Dagblaðið - 22.05.1978, Síða 35

Dagblaðið - 22.05.1978, Síða 35
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 22. MAl 1978. Nýja bíó—The Omen: VINNSLAN BER EFNIB OFURUÐI Nýja bíó: Fyrirboðinn (The Oman). Framlaið- endur Harvey Bemard og Mace Neufeld. Handrit David Settzer. Leiksljóm: Richard . Donner. Tónlist Jerry Goidsmith. Endurholdgun djöfulsins hefur löngum skipað stóran sess i bókmennt- um og listum, þrátt fyrir misjafnan orðstír. Nú á síðari árum hefur við- fangsefnið, i æ ríkara mæli, verið fært í búning kvikmynda. Fyrst var það Rosemary’s Baby, þá Exorcist og nú Fyrirboðinn. Eins og hinum tveimur tekst Fyrir- boðanum að halda áhorfendum spenntum við ruglingslegan söguþráð sinn. En það er fyrst og fremst að þakka frábærri myndatöku sem stund- um ber efnið algerlega ofurliði. í viss- um skilningi verður því myndatakan að teljast galli þar eð hún kæfir efnið. 1 sjálfu sér segir Fyrirboðinn okkur lítið, hvað þá að hann skilji mikið eftir sig. Honum hlýtur þvi einvörðungu að vera ætlað það hlutverk spila á hræðslutilfinningu fólks og svala þannig þörf þess til henriar, sem hann oggerir. Sögusvið myndarinnar hefur í alla staði á sér hinn draugalegasta blæ. Utandyra er hitamistur og þrumu- veður — skyggni 0.2 km — en innan- dyra er birtan eins og hjá Ólafi, vini vorum, liljurós (Nb.: Lýsingin er betri). Sjálfum söguþræðinum er rangt að gera hér önnur skil en þau að aðal- uppistaða hans er lítill drengur, Damien (Harvey Stephens) að nafni, sem haldinn er illum anda sem vita- skuld leiðir margt illt af sér. Einhvern veginn orkar Damien á menn sem of góður krakki til þess að illur andi geti blómstrað i honum og áhorfendum takist að óttast vingjarn- legt augnaráð hans. En sem alvarlega þenkjandi faðir gerir Gregory Peck föður Damiens góð skil. Móðirin, leikin af Lee Remick, er einnig sann- færandi í sínu stykki. I heild sinni er myndin góð og frá- bær sem hryllingsmynd (fæstar eru þær (nú) rismiklar). Tónlist Jerry Goldsmiths er vel samin og alveg draugalega vel útsett. Sem listaverk er Fyrirboðinn fylli- lega þess umkominn að lesendur sjái hann þó menningarlegt gildi hans verði hér látið liggja milli hluta. - G.Sv. GaröarSverrisson Kvik myndir Fimm ára gamall snáði, Harvey Stephens, fer með hlutverk Damien Thorns, sonar bandaríska sendiherr- ans I Englandi. 35 Fasteignir á Suðurnesjum: Keflavík Þrjár 2ja herb. íbúðir í smíðum, sérinngangur, 75 ferm. Skilað fullkláruðum að utan, máluðum, ein- angruðum, með miðstöðvarlögn. Verð kr. 6,8 millj. Tvær 4ra herb. íbúðir í smíðum, um 100 ferm. Sérinngangur, bilskúr. Skilað fullkláruðum að utan. máluðum.einangruðum með miðstöðvarlögn. Verð kr. 10.8 millj. 2ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi. Verð kr. 4—4,5 millj., útb. 2,5 millj. Lítíð einbýlishús, nýklætt að utan með plasti. Nýir gluggar. Verð kr. 5,5—6 millj., útb. 3 millj. 