Dagblaðið - 14.08.1978, Síða 13

Dagblaðið - 14.08.1978, Síða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. stæðinga sem beri að afhjúpa og berj- ast ötullega gegn. Á tslandi gegnir Fylkingin bandamannshlutverkinu, en einnig eru hér nokkrir einstaklingar svarnir Brésjnefs-vinir. Ég hirði ekki um að nefna nöfn að þessu sinni, en bið lesendur um að ihuga þessa stað- hæfingu og líta í kringum sig. Þetta fólk lætur minna yfir sér en Fylkingar- liðið. Það hefur hreiðrað um sig í Al- þýðubandalaginu, Samtökum her- stöðvaandstæðinga, Kúbuvinafélag- inu, „Menningar- og friðarsamtökum ísl. kvenna”, Menningartengslum tslands og Ráðstjórnarríkjanna og víðar. Margir úr hópnum þekkja svo- kallaða „vinstri-hreyfingu” út og inn og eiga hægt með að láta rétt nöfn og aðrar upplýsingar lenda á réttum stöðum. Með vaxandi meðvitund um eðli Sovétríkjanna á tslandi er Kreml- verjum þörf á að fá sem gleggstar upp- lýsingar um þá sem starfa ötult í and- heimsvaldastarfi, marx-leníniskri hreyfingu o.s.frv. „Þeirra fólk” í land- inu okkar vinnur samviskusamlega. Svo mikið veit ég. Tilvitnanir í tékkneska útlaga Nóg um „Heimsmótið” og banda- mannasögu í bili, en stöldrum aðeins við í Tékkóslóvakíu. 21. ágúst nálgast, dagur innrásarinnar 1968. t ár eru liðin 10 ár frá þessum atburði, sem opnaði augu fjölmargra fyrir þvi hvert Sovétríkin stefndu. Fyrst, örstutt til- vitnun í viðtal i norska dagblaðinu Klassekampen 8. júlí. Þar svarar tékkneski útlaginn Josef Pausura spurningunni um það hvernig and- heimsvaldasinnar geti best nýtt 21. ágúst til að tjá samstöðu sina með kúg- aðri alþýðu Tékkóslóvakiu: „Mikilvægast er að nota daginn til að segja sannleikann um Sovétrikin og Tékkóslóvakíu. Við viljum segja fólki í Noregi og öðrum löndum þetta: Tékkóslóvakia er i dag ekki sjálfstætt ríki. Landið er fórn á altari nútíma ný- lendustefnu, eins og Sovétrikin stunda hana. Rússarnir ákveða allt; hvað við framleiðum, hvað við kaupum og seljum, utanríkisstefnu okkar, innan- rikisstefnu okkar, hvað við eigum að hugsa og segja. Sovétríkin hernámu landið okkar til að ná fullum yfir- ráðum þar. Þau arðræna okkur, og hafa ekki efni á því að sleppa okkur, hvorki efnahagslega né pólitískt. Þess vegna er aðalatriði fyrir alþýðu Tékkó- slóvakíu að losna við kverkatak Sovét- rikjanna, siðan getur hún ákveðið hvers konar stjórnkerfi hún vilji fá þar áeftir.” Fáir verja innrásina og hersetuna í Tékkóslóvakiu, en vissulega eru þeir til. Fleiri og fleiri fordæma hvoru tveggja, en allmargir álíta Tékkó- slóvakíu-málið „slys”, „yfirsjón” eða „pínulitið glappaskot” sósíalísks rikis. Allar eru þessar hugmyndir rangar. Hér er á ferðum gráðug og stórtæk heimsvaldastefna voldugs risaveldis sem stjórnast af lögmálum auðmagns og gróðasóknar. Sovétrikin, fyrsta sósíaliska ríki veraldar, hefur skipt um lit. Leiðtogar Alþýðulýðveldisins Kina hafa ætíð fylgst með þróun Sovétríkj- anna og greint hana. 23. ágúst 1968, tveimur dögum eftir innrásina í Tékkóslóvakíu, hélt Sjú En-læ, þáver- andi forsætisráðherra Kina, ræðu í til- efni af þjóðhátiðardegi Rúmeníu. Þar fordæmdi hann innrásina harðlega og lýsti yfir fullri samstöðu Kínverja með þjóðum Tékkóslóvakíu. Vert