Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 6
6! DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JÚLl 1978. „EFTIRMINNILEGUST SIGL- INGIN Á HÚNAFLÓA í TÍU VINDSTIGUM — sagði Hafsteinn Sveinsson við komuna til Reykjavíkur í gærkvðld „tsland er á þeirri breiddargráðu á hnettinum, að það er ekki alltaf hægt að sigla með sólgylltum ströndum. Við áttum þvi vissulega von á skini og skúrum i þessari siglingu, sem ekki er hægt að segja annað um en að hafi verið mjög viðburðarrík og eftirminnileg,” sagði Hafsteinn Sveinsson, kafteinn á Hafróti 05, við komuna til Reykjavíkur í gærkvöld eftir langa og stranga siglingu umhverfis landið. „Ég hef siglt þessa leið áður og því komu mér ekki á óvart snögg veðra- brigði — sem raunar geta verið ótrúlega snögg,” sagði Hafsteinn ennfremur. „Eftirminnilegust var mér siglingin á Húnaflóa í tíu vindstigum að nóttu til. Þá vorum við tveir í samfloti, þessir tveir sem komu til Reykjavíkur í kvöld. Ég var nánast dáleiddur að horfa á bátinn. Þótt ekki væru nema nokkrar báts- breiddir á milli okkar hvarf hann sjónum okkar i öldurótinu. En það var heillandi að sjá hvað báturinn fór vel í sjónum. tslenzku Flugfisk-bátamir hafa reynzt frábærlega vel. Bezt njóta þeir sín í vondu veðri. Á sléttum sjó hafa þeir ekki við t.d. Borgamesbátunum hvað hraða snertir en um leið og veðrið er orðið vont hafa þeir yfirburðina.” Hafsteinn sagðist ekkert sjá því til fyrirstöðu að fara aðra slika siglingu, enda hefði hann þegar siglt áður um- hverfis landið á hraðbáti — opnum i það skiptið. „Helzti gallinn núna var sá að það var ekki hægt að undirbúa ferðina sem skyldi. Báturinn fór 1 sjó í fyrsta skipti kvöldið fyrir brottförina, og þess vegna var eiginlega ekkert hægt að tékka, sem er mjög nauðsynlegt. En heim erum við Hafsteinn, Runólfur og Gunnar loksins heima eftir sögulegt rall umhverfis landið. Þeir urðu ekki síður hissa en margir aðrir á þeim fádæma góðu móttökum sem þeir fengu i heimabænum, Reykjavik, sem átti þó að visu engan þátttakanda i keppninni, bátarnir kepptu nefnilega fyrir aðra staði. — DB-mynd Hörður. komnir, og auðvitað mjög ánægðir með það.” Hafsteinn sagði viðtökurnar um allt land hafa veriö mjög eftirminnilegar úr keppninni. „Þær voru hreint út sagt frá- bærar í öllum höfnum. Það sýnir hvað við íslendingar getum staðið vel saman og sýnt mikinn einhug þegar eitthvað er að gerast,” sagði hann. Hann sagði að lokum að Skipaskoðun rikisins hefði sett nokkur ákveðin skil- yrði fyrir byggingu og samþykkingu íslenzku bátanna. „Við erum mjög þakk- látir og ánægöir einmitt með þau atriði,” sagði Hafsteinn. „Ekki sizt fyrir þetta stóðust bátamir allar kröfur sem verður að gera við íslenzkar aðstæöur — og ég þekki hvergi til, þar sem gerðar eru strangari kröfur um byggingu sportbáta en einmitt hér.” • ÓV Keppnismaðurinn Gunnar Gunnarsson á Signýu: Ógleymanleg- ar móttökur Vestmanna- Alfl M — hið minnisstæðasta yjf 11 úr erfiðu sjóralli „Maður er hrikalega hamingjusamur að vera kominn,” sagði Gunnar Gunn- arsson á Signýju. „Við vorum tveimur sólarhringum á eftir hinum frá Vestmannaeyjum og svo bilaði drifið á Bakkafirði. Það er því ótrúlegt að koma hingað til Reykjavíkur samferða fyrsta báti. Mitt takmark var ekki að ná neinu sæti i keppninni, heldur aðeins að ljúka keppni og hitta fólkið aftur. Framan af höfðum við ekkert samband við aðra keppendur, því við vorum svo langt á eftir. Það sem mér er minnisstæðast úr ferðinni,” sagði Gunnar, „eru hinar ógleymanlegu