Dagblaðið - 08.05.1978, Side 17
jþróttir íþróttir Íþróttir
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 8. MAÍ 1978.
Kveðjuleikur
JohanCrijuff
— „Betraaðhættaá
toppnum" sagði
snillingurinn
Hollenzki knattspyrnusnillingurínn
Johan Crijuff lék sinn siðasta leik með
Barcelona i gær á heimavelli. Sýndi allar
sinar beztu hliðar — snilldarknattspyrnu
þá, sem tryggt hefur honum nafnbótina
„bezti knattspyrnumaður heims” síð-
ustu árín.
Yfir 90 þúsund áhorfendur á troðfull-
um leikvanginum í Barcclona voru
mættir til að sjá kveðjuleik Crijuff. Hann
er nú ákveðinn í að leggja knattspyrnu-
skóna á hilluna, 31 árs að aldri, eftir 14
ár sem atvinnuknattspyrnumaður. Hann
lék 238 leiki með Barcelona. Tókst ekki
að kveðja með marki — en hann átti
mestan heiður af eina markinu, sem
skorað var í leiknum. Splundraði vörn
Valencia — lék á þrjá leikmenn áður en
hann gaf knöttinn til Brasiliumannsins
Bio, sem skoraði.
Crijuff réðst til Barcelona í ágúst
1973 fyrir metupphæö — sex milljónir
gyllina eða um SSS milljónir islenzkra
króna eftir núverandi gengi. Áður hafði
hann getið sér mikla frægð með Ajax
Amsterdam, sem þrívegis á þeim árum
varð sigurvegari í Evrópubikarnum —
keppni meistaraliða.
Johan Crijuff er nú ákveðinn i að
hætta. Hann sagði: „Mér hefur gengið
vel á leikferli minum og ég er viss um, að
nú er bezti tíminn til að hætta. Það er
betra að hætta á toppnum en að láta
hæfnina minnka.” Þá tók hann skýrt
fram: „Ég mun ekki leika í Bandaríkjun-
um, Argentínu eða í nokkru öðru landi.
Ég mun ekki breyta þeirri ákvörðun.”
Crijuff kvaddi áhorfendur i Barcelona
i gær á þann látlausa hátt, sem einkenn-
andi hefur verið fyrír hann alla tíð.
Veifaði til áhorfenda áður en hann yfir-
gaf völlinn og niður i búningsherbergin
— og inn í söguna. Merkum ferli er
lokið — og síðustu verðlaun Johans voru
sigur i spönsku bikarkeppninni. Liðið
varð i öðru sætí i deildakeppninni. Loka-
staðan þar eftir leikina i gær varð þessi:
Real Madríd
Barcelona
Bilbao
Valencia
Sporting
34 22 3 9 77-40 47
34 16 9 9 49-29 41
34 16 8 10 62—36 40
34 16 7 11 54-33 39
34 16 9 10 53-43 39
í gær vann Real Madrid Las Palmas á
útivelli 1-2 og Bilbao vann Sevilla 2-1 á
heimavelli, auk þess, sem Barcelona
sigraði Valencia 1-0 og tryggði sér þar
með annað sætið þar setn Sporting
tapaði fyrir Racing 1-0.
Enn skorar
Teitur
„Við Jens Sumarliðason, varafor-
maður Knattspyrnusambands íslands,
horfðum á leik Jönköping gegn Saab í
gær. Leikið var i Jönköping og heima-
liðið vann góðan sigur, 3-0. Árni Stefáns-
son hafði talsvert að gera i markinu
framan af og varði allt. Jón Pétursson
lék ntiðframvörð og ergreinilega kominn
i mjög góða æfingu,” sagði Teitur
Þórðarson, þegar blaðið ræddi við hann í
gær.
