Dagblaðið - 14.08.1978, Side 12
12
r
Á dögunum var 11. „Heimsmót
æskunnar” haldiö i Havana á Kúbu.
Kjörorð móts þessa voru hvorki meira
né minna en: „And-heimsvaldasinnuð
samstaða, friður og vinátta”.
Heiðursþátttakendur mótsins voru
sjálfur Fidel Castro og bróðir hans,
Raul Castro, varnarmálaráðherra.
Sýnir það mæta vel hversu mikilvæg
samkunda þetta var í augum ráða-
manna Kúbu.
Yfirlýst markmið Kúbu-mótsins var
i samræmi við fyrrgreind kjörorð, en
raunveruleikinn er allur annar. í raun
eru „Heimsmót æskunnar” lítt dul-
búnar halelúja-samkomur fyrir Sovét-
ríkin. Þangað er reynt að draga fólk úr
fjölmörgum löndum til að afla
sovéskri heimsvaldastefnu nýrra
bandamanna og treysta þá gömlu.
Kúbumótið er augljósasta dæmið um
þetta. Það þarf ekki annað en að líta á
staðarvalið fyrir mótið að þessu sinni!
Stoð og stytta
Sovétríkjanna
Kúba nútimans er rotið leppríki
sovésku heimsvaldastefnunnar og
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978.
ÞAR LEYNDIST FLAGÐ
UNDIR FÖGRU SKINNI
tekur beinan þátt í brölti risaveldisins
Sovétríkjanna i Afríkulöndum. Talið
er að um 50.000 kúbanskir hermenn
séu í Afriku, þar af um 20.000 í
Angóla. Þar voru þeir nýttir til að
sundra þremur þjóðfrelsisfylkingum
og hjálpa MPLA-stjórninni að vinna
stundarsigur með sovéskum skriðdrek-
um. Angólsk alþýða er ekki frekar
frjáls í dag en hún var á dögum portú-
gölsku nýlendustefnunnar.
í Eritreu taka kúbanskir hermenn
fullan þátt í hörkulegri baráttu gegn
frelsishreyfmgum landsins. Að nafninu
til eru þeir „sérfræðingar og ráðgjaf-
ar” fasistaklíku Mengistu hershöfð-
ingja i Eþíópiu. í stríðinu gegn alþýð-
unni i Ogaden-héraðinu í fyrra og sl.
vetur börðust Kúbumenn. Þaö
sannaði vestur-sómaliska frelsisfylk-
ingin einfaldlega með því að sýna kúb-
anska fanga sem hún hafði klófest.
Kúba er ekki óháð land í þess orðs
merkingu. Castro dansar í einu og öllu
eftir pipu Brésjnefs. Sovétríkin fjár-
magna stríðsrekstur Kúbumanna í
Afríku. Sovétríkin ráða í raun yfir dýr-
mætasta hráefni landsins, sykrinum.
Landið er í Komekon — arðránsappa-
rati Sovétríkjanna i Austur-Evrópu og
viðar. I utanríkismálum eru Sovétríkin
og Kúba eins og samvaxnir tvíburar.
Þess vegna hafa fjölmörg ríki, þar á
meðal Sómalia, neitað harðlega að
Kúba geti talist í hópi óháðra ríkja og
krafist þess að næsta ráðstefna þessara
ríkja verði ekki haldin i Havana á
Kúbu á næsta ári, eins og fyrirhugað
var.
Að skipuleggja „samkomu gegn
heimsvaldastefnu” á Kúbu er því
hreinlega út í hött og fyrírlitlegt. Kúba
er svartur sauður í ríkjahjörð þriðja
heimsins. Ráðamenn þar taka virkan
þátt í blóðugri baráttu gegn kúgaðrí al-
þýðu i Afriku, reyna að sundra frelsis-
baráttu og raungera áætlanir Sovét-
ríkjanna um heimsyfirráð. Á meðan
Castro þvaðraði í anda Brésjnefs um
„heimsfrið, slökun, spennu, öryggi og
alþjóðlegt samstarf’, hertu hermenn
hans og taglhnýtingar Brésjnefs árásir
sinará Eritreu!
Gott að eiga
góða að...
Castro og Brésjnef þurfa nauðsyn-
lega að smala saman góðu liði til að
tala sinu máli um allan heim. Mál-
staðurinn er slæmur og fleiri og fleiri
sjá í gegn um lygavefinn sem spunn-
inn er i kríngum glæpaverkin í Afríku.
