Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR I7.JÚL1 1978.
Fukuda forsætisráðherra gerir sér vonir um, að friðar- og vináttusamningur við Kína og bættur efnahagur Japana nægi
honum til áframhaldandi forsætisráðherratignar.
svo mjög til kosninga eða vals á nýjum
forsætisráðherra.
Málið er rekið á milli einstakra
flokksbrota innan flokksins en þau eru
mörg og berjast leynt og Ijóst um völd-
in. Þessi flokksbrot hurfu að vísu
nokkuð i skuggann eftir að Lockheed
mútuhneykslið hrakti þáverandi for-
sætisráðherra frá völdum árið 1974.
Lagði eftirmaður hans í starfi Takeo
Miki og síðan Fukuda áherzlu á að
flokksbrotin misstu áhrif sin á starf-
semi flokksins.
En flokksbrotin lifa samt góðu lífi
ennþá þó minna hafi borið á starfsemi
þeirra um nokkurt skeið. Félagar
þeirra eru önnum kafnir við allskonar
baktjaldamakk og áróður. Fukuda og
flokksbrot hans þykir standa höllum
fæti I innanflokksbaráttunni. Ohira og
hans fylgismenn eru aftur á móti taldir
fjölmennir og áhrifamiklir. Styðjast
þeir meðal annars við fyrrum fylgis-
menn Tanaka fyrrum forsætis-
ráðherra, sem lenti i fangelsi vegna
fjármálaspillingar.
Ohira og fylgismenn hans hafa eng-
an áhuga á kosningum i haust. Þeir
vilja ekki taka neina áhættu hvað
varðar formannsstöðuna heldur vilja,
eins og þeir nefna það. láta málin
ganga eðlilega leið. Ohira telur sér for-
mannsstöðuna vísa ef núverandi
ástand helzt. Hið eina sem háir honum
hugsanlega, er helzt til náin tengsl
hans við Tanaka fyrrum forsætisráð-
herra.
Þá var Ohira utanríkisráðherra og
einn helzti maðurinn í þvi að stjórn-
málasamband var tekið upp við Kína
árið 1972.
Hann er einnig fylgjandi því að
gengið verði frá vináttu- og friðar-
samningi við Kina en hefur aftur á
móti lítinn áhuga á að það verði
Fukuda keppinautur hans sem undir-
riti og fái allan heiðurinn.
Fukuda á þvi við nokkurn vanda að
stríða en líklegast mun hann leggja
mikla áherzlu á að ganga frá samn-
ingnum við Kína. Á þann hátt sér
hann sér auðveldustu leiðina til að
endurvinna vinsældir sinar sem mjög
hafa dalaðá undanförnum mánuðum.
Hefur það stafað af sífelldum fullyrð-
ingum hans um að framfarir I efna-
hagslifi landsins væru á næsta leiti.
Hafa kjósendur þreytzt á vanefndum
á þvi. Einnig hefur tilhneiging hans til
að skapa sér nafn sem maður alþjóða-
hyggjunnar í samskiptum við riki
heimsins notið lítillar hylli heima fyrir.
Þrátt fyrir skilningsleysi fólks á
nauðsyn nýrra kosninga í haust þykir
fullvist að Frjálslyndi lýðræðisflokkur-
inn muni halda sterkum meirihluta
sinum og jafnvel auka hann ef til
kosninga kemur. Flokkurinn er talinn
hafa náð sér að mestu eftir Lockheed
hneykslið, sem olli nokkrum erfiðleik-
um I kosningunum fyrir einu og hálfu
ári.
Stjómarandstaðan er jafnklofin og
fyrr. Einnig þykir sýnt að japanskir
kjósendur séu þeirri venju sinni trúir
að beina augum sínum enn frekar inn
á miðju stjórnmálanna er erfiðleikar
steðja að. Er það gagnstætt tilhneig-
ingu margra annarra þjóða, sem
hneigjast til öfganna til hægri eða
vinstriersvipaðstendurá. _______ÓG.
ég bið fólk að taka eftir, að Guðbjartur
komst í plús á aðeins einum reikningi,
þ.e. 3131. Hversu lengi hann var i plús
á þessum reikningi er svo önnur saga.
Bankinn vildi ekki
missa Guðbjart
— eða gátu ekki
En samkvæmt skuldabréfasölunum,
sem ég hef nefnt hér að framan fór þvi
þó fjarri, að hann væri skuldlaus við
Samvinnubankann. Ef svo hefði verið.
hefði t.d. mátt gera ráð fyrir þvi. að
um leið og Guðbjartur var kominn i
plús við bankann á 3131 hefði inneign-
in verið millifærð á reikning 2429, þar
sem hann skuldaði og 3131 lagður
niður. En það merkilega er, að reikn-
ingurinn er ekki lagður niður með
þessari leið. Guðbjartur fær að halda
þessum reikningi. Bankinn heldur lifi í
reikningnum fyrir þennan trausta við-
skiptavin. Og með leyfi bankastjórnar-
innar fær hann að taka út af reikningn-
um að því er virðist eftir vild.
