Dagblaðið - 22.05.1978, Side 40
Einokun í saltfisksölu:
„SÍF TELUR ÞAÐ TRUFLUN
Á SINNISÖIU ÞEGAR
AÐRIR AÐILAR SEUA”
— segir viðskiptaráðuneytið, 400-500 tonn af saltfiski
lágu undir skemmdum á Patreksf irði þar til lá tið var
undan þrýstingi til að selja í gegnum SÍF
Vegna einokunaraðstöðu Sambands
íslenzkra fiskframleiðenda (SÍF) í sölu
á saltfiski frá íslandi hefur fiskverkun-
arfyrirtæki á Petreksfirði neyðzt til
þess, eftir margra mánaða þóf, aðselja
400—500 tonn af saltfiski í gegnum
SÍF. Bendir þó flest til þess, að hærra
verð hefði fengizt fyrir saltfiskinn
hefðu Patreksfirðingarnir fengið leyfi
til að selja sinn fisk gegnum tslenzku
umboðssöluna. Verðmæti þessa fisks
era.m.k. 200milljónir.
Þar til fyrir nokkrum dögum lá fisk-
urinn undir skemmdum á Patreksfirði.
Verkendur fisksins, Fiskverkunarstöð-
in Oddi hf., höfðu komizt að sam-
komulagi við tslenzku umboðssöluna
um að selja fiskinn til Ítalíu og hafði
fengizt vilyrði fyrir útflutningsleyfum.
En vilyrðið varð aldrei að raunveru-
leyka. „Þetta er eitthvað furðulegt,”
sögðu tveir af stjórnarmönnum Odda,
Sigurgeir Magnússon og Jón Magnús-
son, í samtali við fréttamann blaðsins
á Patreksfirði fyrir nokkru. „Allir hafa
sagt já við okkur, ráðherrar hvað þá
aðrir, en samt strandar leyfisveitingin
einhvers staðar í kerfinu. Það hljóta
að vera einhver óþekkt öfl sem stöðva
leyfisveitinguna.”
Þeir Jón og Sigurgeir sögðu að Is-
lenzku umboðssölunni hefði frá ára-
.mótum aðeins tekizt að fá útflutnings-
leyfi fyrir um 90 tonnum af saltfiski
frá Odda h.f. „Samt sem áður hafa
þeir sizt fengið verra verð en fengizt
hefur í gegnum SÍF,” sögðu þeir, „og
heilu markaðssvæðin bíða eftir salt-
fiski. Það vilja nefnilega fleiri fá salt-
fisk en bara stóru einokunarhringarn-
ir."
Dagblaðið sneri sér til Stefáns
Gunnlaugssonar, deildarstjóra í við-
skiptaráðuneytinu, og spurði hann
hvað valdið hefði tregðunni til að veita
íslenzku umboðssölunni tilskilin leyfi.
„Ég skal ekki segja um það," svar-
aði Stefán. „SÍF hefur i gegnum áarin
verið eini aðilinn, sem hefur flutt út
saltfisk, enda er þar um að ræða sam-
tök framleiðenda.”
„Nú er það varla i lögum, að aðrir
en SÍF fái ekki að flytja út saltfisk. Er
þetta ekki augljós einokun?”
„Það má segja það,” svaraði Stefán
Gunnlaugsson. „Þetta er ríkisstjórnar-
ákvörðun, á sama háttog það var ríkis-
stjórnarákvörðun þegar Patreksfirð-
ingarnir fengu að selja þessi 90 tonn.
Ég hélt þó, satt bezt að segja, að þeir
hefðu fengið leyfi fyrir meira magni.”
„En hver kom þá í veg fyrir að ís-
lenzka umboðssalan fengi leyfi til að
selja allan saltfiskinn frá Odda? Var
þaðSÍF?”
„Ja, SÍF hefur ævinlega verið mjög
mikið á móti þvi að aðrir aðilar fengju
að selja saltfisk til ítaliu. Þeir telja það
ákaflega óheppilegt og líta á það sem
trufiun á sölunni.”
-ÓV.
——i3 MILLIÓNIR manna
K0MA TIL MEÐ AÐ NOTA MÐ Á ÁRI
Þá er búið að rifa utan af nýju áning-
arstöð strætisvagnanna við Hlemm,
gárungarnir segja til þess að hægt sé að
birta myntl af henni i Bláu bókinni. Þá
bók éd'ur Sjálfstæðisfiokkurinn i
Reykjavík út fyrir hverjar kosningar og
greinir frá framkvæmdum á síðasta
kjörtimabili.
En auðvitað hlýtur tilgangurinn með
þvi að Ijúka við skýlið að vera fyrst og
fremst þjónusta við almenning. Nokkuð
er þó í land áður en því takmarki verður
náð. þvi ennþá er engin þjónusta í
skýlinu. Til stendur að 9 fyrirtæki sem
verzla með vöru og þjónustu fái aðstöðu
þar og er nú verið að athuga þau tilboð
sem borizt hafa. SVR mun síðan reka
farmiðasölu og upplýsingadeild.