3ja herb. íbúð í tvíbýlishúsi i sérflokki með bilskúr. Verð kr. 8—8,5 millj., útb. 4—4,5 millj. Eldra einbýlishús með nýrri járnklæðningu, nýrri hitalögn og nýjum rafmagnsleiðslum. Verð kr. 7,5—8 millj., útb. 3,7 millj. Eldra einbýlishús, timbur en múrhúðað í góðu standi. Verð kr. 6,5—7 millj., útb. 2.4 millj. 3ja herb. góð sérhæð á góðum stað með bílskúr og nýjum gluggum. Verð kr. 14 millj., útb. 8 millj. 3ja herfo. íbúð í fjórbýlishúsi. Verð kr. 9 millj., útb. 4 millj. 3ja herb. endaíbúð í fjölbýlishúsi. Vel við haldið. Verð kr. 8,5—9 millj., útb. 4—4,5 millj. 3ja herb. íbúð í þrfbýlishúsi á mjög góðum stað. Bilskúrsréttur. Verð kr. 11,5—12 millj., útb. 6 millj. 3ja herb. íbúð í fjölbýlishúsi með aðgangi að gufubaði, frystihólfi og þurrkherbergi. Verð kr. 8.7 millj., útb. 5 millj. Raðhús á tveimur hæðum með bílskúr. Nýeldhúsinnrétting. Verðkr. 14 millj., útb. 7,5 millj. Viðlagasjóðshús, stærri gerðin. Verðkr. 13,5 millj., útb. 7 millj. 4ra herfo. íbúð í tvíbýlishúsi á Bergi. Verð kr. 7,5—8 millj.. útb. 4 millj. 4ra herb. íbúð, 115 ferm i fjórbýlishúsi með bílskúr. Verð kr. 14—15 millj.. útb. 7,5-8 millj. 4ra herfo. íbúð í fjölbýlishúsi, 115 ferm. Verð 8—8,5 millj.. útb. 4—4,5 millj. 4ra herb. íbúð, 93 ferm meðstórum bílskúr. Verð 8,5—9 millj., útb. 4 millj. 4ra herb. íbúð í fjölbýlishúsi, 115 ferm. Verð kr. 12 millj., útb. 7 millj. Garðurinn Stórt einbýlishús, 160 ferm með tvöföldum bílskúr, 55 ferm. Ekki fullklárað. Verð kr. 14—15 millj.. útb. samk. Sökklar að einbýlishúsi, uppfylltir. Verð kr. 2—2.5 millj. Teikn. á skrifst. Grindavík Einbýlishús, 134 ferm meðtvöföldum bílskúr. Verðkr. I8—20 millj., útb. lOmillj. Eldra einbýlishús, 60 ferm úr timbri með jámklæðningu. Stækkunarmöguleikar. Verð kr. 5,5 millj., útb. 2,5—2,8 millj. Sandgerði Fokhelt einbýlishús sem þarf ekki að pússa að utan. Gler í gluggum. Gott verð. kr. 5.5 millj.. útb. samk. Fokhelt einbýlishús, steypt loft og gólfplata, sökklar undir bílskúr. Verð 6,5—7 millj., útb. samk. Sérhæð, um 100 ferm, öll nýmáluð að innan. Verð kr. 8,5 millj., útb. 4—4.5 millj. Lítið einbýlishús með nýjum gluggum og útihurðum. Verð kr. 7 millj.. útb. 3—3,5 millj. Einbýlishús, 110 ferm, steinsteypt og hlaðið. Verð kr. 9—9.5 millj.. úlb. 4—4.5 millj. Ytri-Njarðvík Tvær 4ra herb. íbúðir við Hjallaveg. Bílskúrsréttur. Verð kr. 11 millj., útb. 5.5—6 millj. Skipti möguleg á tilbúnu undir tréverk á raðhúsi eða sérhæð. Opið 6 daga vikunnar frá kl. I—6. Myndir af öllum fasteignum á skrifstofunni. Höfum fjársterka kaupendur að einbýlishúsum og rað- húsum. EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA HAFNARGÖTU 57 — KEFLAVfK — SÍMI 3S68 Hannes Ragnarsson Hamragarfli 3, Kaflavik, simi 3383. Ragnhildur Sigurflard. sölum. Raynir Ólafsson viðskfr.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.