Tilgáta mín er sú, að annað hvort
hafi bankinn ekki viljað missa Guð-
bjart sem viðskiptavin eða ekki getað
það — af einhverjum ástæðum.
Enda er mér kunnugt um, að Guð-
bjartur naut ekki aðeins fyrirgreiðslu
fram á síðasta dag, heldur sérlegrar
fyrirgreiðslu, sem fáir eða engir nutu.
Hann þurfti að sjálfsögðu aldrei að
bíða, á biðstofum, eins og yið hin.
Honum nægði að hringja, eins og svo
mörgum, sem eiga góða að I bönkum.
Hann gat heimsótt bankastjóra á
heimili þeirra, þegar honum hentaði.
En það, sem er ef til vill verst. er það
að háttsettir menn utan bankans sáu
um sérlega Samvinnubaínkafyrir-
greiðslu fyrir hann.
Ég hef minnzt á þá skýringu banka-
ráðs Samvinnubankans, að Guðbjart-
ur hafi fengið góða fyrirgreiðslu I
Samvinnubankanum á árunum
1962—1965 vegna óskar Véladeildar
SÍSI sambandi við bilakaup.
Kjallarinn
Halldór
Halldórsson
Gott og vel. Ég hef hins vegar sýnt
fram á, að umsvif hans hafa ekki veirð
i neinu samræmi við þau viðskipti og
ég hef sýnt fram á, að þessi viðskipti
héldu áfram og döfnuðu eftir að Guð-
bjartur varð „leigubifreiðarstjóri” og
héldust allt þar til hann lézt.
En það er ekki nóg með, að tékkaút-
gáfa hans hafi skipt milljörðum og
víxlasala hans einnig milljörðum á nú-
gildi, heldur leyfðist honum, einkum i
Samvinnubankanum, að.velta sama
vixlinum ár eftir ár með því einu að
greiða af honum kostnað. Stundum þó
5 eða 10 þúsund krónur.
„Verkamaður"
undurheima-
spekúlanta
Það er þvi ekki að furða þótt Guð-
bjartur yrði vinsæll i undirheimum
peningamanna. Af þessum sökum
voru honum falin ýmis verkefni.
Þannig bundust þeir tryggum böndum
kunnur lögfræðingur hér í borg,
starfsmaður lögfræðingsins og Guð-
bjartur og hans vinir. Á milli þessara
manna runnu tugmilljónir króna í
tékkum. víxlum og skuldabréfum.
Þannig fékk Guðbjartur sí ofan í æ
„umboð” frá lögfræðingnum til að
ganga frá hinum og þessum skulda-
málum fyrir sig, eins og til dæmis vixil-
skuldum hjá öðrum lögfræðingi upp
á 3 milljónir króna á núgildi „vegna
víxilábyrgðar minnar á vixilskuld
NN”. sem erennannarspekúlantinn.
Þvi má skjóta hér inn i, að talið er,
að Guðbjarti hafi tekizt að hafa um
það bil 7 milljónir króna út úr þessum
siðastnefnda spekúlant i vixilviðskipt-
um árið 1975. Þetta er ósannað mál
enda átti spekúlantinn bágt með að
kæra þessi „vanskil” Guðbjarts. þar
sem hann stundaði sömu eða svipaða
iðju og Guðbjartur, þ.e. meint fjár-
málamisferli.
Hér er ekki tóm til að fara út í við-
skipti Guðbjarts við lögfræðinginn og
starfsmann hans. Það eitt er stórmál.
sem þyrfti rannsóknar við. í við-
skiptum þeirra og Samvinnubankans
er nefnilega að finna dæmi um fjár-
uálafimleika í fyrsta flokJcL
Pó er rétt að láta það koma fram
hér, að lögfræðingurinn og starfs-
maður hans munu hafa tekið við
„bissness” Guðbjarts enda nákunnug-
ir hnútum þessar undirheima. Raunar
er augljóst. að þessir tveir menn áttu
augljósra hagsmuna að gæta á sinum
tima, þegar Guðbjartsmál voru frétta-
efni árið 1976, því starfsmaðurinn tók
að sér að dikta upp viðtöl við Guð-
bjart, sem birtust síðan i Mánudags-
blaðinu.
Ég hef áður skrifað hér i Dagblaðið
sögu af viðskiptum þessa lögfræðings
og Guðbjarts. og hvernig þeir höfðu fé
af kaupmanni uppi á Akranesi.
Því máli lauk þannig, að kæra, sem
lögð hafði verið inn til Sakadóms
Reykjavikur á hendur lögfræðingn-
um. var dregin til baka gegn því, að
hann greiddi að fullu tap Akurnesings-
ins. Annars hefði hann misst leyfi til
lögfræðistarfa.
