Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.08.1978, Qupperneq 21

Dagblaðið - 14.08.1978, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. Myndlist AÐALSTEINN INGÓLFSSON —1978 — Um sýningu 9 sænskra grafíklistamanna í Norræna húsinu Listamannagrúppur koma og fara, en sennilega hafa fáar slíkar verið eins lífsseigar og IX hópurinn frá Svíþjóð, eða Niumenningarnir. Þeir hafa nú sýnt verk sin frá 1964 á nær 40 sýning- um og eru nú með verk sín í Norræna húsinu til 20. ágúst. Svo ég leyfi mér örlitinn orðaleik, þá á heitið „Níu- menningar” vel við þennan hóp í tvennum skilningi. Fyrst og fremst eru þeir 9 talsins, en einnig hafa þeir flestir verið mjög ötulir 1 menningarmálum í Sviþjóð um langt skeið.Tveir sýnenda, þeir Göran Nilsson og Philip von Schantz, eru tildæmis forstöðumenn listasafna og annar, Nils G. Stenquvist er prófessor I grafik við Listaháskól- ann í Stokkhólmi. Þetta eru sem sagt mætir menn og ágætir grafiklistamenn. Per Gunnar Thelander er líklegast þekktastur þeirra félaga og kunnur er hann hérlendis af samsýningum. Nor- ræna húsið á m.a. nokkur verka hans. Thelander er frjór myndsmiður, tækni hans er ótrúleg og hugarflugið bæði jarðbundið og hástemmt. Inntak mynda hans er oftast margslungið, en framarlega er erótík og sérstök kímni. Úr verkum hans má lesa a.m.k. tví- þætta túlkun á manninum, annars vegar tengsl hans við náttúruvöxt, uppskeru o.s.frv. og hins vegar sam- band hans við vélmenningu. Maður- inn stendur einhvers staðar mitt á milli og getur kannski reitt sig á hvor- ugt, aðeins eigin lífsorku, erótík, sköpunargáfu o.s.frv. Má maður allranáðarsamlegast fara fram á það að Listasafnið kaupi sér eitthvað af þessu ágæta úrtaki sænskrar grafíklistar áður en allt er uppselt? öll afbrigði grafíkur Ekki byggist samstaða þeirra á keimlíkri tækni eða afstöðu, þvi á sýn- ingunni má sjá öll afbrigði grafikur og mismunandi túlkun og freistast maður til að leiða getum að því að vinátta ráði mestu um samheldnina. Þóer það eitt sem sameinar þá, þ.e. tæknileg snilld og ávallt getur maður haft ánægju af henni þótt inntak mynd- anna sé manni ekki alltaf að skapi. Flestir vinna þeir að staöaldri í stein- prent, þ.á m. Gösta Gierow sem á litlar og nettar fantasíur af súrrealisk- um toga. Helst er að maður sakni átaka í verkum hans, auk þess sem a.m.k. tvær myndir hans virðast ansi ómengaður Dali-ismi. í verk Karls Erik Hággblad vantar ekki átökin, en sá beitir logsuðutæki á koparplötur og fær út úr þvi gróf þrykk, auk þess sem hann virðist nota „intagio” prentun og sterka liti. Árangurinn er allrar athygli verður en þó finnst manni sem fín- legar hefði mátt vinna sum þrykkin — sqm þeirra kalla beinlínis á slíkt. Þó fúlsar maður ekki við verkum eins og Strönd (10) og Steymi um tening III (14). Bengt Landin — Meistaramót (nr. 21) í skógarrjóðri og helst i hendur. Olsson fer fallega með liti. Steinprent Phlips von Schantz eru hreint afbragð. Myndefni hans gætu vart verið ein- faldari, fötur með berjum, skálar, föt með eplum. Út úr þessu fær hann komposisjónir sem eru bæði voldugar og innilegar og fyrir þá sem lesa vilja víðari merkingar úr myndunum, er eflaust hægt að líta á myndir hans sem einhvers konar lik- ingar. Frjór myndsmiður Nils G. Stenquvist er einn um tré- ristu á sýningunni. Hann gerir stærri myndir en ég hef áður séð i þeirri aðferð og myndefni