Dagblaðið - 21.06.1978, Page 28

Dagblaðið - 21.06.1978, Page 28
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ 1978. r Spurning dagsins Hvernig teljið þér að úrslitin verði í Suður- landskjördæmi? (Fólk i kjördæminu spurt). Daniel Hafliðason, Búð 11. Þykkvabæ. Alþýðuflokkurinn vinnur mann af Sjálf- stæðisflokknum. Erlingur Ólafsson, Hvolsvelli. Ég held, að skipting þingsæta í kjördæminu verði óbreytt. Trúlega reytir Magnús (A) eitt- hvað af Sjálfstæðisflokknum. Bjarni Helgason, Hvolsvelli. Ég spái ekki neinum breytingum á þingsætum. Vinstri flokkarnir bæta einhverju við sig. Erfitt er að spá um fylgi óháðra. Margrét Bjórgvinsdóttir, Hvolsvelli. Ég geri ekki ráð fyrir breytingum á þing-; sætum. Helgi Valmundsson, Hellu. Ég trúi ekki á að Alþýðuflokkurinn vinni hér þing sæti. Alþýðubandalagið gæti bætt við sig fylgi. Kristófer Þorvarðarson, Hveragerði. Alþýðubandalagið vinnur sæti af Sjálf stæðisflokknum og fær tvo þingmenn. - DB á framboðsfundi á Suðurlandi: „Suðurland hefur engan þingmann átt nema Ingólf á Hellu” Hefur Magnús H. Magnússon (A) misst geislabauginn niður um sig. eða gæti hann farið í föt Ingólfs á Hellu? Hversu rökrétt er sú landbúnaðar- stefna Alþýðubandalagsins að menn eti sig frá vandanum i landbúnaði með því að „éta meira két"? Þessar spurningar voru efst á baugi á fram- boðsfundi allra lista í Suðurlandskjör- dæmi. sem DB vitjaði á Hvolsvelli siðastliðinn fimmtudag. Nú er sagt að frambjóðendur flytji mest sömu ræðuna á öllum framboðs- fundum i sérhverju kjördæmi svo að nóg ætti að vera að lita á einn slíkan. Þessi fundur var í hjarta sveita- menningarinnar og bar þess merki. Frambjóðendur óháða L-listans fengu manna mest klapp fyrir hatrammar árásir á Alþýðuflokkjnn og aðra „óvini bænda". Krötum var ekki sama um þessi læti. Þeir óttast að óháði listinn hirði það fylgi sem yfirgefur stjórnarflokkana, það fari þvi ekki til Alþýðuflokksins. Illafarið með Steinþór? Ingólfur Jónsson fyrrum ráðherra sveif yfir vötnunum á fundinum. Því var skotið fram að Suðurland hefði i raun engan annan þingmann átt um áratuga skeið. Eggert Haukdal, efsti maður D-listans, hóf talið um Ingólf og sagði að Ingólfur hefði verið búinn að tryggja fjármagnið til varanlegs vegar að Selfossi áður en viðreisnar- stjórnin fór frá. Því þýddi ekki fyrir Framsóknarþingmanninn Jón Helga- son að þakka vinstri stjórninni þennan veg. Gunnar Guðmundsson, efsti maður Óháðra, lét þess lika getið að þetta væri allt Ingólfi að þakka. Einn andstæðingur sjálfstæðismanna sagði að víst væri það skaði að Ingólfur væri ekki lengur i framboði. En vandræði eru með arf Ingólfs. Andrés Sigmundsson, efsti maður Samtakanna, sagði að toppmennirnir á D-listanum, Eggert Haukdal og Guðmundur Karlsson hefðu bolað „gömlum manni”, þingmanninum Steinþóri Gestssyni, niður í 3. sætið á listanum þvi að þeir þyrðu ekki að sitja i þvi sæti af ótta við að detta. Gunnar Guðmundsson sagði að þeir félagar færu svo illa meðSteinþór. Þeir töluðu á undan honum á framboðsfundunum og væru svo langorðir að hann fengi nánast engan tíma. Steinþór náði á fundinum á Hvolsvelli sjö og hálfri