Flokkadrættir í
Seðlabankaráði
Ég læt þessa sögu nægja. Þó má
bæta því við hér, að lögfræðingurinn
hefur oftar en einu sinni orðið uppvis
að útgáfu innistæðulausra tékka, eins
og i Akranessögunni. Þessir tékkar,
sumir hverjir, hafa lent i Seðlabankan-
um. Hins vegar hefur lögfræðingurinn
aldrei lent á „svörtum lista” Seðla-
bankans. Einhvern tima þótti fulltrúa
i bankaráði Seðlabankans nóg komið
af „vernd” vegna þessa manns og
krafðist þess. að hann yrði kærður.
eins og aðrir. sem draga vitandi eða
óafvitandi yfir á ávísanareikningum
sínum.
Þá stóð upp flokksbróðir lög-
fræðingsins og sagði, að ef lögfræðing-
urinn okkar yrði kærður, þá skyldi
hann sjá til þess. að annar lögfræðing-
ur lekki síður kunnur i undirheimun-
uml úr stjórnmálaflokki hins banka-
ráðsmannsins yrði einnig kærður.
Máliðféll niður.
Við „vini” Guðbjarts verður ekki
svo skilizt, að ég segi ekki örlitið frá
viðskiptum hans við kaupmann suður
með sjó. sem er frægur fyrir afrek sín á
fjármálasviðinu.
Einhvern tíma snemma á þessum
áratug komast þeir í samband. kaup-
maður suður með sjó og Guðbjartur.
Kaupmaður suður með sjó hafði heyrt
merkar sögur um kraftaverk Guð-
bjarts og bað hann urn að koma í verð
fyrir sig tékkum. vixlum og skulda-
bréfum gegn hæfilegri þóknun. Kaup-
maður suður með sjó vissi sem var, að
Guðbjartur átti heldur betur innan-
gengt i Samvinnubankanum þrátt
fyriralltogallt.
Til að byrja með gengu þessi við-
skipti hið bezta og allt lék í lyndi. En
svo fór. að vináttan fölnaði. Ástæðan
,er þessi: Einu sinni. sem oftar fær
Guðbjartur verkefni hjá kaupmanni
suður með sjó. Verkefnið var þetta:
Að selja ávisanir og vixla að upphæð
tæpar 600 þúsund krónur. Á núgildi
nemur þetta tæpum 30 milljónum
króna aðeins.
En hvað gerir Guðbjartur. Hann
stendur ekki skil á þessum pappírum
og mun hann hafa haft af kaupmanni
suður með sjó um eitthvað yfir 30
milljónir króna i allt.
Það þarf náttúrlega ekki að taka
fram, að báðir eru þessir athafnamenn
á hausnum, þegar kaupin gerast á eyr-
inni.
Víxladeildin rukkar
Nú hef ég ekki minnstu hugmynd
um hvað orðið hefur um öll þessi
„verðskjöl”, en líklegt er, að Sam-
vinnubankinn hafi keypt eitthvað af
þessu miðað við þá viðskiptahætti
bankans. sem hér hafa verið raktir.
Það má t.d. nefna, að víxladeild
Samvinnubankans hefur í áranna rás
ávallt verið með til innheimtu víxla í
„eigu” Guðbjarts Pálssonar, bæði
gamla og nýja. Um mitt ár 1970 hafði
bankinn t.d. vixla í eigu Guðbjarts til
rukkunar, samtals að upphæð röskar
10 milljónir á núgildi. Vixlarnir
virðast koma úr hinni og þessari átt-
inni og ómögulegt að átta sig á því
hvernig þeir hafa lent i höndum Guð-
bjarts.
Og samkvæmt viðskiptavenjum
bankanna hefur Samvinnubankanum
ekki komið við uppruni þeirra.
Ég hef áður sagt i þessum greina-
flokki, að Guðbjartsmálinu tengist
tugir annarra manna. Þessir menn eru
háttsettir i þjóðfélaginu, eins og fram
hefur komið. 1 þessum hópi eru emb-
ættismenn, bankastjórar, útibússtjórar
banka. gjaldkerar banka, útsölustjórar
áfengis, lögfræðingar, kaupmenn,
heildsalar, útgerðarmenn, leigubif-
reiðastjórar o.fl. o.fl.
í næstu grein mun ég birta sýnis-
horn af umfangi viðskipta Guðbjarts
við einstaka menn úr þessum hópi. Þá
fyrst fara að vakna spurningar um
fjármálaumsvif Guðbjarts Pálssonar.
Þá færðu. Þórður minn, sundurliðun á
þvi peningastreymi. sem lá út af reikn-
ingum Guðbjarts i Samvinnubankan-
um og öðrum bönkum.
Halldbr Halldórssnn.