Dagblaðið - 08.05.1978, Side 14

Dagblaðið - 08.05.1978, Side 14
14 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978. sterka rvksusan... # Styrkur og dæmalaus ending hins þýðgenga. stillanlega og sparneytna mótors, staðsetning hans oghámarks orkunýting, vegna lágmarks loft- mótstöðu í stóru ryksíunni, stóra. ódýra pappírspokanum og nýju kónísku slöngunni, afbragðs sog- stykki og varan- legt efni. ál og stál. Svona er NILFISK: Vönduðog . tæknilega ósvik- in, gerð til að vinna sitt verk fljótt og vel. ár eftir ár. með lág- marks truflunum og tilkostnaði Varanleg: til iengdar ódýrust. Nýr hljóð- deyfir: Hljóðlótasta ryksugan Afborgunarskilmólar HÁTÚN6A rUlllA SÍMI 24420 Raftækjaúrval — Næg bflastæði Lffeyrissjóður verzlunarmanna auglýsir Þeir sjóðfélagar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, sem fæddir eru 1914 eða fyrr og eru í verzlunarmannafélagi, geta átt rétt á lífeyri frá umsjónarnefnd eftirlauna, sem Lífeyrissjóður verzlunarmanna greiðir út, ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt: 1. Ellilífeyrír: Sjóðfélaginn er 70 ára og hættur að vinna eða 75 ára. Hann þarf að hafa verið 10 ár í starfi eftir 1955, sem núna veitir aðild að lifeyrissjóði. 2. örorkulífeyrir: Sjóðfélaginn varð minnst 40% öryrki eftir 1971 og hefur greittí lOártil Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. 3. Makalífeyrir: Sjóðfélaginn lézt eftir 1970 og hafði verið 5 ár í starfi eftir 1955 eða eftir 55 ára aldur, sem núna veitir aðild að lifeyris- sjóði. Sækja skal um lífeyri þennan hjá viðkomandi verzlunar- mannafélagi, í Reykjavík hjá VR Hagamel 4, sem veitir einnig nánari upplýsingar. Umboðsmann Dagblaðsins á ísafirði vantar blaðbera strax Uppl. hjá Ernu Sigurðardóttur í síma 4220 á sunnudagskvöld 7/5 og mánudag 8/5. uBIAÐIB Prjónastofa til sölu Prjónastofa sem framleitt hefur bæöi fyrir útlendan og innlendan markað er til sölu. Upplýsingar gefur Lúðvík Gizurarson hrl., Fasteignasalan Hús og eignir Bankastræti 6, sími 28611, kvöld- sími 17677. Sinubrennum mótmælt Víða liggur sá ósiður í landi að kveikja i sinu á vorin. Sá sem þetta ritar var einn jreirra sem brenndu og brenna sinu. Þá taldi ég mér trú um að gagn væri að sinubruna. Hann væri viss ræktunaraðferð. Askan væri áburður sem kæmi strax að notum. Miklu betri og hreinni beit yrði á brenndu landi. Um skaða af sinubruna var lítið eða ekki hugsað. Ekki talið að hann væri neinn. Bannað er í lögum að brenna sinu eftir að 1. maí er upprunninn ár hvert. Þau ákvæði eru einkum hugsuð til verndar fuglahreiðrum, en eru oft brotin, því miður. Þessi ákvæði eru of rúm og næst tilgangur þeirra ekki, því miður, þó haldin væru. í vor átti ég leið um eina fagra sveit (við Faxaflóa). Þar hafði sina verið brennd á flestum jörðum. Ekki var nóg með að brennd væru framræst mýrasvæði, heldur hafði verið kveikt í hverjum grasgeira um allar hlíðar og brennt eins langt og eldurinn hafði eitthvað til að sleikja og hakka í sig. Mér þótti ofboðslegt að sjá þetta. Ég fór að hugsa enn á ný um sinubrenn- urnar og skaðann sem þær valda. t fyrsta lagi vinna þær tjón á gróðri, sérstaklega hafi þurrkar gengið. Mosi brennur og deyr. Hvers konar lyng verður fyrir tjóni eða algerri útrým- ingu. Viðkvæmar jurtir í gróðurfélagi með mosum og lyngi verða fyrir óbætanlegri röskun, ef ekki útrým- ingu. Reikna má með að gróðursam- félög í jörðum graslendis bíði þess seint bætur, ef þar brennur ' miklum þurrki. 1 öðru lagi má ganga út frá því sem vísu, að bruni drepi skordýr unnvörp- um þar sem eldurinn æðir yfir. Koma þar til bruni og áhrif hitabreytingar líka, sem dregið geta til dauða. Eins er alveg víst að þau skordýr dýpra í jörðu, sem lifa af, glata eðlilegum lífs- skilyrðum. Þetta á við um orma, sem lifa á jurtahlutum. Líka er allt skjól eyðilagt þar sem allur gróður er orðinn Kjallarinn JátvarðurJökull Júlíusson að svartri ösku. Ég held að tjónið af röskun allra hlutfalla og lífsskilyrða sé nánast óútreiknanlegt og muni við- tækara en mann hefir órað fyrir. í þriðja lagi hlýtur stórfelldur sinu- bruni að valda fuglum margs konar óþægindum, erfiðleikum og jafnvel óbætanlegu tjóni. Þar er fyrst skjól- leysið. Enginn staður til að búa sér hreiður í felum I loðnum og hlýjum sinutoppum. Hvergi felustaður fyrir ungana þó tækist að finna blett fyrir hreiður við ónóg skilyrði. Við þetta bætist svo röskunin á skordýralífinu,. en búast má við hungurdauða eða að minnsta kosti sulti þess vegna þegar ungar koma úr eggjum. Afdrifaríkast af öllu fyrir fuglalífið yrði þó líklega