Lið Teits, Öster, lék ekki í Allsvensk-
an í gær — leikur við Djurgaarden í
Stokkhólmi í kvöld. Á uppstigningardag
fékk öster Halmstad í heimsókn og varð
jafntefli 2-2. Halmstad náði forustu i
leiknum en Teitur jafnaði fyrir öster
rétt fyrir hálfleik. 1 síðari hálfleiknum
komst Halmstad aftur yfir en Pio Bild
jafnaði úr vitaspyrnu. Öster hefur hlotið
sjö stig af 10 mögulegum i fyrstu fimm
umferðunum. Gæti komizt í annað sæti
með sigri í Stokkhólmi í kvöld. Malmö
FF er nú efst eftir sex leiki með 11 stig
en síðan kemur Gautaborg með átta
stig. í 2. deild hefur Jönköping hlotið
þrjú stig í þremur leikjum.
;e féll
rnum!
arleroiíbelgísku
íikurvið Liverpool
vrópubikarnum
nbley
FÓTBOLTAR
Teg. MITRE, KOMETo.fl.
Æfingabohar með áfastri
snúru.
Medic/ne-bottar.
Póstsendum.
Sportvöruverzlun
Ingólfs Óskarssonar
Klapparstíg 44. Sími 11783.
málninghlf
Brugge siðustu sex árin.
Eftir leikinn við Charleroi á laugardag
sagði fyrirliði Brugge, Julian Cools, að
Liverpool hefði 90% sigurmöguleika á
miðvikudag. En það verður stutt vel við
bakið á Brugge-leikmönnunum á
Wembley. 25 þúsund Brugge-búar hafa
keypt aðgöngumiða á úrslitaleikinn.
"Einmitt Ifturinn.
sem ég hafði hugsað mér!
,,Nýtt Kópal er málning að mínu
skapi. Nýja litakerfið gerir manni
auðvelt aö velja hvaða lit sem er,
— og liturinn á litakortinu kemur
eins út á veggnum.
Það er verulega ánægjulegt að sjá
hve nýtt Kópal uppfyllir allar óskir
manns og kröfur.
Nýtt Kópal þekur vel og er létt í
málningu. Endingin á eftir að
koma í Ijós, en ef hún er eftir öðru
hjá Kópal, þá er ég ekki banginn!"
Paul Courant, 27 ára, mun ekki vera i
^Brugge-hópnum, sem heldur til
Englands í dag — og möguleikar Lam-
bert að leika á miðvikudag eru ekki
miklir. Meiðsli í hné há honum mjög.
Brugge verður því að byggja vonir sínar
á miðvikudag á van der Eycken og
hinum erlendu leikmönnum liðsins. Þar
eru Danirnir Jan Sörensen, sem leikur í
stöðu vinstri útherja, og Birger Jensen,
i markvörður, fremstir í flokki. Einnig eru
þeir Eddie Krieger frá Austurríki og
Janos Ku frá Ungverjalandi snjallir leik-
menn. Fyrirliði Brugge, Alfons Bastyns,
sem ekki gat leikið i Charleroi vegna
meiðsla, mun leika á miðvikudag. Hann
er sterkasti varnarmaður liðsins.
Sautján leikmenn eru í Brugge-hópn-
um, sem hélt til Englands í morgun.
Þeir eru Birger Jensen, Roland Gogne,
Alfons Bastyns, Eddie Krieger, Georges
Leekens, Gino Maes, Groeges Volders,
Rene van der Eycken, Julian Cools,
Dany de Cuebber, Dirk Sanders, Raoul
Lamberts, Jan Simoen, Bernard Ver-
heecke, Jan Sörensen, Janos Ku og Dirk
van der Hende.
iLLSTADT
k/IEISTARI
irskoruðufimm
gnGöppingen
3 mörk hvor. Gunnar Einarsson lék með
Göppingen og skoraði eitt af mörkum
liðsins. Hann hefur nú ákveðið að leika
eitt leiktímabil enn með Göppingen.
Þeir Ólafur og Axel verða áfram hjá
Dankersen og Einar Magnússon hjá
Hannover.
