Dagblaðið - 17.07.1978, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 17.JÚLÍ 1978.
27
Saltverk-
smiðja
á Reykja-
nesi:
500 HLUTHAFAR í
SALTVERKSMHMUNNI
— beðið eftir heimild til raf magnsf ramleiðslu
Saltverksmiöja á Reykjanesi er nú ris-
in af grunni. Unniö er nú að ýmsum
undirbúningsstörfum, svo sem virkjun
gufuholu og útvegun vélabúnaðar sem er
í pöntun og er áætlað að síðustu stykkin
komi í næsta mánuði. Vonast er til að
hægt verði að fara af stað í september
eða október í haust að því er segir i Suð-
urnesjatiðindum.
Langur
aðdragandi
DB sneri sér til Baldurs Líndals, efna-
verkfræðings og spurði hann um að-
draganda þessa máls. Baldur sagði að salt-
vinnslumálið ætti sér langan aðdrag-
anda. Það hefði í upphafi verið hjá raf-
orkumálastjóra er þessar rannsóknir
byrjuðu fyrir 1950. „Þá beindust þær að
þvi að vinna salt beint úr sjó með jarð-
hita. Þá var ekki með vissu vitað um
aðra saltlind hér, a.m.k. ekki þannig, að
hægt væri að treysta á það.
Hveravatn sem
hráefnislind
Á þessum tima beindist strax athyglin
að Reykjanesi og þeim möguleika að
hveravatn kynni að vera heppilegt sem
hráefnislind i staðinn fyrir sjó. Á
Reykjanesi var um þetta sáralítið vitað
og var fyrst 1956 boruð hola. Þetta salt-
vinnslumál var síðar tekið upp á breiðari
grundvelli af Rannsóknarráði ríkisins
sem veitti því forystu frá 1966. Fleira
var þá tekið inn í, ýmiss konar önnur
efnisvinnsla úr sjó. Þeirra seinasta
skýrsla kom út 1969. Rannsóknarráð
skilaði síðan vissum niðurstöðum um
saltrannsóknir til atvinnumálaráðuneyt
isins gamla ásamt meðmælum um að
frekari athugun færi fram á þessum salt-
vinnsluþætti og tilheyrandi efnavinnslu.
Atvinnumálaráðuneytið tók svo við
málinu og lét enn gera rannsóknir. 1
skýrslu ráðuneytisins frá því i marz 1974
kemur fram að verulega hefur verið
bætt_ við fyrri athuganir. M.a. var
Baldur l.índal.
Vantar
ný/ega
bí/a
á söluskrá
Mikilsala
BÍLA-
MARKAÐUR/NN
Grettisgötu 12—18
Sími25252
Svipmyndir
á svipstundu
Svipmyndir í hvert skfrteini
Svipmyndir sf.
Hverfisgötu 18 ■ Gegnt Þjódleikhúsinu
Tilraunahúsið er risið af grunni.
DB-mvnd. Hörður.
bandarískt fyrirtæki fengið til að gera ýt-
arlega rannsókn.
Jákvæðar
niðurstöður
Niðurstöður allra þessara rannsókna
voru jákvæðar og gáfu til kynna að
þarna mætti vinna sait og fleiri efni á
hagkvæman hátt.
Ekki má gleyma aðeinnig höfðu verið
gerðar mjög verulegar jarðvegsrann-
sóknir sem beinlinis staðfestu að grund-
völlur væri fyrir langvarandi vinnslu á
þessum söltum úr hveravatninu sjálfu.
Síðan skeður það að farið er að semja
um þetta sérstök lög. Vorið 1976 eru af-
greidd um þetta sérstök lög frá Alþingi
sem heimiluðu og gerðu ráð fyrir bygg-
ingu tilraunaverksmiðju og stofnun und-
irbúningshlutafélags sem undanfara
væntanlegs reksturs á þessu. Þetta félag
var stofnað i febrúar á sl. ári og nú er
verið að byggja þessa tilraunaverk-
smiðju undirbúningsfélagsins. Þetta fé-
lag er hlutafélag. Meirihlutann eiga ein-
staklingar og félög en rikið á tæpan
helming. Hluthafar munu vera um
500,” sagði Baldur að lokum.
Stjórn félagsins hefur nú sótt um
heimild til iðnaðarráðuneytisins til þess
að framleiða rafmagn úr þeirri gufu sem
jarðefnin verða unnin ur. Svar hefur
ekki borizt frá ráðuneytinu enn en von
ast er til að það verði jákvætt.
Stjórn félagsins skipa: Skipaðir af iðn-
aðarráðuneytinu: Guðmundur Einars-
son formaður og Ingvar Jóhannsson
varaformaður. Skipaðir af fjármálaráðu-
neytinu: Jón Armann Héðinsson og
Oddur Ólafsson, varamaður. Kjörnir af
hluthöfum: Gunnar Sveinsson, Finn-
bogi Björnsson, Friðrik Á. Magnússon,
Ellert Eiríksson ogOddbergur Eiríksson.
—GAJ—
Starfsemi borgarstofnana fryst?
Óvissa ríkjandi hjá
Þróunarstofnun
„Jú það er nokkur óvissa rikjandi hér
á stofnuninni um það hver framtíðar-
verkefnin kunni að verða. Sem kunnugi
er mun stefna Alþýðubandalagsins vera
nokkuð önnur i skipulagsmálum en
Sjálfstæðisflokksins." tjáði Hilmar
Ólafsson forstjori Þróunarstofnunar
Reykjavikurborgar DB i gær. „Við ein-
beitum okkur nú að langtímaverkefn-
um. Þau sem meiri hætta er á að sæta
muni breytingum eru þvi látin biða."
Skipulagsnefnd nýja borgarstjórnar-
meirihlutans. undir formennsku Sigurð-
ar Harðarssonar arkitekts, hefur ekki
tekið neinar ákvarðanir varðandi skipu-
lagsmál ennþá. „Á því er þóenginn vafi
að ný skipulagsnefnd nýs meirihluta
hefur hafið störf og nu cr að biða og sjá
til.”sagði Hilmaraðlokiim
I \.
rpca/nc
BJÓÐUM ÞESSI
GLÆSILEGU SETT
MEÐ MJÖG GÓÐUM
GREIÐSLUKJÖRUM
MEÐAN BIRGÐIR
ENDAST
BYGGINGAMARKAÐURINN hf
GRETTISGÖTU 11. RVK. SlMI 13285
J.L. HÚSIÐ
HRINGBRAUT 121. RVK. SÍMI 10600