hans hæfir tækn- inni einkennilega vel. Það er allt af lífrænum toga, tilbrigði um steingerv- inga, um trjágróður, sjávarbotn og skordýr. Útúrsnúningar og stílbrögð Bengt Landin er heillandi listmaður. Verk hans eru figúratíf, en þó með alls kyns tilbrigðum og skemmtilegheitum. Hann teiknar á steininn fólk, skip, bíla, — en ekki er allt sem sýnist í myndum hans. Þegar rýnt er í þær má finna hugvitsamlegar myndgátur, útúrsnúninga og ýmiss stílbrögð sam- ofin. Vitnar hann gjaman í gamla meistara, DUrer, Munch og Píkassó. Myndin af Héranum hans Albrechts er gott dæmi um fingrafimi og hugvits- semi Landins. í henni er að finna mynd af héra eftir teikningu DUrers, I baksýn er bygging sem í spegilskrift er nefnd Hótel DUrer og annars staðar í myndinni er komið fyrir tilvitnunum I hinn þýska meistara og glettnislegum tilbrigðum höfundar. Helst er að maður setji út á litaval Landins, sem stundum jaðrar við sætabrauð. Lars Lindeberg er sá eini hér sem sýnir dúkristur. Sú aðferð, eins og tré- ristan, er I eðli sínu boðberi sterkra til- finninga og expressjónisma, en hræddur er ég um að hún geti líka verið þvingandi fyrir þá sem vilja tjá ýmiss finlegri blæbrigði mannlegra kennda, — en í þvi tilliti stendur stein- prentið kannski einna best að vigi. Upphrópanir Helst er það að menn eins og dan- inn Palle Nielsen hafi fundið sér leið út úr þeim ógöngum. Það held ég að Lindeberg hafi varla gert og þó allt gott sé um tækni hans að segja, þá eru upphrópanirnar i myndum hans lýj- andi til lengdar. Göran Nilsson er okkur að góðu kunnur, en mig minnir að hann hafi tvisvar sýnt verk sín hér á landi. Hann heldur sig við steinprent og myndefni hans er hið sama, skóg- lendi, læknir, tjarnir, — allt í svart- hvítu. Nilsson er afbragðs teiknari, en efnið verður helst til einhæft. Alf Olsson hef ég ekki séð áður að ég held. Hann notar einnig steinprent, auk ætingar og í verkum hans gætir nátt- úrurómantíkur sem maður sér helst hjá norðmönnum. Nakið fólk stendur P.G. Thelander — Vagn (nr. 66). Faste/gnir á Suðumesjum: Keflavík 60 fm einbýlishús 60 fermetra einbýllshús á Bergi. Vel útlitandi. Verö 5 millj., útb. 2 1/2 millj. 2ja herb. 2ja herb. ibúö i fjórbýlishúsi. Nýir gluggar, nýtt glcr. Verö 6,5 millj., útb. 3,5 til 3,7 millj. Elnbýlishús Eldra einbýlishús á tveimur hæðum. Bílskúr. Verð 8,5 millj. 3ja herfo. íbúðíþríbýli 82 fermetrar. íbúöin er öll nýmáluð. Nýir dúkar, ný tcppi, ný lögn f>rir heitt og kalt vatn. Stór bll- skúr. Verð 9,5—10 m. útb. 5,5—6 m. Glœsileg sórhœð f tvíbýlishúsi á góðum stað, 114 ferm, bilskúrsréttur, nýtt vcrk- smiðjugler, nýir gluggar. Íbúðinni fylgir kjallarí sem í eru 3 svefnherbergi sem mögulegt væri að fá keypt. Verð 13,5 millj., útb. 7,5—8 mUlj. 150 fm sórhœð f þribýlishúsi með bílskúr, mjög gott útsýni, þarfnast lag- færíngar. Nú er tækifæríð að skapa sér framtiðareign. Verð 10—11 mUlj., útb. 5,5 millj. 100 fm sórhæð, 3ja herb. BUskúr, nýtt gler, rafmagn endurnýjað. Verð 12 mUlj., útb. 6,5 millj. Einbýlishús á tveimur hæðum. 150 ferm, innbyggður bilskúr 35 ferm. Rólcgt hverfi. Verð 23—24 millj., útb. 12-13 millj. 