Hlemmur er löngu orðin aðalstöð
strætisvagnanna að sögn Eiríks Ásgeirs-
sonar forstjóra. Um hann fara hvorKÍ
meira né minna en 13 milljónir farþega á
ári. Má af þessu sjá hvílíkt nauðst nja-
mál er að koma skýli upp fyrir allt þetta
Þessa mynd tók Höröur í morgun af skýlinugóda.
fólk.
Forráðamönnum SVR er tnikið
kappsmál að auka nýtingu strætis-
vagnanna. Vitnar Eirikur i útreikninga
sem gerðir voru þar sem í hverjum
einkabíl væru að jafnaði 1.2-1,4 farþeg-
ar en aftur á móti 10—50 í hverjum
strætisvagni. Ef ekki væru strætisvagnar
þyrfti til dæmis að breikka Laugaveginn
verulega þvi eins og er komast aðeifts
700 bilar niður hann í einu.
-DS/BS
HAMSTRK) FLÝTIR
BENSÍNSKORTINUM
— birgðir í Reykjavík fram undir helgi ef ekki
veröur hamstrað
í gærkvöldi tóku fjölmargir bileig-
endur i Reykjavik eitthvert viðbragð og
fóru að hamstra bensín á brúsa og í
kirnur auk þess að fylla geyma bíla
sinna. Var um tíma mikil örtröð á sum-
um bensinstöðvunum likast sem stór-
helgi væri í aðsigi.
Skv. upplýsingum, sem DB fékk hjá
Skeljungi í morgun. hefðu bensinbirgðir
á borgarsvæðinu enzt framundir næstu
helgi miðað við venjulegt ástand, en þær
munu endast mun skemur ef hamstur
verður mikið. Sumstaðar úti á landi eru
til birgðir langt fram á sumar en óvist er
hvort ráðizt verður i að fiytja eitthvað af
því til Reykjavikur.
Bensínafgreiðslu verður hætt áður en
birgðir eru á þrotum til að tryggja
öryggisþjónustu svo sem lögreglu og
slökkviliðs. Olíufélögin munu þinga um
stefnumótun í þessu máli i dag.
Hér birgir einn sig upp heldur en ekki
hressilega í gærkvöldi.
-DB-mynd Sv. Þorm.
• VT »1,1 i VI Mli ijft
B '' 1 V-'' \ » 11 ’
Ekiðá
gangandi
manná
Stokkseyri
Ekið var á 26 ára mann á Stokkseyri í
fyrrinótt og slasaðist hann talsvert á fót-
um og jafnvel hálsi. Selfosslögreglan
flutti hann þegar á slysadeild Borgarspit-
alans þar sem hann liggur nú á batavegi.
Grunur leikur á að ökumaðurinn hafi
verið undir áhrifum áfengis. Hann
hljópst þó ekki af slysstáð. — G.S.
Bílrúðubrjót-
uráSkaga
Bilrúðubrjótur lék lausum hala á
Akranesi um helgina og braut rúður i
a.m.k. fjórum bílum, ýmist fram- eða
afturrúður. Bæði er þetta umtalsvert
tjón fyrir bíleigendurna auk þess sem
óþægindi stafa af. Slíkt er mjög fátitt á
staðnum, að sögn lögreglunnar, og er
sökudólgurinn ófundinn. —G.S.
Réðust á fyrr-
verandi
eiginkonur
í fyrrinótt og fyrradag var lögreglan i
Reykjavik þrisvar tilkvödd vegna árása
manna á fyrrverandi eiginkonur sínar. I
einu tilvikinu var um sambýliskonu að
ræða.
í engu tilvikinu þurfti þó að fiytja
konurnar á slysadeildina, en af þessum
uppgjörum mannanna hlutust vandræði
ogeinhverspjöll á heimilum. _G.S.’
Alvarleg líkamsárás
á Höfn:
Árásar-
maðurinn
fundinn
Ungi maðurinn sem réðsl á
unglingspilt austur á Höfn á
Hornafirði og veitti alvarlegan á-
verka aðfaranótt laugardagsins
hefur nú náðst og. játað
verknaðinn. Eftir árásina skildi
hann piltinn eftir liggjandi meðvit-
undarlausan í götunni og var hann
hætt kominn af kulda og vosbúð
er honum var komið lil hjálpar.
Fyrir einskæra tilviljun fannst
hann nægilega snemma til að unnt
væri að bjarga honum. Lítið barn i
nálægu húsi vaknaði og vildi ábót
á pelann. Er móðir þess var að
bæta úr því varð henni Ittið út á
götu ogsá piltinn. Varnarliðsþyrla
flaug með piltinn til Reykjavíkur
og liggur hann á Borgarspítalan-
um. Hann er á batavegi. Blaðinu
er ekki kunnugt um aðdraganda
átakanna.
-G.S.