Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 31

Dagblaðið - 14.08.1978, Blaðsíða 31
31 GBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. ÁGÚST 1978. Utvarp Sjónvarp 9 Sjónvarp kl. 21.00: Frúin á Serki KVENLANDSTJÓRINN OG ÞÝZKIHERINN H HEH «..." i.v & * . S Æ ‘ w — r Tony Brittan, Pcter Dyneley og Celia Johnson 1 hlutverkum sínum i myndinni Frúin á Serki. Kl. 21.00 í kvöld verður sýnt leikrit er nefnist Frúin á Serki. Myndin fjallar um það er þýzki herinn kemur á eyna Sark á Ermarsundi og hertekur hana. Þetta gerist árið 1941 og er eyjan í haldi til 1945. Eyjan er i eigu brezku krúnunnar og er frú ein á eynni umboðsmaður drottningar. Frúin er óhrædd og kemur fram fyrir þýzka hermenn eins og ekkert sé, enda reynir hún að hughreysta eyja- búa i hörmungum stríðsáranna ásamt eiginmanni sínum á meðan hans nýtur við. Myndin lýsir á skemmtilegan hátt viðskiptum frúarinnar við hermenn, þó. aðallega tvo. Annar er greifi sem er nú atvinnuhermaður en hinn er nasisti. Myndin fjallar ekki um stríð og má segja að gaman sé að henni og mörg skemmti- leg atvik sem fram koma. Myndin er tæplega klukkustundar löng og send út i lit. Þýðandier JónO. Edwald. — ELA Útvarp kl. 17.20: Nornin Áhrifarík saga um litla telpu í dag kl. 17.20 hefur ný saga fyrir börn og unglinga göngu sína og nefnist hún „Nornin” efti brezku skáltjkonuna Helen Griffitsh, í þýðingu Dagnýjar Kristjánsdóttur. Hún les einnig söguna. Brezka skáldkonan Helen Griffiths hefur skrifað geysilega mikið, bæði fyrir börn og fullorðna, og eru bækur hennar bæði kunnar og vandaðar. Engin bók hefur fyrr komið út i islenzkri þýðingu eftir hana. Sagan gerist kringum 1440 á Spáni og eru galdrabrennur í hápunkti. Litið barn finnst i skógarjaðri smáþorps. Barnið er 4 ára gamalt stúlkubarn, mállaust og að þvi er virðist skilningsvana og óttaslegið. Enginn veit hvaðan barnið er og þorps- búar óttast það. 1 fáfræði sinni koma þeir sögu á kreik um að telpan sé haldin Sjónvarp Mánudagur 14. ágúst 20.00 l'rc ttir og vedur. 20.25 Augtýsingar og dagskrá. 20.30 iþróttir. Umsjónarmaftur Bjami Felixson. 21.00 Frúin á Serki (U: Breskt leikrit eftir William Douglas Home, búiö til sjónvarps- fiutnings af David Butler. Leiksljóri Alvin Rakoff. Aftalhlutverk Celia Johnson, Peter Dyncley og Tony Britton. Vorið 1941 leggur þýski herinn undir sig eyna Sark á Ermarsundi og heldur henni til I945. Landstjórinn, Sybil Hathaway, hughreystir eyjarskeggja í hörm- ■ ungum hernámsáranna ásamt eiginmanni sín- um, meðan hans nýtur við. Þýöandi Jón O. Edwald. 