í þessu ljósi ber að skoða „Heimsmót
æskunnar” á Kúbu 1978.
Ekki veit ég hvort dæmið um
islenzku þátttakendurna i mótinu er
dæmigert fyrir önnur þátttökuríkiutan
lepprikja Sovétríkjanna, en fróðlegt er
að velta því fyrir sér. Á fyrri „Heims-
mótum” hefur venjan verið sú að
Æskulýðssamband Íslands hefur verið
milligöngumaður um að taka við
boðum og velja þátttakendur. 1 þetta
sinn var ekki búizt við að þrugðið yrði
út af venjunni. Samkvæmt
upplýsingum forystumanns ÆSt var
hins vegar ekkert samband haft við
sambandið, heldur var haft beint sam-
band við Fylkinguna, sem sendi siðan
fulltrúa sina til Kúbu. Hvers vegna
Fylkinguna? Jú, ætli það liggi ekki
Ijóst fyrir. Fylkingin eru það stjórn-
málasamtök á Íslandi sem verja Sovét-
ríki nútimans: Fasisma innanlands og
yfirgang um víða veröld — í nafni
„alþjóðahyggju” (!). Morðvörgunum á
Kúbu hefur þvi þótt mestur fengur í
að fá fulltrúa þessara vina sína
þángað. Má vænta ferskra upplýsinga
um „alþjóðlega spennuslökun” Sovét-
ríkjanna og Kúbu um víða veröld frá
Fylkingunni næstu daga. Já, gott er að
eiga góða að!
Væntanlega veröur líka eitthvert lið
i fleiri góðum vinum Sovétrikjanna
hér á landi til að útbreiða „friðarboð-
skapinn” frá Kúbu. Maria Þorsteins-
dóttir, „ritstjóri og ábyrgðarmaður”
Frétta frá Sovétrikjunum mun tölta
léttfætt í prentsmiðju með handritin
sín og hver veit nema þar sé fyrir
Haukur Már, blaðafulltrúi Alþýðu-
sambandsins, til að skipuleggja hug-
leikinn boðskapinn fyrir uppsetjarana!
Ef til vill hugsar Árni Bergmann líka
hlýtt í austur og skrifar dálítinn
sunnudagspistil um samkomuna hans
Castros. Hver veit?
í öllum löndum eiga Sovétrikin sér
bandamenn, samtök og/eða ginstakl-
inga. Bandamennirnir útreiða hug-
myndafræði Kremlherranna og vinna
heimsvaldastefnu þeirra samúð. Ég lit
á slikt fólk sem ósættanlega and-
„Mjög þarf nú að
mörgu að hyggja”
Á þessu ári hafa í þjóðfélagi voru
orðið töluverð vatnaskil, þótt enn sé
ekki sýnilegt hvaða farvegir verða
fyrir valinu. Þrátt fyrir þetta er alltaf
einhvers að vænta þegar ólga hleypur í
þjóðlífið líkt og Kreppu. í síðustu al-
þingiskosningum skaut upp einhverri
glætu í heila alþýðunnar þegar upplýst
var að stjórnin hefði verpt tómum fúl-
eggjum. Fleiri en venjulega höfðu
komið auga á að pólitik var annað
meira en leikvöllur og laxadráttur
vissra manna til lífsuppeldis og smá-
þarfa.
Hvað sem á gekk var kaup þessara
manna aldrei í hættu. Aftur á móti var
grátið þurrum tárum þótt kjósendur
hlytu fæðuskort og atvinnuleysi. Nú
eru þeir færri en áður sem telja að sér
komi pólitik ekkert við, þeir séu allir
eins þegar í ráðherrastólana sé komið.
Fólk tekur því bara með brosi á vör að
það sé keyrt á kjörstaðinn, sem er liður
í þvi að flá af þvi fé og firra það
hugsun. Þetta fánýta hjal um að fólki
komi ekki pólitík við, stenst þvi aðeins,
að kjósendur fylgist ekki með þing-
manni, tillögum hans og störfum. Það
er það eina sem þingmaður hræðist.
Þeir eru likt og aðrir haldnir því rétt-
læti að fara sina götu til fjár og valda,
sé aðhaldið ekki til staðar.
