Dagblaðið - 22.05.1978, Side 27
27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAÍ1978.
—
STAR WARS
Einn og sá
sami? Já,
reyndar.
Hjólreiðamaðurinn á myndinni er
einn af aðalleikurum myndarinnar.
Samt sem áður eiga kannski margir í
nokkuð miklum erfiðleikum með að
þekkja hann. í kvikmyndinni lék hann
nefnilega vélmenni og var iklæddur
VELMENNIÐI
Jafnvel þótt kvikmyndin Star Wars
hafi ekki enn verið sýnd hér á landi kann-
ast eflaust allmargir við nafn hennar.
Ástæðan fyrir því er sú að myndin
hirti nær öll óskarsverðlaun sem veitt
voru við siðustu afhendingu verðlaun-
anna. Og eftir þessu gífurlega verðlauna-
flóði að dæma er þetta ein stórkostleg
asta mynd sem gerð hefur verið.
þessum furðulega búningi sem við sjáum
á hinni myndinni.
Ráðgert er að þessi leikari, sem ber
nafnið Anthony Daniels, leiki vélmenni
i næstu mynd sinni en hún nefnist Star
Wars 2. Hann hefur þó farið fram á að
gerður verði nýr búningur þvi sá gamli
meiddi hann allan svo að Anthony varð
aumur undan.
„Þegar ég flýg fljúga allar
áhyggjur mínar á burt"
„Ef ég væri ekki leikari væri ég at-
vinnuflugmaður.” segir John Travolta.
Ef einhver rekur upp stór augu og segir
„hver er John Travolta?" skal þess getið
að hann varð stjarna aðeins 24 ára gam-
all fyrir leik sinn i myndinni Saturday
Night Fever. Við siðustu afhendingu
óskarsverðlauna kom til greina að veita
kvikmyndinni verðlaun fyrir dansatriði
en svo varð þó ekki. Hún hefur samt
sem áður notið gifurlegra vinsælda þar
sem hún hefur verið sýnd og er vonandi
að við fáum að sjá hana i kvikmynda-
húsum hér innan tiðar.
„Sú tilfinningsem gripur mig þegarég
flýg er algjörlega ólýsanleg.” segir
Travolta. „Flugið leysir mig undan
öllum mínum vandamálum og áhyggj-
um. Það eina sem skiptir máli er himinn-
innsem égsvíf um.”
Travolta keypti DC-3 vél i ágúst i
fyrra. Þar sem hann hefur ekki leyfi til
þess að fljúga henni sjálfur hefur hann
ráðið til sin flugmenn og er sjálfur að-
stoðarflugmaður. Fyrstu farþegarnir
sem flugu með honum í þessari vél voru
foreldrar hans. Þeir segjast vera mikið
rólegri i flugi með syni sinum en öðrum.
Auk þess segir Travolta þá vera mikla
aðdáendur tlugvéla, sérstaklega DC-3
véla.
„Ég steig fyrst upp í flugvél þegar ég
var 9 ára gamall. Þegar ég var barn bjó
ég i Jersey — rétt við La Guardia tlug-
völlinn. Þá hevrði ég vel i Douglas DC-3
og DC-6 og hef upp frá því verið haldinn
ólæknandi flugþrá," segir leikarinn.
Travolta segir sinn stærsta draum
hafa rætzt þegar hann keypti DC-3 vél-
ina sina en það hefði hann sennilega átt
erfitt með ef hann hefði ekki náð eins
góðum árangri og raun ber vitni i leik-
listinni.
Auk DC-3 vélarinnar á John Travolta litla einshrtn llls \ él st ni h.<nn niá fljúga sjálfur.
BÍLAR - BÍLAR - BÍLAR
Við selium alla bila
Rambler Matador 1973. Bíll í Volvo 144 De l.uxe árg. 1971. Ejár-
algjiirum sérflokki. Skoðið og sann- festing sem borgar sig. Verð 1.350
færi/t. Verð 2,3 millj. þús.
Við seljum
alla bíla séu
þeirá
staðnum
‘ i
- nf í
Hraðbátur. Verð 750 þús. Huggulegur Fletcher hraðbátur með sterkri vél, Rússi. Sá albezti sem til er. Verð 1600
fyrir litið._____ gengurca 40 mílur.Verð ca 1200 þús. þús.
Gullfallegur híll.
feir'
Fiat 128 Rally árg. 1973, bill i sér-
flokki. Vcrð850þús.
Citroén GS slation 1974. Bill sem alla
vantar. Verð 1500 þús.
Pontiac Ventura 1971, laglegt leik-
lang. Verð 1.500 þús.
Opel Rekord 1972. Þú sérð fáa svona
g(>ða. Verð 1300 þús.
# Rúmgóðurogbjartur
sýningasalur
# Þvottaaðstaða
# Kappkostum fljóta og
örugga hjómstu
Bílasalan
SKEIFAN
Skeifunni 11, norðurenda
og einnig suðurenda.
Sími84848 - 35035.
Opið alla daga frá kl. 9-19
nema sunnudaga