Dagblaðið - 14.08.1978, Side 3

Dagblaðið - 14.08.1978, Side 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. 3 Mönnum blöskrar Grundartangaævintýrið: MA FARA FRAM A AÐ ÓHÆFAN SÉ ÚTSKÝRD? Stefán Sigurðsson lögfræðingur á Akranesi hafði simasamband við biaðið og sagði m.a.: „Hingað til Akraness hafa að undanförnu komið skip eftir skip sem öll hafa verið undarlega létt á sjó. í ljós hefur komið að farmur þeirra eru einhvers konar málmgrindur, mjög gisnar og líkjast einna mest einhvers konar húsgrindum. Kæmi þessi varningur ósamsettur hefði eitt skip nægt fyrir alla skips- farmana. Hefur það og flogið fyrir að skipstjórar kvarti yfir þessum létta flutningi jafnvel þó ballest sé í lestum skipanna. Þessir flutningar milli landa á sam- settum grindum kosta Íslendinga tugi ef ekki hundruð milljóna. Mér er því spurn. Hvar er framkvæmdastjórn Grundartangaverksmiðjunnar? Hér á landi eru fyrir hendi fagmenn á öllum sviðum, hvort sem skrúfa á þessar grindur saman eða sjóða þær Langirtveir kflómetrar á Vesturlands- saman. Ofan á þessa einstæðu skipa- flutninga koma svo hingað til Akra- ness stórir og rándýrir flutninga- vagnar með langa vagna i eftirdragi. Fisléttum grindunum er staflað á vagnana og ekið er inn að verksmiðju- byggingunum til staðarins þar sem samsetning grindanna ætti að fara fram. Framkvæmd þessara hluta er nánast óhæfa og milljónatugum er kastaðáglæ. Mætti fara fram á svo litið að forráðamenn Grundartangaverk- smiðjunnar útskýrðu óhæfuna?” Raddir lesenda ^ Jámblendiverksmiðjan á Grundartanga. Vegl _ | Borgames 13/ j Akureyri •— Egilsstaðir ~442 718 Selfoss 50 — Vík 185 Hófn 470 K Eqilsstaðir 698 1 Árbæjarbrekku. í □ Borgarnes 135 isafjöróur 547 í [I Akureyri 439 Egilsstadir 715 Rétt fyrir ofan Úlfarsárbríi. 0317—3852 skrifar Þær eru stundum dálítið undarlegar km-merkingar Vegagerðarinnar, eða þeirra sem setja upp skilti meðfram þjóðvegunum um vegalengd til hinna ýmsu staða. í Árbæjarbrekkunni er stórt skilti þar sem stendur skýrum stöfum að þaðan séu 137 km í Borgarnes (þann mikla stað sem getið er um á öllum aðalvegaskiltum Suðvestanlands) Rétt fyrir ofan brúna á Úlfarsá er annað skilti þar sem stendur að nú séu 135 km í Borgarnes! Ég reyndi að mæla þessa vegalengd einn daginn og taldist að þetta væru a.m.k. 4 km, ef ekki meira. í það minnsta eru þetta ekki neinir tveir km! Þetta kemur svo sem ekkert að sök en manni finnst þetta alveg óþarfa ónákvæmni i mælingu á vegalengdum. Borgnesingar eru liklega þeir, sem sízt af öllu gætu villzt á leiðinni heim til sín! — MARGIR MALDA AÐ LIÁTALARAR SELJ AÐCINS LYRIR ATVINNUMENN • •• en auðvitað geta allir þeir sem vilja vandaða og nákvæma hátalara, notið þess að hlusta á AR hátalara í stofunni heima hjá sér. Það eru góð meðmæli að atvinnumenn eins og Judi Collins, Miles Davis og Herbert von Karajan skuli velja sér AR til einkanota, því þeir vilja aðeins það besta, hin þjálfaða heyrn þeirra krefst þess. AR hátalarar eru á góðu verði - gæðin getur þú verið viss um - VELJIÐ AR HÁTALARA. tekking feynsla fyonust FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 SENDUM BÆKLINGA Spurning dagsins Hvort finnst þér betra að verzla í stórmörkuðum eða hjá kaupmanninum á horninu? (Spurt i stórmarkaði i Rvik). Gunnar Kristinsson vinnur hjá hitaveit- unni: Ég er nú ekki vanur að kaupa inn til heimilisins, ég var bara sendur í dag. Það er mjög gott að kaupa hreinlætis- og nýlenduvörur hérna en kaupa svo kjöt í búðinni á horninu. Árni Sigurðsson húsasmiður: Það er mjög þægilegt að verzla í stórmarkaði eins og þessum og það geri ég oft. En kaupmaðurinn á horninu stendur alltaf fyrir sínu. Hera Hjálmarsdóttir lyfjafrxðingur: Betra í stórmörkuðum. Þá getur maður keypt allt í einu. Kristln Haraldsdóttir húsmóðir: 1 stór- mörkuðunum. Það er þægilegra að verzla þar og meira úrval. Málfriður Jónsdóttir húsmóðir: Mér finnst mjög gott að verzla í stórmörkuð- um. Ætli kaupmaðurinn á hominu sé nokkuð betri. Hilmar Björnsson kennari: Það fer eftir ýmsu. Það er miklu félagslegra og huggulegra að verzla hjá kaupmannin- um á horninu en ódýrara að verzla i stórmörkuðunum.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.