Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 21.06.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978. baráttusinna, fékk R-listinn 180 at- kvæði i tveimur kjördæmum. Alþýða manna hafnar Fylkingunni og verða atkvæðin vart fleiri nú. Vegna fámennis i eigin herbúðum náði svokallaður Kommúnistaflokkur varla saman fólki á einn lista í Reykja- vík. Svipuð einangrun hrjáir hann og Fylkinguna, enda voru stefnumið hans um árabil þau sömu og Fylking- arinnar nú, — en allt það kallar flokk- urinn „kommúníska stefnu”. Kommúnistaflokkurinn og Fylking- in unnu saman 1. maí og víða annars staðar. Það eitt skilur milli samtak- anna i kosningabaráttunni að Komm- únistaflokkurinn nefnir stundum Sovétríkin sem andstæðing, en af- mörkunin frá Alþýðubandalaginu er ekki til fremur en hjá Fylkingunni. Dómur fjöldans um Kommúnista- flokkinn verður trúlega svipaður og síðast. Þá fékk hann, undir öðru nafni, 120 atkvæði — eða fjórum færri en meðmælendur og frambjóðendur voru. Skilum auðu! í þjóðmálabaráttu verður að leggja aðaláherslu á beina baráttu fjöldans. Með upplýsingastarfi, baráttufylking- um, verkfalls- og baráttuaðgerðum er málum komi fram og þjóðfélaginu breytt. Samhæfandi og stýrandi afl er eiginn stjórnmálaflokkur verkalýðs og annarraralþýðu. Helstu stefnuatriði baráttunnar nú eru: 1. Að berjast- i orði og starfi gegn báðum risaveldunum og allri er- lendri ásælni. 2. Að verja sjálfræði Islands og auð- lindir. áratugina átt sér stað svo stórfelld breyting á framleiðsluháttum land- búnaðarins að ekki verður líkt við annað en hreina ffamleiðslubyltingu. Fjármagnsaukning hefur orðið gifur- leg og framleiðniaukningin einnig. Þetta hefur orsakað umframfram- leiðslu og vandinn er sá að ekki hefur tekizt að fmna markað fyrir þessa framleiðslu. hvorki innanlands né utan. nema með stórfelldum styrkjum og niðurgreiðslum, svo nemur hálfri þriðju milljón á hvern bónda í landinu. Þetta er vandamálið og á þetta hefur Alþýðuflokkurinn bent. Al- þýðuflokkurinn hefur meira að segja stutt þá stefnu, að fjár til niður- greiðslanna yrði alls ekki aflað með skattlagningu afurðanna innanlands, sem þýddi bæði það að framfærsla alþýðuheimilanna í landinu myndi stórhækka og að innanlandssala á landbúnaðarafurðum myndi stór- minnka og þannig tekjur bænda ennfrekar. Er þetta einhver óvinátta við bændur? Þeir sem þannig álykta hljóta að hafa eitthvað brenglað mat á viðmiðun sinni. Sérstaklega ef þeir svo á hinn bóginn hvetja bændur til gegndarlausrar framleiðslu algjörlega óháð því, hvort bændur fái nokkuð fyrir alla þrældóminn. Nema þá það helzt að greiða úr eigin vasa fyrir umframframleiðsluna, svo að takist að hálf- eða algefa hana úr landi. Erfiði án launa Alþýðuflokkurinn veit vel af því, að margar landbúnaðarafurðir eru mikilvægt hráefni fyrir islenzkan iðnað og tryggja þannig fjölda manns atvinnu. Hann veit einnig vel af þvi að það er út i hött að telja sig hafa ábyrga afstöðu i varnarmálum, en leggja svo mögulegum andstæðingi vopnin í hendurnar með þvi að leyfa honum að svelta Islendinga til hlýðni, þegar honum dytti i hug. Væri það að sjálf- sögðu auðvelt ef ekki væri næg innlend matvælaframleiðsla i landinu. Alþýðuflokkurinn veit lika mjög vel af þvi, að aukin áherzla á réttri sölumennsku landbúnaðarafurða á er- lendum mörkuðum hefur skilað árangri og á eftir að skila enn betri árangri. Þannig væri hægt að tiltaka fjölda atriða. sem hvert um sig rétt- lætti algjörlega nokkra umframfram- leiðslu landbúnaðarafurða. En það sem flokkurinn hlýtur að frábiðja sér er, að þegar vandamálið er kontið á það stig. að bændur eru ofur- þrælkaðir án þess að hljóta nokkuð 3. Að snúa stéttarfélögunum til bar- áttu með því að hreinsa þau smám saman af áhrifum „vérkalýðs- flokkanna” og stéttasamvinnunn- ar, án nokkurra málamiðlana við forystuna. 