Dagblaðið - 18.10.1978, Page 2

Dagblaðið - 18.10.1978, Page 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978 Oréttmæt leikgagnrýni — Ólafs Jónssonar gagnrýnanda DB 1443—2760 skrifan Ég get ekki orða bundizt lengur þar sem ég er bæði hissa og reið. Ástæða þess er gagnrýni í Dagblaðinu um leik- ritið A sama tíma að ári. Með þessari gagnrýni fylgir glottandi mynd af Ólafi Jónssyni. Hvernig er það með þann mann. Heldur hann að gagnrýni þurfi alltaf að vera neikvæð? Eg hef stundum lesið gagnrýni eftir hann og oft verið hissa og ósammála honum. Ég held bókstaflega að manninum þyki ekkert leikrit gott. Þegar þessi leikdómur bættist við fannst mér of langt gengið. Ég sá þetta leikrit og fannst það mjög gott. Og ekki bara af því að i því var pínulitið „klám”. Það er hægt að hlæja að leikritinu og í þvi eru margir góðir punktar. Auk þess er leikurinn frábær. Ég fékk meira að segja tár í augun og það hélt ég að væri ekki hægt þegar Bessi er annars vegar, nema þá af hlátri. Það sama má segja um alla þá sem ég þekki og sáu þetta leikrit. Þeim fannst það gott. Ég leyfi mér að halda því fram að leikgagnrýnin hjá Ölafi hafi verið óréttlát. Ég neita því að ég og allir hinir séum svo vitlaus, að við séum ekki dómbær á gæði leikritsins. Ef ég á einhvern tíma eftir að sjá jákvæða gagnrýni eftir Ólaf Jónsson fer ég ekki ótilkvödd á það leikrit, því Ólafur Jónsson gagnrýnandi. það hlýtur að vera ömurlega leiðinlegt. BréffráSvíþjóð: Betri landkynningu Þórunn Svavarsdóttir Silvergardcn 3 a Landskrona Svíþjóð skrifan Annað slagið eru sýndir þættir frá Islandi í sænska og danska sjón- varpinu. Þessir þættír eru lítil land- kynning. Þeir eru urn hraun og öræfi, eldgömul kofahró og kindur. Inn á milli eru siðan leikrit eins og Róbert F.liasson kemur heim frá útlöndum, Póker og eitthvað sem gerðist fyrir aldarfjórðungi. Það er því ekki að furða þótt Svíar spyrji mann hvernig sé eiginlega búið á islandi. Þegar loks sást mynd tekin í mannabústöðum, þ.e. Morðsaga, þá héldu hérlendir að myndin væri tekin í Ameríku. Menn halda að hér lifi heimskauta- dýr, ísbirnir og fleira og treysta sér varla til íslands af ótta við eldgos. Þeir hafa það á tilfinningunni að eyja þessi springi í loft upp á meðan þeir eyða hér sumarfríi sínu. Við þurfum betri landkynningu þar sem sýnt er hvernig nútima Islendingar lifa og hvað Islendingar starfa í dag. Af orðum bréfritara má dæma að þetta sé það sem Sviar og Danir sjá af okkar ástkæra landi. Myndin er tekin af gosi við Leirhnúkífyrr a. DB-mynd Hörður. Óþörf myndbirting S.A.F. hringdi: 1 DB 12. október sl. var mynd af konu sem lent hafði i umferðarslysi. Mér finnst slik myndbirting óþörf. Hún kom illa við mig. Slíkar myndir hafa verið i fleiri blöðum og er sömu sögu um þær að segja. Ég hef sjálf lent i bílslysi og það birtist slík nærmynd af þvi slysi þannig að ég tala af nokkurri reynslu af þeim óþægindum sem af slikum myndbirtingum stafa. Þá er það og óþægilegt fyrir ættingja og vini þeirra sem í slysinu lenda. Vikan sorpblað? P. Traustason hríngdi: Hvernig greinar er vikublaðið Vikan farin að birta? Á þetta blað ekki að vera fjölskyldublað? Hvers vegna eru menn ekki aðvaraðir áður en leiðinlegar greinar, eins og verið hafa í tveimur síðustu tölublöðum, birtast. Það er rétt að vekja athygli á þessu þannig að slík sorpblöð liggi ekki frammi þar sem börn geta skoðaö þau. Þakkir til landlæknis Anna Kristjánsdóttir Garðabæ hríngdi: Ég sendi landlækni beztu kveðjur fyrir góða grein í DB 10. október sl. Það er bezta og mannlegasta grein sem rituð hefur verið um vandamál aldraðra að undanfömu. Síðasti hluti greinarinnar um há- mark tillitsleysisins var mjög sannur þar sem fjallað var um uppsagnir fólks sem náð hefur 67 ára aldri. Islenzkir bókmennta- menn illa upplýstir? Sigurjón Jónsson skrifar: Fylgjast ísl. bókmenntamenn,. rithöfundar, ritdómarar og aðrir slíkir illa með á sínu sviði, sbr. það að þeir virtust naumast hafa heyrt nefndan rithöfund þann er nýlega fékk Nóbels- verðlaun, Isacc Bashevis Singer? Sá rithöfundur er nú ekki óþekktari en svo, að hann hefur hvað eftir annað verið á lista yfir úrvalshöfunda i tima- ritinu TIME, sbr. Editors’ Choice 7. ágúst, 14. ág., ll.sept. og2.okt. sl. t>£ST/K Nýju SK u CSGrU /U*f(S/J& ? V£/STU /&JO zCAr'A'/ A>£7T/*) V/öSo/D ^RN/V? í £/G-(VSÁO/q^Æy/K/'ö/G-*\/-/f?í/vCMc,fVt /6Æ/V? /oÆu AfOÖ/f? 'R RiS V/<j/1fv£>' ÍSrtM/q Uá/£t\/U/-*; Í'T/ STÓRH fcTTU <££&-//£ // ~U|— Skátakveð jan hef ur merkingu Lesandi DB hringdi í tilefni af frétt hefði ákveðna merkingu. Merkið i DB nýlega um skátastarf í táknar skátaliljuna, en hún merkir Bústaðahverfi. Fannst lesenda það hins vegar hið þriliða skátaheiti. vanta í fréttina að kveðja skátanna Vilhjálmur Ástráðsson plötusnúður I Klúbbnum. DB-mynd Árni Páll. Tyggjótónlist í diskótek- unum Tanja Hackert hringdi: „Diskótekin hér eru of einhliða, músíkin er svona tyggjó-dískómúsík, alltaf sama bítið og hér vantar í bland jazz, alvöru diskómúsík og funk- músík. Ég skapp i Hollywood á fimmtudag og þar var sömu sögu að segja og i Klúbbnum, enda stemmningin léleg, fólk með fýlusvip. Óðal er allt öðru vísi og miklu betra að þessu Ieyti. Diskótekarar, plötusnúðar, verða að gera sér grein fyrir því að þeirra er ábyrgðin á því hvernig þessar skemmtanir takast.” 27 ÁREKSTRAR OG 5 SLYS llla lagt við Lokastíg S.S. hringdi: gangstétt sem er við götuna, að ekki er Lögreglan mætti gjarna athuga nokkur leið fyrir gangandi fólk að hvernig bílum er lagt við Lokastíg. Þar komast leiðar sinnar, nema að ganga er bílum lagt það vendilega upp á útágötu.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.