Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. Þúsundir sóttu landbúnaðar- sýninguna um helgina — stanslaus straumur bifreiða milli Reykjavíkur og Selfoss „Við erum mjög ánægðir með að- sóknina,” sögðu formælendur Land- búnaðarsýningarinnar á Selfossi, Kjart- an Ólafsson framkvæmdastjóri og Sigurður Jónsson blaðafulltrúi, i samtali við blaðamenn DB á Selfossi í gærdag. Utungarvélin vakti mikla athygli sýningargesta og ekki sizt barnanna. m, r« 4 Geysilegt fjölmenni hefur sótt sýning- una hvaðanæva að. Flestir hafa komið frá Reykjavík og alla helgina hefur verið stanzlaus straumur fólksbifreiða á milli höfuðborgarinnar og Selfoss. Meðal dagskráratriða um helgina má nefna nautgripa- og hestasýningu. Þá var sýnikennsla á vegum afurðadeildar landbúnaðarins, tízkusýningar, kvik- myndasýningar, sýning á landgræðslu- vélinni o.fl. í dag verður sérstök heimilisiðnaðar- sýning, en auk þess verða fastir liðir eins og tizkusýningar, sýnikennsla, kvik- myndiro.fi. Landbúnaðarsýningin er haldin í til- efni af 70 ára afmæli Búnaðarsambands; Suðurlands, en það var stofnað 6. júlí 1908. Fyrir tuttugu árum stóð búnaðar- sambandið fyrir annarri landbúnaðar- sýningu á starfssvæði og I húsakynnum Sláturfélags Suðurlands á Selfossi. Þótti hún heppnast mjög vel og var ágætlega sótt. Kvikmynd í lit var tekin af þeirri sýningu og er hún sýnd á sýningunni núna. Landbúnaðarsýningin er opin virka daga frá kl. 14—23 og um helgar frá 10—23. Henni lýkur 20. ágúst. Aðgangur fyrir fullorðna er 1500 kr„ fyrir börn á aldrinum 7—12 ára eru.það 800 kr. og ókeypis fyrir yngri aldurs- flokka. GM/GAJ Á vegum Laxeldisstöðvar rikisins i Kollafirði eru sýnd laxaseiði á útisvæði Landbúnaðarsýningarinnar. Svinarækt hefur aukizt mjög hér á landi nokkur undanfarin ár, þar sem eftirspurn cftir svinakjöti hefur farið mjög vaxandi. Talið er að I landinu séu nú um 1200 gyltur en slikur stofnfjöldi á að geta gefið af sér allt að 19—20 þúsund grisi á ári. Þess má geta til gamans að svín eru talin vera með tiu greindustu skepnum jarðarinnar og þeir sem til þekkja segja að þau séu mjög þrifin, öfugt við það sem margir halda. Þessa f yrirsögn er að f inna í DB á bls.... í dag: Enginn kotbúskapur í Koti Klippið miðann út og geymið þar til allir tlu hafa birzt. Það er ckki amalegt að koma heim í sumarlokin sólbakaður úr griskri sumarsól. Dagblaðsins / dug hiildum við áfram Sumarget- rauninni okkar. Galdurinn erfólninn I þvi aó fínna fyrirsögn á einni af sióum hlaðsins, skrifa blaósíóunámerið niöur or safnd seöiunum. Þeim á aó skila þenar 10 eru komnir i blaðinu. Grikklandsferó fyrir tvo i septemher nk. eru verölaunin. Fariö verður meö feröaskrifstofunni Sunnu til Glyfada- strandarinnar, þar sem Onassis fjöl- skyldan á sér sumaraösetur og þaö hlasir reyndar viö út um yiugyu hótels- in s. , Þá veröur haldió I skemmtisiglingu á skemmtiferöaskipinu La Perla. Ferðalög Islendinga til Grikklands hafa stóraukizt í sumar og I fyrra- sumar, enda eru þeir margir sem eru forvitnir aö þekkja meira til þessa lands. Hafa menn komiö þaöan mjög ánægöir, og ekki er aó efa að sigurveg- arinn I Sumargetrauninni mun koma með góðar minningar frá Grikklandi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.