4. Að hafna samflotum i kjarasamn- ingum, berjast nú fyrir nýjum kjarasamningum og lágmarkslaun- um sem samsvara a.m.k. 100 þús. kr. kröfunni frá 1. febr. sl. auk fullra verðbóta. 5. Að varðveita og bæta samnings- og verkfallsréttinn. 6. Að mynda baráttuhreyfingu kvenna sem hafnar stuðningi Rauðsokkahreyfingarinnar við falska „verkalýðsforingja” Al- þýðubandalagsins, við sovéska auðvaldið og rangri afstöðu Rsh. til karla. 7. Að smiða fjöldahreyfingu náms- manna gegn rikisvaldinu í kjara- og hagsmunabaráttu þeirra. I starfi — og þessum kosningum — er þessi stefna borin fram af Einingar- samtökum kommúnista (m-1) og Verkalýðsblaðinu. Þeir sem leggja vilja áherslu á utanþingsbaráttu, á gagnsleysi flokkanna fimm og smá- framboðanna taka mið af þessari stefnu. Eina leiðin til að láta stuðning- inn i ljós að þessu sinni er sá að fylgja hvatningu EIK (m-1) og Verkalýðs- blaðsins: SKILUM AUÐU AÐ ÞESSU SINNI. Þetta er réttmæt og h^iðarleg hvatning. Með eflingu EIK (m-l), fjöldabar- áttunnar og stofnun nýs verkalýðs- flokks munu baráttusinnar eignast sinn valkost í kosningum. Ari Trausti Guómundsson Langholtsvegi 122. Kjallarinn GuðlaugurT. Karlsson fyrir það, og einnig þegar Alþýðu- flokkurinn bendir á það, að eiginlega sé á þennan hátt verið að brjóta á þeim grundvallarmannréttindi, — þá sé hann á sama tíma kallaður and- stæðingur bænda. Þeir angurgapar, sem leyfa sér slíkan málflutning fara með staðlausa stafi og ættu reyndar að fá nokkra frumtamningu hjá bændum. Iðnaðurinn veitir f lestum vinnu Iðnaðurinn er sú atvinnugrein sem veitir flestum íslendingum atvinnu. Stefna Alþýðuflokksins hefur alltaf verið sú að styðja íslenzkan iðnað. Eigi iðnaðurinn að blómstra verður hann þó að taka mið af því í verkefna- vali sinu hvað sé hagkvæmt til fram- leiðslu hér á landi og hvað sé hag- kvæmt að flytja inn erlendis frá. Takist iðnaðinum að styðjast við verzlunina að þessu leyti og fram- lciðslu sjávarútvegs og landbúnaðar að hinu leytinu til fullvinnslu, mun honum takast að veita öllum þeim fjölda vinnufúsra handa, sem þurfa á atvinnu að halda, þá atvinnu sem iðnaðurinn einn getur veitt þeim. 1 raun er það þannig að vöxtur þjóðarinnar byggist á iðnaði ogeflingu hans. Iðnaðúrinn er nefnilega sú at- vinnugrein. sem flestir hafa aðgang að, tilútrásarfyrir starfsorku sína og hæfileika. og staða hans í franrtiðinni sker úr um það hvort hér verði næg at- vinna og blómlegt þjóðlif eða at- vinnuleysi og landflótti. 