Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 1
4. ÁRG. — MÁNLDAGUR 17. JÍJLÍ1978- 152. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11. — AÐALSÍMI 27022. myndirá bls. 6f7,8og9 og baksíðu Heima! Samhliöa koma þcir „flugfiskarnir” dl hcimahafnar i Reykjavik. Hringnum var lokað af þeirra hálfu. t dag munu tveir aörir bátar Ijúka þessari einstxðu hring- ferð. — DB-mynd Hörður. S jórall DB og Snarfara 78: Mörgþúsund manns fögnuðu rallköppunum í gærkvöld — úrslit kunngjörð viö verðlaunaaf hendingu í Sýningarhöllinni 9 [ kvöld og þar eru allir velkomnir Mörg þúsund manns tóku á móti tveimur fyrstu bátunum í Sjóralli Dag- blaðsins og Snarfara þegar þeir komu til Reykjavíkur kl. nákvæmlega 21:51.27 I gærkvöld. Renndu bátamir — Hafrót 05 og Signý 08 — hnífjafnir inn um hafnarkjaftinn og lögðu upp að Lofts- bryggju neðan við Hafnarbúðir. Þegar upp úr kl. 20 fór fólk að safnast saman á bryggjunum i kring og þegar nær dró komutima bátanna frá Ólafsvik var bilalestin orðin þétt allt inn að Sundahöfn, fyrir utan mannfjöldann, sem beið á bryggjunum. Var keppendunum á bátunum, Gunn- ari Gunnarssyni og Birni Árnasyni á Signýju og Hafsteini Sveinssyni og Runólfi Guðjónssyni á Hafróti, fagnað vei og innilega með blómum, kampavíni oggjöfum. Hinir tveir bátamir, Lára 03 og Haf- dís 09, eru væntanlegir til Reykjavikur frá Ólafsvik um kl. 17 í dag. Fimmti bát- urinn, Már 04, brotnaði á siglingu frá Höfðakaupstað á laugardaginn. Botninn í bátnum sprakk og þverband losnaði, þannig að ekki var annað að gera en sigla aftur í land. Var báturinn fluttur landleiðina til Borgamess í gær — en áhöfnin, bræðurnir Hermann og Baldur Jóhannssynir, voru báðir mættir á Lofts- bryggju í gærkvöld til að taka á móti mótherjum sínum. Voru þessi endalok ekki sizt leiðinleg fyrir það, að bræðurnir voru fyrstir til Akureyrar i síðustu viku og höfðu staðið sig með prýði í keppn- inni þar til óhappið varð. t dag verða reiknuð út stig í keppninni en í kvöld verða þau tilkynnt i Sýningar- höllinni á Bíldshöfða og þá jafnframt af- hent glæsileg verðlaun: sigurvegarinn fær gylltan og silfraðan bikar og allir keppendurnir fá fallega áletruð tölvuúr frá Dagblaðinu til minningar um Sjórall 78. Allir eru velkomnír i Sýningarhöllina í kvöld og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis. -ÓV VIÐRÆÐUR UM VINSTRI STJÓRN HÓFUST í MORGUN „Við ætlum í fyrsta lagi að eiga stuttar formlegar viðræður við Fram- sóknarflokkinn um stjórnarmyndun Al- þýðuflokks. Alþýðubandalags og Fram- sóknarflokksins.” sagði Benedikt Grön- dal, formaður Alþýðuflokksins, i viðtali við DBí niorgun. „Framsóknarflokkurinn hefur þegar lýst þvi yfir, að hann sé reiðubúinn að taka þátt i slíkri stjórn. Ef afstaða hans verður óbreytt á fundinum, sem hefst núna kl. 10, mun ég óska eftir formleg- um viðrtvðum þessara þriggja flokka um stjórnari ndun,” sagði Benedikt. Hann sagði að á flokksstjórnarfundi Alþýðuflokksins siðastliðinn föstudag hefði verið einróma samþykkt að reyna næst þann kost sem að framan greinir. „Þetta er liðin tíð,” sagði Benedikt, er fréttamaður spurði hann um deilur þeirra Lúðvíks Jósepssonar vegna til- raunar til viðræðna Alþýðuflokks, Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks. „Um þær er ekki ástæða til að ræða frekar heldur að snúa sér að könnun á þeim möguleikum sem ég gat um,” sagði Benedikt Gröndal. „Ef bréf berst frá Benedikt með form- legu tilboði um viðræður, liggur Ijóst fvrir, að við munum svara því játandi,” sagði Ólafur Ragnar Grímsson, þing- maður Alþýðubandalagsins, i morgun. „Ég held ekki að þær hafi nein áhrif, að minnsta kosti ekki hvað Alþýðubanda- lagið snertir,” sagði Ólafur Ragnar um deilur Alþýöuflokks og alþýðubanda- lagsmanna síðustu daga. Alþýðuflokks- menn móðguðust við synjun Alþýðu- bandalagsins á viðræðum um ný- sköpunarstjórn. Þeir báðu um frekari skýringar á þvi og alþýðubandalags- menntölduþábeiðniútíhött. BS/HH „Það verðurað taka upp nýja efnahagsstefnu” — segir Lúðvík Jósepsson í viðtali við DB — Sjá bls. 24 Nóg að gera í garðinum núna — sjá garðyrkju bls. 34-35 Enn eitt gassprengjuslysið: Fimmtán látnir og eitt hundrað ogfimmtíu mikið brunnir er bifreið sprakkíMexico — sjá erL fréttir bls. 10 og 11 68 ára meistari á Húsavík — Hart bariztí golfinu um land allt — íþróttirbls. 18 GUÐBJARTSMÁLIÐ OG SAMVINNUBANKINN — sjá kjallaragrein Halldórs Halldórssonar á bls. 12 og 13

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.