er að draga fram aðra tilvitnun úr norska dagblaðinu Klassekampen i beinu framhaldi af framansögðu. Hér er það Jiri Pelikan, tékkneskur útlagi á ttaliu sem talar. Pelikan var yfirmaður tékkneska sjónvarpsins 1964—68. Valinn í miðstjórn „Kommúnista- flokksins” eftir innrásina, en rekinn úr flokknum skömmu síðar og flúði heimaland sitt. Hann segir m.a.: „Ég tel Kína vera eina landið sem hefur degið fullkomlega réttar álykt- anir af sovésku innrásinni. Þeir (þ.e. Kínverjar) hafa lika átt i hugmynda- fræðideilum við Sovétleiðtogana, og þeir hafa skilið að slik átök geta leitt til vopnaðrar árásar á Kina. í ljósi þess hafa þeir gripið til allra hugsanlegra ráða til varnar landi slnu. Og kenning Maós Tsetungs um þrjá heima er rétt, af þvi þar er útfærð samfylking allra landa sem berjast gegn sovéskri og bandarískri yfirráðastefnu.” „Afrekaskráin" „Afrekaskrá” bandarísku heims- valdastefnunnar síðustu áratugi er löng og ljót. „Afrekaskrá” sovésku heimsvaldastefnunnar á alþjóðavett- vangi er Uka orðin skrautleg. Hún lengist nær daglega, enda risaveldið ferskt, þróttmikið og risandi. Látum okkur líta á örfá dæmi: — Sovétríkin stuðluðu að blóðugri borgarastyrjöld í Angóla með hjálp Kúbumanna. Hundruð þúsunda 13 Angólabúa létu lífið. t dag er skæru- hernaður í fullum gangi gegn MPLA-leppstjórn Brésjnefs og hún mun fyrr en síðar falla og angólskt al- þýðulýðveldi rísa. — Sovétrikin gerðust stoð og stytta Mengistu-klikunnar i Eþíópiu, Sovét- rikin og Kúba ráku Sómaliu burt úr Ogaden-héraðinu og búa sig nú undir að drekkja í blóði hetjulegri frelsisbar- áttu þjóðar Eritreu í bandalagi við Eþiópiu, Kúbu og Suður-Jemen. — Sovétríkin hafa náð undirtökum í Víetnam og stefna að því að gera þetta land með stoltar baráttuhefðir að nýrri „Kúbu” í Asiu. Vletnam hefur enda hafið grimma útþenslu- stefnu í Indókína og m.a. ráðist inn i grannrikið Kampútseu (Kambódiu). — Sovétríkin studdu valdarán i Afganistan á dögunum. — Sovétríkin eru með linnulausa yfirgangsstefnu og ögranir gagnvart Noregi, í Barentshafi, á Svalbarða og i fiskveiðilögsögunni. Gagnvart Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og fleiri rikjum reyna Sovétrikin að neyta aflsmunar við að ná undir sig sem mestu haf- svæði og brjóta gróflega gegn Genfar- sáttmálanum frá 1958, sem þau skrif- uðu undir (sáttmálinn kveður á um að landgrunni skuli skipt milli rikja eftir einfaldri miðlínureglu). — Heima fyrir i Sovétríkjunum ríkir ógnaröld, fasisk undirokun, skerðing mannréttinda og hervæðing. Dómar og réttarhöld yfir þeim Aleksandr Ginsburg, Viktorias Petkus og Anatolij Sjtsjaranskij bera vitni um hinar skipulögðu ofsóknir gegn öllum þeim sem opna munninn gegn brjál- æði fasismans. Kjallarinn Atli Rúnar Halldórsson — Á Hafréttarráðstefnunni í Cara- cas 1974 héldust risaveldin tvö, Bandarikin og Sovétríkin, í hendur og vildu neita smáum og meðalstórum ríkjum um rétt til að nýta náttúruauð- lindir við strendur sínar, án erlendrar ihlutunar. — Sovétrikin greiddu auk þess at- kvæði með fordæmingu á útfærslu fiskveiðilögsögu Islands við svokall- aðan „alþjóðadómstól” í Haag. Hér skal látið staðar numið að sinni. Þannig lítur út flagðið sem sveipar um sig fögru