13 S-listinn og réttlætið Stjórnmálaflokkurinn er ungur flokkur, en við sem að honum stönd- um erum fólk á öllum aldri, úr öllum stéttum og af báðum kynjum. Við stofnuðum nýjan flokk vegna mál- efna, sem við viljum kynna og berjast fyrir, — vegna málefna, sem gömlu flokkarnir hafa ekki tekið inn á stefnu- skrá sina, ekki viljað sinna, eða ekki sinnt, þrátt fyrir hugsanlegan 'vilja til þess. Barátta okkar er heiðarleg og málstaður okkar er sannur. Með þvi að stofna Stjórnmálaflokk- inn berjumst við í verki fyrir málstað, sem við viljum vinna brautargengi í ís- lenzku þjóðlífi. Barátta okkar er hörð, en málstaðurinn er nauðsynlegur fyrir islenzka þjóð i dag, og þess vegna berj- umst við. Við þorum Við þorðum að hefja máls á nauð- synlegum sjónarmiðum fyrir íslenzka þjóð. Við viljum stjórnarskrárbreyt- ingu, en það er hugsjónarmál að vilja aðskilja löggjafarvald og fram- kvæmdavald. Á íslandi vantar ekki dugmikið fólk til starfa og þess vegna er rétt að opna ráðherrastörf fyrir menn utan þingsog velja hæfustu menn landsins, hvern á sinu sviði, til að gegna störfum ráð- herra. Sami maður á ekki að vera þing- maður og ráðherra í senn. Við viljum gjaldtöku af herstöðvum Nato á Islandi. Það er réttlætismál, að útlendingar á íslandi greiði íslending- um gjald fyrir not af íslenzku landi og þjónustu af hálfu isl. þjóðarinnar. Íslendingar sjálfir fá ekkert ókeypis í Kjallarinn SteinunnÓlafsdóttir eigin landi, og þvi skyldu þá útlending- ar fá það? Við viljum afnema alla toll- vernd og öll fríðindi til handa erlend- um hermönnum á íslenzkri grund. All- ar aðrar skoðanir í þessum málum eru blekkingareintómar. Við viljum gjörbreytingu á skatla- fyrirkomulagi og auðvelda alla fram- kvæmd í skattamálum þjóðarinnar. Það er hagkvæmnismál, sem léttir skattabyrði landsmanna. Við viljum laun i samræmi við vinnu, reynslu og þekkingu og afnám tekjuskatts af launum. Við viljum að þegar fólk hefur náð ellilifeyrisaldri, þá hætti það að borga öll opinber gjöld nema eigna- skatt af öðru en íbúðarhúsnæði, sem það býrsjálft i. Við, Stjórnmálaflokksmenn, erum fólk, sem vill lifa sönnu og heiðarlegu lifi og noturn þess vegna beztu úr- ræðin. Allir, sem skilja sjónarmið okk- ar og sem þora, kjósa S-listann í al- þingiskosningunum. Við biðjum um tækifæri til að vinna að baráttumálum okkar. Við berjumst og sigrum Við berjumst i verki fyrir framgangi málefna okkar. Kaffihúsabarátta og allt hjal um það, sem á að gera og það, sem þarf að gera, eða það, sem aðrir eiga að gera, — er ekki okkar still. Við erum vinnusamt fólk og hug- rakkt og leggjum út i baráttu fyrir málefnum okkar og vinnum að fram- gangi þeirra, þar setn uðrtr Iruia brugð- izt. Barátta okkar er barátta þjóðar fyrir hugsjónum og réttlæti. Við sigrum, ef allir þeir. sem styðja okkur i orði, styðja okkur einnig i verki á kjördag. Við munum standa við orðokkar. Kjósandi, notaði atkvæði þitt og mættu á kjörstað á kjördag þvi það er þýðingarmikið. Ef þú er sammála sjónarmiðum Stjórnmálaflokksins, þá greiddu honum atkvæði þitt. Hvert einasta atkvæði skiptir máli. í kjörklefanum eru menn frjálsir, þar á skoðun og sannfæring einstakl- ingsins að ráða. Steinunn Ólafsdóttir félagsmálafulltrúi. Frjálshyggja í viðskiptum Verzlunin verður að vera frjáls. Ekkert er jafn andstætt hagsmunum fjöldans eins og einokun. Frjáls verzlun veitir einnig hagkvæmni fram- leiðsluhátta til allra og stuðlar þannig að velmegun og hagsæld. Jafnaðar- menn hafa stundum verið gagnrýndir fyrir það að vilja hafa eftirlit með verzluninni. Þetta er byggt á mis- skilningi. Það eftirlit sem jafnaðar- menn vilja hafa er einungis leiðréttandi, vegna þess að markaðsupplýsingar eru oftast ófull- komnar. Að það sé stefna. jafnaðarmanna að segja