Dagblaðið - 14.09.1978, Page 3
3
DAGBLAÐID. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978._
Engir verð-
miðará
erlendum
pappírskiljum
— í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar
Þ.B. hringdi og vildi segja fáein orð
um sölu pappírskilja í verzlunum borg-
arinnar. Hann sagði að í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar væri en^in
þessara bóka merkt i hillunum. „Þar
er aðeins skrá sem sýnir verðið í
erlendri mynt. Slíkri skrá er hægt að
breyta í hvert skipti sem gengis-
breyting er nefnd.” Þ.B. sagði, að í
Mál og menningu væri þessu öðru vísi
farið. Þar væri hver bók merkt.
„Þegar 'þessu er háttað eins og í
Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar
þá er ógerningur fyrir kaupandann að
gera sér grein fyrir því, hvort gömlu
birgðirnar hafi verið hækkaðar.” Þ.B.
sagði að því fylgdi sterkur grunur, þar
sem bara er um eina skrá að ræða, og
hefði hann einnig rekið sig á að bækur
væru oft mun dýrari í Bókaverzlun
Sigfúsar Eymundssonar en i öðrum
bókaverzlunum.
Af þessu tilefni gerðu DB-menn sér
ferð í tvær bókaverzlanir í
miðbænum, Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar og Bókaverzlun
Snæbjarnar og athuguðu hvort erlend-
ar „pocket-bækur” væru verðmerktar
í hillunum. Því reyndist þannig háttað
í Bókaverzlún Snæbjarnar en hins veg-
ar voru allar erlendu bækurnar
ómerktar í Bókaverzlun Sigfúsar
Eymundssonar.
»
Frá Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds-
sonar. Þar gefur að líta mikið úrval er-
lendra pappírskilja. Bækurnar eru
ekki verðmerktar.
Ljósmynd Ari.
Spurning
dagsins
Eru Flugleiðir
einokunar-
fyrirtæki?
Magnús Einarsson: Flugfélög eiga ekki
að vera einokunarfyrirtæki. En hvort
þau eru það vegna lélegrar stjórnsemi
eða vegna lélegs eftirlits hins opinbera
skal ég ekki segja.
Sveinn Þorbergsson: Ég á erfitt með að
gera mér grein fyrir því hvort Flugleiðir
eru einokunarfyrirtæki vegna þess að ég
þekki ekki til þess.
Afsökunarbeiðni
í grein í Dagblaðinu mánudaginn
11. september sl. undir fyrirsögninni
„Andlegt náttúruleysi” o.s.frv. voru
hafðar eftir mér óheyrilegar
verðhækkanir á myndavélum m.a.
vegna hins nýja „luxusskatts” ríkis-
stjórnarinnar.
Mér er ljúft og skylt að játa að mér
urðu á þau mistök að taka sem sannar
Raddir
lesenda
Bflstjór-
inn
stakk af
5155—6267 hringdi og hafði þá
sögu að segja að hann hafði farið á
Hótel Sögu sl. sunnudag. „Þar sem
jafnan er miklum vandræðum bundið
að ná í leigubíl að dansleik loknum fór
ég út af ballinu dálítið fyrir kl. 1 og
náði fljótlega i leigubifreið. Var þessi
bifreiö af gerðinni Mercedes Benz, Ijós
að lit og bílstjórinn miðaldra maður.
Síðan þurfti ég að skjótast inn aftur.
Til þess að tryggja mér bílinn afhenti
ég bílstjóranum 2000 krónur. Þegar ég
kom út aftur var bifreiðin hvergi
sjáanleg. Ég hafði verið alveg granda-
laus og mér því láðst að taka niður
númer bilsins. Þetta þótti mér heldur
ómerkilegt. Ef bílstjórinn hins vegar
hefur á einhvern óskiljanlegan hátt
misst af mér án þess að ætla sér það
þá getur hann komið þessum pening-
um til DB og þannig hreinsað þennan
blett af stéttinni.'
upplýsingar sem ágætur viðskipta-
vinur gaf mér kvöldið áður. Hið sanna
er, að myndavélar eru eina Ijós-
myndavaran sem mismunandi hátt
vörugjald er ekki lagt á, þ.e.a.s. allt
sem við á að éta, filmur, pappír, lins-
ur, leifturljós, kvikmyndatæki hvers
konar og fleira og fleira er skattlagt
sem flottræfilsháttur. Afleiðingin
hlýtur að verða sú að tslendirigar
beina eftir beztu getu fjármagni sinu
inn i verzlun annarra landa. Gott er til
þess að vita að þjóðarhagur íslendinga
er með þeim fádæmum að þeir geta
miðlað öðrum þjóðum af efnum
sínum.
Ég hef dregið minn lærdóm af fyrr-
greindum misskilningi og það er von
mín að hin nýja ríkisstjórn geri það
sama. Það er skoðun margra
spámanna að fyrri rikisstjórn hafi m.a.
fallið vegna skorts á upplýsingum til
almennings. Núverandi ríkisstjórn
virðist ætla að brenna sig á því sama.
Allar „efnahagsráðstafan-
ir” hennar virðast annað hvort
slíkt myrkraverk að enginn tals-
maður fyrirfinnst eða að þeim finnst
almenningi hreinlega ekki koma málið
við. Það er von min að úr þessu verði
bætt með því aö útskýra jafnóðum
gjörninga, orsakir þeirra og
afleiðingar.
Með kærri kveðju,
Hilmar Helgason.
Hreiðar L. Jónsson: Það dettur mér ekki
i hug að halda. Mér finnst þetta frekar
vera þjóðþrifafyrirtæki.
Haraldur Sigfússon: Ég skal ekkert um
það segja. Ég held nú samt að þeir vilji
komast yfir sem mest af fluginu hér.
Karl Sveinsson: Ja, ég mundi nú segja að
þeir vildu komast yfir allt sem þeir ná í.
Mér finnast skrítin þessi flugfélagskaup
hjá þeim undanfarna daga.
Kári Gunnarsson: Nei, það held ég ekki.
Þetta er þjóðþrifafyrirtæki. Þeir hljóta
að græða svona mikið fyrst þeir geta
keypt þessi fyrirtæki. Á meðan þeim
gengur vel er ég ánægður.