Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17. JULI 1978. 15 Húsavík: NY FISKKÆUNGARAÐFERÐ GETUR SPARAÐ 50 MIUJ. Fiskiðjusamlag Húsavikur hefur tekið i notkun nýja tegund af kæligeymi fyrir fisk. Er allt útlit fyrir, að hér sé um nýj- ung að ræða sem eigi eftir að valda bylt- ingu i geymslu á fiski. Þetta mun vera fyrsti geymirinn sinnar tegundar sem settur er upp í heiminum. Fyrir Fiskiðjusafnlag Húsavíkur gæti þessi geymsluaðferð þýtt allt að 50 millj- ón króna verðmætaaukningu á ári þar sem fiskurinn rýrnar ekkert í þessum geymi eins og gerist þegar hann er geymdur í ís. Mun ætlunin að geyma fiskinn óslægðan yfir nóttina, en flestir Húsavikurbáta landa á kvöldin. Hins vegar verður slægt úr tanknum strax næsta morgun. Vélabúnaðurinn sem fylgir tanknum gerir ráð fyrir tveimur slikum og ef fiskiðjan fær annan tank er orðið mögulegt að geyma aðgerðan fisk í nokkra daga, eða þar til betur stendur á með vinnslu, að því er segir i Akureyrar- blaðinu Degi. Tankurinn tekur um 25 tonn af fiski og talið er að það megi geyma fisk í honum i allt að þrettán daga án þess að hann verði fyrir skemmdum. Ef vel tekst til með geyminn er allt eins líklegt að notkun iss hverfi með tímanum. —GAJ— Strætó rekur sælgætis- og tóbakssölu á Hlemmi — öllumtilboðum hafnað af borgarráði Borgarráð hefur ákveðið að Strætis- vagnar Reykjavikur reki sælgætis- og tó- bakssölu í nýja húsinu að Hlemmi. Er þetta í samræmi við samþykktir stjórnar SVR en öfugt við fyrri samþykkt gamla meirihlutans í borgarstjórn. Á borgarráðsfundi á þriðjudaginn lögðu fulltrúar nýja meirihlutans fram svohljóðandi tillögu, sem hlaut sam- þykki með 3 atkvæðum gegn 2: „Borgarráð fellst á tillögu meirihluta stjórnar S.V.R. þess efnis að S.V.R. reki sælgætis- og tóbakssölu í áningarstað á Hlemmi og að öllum tilboðum i það rými verði þvi hafnað.” Fulltrúar minnihlutans í borgarráði mótmæltu þessari breytingu á fyrri ákvörðun og töldu þá sem gerðu tilboð i leigu á sjoppuhúsnæðinu hafa verið blekkta. Kváðu þeir ekkert liggja fyrir um að SVR myndi hagnast á rekstrinum meira en fyrirtækið hefði gert af leig- unni. -ÓV. mm.... ananasplit I Skalli Lækjargötu 8, Hnaunbæ102 Reykjavíkurvegi 60 Hf. Loksins getum við nú boðið hin viðurkenndu HI-FI bílaútvarps- og segulbandstæki Ótrúlega hagstætt verö V^buðin SkipholtiÍ9*'," 7 sími 29800, 27 ár í fararbroddi. Isetning samdægurs Geríð veró- samanburd

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.