160 fmsórhœð i þríbýlishúsi með tvöföldum bilskúr 50 ferm. Stórar svaUr, upplagt fyrir barnafólk, allt sér. Verð 17 mUlj. útb.9 millj. Eldra einbýlishús á góðum stað i góðu ásigkomulagi. Verð 10,5 millj., útb.5,5 mUlj. i 3 herb. íbúð . þrlbýii. ný teppi, nVmilab. Verð 7,5—8 millj. í smíðum Vornm afl f 6 ibúfllr i smfflum, bæði 2 herb. og 3 herb. Seljast tilbúnar undir tréverk, fuUkláraðar að utan, mjög góður staöur. Nú er tækifæríð fyrir þá sem vilja fjárfesta á réttum tima. Höfum einnig 4 herb. ibúfl i smiflum, 100 ferm, sérinngangur, bílskúr. SkUað fuU- kláruðu að utan, einangrun að innan með miðstöðvarlögn. 3 herfo. ibúð I fjölbýli, fuUkláruð, frystihólf, sameign i gufubaði og þurrkherb. fylgir. Hitaveita. Verð 95 mUlj., útb.4,5 til 5 mUlj. 3ja herb. ibúð i fjölbýli á góðum stað, neðsta hæð, sér inngangur, bílastæði, frystihólf, og sameign i gufubaði og þurrkherb. Hitaveita. Verð 10 mUlj. útb. 5,5 til 6 millj. 2{a herfo. ibúð i þríbýii, sér inng., hitaveita, nýtt gler, mögulegt að innrétta 1 herb. i viðbót. Verð 6.5 til 7 mUlj., útb. 3,5 til 4 millj. 2ja herb. ibúA i kjaUara. VerA 43 til 5 mUijn úlb. 23 tíl 2,7 mUlj. Grindavík Einbýlishús 130 ferm með bUskúr á tveim hæðum, Utið áhvfl- andi, hitaveita. Verð 17—17,5 mUlj., útb. 10 mUlj. Einbýlíshús 140 ferm á góðum stað, verð 17 mUlj. útb. 9—10 millj. Einbýlishús 134 ferm með tvöföldum bUskúr, verð 18—20 mUlj. útb., lOmUlj. Sérhæð 130 ferm með bUskúr, verð 10,5—11 millj., útborgun 5,5 mUlj. Innri-Njarðvík Einbýlishús 140 fm með 80 ferm bilskúr, verð 15,5 — 16 millj. Útborgun 8—9 millj. Skipti á íbúð I Reykjavík möguleg, einbýlishús í smiðum rúmlega fokhelt. Ytri-Njarðvík Tvíbýlishús íbúðir í tvibýlishúsi, efri og neðri hæð, bilskúr, verð 6.5 milljónir, útb. 3.5 millj. Raflhús í smfðum, 85 ferm., fullklárað að utan, fokhelt að innan. Verð 8.5 millj. útb. 4.5 mUlj. Einbýlishús í smiðum, tæplega fokhelt. 5000 metrar af timbri fylgja. bflskúr uppsteyptur. íbúflir í smíflum 3ja herb. fbúðir, 2 stærðir, skilast fullkláraðar, einnig á sama stað einstaklingsfbúðir. Sandgerði 104 fm ibúfl 104 fermetra íbúð i fjölbýlishúsi. Bilskúrsréttur. Verð 93 — 10 millj., útb. 5 — 5.5 millj. 4ra herb. íbúfl 4ra herb. fbúð f fjölbýiishúsi. Hugguleg ibúð. Verð 10 millj., útb. 5 — 5,5 millj. Gófl sórhæfl, 90 ferm, í tvíbýiishúsi, bílskúrsréttur. Verð 6— 6.5 millj. útb. 3—3,5 millj. 150fm sórhœð 'l tvlbýlishúsi, nýjar innihurðir, 6 svefnherbergi. Húsið er 9 ára. Mjög gott verð, 13 millj., útb., 7.5 millj. 2ja herb. ibúð I tvibýli. ÖU innréttuð og tekin i gegn árið 1969 nýieg teppi, nýtt gler, góð eldhúsinnrétting. Verð6 millj. útb. 3 til 33 millj. 3ja herfo. fbúð í fjölbýli, bilskúrsréttur. Vcrð 8 til 8,5 millj. útb.4 (il 4,5 mUlj. 3ja herfo. ibúð i tvibýli, bUskúrsréttur, verð 6 til 6.5 millj., útb.3 til 33 millj. 150 fm sórhæfl í tvibýii á góðum stað, 6 svefnherb., sjónvarps- herb^ harðviðargluggar, eir hitalög. Verð 13 mUlj., útb. 75 mUlj. VANTAR Einbýlishús, raðhús og eidri einbýlishús. Opiö 6 daga vikunnarfrú kl. 1—6. Myndir aföllum fasteignum ú skrifstofunni Höfum Jjúrsterka kaupendur að einbýlishúsum og raðhúsum. Ýmisiegt Höfum miklu fleiri ibúðir á söluskrá. Hjá okkur er vettvangur fasteignaviðskiptanna á Suðurnesjunum. Verzlunarhúsnœði tilsölu, góð bílastœði stœkkunarmöguleikar. Veitingastaður til sölu, selt bœði sem verzlunarhúsnœði og iðnaðarhúsn. 180 ferm. Iðnaðarhúsn. lóOferm, stækkunarmöguleikar. Iðnaðarhúsn., 750ferm, fullklárað. Sumarbústaðir aföllum stœrðum og gerðum til sölu. EIGNAMIÐLUN SUÐURNESJA HAFNARGÖTU 57 — KEFLAVfK — SfMI 3868

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.