skinni „friðar og slökunar spennu” í heiminum. Þannig hljóðar sannleikurinn um Sovétriki nútímans. Atli Rúnar Halldórsson Jarðbrú, Svarfaðardal. FORINGIAUD ALÞYÐUBANDA- LAGSINS - SAMHERJAR BRÉSNEFFS Sigurður E. Guðmundsson fram- kvæmdastjóri ritar kjallaragrein i Dag- blaðið 26.7 um Lúðvik Jósepsson og réttarhöldin austantjalds. Ég er Sigurði sammála um að fordæma verður og berjast gegn aðförum nýju keisaranna i Kreml að pólitískum andófsmönnum. Sigurður gerir að umtalsefni þögn forystu Alþýðu- bandalagsins um þessi mál og einkum nú siðast þegar Ginsburg og Scharansky voru dæmdir. Ekki ætla ég að svara fyrir þetta auma lið forystu Alþýðubandalagsins, en hins vegar benda á nokkur atriði sem e.t.v. gætu skýrt málið nokkuð. Iðja Morgun- blaðsins Það er orðið æði langt síðan Lúðvik Jósepsson og foringjahjörðin hans gerðu tilraunir til aðstanda undirnafn- bótinni „kommúnisti”. Sú nafnbót hangir við þetta lið fyrst og fremst vegna duglegrar iðju Morgunblaðsins og viðlika málgagna og gengur Sigurður sömu erinda. Hann færi vissulega í geitarhús að leita ullar ef hann ætlaði í liðið hans Lúðvíks að leita sósíalisma. Þetta hafa margir sovézkir andófsmenn séð, en hjá þeim heitir foringinn ekki Lúðvík heldur Brésneff. Það er sagt og sannreynt að kúgun aflar andstöðu. Þjóðir Sovét- rlkjanna eru kúgaðar af fasisku rlkis- valdi, sem bælir alla andstöðu óvægt niður. En eins og við þekkjum úr sögunni þá brýst andstaðan gegn fasismanum ekki fyrst út í fjöldahreyf- ingu heldur einstaklingum eða litlum hópum andstöðufólks. Svo er einnig I Sovétrikjunum. Til eru þó allmörg dæmi um að tugir og jafnvel hundruð þúsunda manna hafi tekið þátt i mótmælagöngum á götum úti, m.a. i Kief og á nokkrum stöðum í Georgíu. Frá þessum mótmælum er litið sagt i Islenzkum fjölmiðlum, þó svo að þær beinist gegn sama óvini og andstaða þeirra Ginsburg og Scharansky. Borgarablöð eru sífellt hrædd við fjöldann þegar hann fer á hreyfingu og er þá bezt að þegja. Lúðvik Jósefsson mótmælir ekki fasismanum í Sovétríkjunum vegna þess að hann er samherji Brésneffs. Kjallarinn Albert Einarsson Lúðvík og hans foringjalið segir Sovét- rikin vera X „sósfaUsk.” Það er enginn sósíalismi í Sovétrikjunum Sósíalisminn er hugmyndafræði og samfélagsskipulag undirokaðra stétta, verkalýðsstéttarinnar og vinnandi alþýðu. Það fylgir að undirokaðar stéttir nota ekki sósíalismann til að undiroka alþýðuna, né heldur til að senda hermenn og stríðstól út um allan heim. Við skulum líka veita þvi athygli að Sovétríkin hófu fyrst að senda hermenn, flota og flugher til annarra heimsálfa, eftir að Krúsjeff og klíka hans rændi völdunum I Sovét- ríkjunum. Með þessu valdaráni var skipulaginu breytt og auðvaldsskipu- lagi komið á fót á nýjan leik i Sovét- ríkjunum. Það er að senda herlið til annarra landa til að kúga og arðræna i nafni sósíalisma, kallaði einn af frum- kvöðlum marxismans, sósíalheims- valdastefnu, þ.e. sósíalisma í orði en heimsvaldastefnu í verki. Þessi maður var Lenin, sá sem stofnaði Kommúnistaflokk Sovétríkjanna og leiddi fyrstu sósíalisku byltinguna í heiminum. Það er sósialismi í orði en heimsvaldastefna í verki sem Lúðvík og hans menn styðja, enda I samhengi við almenna stefnu þess liðs, sem er sósíalismi i orði en auðvaldsþjónkarar í verki. Kef lavíkur — gönguliðið 1 grein sinni segir Sigurður E. Guðmundsson: „Og þá var heldur ekki von til að Keflavikur-gönguliðið sæi ástæðu til að að „segja eitt einasta orð um þetta”, þaðan heyrðist hvorki hljóð né stuna.” „Keflavíkur-gönguliðið” — með þessu á Sigurður sennilega við Samtök herstöðvaandstæðinga. 