stampinn
með loforð sem ég hef svikið. Þess vegna
erbezt að lofaengu.”
ÓV.
Hallur Páll Jónsson: „Lofa engu — stefnuskráin talar.”
HLUTIAFALMENNRI
PÓLITÍSKRIBARÁTTU
— segirannar maðurá lista Alþýðubandalagsins
Hallur Páll Jónsson var við vinnu sína
í frystihúsi íshússfélagsins á ísafirði
þegar DB hitti hann að máli. Hallur
hefur verið búsettur á ísafirði i þrjú ár
og aðaliega fengizt við kennslu í
Menntaskólanum og Gagnfræðaskól-
arvum á ísafirði, auk þess sem hann
kenndi um tima við kvöldskólann.
„Þetta framboð mitt er eins og hjá
öðrum sósialistum hluti af almennri,
pólitískri baráttu," sagði Hallur í samtali
við fréttamann DB. „Ég Ienti í öðru sæti
í skoðanakönnun innan Alþýðubanda-
lagsfélagsins á ísafirði og er því í þessu
sæti.”
Hallur sagðist eiga von á að i væntan-
legri bæjarstjóm yrði helzt ágreiningur
um félagsleg málefni. „Meirihlutinn
hefur látið þann málaflokk sitja á
hakanum og undir stjórn hans hafa
koðnað niður hugmyndir um byggingu
elliheimilis, barnaheimilis og fleira. Það
má raunar segja að öll félagsmál hér séu
í stakasta ólestri.”
Hann neitaði því, að hann vildi skara
eld að sinni eigin köku með framboði
sínu til bæjarstjórnar. „Ég held að yfir-
leitt sé þetta mjög óeigingjarnt starf hjá
þeim mönnum, sem taka þátt í bæjar-
málum," sagði Hallur.
Hann reiknaði með að snúa aftur til
kennslu með haustinu, þótt hann væri
andstæðingur skólakerfisins eins og það
væri i reynd. „Grunnskólalögin eru
ágæt út af fyrir sig, en þeim er ekki fram-
fylgt nema að mjög litlu leyti vegna fjár-
skorts. Ég er hins vegar á móti miðstýr-
ingu skólakerfisins og þeirri samkeppni
sem ríkir í skólum”
Hallur Páll Jónsson kvaðst engu vilja
lofa kjósendum sínum — stefnuskrá
flokksins í bæjarmálum á Isafirði talaði
sinu máli.
ÓV.
— segirannar maðurá
lista Alþýðuflokksins
„Ég fer í framboð vegna þess að ég vil
vinna að hagsmunamálum bæjarins eins
og ég hef þrek til. Kannski má segja að
ég hefði ekki átt að fara út i þetta, ég hef
nýlega tekið við umfangsmiklu starfi hjá
Orkubúi Vestfjarða, en gaf svo kost á
mér í 2. sæti i prófkjörinu og lenti þar
meðá listanum.”
Sá sem talar er Jakob Ólafsson,
deildarstjóri rekstrar- og framkvæmda-
deildar Orkubús Vestfjárða, en hann
skipar 2. sæti á framboðslista Alþýðu-
flokksins. Hann hefur ekki áður tekið
þátt i stjórnmálastarfseminni á ísafirði.
„Það bíða ærin verkefni væntanlegrar
bæjarstjórnar á sviði gatnagerðar, elli-
heimilisbyggingar, sjúkrahússbyggingar
og fleira,” sagði Jakob þegar DB hitti
hann að máli á skrifstofu hans á Isafirði.
„Þá eru umhverfismál hér i miklum
ólestri, þótt nokkur bót hafi orðið á,
einkum i fyrra þegar sorpbrennslustöðin
í Hnífsdal leysti af hólmi opinn
sorphaug. Ég held raunar að haugarnir
hafi á vissan hátt eyðilagt tilfinningu
fólks hér fyrir fallegu umhverfi. Sóða-
skapurinn i bænum stingur óneitanlega í
a.ugu aðkomufólks, þannig að á jiessu
sviði bíður stórverkefni næstu bæjar-
stjórnar,” sagði Jakob Ólafsson. ÓV.