21.50 Brezk heimildarmynd er lýsir ferð Brandans frá lrlandi og vestur um haf með víðkomu á ISIandi. Þýðandi og þulur Ingi Karl Johannesson. Áður á dagskrá 17. júní sl. 22.50 Dagskrárlok. illum anda, að hún sé norn. Að sögn Gunnvarar Braga er sagan mjög svo áhrifarík og átti upphaflega að flytja hana á barnaárinu 1979, en það var ákveðið að flytja hana núna. „Bókin er greinilegt dæmi um hversu illa er hægt að fara með barn sálarlega vegna misskilnings,” sagði Gunnvör um bók- ina. - ELA Dagný Kristjánsdóttir les söguna en hún er einnig þýðandi. Einbýli — vesturbær. Höfum í sölumeðferð stórglæsilega eign sem gæti hentað fyrir sendiráð eða stóra fjölskyldu. Húsið er 220 ferm auk bilskúrs. í húsinu eru 60—70 ferm stofur, mjög stórt eldhús og 5—6 stór herbergi. Eignaskipti koma til greina fyrir íbúði vesturbæ með stórum stofum. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni en ekki í sima. Kóngsbakki 2ja herb. íbúð á jarðhæð. Stór geymsla, sér garður. Hverfisgata Tvær þriggja herb. íbúðir í sama húsi. 70 ferm hvor íbúð. MávahHð 2ja herb. 60 ferm risíbúð Óðinsgata 2ja herb. 60 ferm íbúð á sérhæð. Hjallavegur 3ja herb., 80 ferm risíbúð. Brávallagata 3ja herb. 70 ferm íbúð á 4. hæð. Stórar svalir, útborgun 7 millj. Framnesvegur 3ja herb. ný 80 ferm ibúð á l. hæð, ekki jarðhæð. Bræðraborgarstígur 4ra herb. ibúð, 120 ferm, á 4. hæð. Suðursvalir, 40 ferm stofa. Góð sameign. ÁKheimar 4ra herb., 120 ferm íbúð á 3ju hæð. 60 ferm stofur. Digranesvegur Neðri sérhæð 150 ferm, 4 svefnherb., 2 stofur, suðursvalir, 35 ferm bilskúr. Bræðraborgarstígur Raðhús, rúmlega tilbúið undir tréverk, 225 ferm auk kjallara. Sumarbústaðarlóð í Mosfellssveit höfum við l/2 ha lands við Langavatn. Mosfellssveit Fokhelt einbýlishús, 150 ferm grunnflötur auk 150 ferm jarðhæðar. Bílskúr. Mosfellssveit Fokhelt raðhús, 96 ferm grunnflötur. Tvær hæðir og kjallari með inn- byggðum bílskúr. Norðurmýri v Tvær 3ja herb. íbúðir, 85 ferm hvor, i sama húsi. Bilskúr fylgir ann- arri íbúðinni. Laugarnesvegur 2ja herb. 60 ferm nýstandsett íbúð i risi. Útb. 5,5 til 6 millj. Grindavík 110 ferm einbýlishús á einni hæð. Gler og miðstöð komin. Bilskúr 35 ferm. Skipti á 2ja til 3ja herb. íbúð í Rvík koma til greina. BreiðhoK 3ja herb. 85 ferm íbúð, 30 ferm. bilskúr. BreiðhoK 5 herb. 120 ferm. íbúð. 30 ferm.. Bilskúr. Breiðholt 5 herb. 110 ferm. íbúð. Bílskýli. Óskum eftir: Einbýlishúsi, helzt á einni hæð í Breiðholti. Má kosta 30—35 milljónir full- klárað að utan og innan. Útborgun yfir 20 millj. eftir sam- komulagi. Upplýsingar á skrifstofunni og í heimasíma sölu- manns. Gömlu járnklæddu timburhúsi með ca 70 ferm grunnfleti, kjallari, hæð og ris. Má þarfnast stand- setningar. 3ja herb. íbúð, 90 til 100 ferm með góðu holi og minnst 35 ferm stofu á 4. hæð i snyrtilegri blokk. Góð útborgun. Eignaskipti Gnoðarvogur 160 ferm 6 herb. íbúð, neðri sérhæð, svalir í suður, í skiptum fyrir einbýlishús í Vogum, Heimum eða Laugarási eða svip- uðum slóðum. Góð milligjöf. Húsamiðlun Fasteignasala. Templarasundi 3. Simar 11614 og 11616. Sökistjóri: VHhelm Ingimundarson. Heimasími 30986.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.