Dagblaðið - 14.09.1978, Page 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 14. SEPTEMBER 1978.
9
Vinningshafarnir í 36 stiga hita f Grikklandi:
NÆST ER ÞAÐ „SJOMENNSKA” UM
BORÐ í LÚXUSFARKOSTI og f iskleysi við Jan Mayen
„Þetta er ólíkt þægilegra að stunda sjó
hérna við Miðjarðarhafið en að stíga
ölduna í loðnunni heima,” sagði Helgi
Ingvarsson, skipverji á Vestmannaeyja-
bátnum Kap II. Hann er um þessar
mundir „gestur” eiginkonu sinnar,
Ragnheiðar Markúsdóttur. Hún var svo
þrælheppin að hreppa Grikklandsreis-
una miklu á vegum Dagblaðsins og
Sunnu.
Það má með sanni segja að guðir
vinda og veðra hafi sýnt sínar beztu hlið-
ar fyrri vikuna sem þau hjónin Ragn-
heiður og Helgi dvöldu hér, segir Jó-
hannes Reykdal, fréttamaður DB. sem
hitti þau hjónin að máli um síðustu
helgi. Hitastigið var um 36 gráður og sól
skein í heiði. Sjórinn er hlýr og þægi-
legur eins og bezta baðvatn.
Meðal þess sem þau hjónin hafa skoð-
að er Akropolis. „Þetta er bókstaflega
eins og að ganga inn i mannkynssöguna,
að sjá allt það sem maður las um í skóla-
bókunum,” varð Ragnheiði að orði þeg-
ar komið var upp á Akropolishæðina.
Fyrri vikuna dvöldu þau hjónin á
Glyfada-ströndinni á lúxushóteli sem
heitir Fenix. Þar dvelja fjölmargir Is-
lendingar, en spölkorn frá hótelinu er
Hótel Regina Maris og þar eru íslend-
ingar einnig í stórum hópum. Fararstjór-
ar Sunnu, þeir Halldór Briem og Friðjón
Friðjónsson, tóku á móti hópnum á flug-
vellinum og hafa þeir verið boðnir og
búnir að leysa hvers manns vanda.
í dag eru þau hjónin, Ragnheiður og
Helgi, komin áleiðis til Júgóslavíu og
Ítalíu um borð í lúxus-farkostinum La
Perla. Hugur þeirra stefndi mjög til þess
ferðalags. enda er sjórinn þeim Eyrbekk-
ingunum i blóð borinn. Höfðu þau hjón
á orði að sá hluti ferðarinnar væri eigin-
lega perlan í þeirra augum.
En svo vikið sé frá Helga, sem nú
hvílir lúin bein frá erfiðum störfum á
sjónum, má segja þær fréttir af félögum
hans á Kap II, að ólikt höfðust þeir að
þessa viku meðan Helgi var í sólinni og
baðvatnsvolgum sjónum við Glyfada.
Þeir héldu nefnilega norður í Ballarhaf,
allt noður til Jan Mayen i loðnuna þar.
Hrepptu þeir brælu og leiðindaveður og
fremur tregan afla í vikutúr þangað.
Helgi og Ragnheiður skiluðu kveðjum
til þeirra og allra vina og kunningja. En
að sjálfsögðu er það von okkar að veiði-
skapur Kap-verja gangi vel og þeir kom-
ist jafnvel til Grikklands, þótt síðar
verði, til að jafna metin við félaga sinn.
—JBP—
„Það er bókstaflega eins og að ganga inn i mannkynssöguna að sjá allt það sem
maður las um i skólabókum,” varð Ragnheiði að orði eftir að hafa komið á Akro-
polishxðina. Hér eru hjónin i fararbroddi ferðafélaga.
Vængir óskuðu eftir við
ræðunum við Flugleiðir
„Viðræður Flugleiða og Vængja, sem
Dagblaðið segir frá í gær, eru fyrir frum-
kvæði og að ósk stjórnarformanns
Vængja, Guðjóns Styrkárssonar,” sagði
Örn Johnson, forstjóri Flugleiða, i við-
tali við DB. Hann bætti við: „Þessar við-
ræður eru á algeru frumstigi.”