Fallöxin
vof ir yfir
Það þurfti nær þjóðargjaldþrot til
að fólk eygði þetta. Þrátt fyrir góðæri
til sjós og lands, gjafir og mútur í tugi
ára, vofir nú fallöxin yfir þvi sem
okkur er dýrmætast, frelsið. Heilar
stéttir og einstaklingar eru búnir að
draga sér allan þennan auð i gegnum
verðbólgu, gjár og gjótur fjármálalifs-
ins. Enginn veit tölu þeirra milljarða,
sem faldir eru utan lands og innan.
Þessi spilling er orðin fólki svo munn-
töm að hver megi hirða af öðrum það
sem hendur og hugur ná til.
Hér dugir enginn hégómi, er haft
eftir klerki einum er frúr nokkrar báðu
hann um að taka drykkjumann til
bænar af stólnum. Þetta fólk með hin
nýju augu verður að gæta þess, að sá
er það kaus hafi rétt við, sinni kröfum
þess og siðbæti afæturnar. Upp-
skurður verður að fara fram á
mörgum stöðum í kerfinu ef nokkuð á
að vinnast. Hér duga engar gamlar
götóttar skóbætur fyrrverandi stjórn-
enda. Samt megum við ekki heimta
allt í einu, enda veit ég að fólk sættir
sig við einhver óþægindi finnist því
stefnt i rétta átt. öllu humbúkki mun
það sveia og halda á önnur mið ef það
þykist' svikið og verður þá næsta
kosningagleði á öðrum stöðum en nú.
Það er hægt að spara á ýmsan hátt
ef tími vinnst til athugunar. Dagblaðið
á þakkir skilið fyrir ýmsar ráðlegg-
ingar sem það hefur birt á svonefnd-
um neytendamarkaði. Umfram allt
verður þó að gæta þess að borða holl-
an mat, sem alltaf er ódýrastur.
Maðurinn er að miklu það sem hann
neytir og skeð gæti að hugsanir hans
yrðu betri af hollu fæði. Það eykur
lítið manngildi þótt kviður beri við
loft, kinnar hangi á háls niður og
undirhakan i milliverkinu. Þessir
menn ættu að láta hugann reika til
þeirra sem aldrei fá fylli sina og enda
ævina í alls konar volæði og hungur-
dauða. Sá eini sparnaður sem gildir, er
sá er færir mönnum hollustu, og það
mun gilda jafnt fyrir það sem kallað er
líkami og sál.
Eitt er það sem okkur skortir, það
er rannsókn á matvælum. Við
hendum einum fjórða af okkar ágæta
kjöti, fitunni, annars rífa menn í sig
þetta feita kjöt í matarveislum á stór-
stöðum. Ég hefi lengi alið á þvi að
rannsakaö yrði hvort sýrt kjöt er ekki
hollara en nýtt, annars er allt í lausu
lofti með þetta fituspursmál. Að
henda mat tel ég glæp. Kæmi til að
sýrð fita væri hollari, getur hvert
heimili sýrt það feitasta af kjötinu í
fernum undan mjólk i isskápnum
heima hjá sér. Einu sinni var mér for-
talað að húð og innmatur af sláturpen-
ingi væri það fjörefnaríkasta af skepn-
unni. Innmatur mun oft á haustum
keyrður á hauga, úr frystihúsum.
Besta kjötsúpa sem ég fæ er af þind-
um, en þær munu nú ekki hátt skrif-
aðar. Eins sé ég fólk henda roði af laxi,
silungi, lúðu, steinbít og þorski. Þetta
þykir mér herramannsfæða og verður
gott af. Matarrannsóknir þurfa að
koma og því hætt að rakka niður mat
sem þjóðin hjarði á í þúsund ár og þó
naumt skammtað. 1 hans stað hvolfa
menn í sig óteljandi pillum, sem duga
þó skammt. Grillið dunar i eyrum mik-
inn hluta sólarhrings, best gæti ég
trúað því að þessir grillarar yrðu grill-
aðir á einhvern hátt á næsta hnetti. En
þetta er menningin sem á að lyfta
okkur, kannski hafa okkar heims-
frægu sagnaritarar til forna kunnað
grill.
