Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 39
39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17.JÚLÍ 1978.
I
Útvarp
Útvarp
Útvarp kl. 21.00: Sumargleði
íslenzkir brandarar
og kímnissögur í
Sumargleði
1 kvöld kl. 21.00 er á dagskrá útvarps
ins þáttur er nefnist Sumargleði. og er sá
þáttur i umsjá Sigmars B. Haukssonar.
Ekki sagði Sjgmar að nafnið á þættinum
passaði beint við efnið. en það væri ekki
svo mikið úrval af nöfnum hjá útvarp-
inu.
Þessi þáttur fjallar um islenzkan
húmor og verður rakin fyndni manna
allt frá fornu fari til dagsins í dag. Jónas
Kristjánsson mun ræða um fyndni i
fornsögum og verða lesnir brandarar úr
Egilssögu. Ennfremur verða lesnar
skrýtlur og skemmtilegir brandarar úr
þjóðsögum. Baldvin Halldórsson leikari
mun lesa íslenzkar kimnisögur og mun
Sigmar svo sjálfur skýra út og segja
nokkrar kimnisögur. Sumargleði er rúm-
lega klukkustundar langur þáttur og
ættu menn að geta skemmt sér ágætlega
yfir honum.
- ELA
Baldvin Halldórsson mun lesa íslenzkar
ktmnisögur í þættinum Sumargleði í
kvöld.
Nýjar bækur þó ekki séu jól:
Mál og menning með 2
nýjar og 2 endurútgef nar
Mál og menning og Heimskringla
hafa gefið út tvær nýjar bækur og
endurútgefið aðrar tvær. Nýju bækurn-
ar eru Örvamælir, ljóðabók eftir Hannes
Sigfússon og Maðurinn sem hvarf, skáld-
saga um glæp eftir Per Wahlöö og Maj
Sjöwall. Endurútgefnu bækurnar eru
Baráttan um brauðið eftir Tryggva
Emilsson og Búrið eftir Olgu Guðrúnu
Árnadóttur.
Örvamælir er 5. Ijóðabók Hannesar
Sigfússonar. Hann hefur einnig gefið út
eina skáldsögu og mikið hefur birzt af
þýðingum hans. Örvamælir er 80 blað-
siður og prentuð í prentsmiðjunni Hól-
um. Hún kostar 2880 krónur.
Maðurinn sem hvarf er önnur sagan
sem út kemur á íslenzku í flokknum
Skáldsaga um glæp eftir Sjöwall og
Wahlöö. Einnig hefur verið sýnd hér
kvikmynd eftir sögu þeirra sem var lesin
i útvarp. Maðurinn sem hvarf er 202
siður og fæst bæði innbundin og i papp-
irskilju. Hún er prentuð i Prentrún og
kostar 3960 kr. i bandi en 2160 kr. sem
kilja.
Baráttan um brauðið er annað bindi
sjálfsævisögu Tryggva Emilssonar. Hún
kom áður út s.l. haust. Bókin er 398
siður og er prentuð i Hólum. Hún kostar
6000 krónur.
Búrið — saga handa unglingum og
öðru fólki eftir Olgu Guðrúnu er mynd-
skreytt af Guðrúnu Svövu Svavarsdótt-
ir. Bókin er 176 siður og prentuð i Hól-
um. Hún kostar 3000 krónur.
Örvamælir kostar 2880 kr. en Maðurinn
sem hvarf 3960 kr. innbundin og 2160
kr. I kiljuformi. — DB-mynd Ari.
Sá
mest
seldi
ár
eftir
ár
Pólar h.f.
EINHOLTI 6
DS.
Blaðburðarhörn vantar /
eftirtalin hverfí strax:
Vesturgata
Kirkjuteigur
Upplýsingar á afgreiðslunni,
sini 27022. jwmum
GLÆSILEGIR STOFULAMPAR
ÚR KRISTAL
LANDSIIMS MESTA LAMPAÚRVAL!
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbraut 12
simi 84488
TIL SÖLU:
Brávallagata
3 herb. 70—80 ferm íbúð á 4. hæð með stórum svölum i suður. Útborgun
6 millj.
Vesturbær
Raðhús, rúmlega tilbúið undir tréverk, 225 ferm. Upplýsingar aðeins á
skrifstofunni, ekki i síma.
Mosfellssveit
Raöhús, 2 hæðir og kjallari, 96 ferm grunnflötur og innbyggður bilskúr,
pússað að utan, með útihurðum, gler i gluggum, ofnar fylgja. Tilboð.
Mávahlíð
Risibúð, 60 ferm. Mjög hagstætt verð.
Kópavogur
4herb., 105ferm i 2ja hæða blokk, bilskúr fylgir. Útborgun 11—12 millj.
Sólheimar
125 ferm 5 herb. ibúð í lyftuhúsi. Útborgun 11.5 millj.
Skólagerði, Kópavogi
3 herb., 100 ferm ibúð í tvibýli með 40 ferm bilskúr.
Sóiheimar
4 herb., 108 ferm i háhýsi.
Hjarðarhagi
Sérhæð, 130 ferm, 3 svefnherb. og 2 samliggjandi stofur, bilskúrsréttur.
Skipti á góðri 3 herb. ibúð koma til greina.
Laugameshverfi
3 herb. 90 ferm sérhæð, 35 ferm bílskúr.
Æsufell
170 ferm ibúð, glæsileg 7 herb. auk bilskúrs.
Kópavogur
Neðri sérhæð, 4 svefnherb. og tvær samliggjandi stofur, og 35 ferm bíl-
skúr.
Verzkinarhúsnæði og byggingarlóðir
Bergstaðastræti
Byggingarlóð.
Laugavegur
Verzlunarhúsnæði á 500 ferm byggingarlóð.
Barónsstígur
íbúðarhús á 400 ferm byggingarlóð.
Land
24—25 hektarar i nágrenni Reykjavikur.
Húsamiðlun Fasteignasala.
Söhistjórc
Viiheim Ingimundarson. Heimasimi 30986.
Templarasundi 3. Simar 11614 og 11616. Þorvaldur Lúðviksson hrl.
IMÝ SENDING
LOFTLAMPA