Dagblaðið - 21.06.1978, Page 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978.
Endurbóta þörf við
Vesturbæjarskólann
— steinveggur við skólann hættulegur börnum
Gamla húsið, sem nú hýsir Vestur-
bæjarskóiann við Öldugötu á sér langa
pg merka sögu í fræðslumálum Reykja-
víkur. Húsið var byggt árið 1898 og var
Stýrimannaskólinn þar til húsa, allt þar
til hann flutti í núverandi húsnæði
Sjómannaskólans árið 1945, Þá flutti
Gagnfræðaskóli Reykvíkinga, sem síðar
nefndist Gagnfræðaskóli Vesturbæjar, i
húsið og var þar í þrettán ár og undan-
farin tuttugu ár hefur húsið verið notað
til barnakennslu. Þar er nú grunnskóli,
þar sem sex til tólf ára börn stunda nám.
Þetta gamla hús þarf umhirðu við og
sýna þarf þvi þá sæmd sem þvi ber.
Skipta þarf um járn á þeirri hlið hússins
sem snýr að Öldugötu og mála húsið en
það hefur ekki verið gert undanfarin ár
vegna væntanlegrar viðgerðar á þessari
hlið hússins. Vonir standa til þess að
viðgerð þessi verði framkvæmd í sumar.
Þá er ekki síður þörf á því að vinda
bráðan bug að því að rífa steinvegg sem
Þjóðhátíðin á Costa del Sol
Einn þúsundasti hluti íslenzku þjóðar-
innar fagnaði 17. júní á laugardaginn á
Costa del Sol á Spáni. Fólkið er þar á
vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Á
Mallorka var sami háttur hafðu á og þar
voru engu færri landar samankomnir. í
þessu umhverfi þar sem nóg var af
veigunum, léttum og sterkum, fór allt
mjög prúðmannlega fram. Fólk skemmti
sér vel, fólk á bókstaflega öllum aldri
sameinaðist í að gera þennan dag eftir-
minnilegan. Þessi hópmynd er af
Sunnufarþegunum á Costa del Sol á
laugardaginn.
FIB í alþ jóðasamvinnu:
ALÞJÓÐLEGT HEILSUFARS-
SKÍRTEINI í BÍLNUM
Félag islenzkra bifreiðaeigenda hefur i
samvinnu við alþjóðasamtökin AIT
(Alliance Internationale de Tourisme) og
önnur bifreiðaeigendafélög hafið útgáfu
á skírteinum um heilsufar þeirra sem i
bifreið ferðast. í skirteininu er að finna
mynd af viðkomandi, upplýsingar læknis
um sjúkdóm, blóðflokk, ofnæmi, hvaða
lyf séu notuð, eða ofnæmi fyrir
ákveðnum lyfjum.
í slysatilfelli gætu slíkar upplýsingar
komið að miklu gagni og sparað
dýrmætan tima sem ella yrði eytt til
rannsókna. Skírtcinið er alþjóðlegt og
fylgir limmiði á bílrúðu viðkomandi
ökumanns.
er meðfram lóð hússins, en hann er
farinn að hallast mjög. Þarna eru börn
að leik allan ársins hring og allir sjá þá
hættu sem þarna leynist. Loforð mun
hafa fengizt fyrir niðurrifi veggsins og
uppbyggingu nýs veggjar fyrir I.
september i haust, þ.e. áður en skólar
hefjast á ný. Er það vel þvi hér er ekki
um mjög kostnaðarsama framkvæmd
að ræða, heldur öllu fremur framtaks-
semi.
JH
Steinveggurinn við skólann hallast orðið það mikið að börnum getur stafað hætta af
að leika sér undir honum.
Vesturbæjarskólinn sem áður hýsti gamla Stýrimannaskólann á sér merka sögu og
nauðsynlegt er að sýna húsinu. þá sæmd að halda þvl vel við. DB myndir Ari.
ZENIT KIEV
Nú geta allir eignast alvöru
myndavélfyrirlítiö verð.
ZENITEM
Reflex myndavé/, hraöi 1/30 til
1/500 ásamt standard linsu og
tösku kr. 48.600.-
ZORKI
KIEV4
Rangefinder myndavél, hraöi
1/2 til 1/250 ásamt standard
linsu og tösku kr. 31.500.-
ZORKI4K
Rangefinder myndavél, hraöi 1
sek. til 1/1000 ásamt standard
linsu og tösku kr. 20.750.-
Útsölustaðir:
Reykjavík:
Filmur og Vélar s/f. Skólavörðustíg 41.
Fótóhúsið, Bankastræti.
Ljósmyndaþjónusta Matz Laugavegi 178.
Sjónvarpsvirkinn, Arnarbakka 2.
Hafnarfjörður:
Ljósmynda og gjafavörur Reykjavíkurvegi 64.
Vestmannaeyjar:
Kjarni s/f.
Akureyri:
Filmuhúsið
Heildsölubirgðir:
TH. GARÐARSSON H/F.
Heildv. Vatnagörðum 6. R. Sími 86511.
Auglýsing