1 því liði er sennilega margur mislitur sauðurinn og örugglega nokkrir samlitir Lúðvík. Hins vegar eru einnig í því liði allmargir sem fordæma Sovétríkin fyrir yfirgangsstefjiu og fasískar aðgerðir heimafyrir. Hins vegar er leitt til þess að vita að, þó svo að Samtök herstöðvaandstæðinga hafi i stefnu- grundvelli sínum orð sem kveða á um Wfo-áttu gegn vígbúnaðarkapphlaupi stórveldanna og samstöðu með smá- þjóðum um allan heim, þá virðist eins og þetta séu aðems orðin tóm. E.t.v. standa þeir Lúðvíksmenn þar í vegi, af ótta við að þessu verði beitt gegn hinum „friðelskandi” Sovétríkjum, Isem þó fremja smáglæpi hér og þar og villist óvart inn á þá braut að stuðla að þjóðarmorðum t.d. i Afríku, í líkingu við herleiðangur og þjóðar- morð USA i Indókína fyrir fáeinum árum síðan. Á landsfundum Samtaka herstöðva- andstæðinga nú um nokkurt skeið hefur verið hart barist fyrir því að þessi samtök taki upp stefnuskrár- bundna baráttu gegn báðum þeim' hernaðarrisum, sem nú ógna öllum heiminum með nýrri heimsstyrjöld, þ.e. risaveldunum tveim Sovétrikjun- um og Bandarikjunum. E.t.v. sjáum við Sigurð E. Guðmundsson í því liði sem berst gegn báðum hemaðarrisun- um og vígbúnaði þeirra um allan heim. Eða e.t.v. tekur hann sömu afstöðu og Lúðvík, bara á hinum pólnum, ver Bandaríkin og þegir þegar eitthvað ljótt á sér stað. Sumir kasta nefnilega steinum úr glerhúsi, en ekki þurfa öll glerhús að vera eins. Lúðvík er liðfár Látum okkur einu skipta hvað herra Lúðvík meinar, snúum okkur heldur að þeim fjölmörgu, sem lika eru i Alþýðubandalaginu, sem vilja taka þátt í að mótmæla yfirgangi risaveld- anna beggja, virkjum þá í fjölda- hreyfingu, þannig fæst pólitískur þrýstingur og þannig vinnast sigrar. Lúðvík er aðeins einn og hann er í raun liðfár. Næsta tækifæri til að sýna andstöðu sína við sovésku keisarana og yfirgang þeirra er 21. ágúst, n.k. en þá eru liðin 10 ár frá því að þeir hertóku Tékkóslóvakiu. perum 21. ágúst að baráttudegi til stuðnings andstöðunni gegn Kreml- fasismanum, hvar sem hann rekur niðurjárnhælasína. Albert Einarsson kennari Vegna þess aö þeir erw 1. stillanlefíir, sem býður upp á mjúka fjöðrun eða stífa eftir aðstæðum og óskum bilstjórans. 2. tvívirkir, sem kemur i vegfyrir að billinn ..slái saman ”i holum eða hvörfum. 3. viðgeranlegir, sem þýðir að KONI höggdeyfa þarf i flestum tilfellum aðeins að kaupa einu sinni undir hvern bil. 4. með ábyrgó, sem miðasl við I ár eða 30.000 km akstur. 5. ódýrastir miðað við ekinn kílómetra. Ef þú metur öryggi og þægindi i akstri einhvor*, þá kynntu þér hvort ekki borgar sig afl setja KONI höggdeyfa undir bHinn. Varahluta- og viðgerflarþjónusta er hjá okkur. SMYRILL H/F Ármúla 7, sími 84450, Rvfk HVERS VEGNA HÖGGDEYFA? J \ /V

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.