í fyrir sögn DB i gær segir að Flug-
leiðamenn vilji kaupa Vængi og að um
það standi nú viðræður þessara tveggja
félaga. Flugleiðamenn hafa ekki tjáð
þann vilja i þeim viðræðum sem hafnar
eru að ósk Vængja. Hitt er vitað að um
einhvers konar samvinnu er rætt og þó
alveg sérstaklega leitað hófanna um
áhuga Flugleiða á því að kaupa meiri-
hluta hlutafjárins i Vængjum og þar
með að taka við rekstri félagsins í innan-
landsflugi.
Eins og Öm Johnson forstjóri sagði
eru viðræðurnar á algeru frumstigi og
engin stefna ennþá mörkuð i þeim.
BS.
Frystihúsamaðir á f uöurnesjum:
„RÓUM AF STAÐ
UPP A LOFORÐIN”
— mikil fiskverðshækkun gæti skapað vand-
ræðaástand aftur á örskömmum tíma
„Við erum að setja i gang eða róa af
stað upp á loforðin, hækkuð rekstrar-
lán, lækkaða vexti af þeim, væntan-
legt lánsfé til hagræðingar i kjölfar
gengishagnaðar af gengislækkuninni
og vonandi breytingum á lausaskuld-
um frá erfiðleikatimanum í vor yfir í
föst lán," sagði forstjóri eins frysti-
hússins á Suðurnesjum i viðtali við DB
igær.
Þar var alls staðar sömu sögu að
segja. Allt var að fara i gang, togararn-
ir farnir að landa heima eftir að hafa
siglt út með afla að undanförnu,
heimabátar komnir á miðin og
vinnslusalirnir orðnir mennskir aftur.
Þótt rekstrarástandið sé sízt betra
þessa stundina en áður en húsin lok-
uðu i sumar telja frystihúsamenn ekki
stætt á að framlengja atvinnuleysið
lengur að fengnum loforðum nýrrar
ríkisstjórnar um úrbætur.
Sameiginlegt álit þeirra var að ef
fiskverð hækkaði ekki úr hófi á næst-
unni væru bjartari tímar framundan,
en nýs fiskverðs er að vænta á næst-
unni. Þar er um að ræða brýnt hags-
munamál fyrir sjómenn, en verði veru-
leg fiskverðshækkun, sem verði ein-
göngu borin uppi af frystihúsunum
beint, töldu frystihúsamenn ekki nema
nokkurra mánaða spurningu um hve-
nær rekstrarástand húsanna yrði orð-
iðjafnslæmtognú.
Helgi og Ragnheiður busla i heitum öldum á Glyfada-ströndinni.
DB-myndir Jóhannes Reykdal.
BESTU KAUPIN I LITSJONVARPSTÆKJUM
> m o
22" kr. 410.000.-
22" með fjarst. kr. 460.000.
26" kr. 465.000.-
26" meöfjarstkr. 525.000,
BORGARTUN118
REYKJAVÍK SÍMI27099
SJONVARPSBÚÐIN
Finlux Finlux Finlux Finlux Finlux Finlux
AÐRIR ÚTSÖUSTAÐIR:
Reykjavik: Radió & Sjónvarpsverkst. Laugav.147
Grindavik: Versl. Báran
Selloss: Höfn h/f.
Vestmannaeyjan Kjarnl s/f.
Höfn Hornafirði: K.A.S.K.
Stöðvarfjörðun Kaupfélag Stöðfirðinga
Esklfjörður Versl. Elísar Guðnas.
Seyðisfjörður Stálbúðin
Egilstaðir: Rafeind
Vopnafjöröur Versl. Ólafs Antonssonar
Húsavik: Kaupfél. Þingeyinga
Akureyri: Vöruhús K.E.A.
Oalvík: Ú.K.E
Ólafsfjörðun Valberg h/f.
Ólafsfjörðun Kaupfélagið
Siglufjörðun Ú.K.E.
Sauðárkrókun Kaupfél. Skagfirðlnga
Blönduós: Kaupfél. Húnvetninga
Hvammstangi: Kaupfél. V-Húnvetninga
Hólmavik: Risverslunin
Bolungarvik: Radióv. Jóns B. Haukssonar
Tálknarfjörðun Kaupfél. Tálknafjarðar
ÓlafsvikiTómas Guðmundsson
Finlux Finlux Finlux Finlux Finlux Finlux