Axel er að Ijúka námi sinu í Þýzka-
landi. Á eitt próf eftir, sem hann lýkur í
júni — og honum hefur gengið
prýðilega í prófunum. Fær verzlunar-
próf i júní en þó náminu sé lokið ætlar
hann að leika áfram með Dankersen.
Bikarkeppnin þýzka stendur nú yfir og
um næstu helgi hefja liðin i Bundes-
lígunni keppni. Dankersen leikur þá við
nágrannaliðið Nettelstedt og eru allir
miðar á leikinn löngu uppseldir.
Verðlaunamennirnir i vfirbungavigt — Svíinn Bengt Lindberg til vinstri. DB-mynd Bjarnleifur.
Sex gull Svía
á NM fatlaðra
— og Norðmenn sigruðu í tveimur flokkum
Norðurlandamót fatlaðra i lyftingum
fór fram i Hagaskóla um hclgina. Þátt-
takendur voru frá öllum Norðurlöndum
— en gullin runnu til tveggja Norður-
landa, sex til Svia og tvö til Norðmanna.
Mótíö var þátttakendum og ÍSÍ til sóma,
fór vel fram I alla staði.
Norðmaðurinn Ran Tung Lien
sigraði í 52 kg fiokki — lyfti IIO kg,
sama og Lars Lofström frá Sviþjóð en
var dæmdur sigurinn þar sem hann lyfti
meir í fyrri tilraunum en Svíinn. Jón
Tékkarunnu
Sovétríkin
— á HM f fshokkey
Tékkar sigruðu Sovétríkin i heims-
meistarakeppninni í ishokkey í gær i
Prag og hafa nú alla möguleika að verða
heimsmeistarar þríðja árið i röð. Loka-
tölur i leiknum voru 6-4 eftir að Sovét-
menn höfðu náð forustu i fyrstu lotunni
2-1. Áhorfendur voru 14 þúsund. Þá kom
talsvert á óvart i gær, að Kanada sigraði
Sviþjóð 7-4 eftir að Svíar höfðu komizt í
4-1. Staðan á mótinu er nú þannig:
Tékkóslóvakía 6 6 0 0 41-13 12
Sovétrikin 6 5 0 1 42—21 10
Svíþjóð 6 4 0 2 33—18 8
Kanada 6 4 0 2 30—22 8
V-Þýzkaland 6 2 0 4 22—34 4
Finnland 6 1 0 5 20—31 2
Bandaríkin 6 1 0 5 22—39 2
A-Þýzkaland 6 1 0 5 12-44 2
Eiríksson frá Íslandi lyfti 50 kílóum —
en Lien var þeirra léttastur, aðeins 42.5
kg.
í 56 kg fiokki sigraði Sviinn Nils Áke
Lindal lyfti 105 kg. Landi hans Benny
Nilson hafði yfirburði i 60 kg fiokki —
lyfti 175 kg. í 67.5 kg fiokki sigraði Sví-
inn Kristoffer Hulecki, lyfti 160 kg og
hafði yfirburði I sínum fiokki. Þá var
komið að 75 kg fiokki — þar sigraði
Norðmaðurinn Karel Lise, lyfti 140 kg. 1
82.5 kg. fiokki varð landi hans, Karre-
berg, hlutskarpastur, lyfti 150 kg. Þá var
komið að 90 kg flokkinum. Þar sigraði
Svíinn Helge Lampinen, lyfti 140 kg.
Loks var keppt í yfirþungavigt, þar
sigraði Svíinn Bengt Lindberg — lyfti
185 kg. Annar varð Finninn AimoSohl-
man, lyfti 175 kg. og í þriðja sæti varð
Norðmaðurinn Egil Fremsted, lyfti 125
kg.
í gær var keppt í Boccia — vinsælli
íþróttagrein meðal fatlaðra. Sviar áttu
þar þrjá fyrstu menn og sigruðu örugg-
lega i sveitakeppninni. Þá var haldin
ráðstefna norrænu sambandanna en í
dag fara þátttakendur til Þingvalla og
síðan Gullfoss og Geysis.