skjólleysið, skorturinn á felustöðum fyrir ófleyga unga. Maðurinn á ekki og má ekki vera tillitslaus með öllu við meðbræður sína á jörðinni, hvorki jurtir, skordýr, skepnur eða fugla. Fyllsta þörf er á umhugsun um þau efni og áminning- um þar um. Maðurinn er einungis einn aðili af mörgum að lífriki jarðar- innar. Það er okkur fyrir bestu að muna það, skilja það og hegða okkur í samræmi við það. Auk alls sem upp hefir verið talið, þá er min skoðun að enginn ávinn- ingur sé að sinubruna i úthaga fyrir bændur.'Skepnur sækja að vísu i að bita nýbrennda grasbletti fyrsta sumarið. En næsta sumar þar á eftir forðast þær þá sömu bletti. Þá kemur afturkastið. Þá gætir þess sem tekið hefir verið út fyrirfram úr reikningi mannsins við náttúruna. Enginn sleppur við að þar ríki viðskiptajöfn- uður. t framhaldi af kynningu þessara skoðana og boðun (ressara kenninga vil ég segja þetta að lokum: Ærin ástæða er til að tala um þetta við börnin í skólunum og vekja þau til . umhugsunar um lífkeðjuna og frið- helgi hennar á þessum sviðum sem öðrum. Ærin ástæða er til að miklu strangari skorður verði reistar gegn bruna á gróðurlendi. Þar ættu ekki einungis bændur að láta til sín taka, heldur Náttúruverndarráð og aðrir sem ábyrgð eiga að bera á verndun heilbrigðs umhverfis. Játvaröur Jökull Júlíusson, böndi. EFASEMDIR Um bók Jóhannesar Sigurjónssonar Æpt varlega ,64 bls., útg. höf. Þau eru nú orðin nokkuð mörg Ijóðakverin sem ung skáld hafa gefið út á eigin kostnað síðastliðin fimm ár eða svo. Ekki er gott að spá fyrir um það hve mörg þeirra munu síðar teljast til skáldskapartíðinda og halda áfram að seljast en eitt af því er óneitanlega hlýtur að hafa áhrif á endanleg örlög þeirra er dreifingin. Flest eru þau seld í tveimur, þremur bókaverslunum, í heimahúsum eða þá á götunni og koma þvi varla fyrir augu eins margra og þær bækur sem stóru forlögin dreifa, burtséð frá öllu gæðamati. Góð heimaprentuð kver geta þvi horfið sporlaust á stuttum tima, en klénni framleiðsla er e.t.v. lengi á lager hjá stærri útgefendum og nýtur auglýsingaafls þeirra. Nú ríður á því að einhver forlagsstjóri geri okkur öllum þann greiða að láta taka saman i eina bók úrval af þeim kveðskap sem einkaútgáfurnar standa að og er að týnast. James McCool Annars mun t.d. hverfa bók eins og Æpt varlega eftir Jóhannes Sigurjóns- son og væri það miður því ýmislegt athyglisvert er að gerast í þvi kveri, þótt einnig sé á því viðvaningsbragur byrjandans. Tóninn gefur Jóhannes (f. 1954) i kápumynd bókarinnar.þótthún sé ekki eftir hann sjálfan.Þar stendur hin fræga æpandi vera Munchs milli hermanns og Jesú Krists og lesandinn byrjar eflaust á því að andvarpa: Enn eitt lífsþjakað ungskáld. En þótt „alda- farið brenni á höfundi” eins og Birgir Svan segir aftan á kverinu, þá er Jóhannes sem betur fer ekki reyrður fastur i þann bás. Það sem bjargar honum er kannski fyrst og fremst efinn, — ótrúin á allar patentlausnir á vandamálum manns og heims, i öðru lagi svolitið kaldranaleg hortugheit, en í þeim ham nefnir hann sig sjálfsagt James McCool og í þriðja lagi hefur Jóhannes/McCool lag á stuttum og kraftalegum setningum og hendingum sem skila meiningu óþvingað og án málalenginga. Skotið úr fjarlægð Þetta er ekki síst kostur í þeim Ijóðum þar sem höfundur reynir að skilgreina hugsanir sinar við ákveðnar aðstæður, en á þeim stundum er skáld- um tamt að spara ekki lýsingarorðin. í „Billy Liar” segir Jóhannes: „Mín stund var runnin / ég starði á opnar dyr. / Ég sá um dyrnar / svartamyrkur úti J hvar svarið beið. / Ég óttaðist myrkrið / afréð að bíða dags. / Sjá dagur rís / og dyrnar lokast”. Hér er ekki stórkostlegur eða óvenjulegur skáldskapur á ferðinni, en þó er þarna beint og einfaldlega sagt frá eðli óvissu og efasemda í hverjum manni. Eins og ég hef áður ýjað að, er kveikja að mörgum ljóðum Jóhannesar andóf, — gegn stríðsbrölti og trúarhræsni. Um hið fyrra er hann kjarnyrtur og oft orðljótur og ekki hefur hann uppi fögur orð um hið síðarnefnda. Ég get ekki aðþví gert aðég hugsa til þess hve oft góður skáldskapur hefur vaxið af hatri og svarið er: afar sjaldan og helst er það ef skáldið gjörþekkir og hefur jafnvel verið hluti af því sem hann hatast við í ljóðum sínum. Eða þá að það er hluti af honum sjálfum. Ég hef það á tilfinningunni að Jóhannes sé að skjóta á mörk úr mikilli fjarlægð, prófa kanónurnar og þangað til hann er kominn í návígi, er efinn honum gott vegarnesti. Um það er ég hand- Bók menntir AÐALSTEINN INGÓLFSSON

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.