minútu. Enginn krati á Rangárvöllum? Þótt í sveit væri, ræddu fram- bjóðendur gjarnan um, hvort efsti maður A-listans, Magnús H. Magnússon fyrrum bæjarstjóri í Eyj- um, ætti einhverja von um þingsæti. Það var Garðar Sigurðsson, Vest- mannaeyingur og þingmaður Alþýðubandalagsins sem sagði að Magnús hefði nú „misst geislabauginn niður um sig”. Hann hefði tapað miklu I siðustu bæjarstjórnar kosningum. DB ræddi litillega við Guðmund Karlsson, þingmannsefni sjálfstæðismanna, og spurði um möguleika Magnúsar. „Hann yrði þá að taka fylgið hér,” sagði Guðmundur um Rangárvallasýslu, nokkuð spotzkur að vonum. En Gunnar Guðmundsson gat þess, að hann vissi ekki um Alþýðuflokksmann i allri Rangárvallasýslu ef undan væru skilin nánustu skyldmenni Magnúsar. Hann sagði Magnús enga möguleika hafa á að komast inn og lýsti yfir að óháðir væru að keppa við Alþýðuflokkinn um fylgi. Eftir því yrði tekið um land allt hvor listinn fengi meira á Suðurlandi. Þessu fögnuðu áheyrendur innilega. Samtökin fengu einnig nokkuð góðar undirtektir fundarmanna. Sig- mundur Stefánsson fullyrti að Sam- tökin fengju örugglega kjördæmis- kjörinn mann i Reykjavik. Magnús H. Magnússon sagði að litið væri að marka, þótt Alþýðuflokkurinn hefði tapað fylgi i Eyjum i nýliðnum bæjarstjórnar- kosningum. í kosningunum þar áður Hefur Gunnar Guðmundsson áhuga á afnámi þingræðis og kosningasigri Gróu á Leiti? Garðar hefur útbýtt bæklingnum Alþýðubandalagið og hagsmunamál bænda, en ekki vitum við, hvort hann er að hvetja félaga sína til að borða meira. hefði flokkurinn jafnvel fengið stuðning forystumanna annarra flokka sem hefðu talið sig vera að þakka gott starf i gosinu. Fyrir utan þær kosningar hefði Alþýðuflokkurinn aldrei haft jafn- mikið fylgi í Eyjum og nú. Magnús varaði sérstaklega við Samtökunum. Hann varð fyrir þungum skotum. Skúli Ágústsson, frambjóðandi óháðra, gerði lítið úr hinum „nýja” Alþýðuflokki, „nýr flokkur á gömlum grunni” og spurði hverjum mundi detta í hug að byggja nýtt hús á ónýtum grunni. Gunnar Guðmundsson sagði sömuleiðis um Alþýðuflokkinn að svartur hrafn yrði ekki hvítur, þótt hann væri þveginn. Iðjuleysið að drepa fólk „Kyrrstaðan og iðjuleysið er að drepa fólk en ekki hollar og næringar- ríkar búvörur,” sagði skörungurinn Gunnar Guðmundsson. „Allir stjóm- málaflokkar hafa lýst yfir fylgi við landbúnaðinn nema Alþýðuflokk- urinn,” sagði hann ennfremur. „Bændur eru kjarni allra þjóða." Ágúst Einarsson (A) sagði að Alþýðu- bandalagið vildi láta fólk borða meira og þá væri vandi landbúnaðarins leyst- ur. Baldur Óskarsson, Alþýðubanda- Er geislabaugur yfir Magnúsi? Hér er hann við borð krata með meðframbjóðendum sinum á A-lista, Hreini Erlendssyni . og Helga Hermannssyni. Kosningaúrslit í 1963 1967 1971 1974 Suðurlandskjördæmi atkv. % atkv. % atkv. % atkv. % Alþýðuflokkur 760( 9,4) 754( 8,9) 739( 8.0) 568( 6,0) Framsóknarfl. 2999(36,9) 3057(35,9) 3052(32,9) 3213(33,8) Sjálfstæðisfl. 3402(41,9) 3578(42,0) 3601(38,9) 4057(42.7) Alþýðubandalag 955(11,8) 1123(13,2) 1392(15,0) 1369(14,4) Samtökin 305( 3,3) 299( 3,1)

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.