móttökur Vestmannaey- inga. Ég á engin orð til að lýsa þvi dá- samlega fólki. Þaðan á ég minningar, sem endast munu alla ævina. En það sem ég man bezt úr siglingunni sjálfri er ferðalagið frá Akureyri til ísafjarðar og Ólafsvikur. Á þeirri leið var vindhraðinn aldrei undir 7 vindstigum og upp í 11 vindstig og það beint í andlitið allan tím- ann. Við þurftum að leggjast i var til þess að fá okkur kaffi og bæta bensíni á geyma bátanna. Við vorum í samfloti með Hafróti og við skiptumst á að sigla í kjölfari hvors annars til þess að hvila okkur. Það er mun sléttari sjór í kjöl- farinu en fyrir utan. Bátamir hjuggu svo ofsalega, enda brjálað veður alla leiðina. Næsta rall þarf betri undirbúning og ljóst er að áfangamir þurfa að vera miklu styttri en þeir voru nú, til þess að halda bátunum betur saman. Þá þarf að reyna bátana betur en nú. Við fórum með alveg nýja báta i þetta og ótil- keyrða. 1 mínum báti komu t.d. fram miklir gallar sem töfðu mig svona mikið. Mótorinn var skakkur i bátnum og jós inn á sig sjó, sem eyðilagði allt sem hægt var að eyðileggja, t.d. startara og alter- nator og fl.” Og þar með var keppnismaðurinn Gunnar þotinn, enda stóð til að ná sam- bandi við Vestmannaeyingana sem voru orðnir eins konar fóstrar hans og fylgd- ust með honum allt frá því að Eyjum sleppti. - JH SEAFARER-björgunarbátar frá 4ra til 25 manna. Viðurkenndir af skipaskoðun ríkisins.j JKSgt Tvöfalt loftrými ' sem hvort um jjJ^sig getur haldið uppi fullhlöðnum ___________ báti. Allarnánari upplýsingar /1USTURBAKKI HF Skeifunni 3, símar 38944 og 30107 Eflum íslenzkan iðnað: „DONSKU FOTIN NÝKOMIN” — smásaga úr atvinnulífinu Nokkur umræða hefur verið undan- farið um slæmt ástand i islenzkum fata- liðnaði. í framhaldi af því má geta fróð- legrar smásögu er birtist í Iðju, félags- blaði verksmiðjufólks. Greinin í Iðju er .merkt Guðmundi Þ. Jónssyni, formanni Landssambands iðnverkafólks og ný- kjömum borgarfulltrúa i Reykjavik. í grein Guðmundar kemur fram hin mikla Iminnimáttarkennd sem sumir kaup- menn eru haldnir gagnvart íslenzkum iðnaði. Þar segir m.a.: „Fyrir nokkru pantaði vel þekkt verzl- un i Reykjavík 100 karlmannaföt hjá kunnri verksmiðju sem hefur sérhæft sig |í framleiðslu á slíkum fatnaði. Ekki mátti merkja fyrirtækinu framleiðsluna, eins og venja er að fyrirtæki geri. Dag- inn eftir að pöntunin var afgreidd heyrðu saumakonur verksmiðjunnar verzlunina auglýsa af miklum krafti: I „Nýju dönsku fötin eru komin.” Saumakonunum fannst þaö forvitnilegt að bera saman þessi dönsku föt og hina íslenzku framleiðslu, sín eigin verk. Og eins og góðu iðnverkafólki sæmir ákváðu saumakonurnar að fara í verzl- unina og gera samanburö á hinni dönsku framleiðslu og þeirri islenzku. Ákveðnar í að bæta um betur ef íslenzku fötin stæðust ekki samanburð. Þegar í verzlunina kom tók á móti þeim broshýr afgreiðslumaður sem með alúð og innileik sýndi þeim fötin og róm- aði mjög „handbragð Dana”. Ekki varð þó úr viðskiptum, því ekki fór á milli mála að þarna voru komin fötin, sem þær sjálfar höfðu verið að sauma, inni á Laugavegi. Annað dæmi um þessa þjakandi minnimáttarkennd íslenzkra kaup- manna er þegar prjónastofa ein fram- leiddi nokkurt magn af peysum fyrir verzlun 1 Reykjavík. Sama var uppi á teningnum og i fyrra tilfellinu, ekki mátti merkja fatnaðinn verksmiðjunni. En þegar búið var að flytja peysurnar innan úr Skeifu og niður í bæ, voru þær orðnar að „þýzkri” gæðavöru.” —JH.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.