einum eða öðrum fyrir um það hvernig hann eigi að haga kaupum sínum og viðskiptum er hreinn misskilningur. Markviss beiting ríkisvaldsins Opinber þjónusta skipar mikinn sess hjá jafnaðarmönnum. Félagshyggja i stjórnmálum þýðir nefnilega það, að heildarsamtökum fólksins i landinu. ríkisvaldinu. sé beitt markvisst i þágu fólksins. en sé ekki eins og afdankað fimmta hjól undir vagni. Þess vegna vill Alþýðuflokkurinn að viss þjónusta sé i höndum rikisins. Hugsið ykkur jafn fámenna þjóð sem íslendinga með einkarekstur á pósti og sima, raf- magnsveitum eða vegagerðinni svo eitthvað sé nefnt. Hugsið ykkur einnig öryggið af almannatryggingakerfinu. heilbrigðisþjónustunni og réttlæti hins opinbera menntakerfis, þar sem reynt er eins og framast er unnt að skapa jafnrétti til náms og þroska án tillits til efnahags eða persónutengsla. Á engum staðeruhugsjónaspor jafnaðar- stefnunnar stærri en einmitt í þessum málaflokki og hvergi hægt með meiri rétti að segja að nútíma þjóðfélag sé þjóðfélag jafnaðarstefnunnar, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Athyglinni beint að Suðurlandi Sunnlendingar eiga nú eins og aðrir landsmenn að kjósa sér menn á þing. 1 upphafi þessara orða minnti ég á, þegar Jónas Hallgrímsson spurot Íslandsvininn Pál Gaimard hvort honum hefði ekki þótt landið fríða yfirbragðsmikið að sjá af Heklutindi. Jónas valdi Suðurland til að sýna yfir- bragðið, hvergi eru andstæðurnar meiri, hvergi er blómi landsins meiri og hvergi er hinn eyðandi máttur, eld- urinn, nærblíðum reit. Alþýðuflokkurinn býður nú fram mann. sem gjörþekkir hina hörðu baráttu Sunnlendinga við eldinn. Í einu vetfangi varð byggðalag hans, Vestmannaeyjar, vettvangur hinnar ægilegustu eyðileggingar. En barátta gegn eyðileggingunni var hafin og allir viðurkenna nú að engum einum manni var björgun Vestmannaeyja eins mikið að þakka eins og Magnúsi H. Magnússvni. Þetta eiga Sunnlendingar að muna og veita verðskuldaða viðurkenningu þann 25. j’úní. Magnús hefur einnig starfað lengi i Alþýðuflokknum og gjörþekkir þvi flokkinn og þá stefnu, sem hann berst fyrir, jafnaðarstefnuna. -------------- Magnús á þing Ég hef nú reynt að lýsa nokkuð helztu viðhorfum jafnaðarmanna til þeirra vandamála sem efst eru á baugi með þjóð vorri. Ég vona að niðurstaða les- andans sé sú. að jafnaðarstefnan sé farsælust fyrir Suðurland sem og landið allt. Litið nú viðsýnt á málin frá Heklutindi hám. Þegar Alþýðuflokkurinn býður á Suðurlandi fram mann. sem ereinlægur jafnaðar- maður. sem bæði gjörþekkir stjóm- sýsluna gegnum störf sin sem bæjar- stjóri i Vestmannaeyjum og sem stöðvarstjóri viðamestu stöðvar Pósts og sima og sem þar að auki hefur tekizt á við.þá ægilegustu ógn sem yfir landið getur dunið og sigrað. þá getur val sunnlenzkra kjósenda ekki verið erfitt. Valið er Alþýðullokkurinn, X- A. Guðlaugur Tryggvi Karlsson, hagfræðingur. KOSNINGAGETRAUN RAUÐA KROSSINS SvavarGests, SG hljómplötur Reykjavík. ÉG SPÁI: Fjöldi þingmanna er verður Alþyöubandalag 11 (o Alþýöuflokkur 5 ? Framsóknarflokkur 17 /9 Samtök frjálsl. og vinstri manna 2 Sjálfstæðisflokkur 25 £3 Aörir flokkar og utanflokka 0 0 Samtals 60 <oO Svona einfalt er að vera með. Klippið þessa spá út og berið saman við aðrar sem birtast. ALLIR MEÐ! + RAUÐIKROSS (SLANDS HJÁLPARSJÓÐUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.