Grýlaí
fjallkonulíki
Aftur á móti held ég því fram, að
pólitíkin vel grunduð eigi sífellt að
færa okkur nýja heimssýn. Stjórnar-
formin eru grundvöllurínn undir lífi
okkar og velferð. Pólitíkin er ekkert
annað en hagsmunabarátta bæði til
handar og hugar. Fólk sem nú hefur
skipt um vettvang ætti að athuga vel
hvaða leið hæfir öllum best. Áhlaup
duga oft skammt, ef ekki fylgir rökföst
hugsun. Ekkert mannlegt á að vera
okkur óviðkomandi. Við erum búin að
sjá hvað afskiptaleysi okkar hefur
skaðað þjóðina alla, þvi milljarða-
mennirnir hafa lika tapað því verð-
mesta, mannlegri hugsun. Útlend öfl
hafa fært okkur Grýlu í fjallkonulíki,
en það er okkar að láta hana ekki hafa
siðasta oröiö, kunna skil á fjallkon-
unni og eftirmyndinni, sem á að vísa
heim til feðra sinna. Gerum við það
ekki, stígum við með henni hrunadans
íslenskrar menningar. Okkur vantar
ekki vit til að velja og hafna heldur
lifandi áhuga á velferð okkar og ann-
arra, sem aldrei verður sundur greind.
Hvert einasta okkar ber ábyrgð á
heiminum, að sínum hluta.
Okkar góða land býður upp á ótal
valkosti, sem reynt er að kveða niður.
Okkur vantar ekki í svip neina stór-
iðju, sem skapar verksmiðjuþræla og
sálardofa. Við okkur blasa ótal verk-
efni til kjarabóta og siðbætingar. Þetta
á að vera starf alþýðunnar og aldrei
þrjóta. Starf þetta á ekkert skylt við
það að drepa hverjir aðra, heldur
kenna rándýrkendum faðirvorið, sem
víðast hefur nú verið snúið upp á and-
skotann. Við megum ekki ganga með
þá hugsun að auðkýfmgar séu óbetran-
legir, heldur sýna þeim fram á hvers
Söluturn til sölu
Söluturn á góðum stað í miðborginni til sölu.
Þeir, sem áhuga hafa fyrir kaupunum leggi
nafn sitt í lokuðu umslagi til Dagblaðsins
merkt „Söluturn 78” fyrir 20. ágúst.
Viljum ráða
réttingamenn, bílamálara og aðstoðarmann á
málningarverkstæði.
Bílasmiðjan Kyndill,
símar 35051 og 85040.
á
Kjallarinn
Halldór Pjetursson
lífið krefst af þeim. Þessi dásamlegi
heimur bíður þcss að við gerum hann
ennþá betri, sem aldrei verður gert
með kúgun og manndrápi. Þeir sem
teljast jafnaðarmenn mega ekki skilja
þá stefnu þannig að hægt sé að gera
alla jafna, það mundi ég kalla vinstri
villu. Ég sé enga vankanta á þvi að
sumir beri meira úr býtum en aðrir,
megum ekki fara hraðar en það, að
mennskan nái fari sinu.
Menn sem skara fram úr hafa ekk-
ert við það eitt að gera að safna auði.
Þegar þessir menn hafa komið sér vel
fyrir og engum háðir, ætti það að vera
þeirra stóra mark, að setja þjóðarheill
á oddinn, og slíka menn á að launa vel.
Þetta yrði þeirra mesti gróði og þeirra
niðja. Gleðin til auðsöfnunar mundi
blikna undir þessu merki. Hann hefur
unnið sér mannheill, sem aldrei er
hægt að virða til peninga. Eitt ættum
við að hunsa, þá háðungar lygi, að
ekki sé nóg til handa öllum í þessum
heimi, það hefur alltaf verið og verður,
ef skynsemi ræður. Ég hlakka til að
hitta á öðrum hnöttum hungurpostul-
ana sem neita þessari staðreynd. Þá
verða þeir minntir á heil fjöll af vörum
sem auðhringar hlóðu saman, helltu
yfir þetta eitri og kveiktu síðan í. Það
skráði feitari tölu en hungurdauðinn í
þriðja heiminum.
Við erum svo vel sett að okkur ætti
að heppnast að brjótast út úr hug-
myndaheimi villimennskunnar, þokast
áfram án valdníðslu. Fyrirheitna land-
iö hleypur ekki frá okkur, bara við
keppum þangað. Ég hygg að fjöldi ís-
lendinga geti tekið undir þetta. Vinn-
um heiðarlega öllum.í hag, ætti að
vera boðorð okkar, en ekki kúlulagaðir
kraftamenn á sviði einkagróðans.
Halldór Pjetursson
rithöfundur.