Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.QKTÓBER 1978 7 HEIMSMEIST ARAEINVÍGIÐ: KARPOV MEÐ PALMANN í HÖNDUNUM QG100 MILUÓNUM RIKARI Þreyttur og leiður viðurkenndi Viktor Kortsnoj i morgun að Anatoly Karpov andstæðingi hans hefði tekizt að verja titil sinn sem heimsmeistari í skák. Hann gaf þritugustu og aðra skák sína í morgun, án þess að tefla hana frekar. Fór því eins og sér- fræðingar spáðu, að skákin væri gjör- töpuð fyrir Kortsnoj. Ekki verður þó annað sagt en að áskorandanum hafi vel tekizt að endurvekja spennuna í einviginu við Karpov. Eftir að hafa verið undir að vinningatölu með aðeins tvo vinninga á móti fimm tókst honum að jafna, fimm gegn fimm og einvigið var orðið æsispennandi. Þeirri spennu lauk í morgun er Karpov krækti sér í sjötta vinninginn. Viktor Kortsnoj sakaði fulltrúa Sovétrikjanna í Baguio á Filippseyjum um að hafa beitt sig sviksamlegum brögðum og andlegu álagi áður en síðasta skákin hófst. Bretinn Raymond Keene tilkynnti fyrir hönd áskorandans að i mótmælaskyni mundi hann ekki mæta til að undirrita leikina í skákinni og þar með formlega viðurkenna sig sigraðan. Viktor Kortsnoj ætlar heldur ekki að mæta við verðlaunaafhendinguna, pe zar '. natoly Karpov verður formlega krýndur heimsmeistari i skák i annað skipti og fær afhent verðlaunin. jafn- virði rúmlega eitt hundrað milljóna islenzkra króna. Þessi hegðan áskor- andans er raunar ekkert annað en áframhald þeirra stöðugu deilna og rifrildis, sem hófst jafnhliða heims- meistaraeinviginu 17. júli síðastliðinn. Síðan þá eru níutíu og tveir dagar. Litið hefur heyrzt frá hinum nýja heimsmeistara en tilkynnt hefur verið að hann muni halda blaðamannafund fljótlega. Viktor Kortsnoj ntun fara næstu daga frá Filippseyjum, en hann mun tefla í sveit Svisslendinga á ólympiuskákmótinu, sem haldið verður i Argentinu og hefst í næstu viku. Hann verður einnig á þingi Alþjóðaskáksambandsins. sem hefsi fimmta nóventber. Þar segist hann ætla að mótmæla slæmri meðferð á sér af hendi stjórnenda heimsmeistara einvigissins á Filippseyjum. Eirinig framkomu Sovéunanna. Raymond Keene, aðstoðarmaður Kortsnojs, sagði að Florencio Campomanes.. aðalstjórnandi keppninnar i Bagiuo. hefði gert mjög rangt með þvi að ákveða á formlegum fundi mótsstjórnar i gær. að tveir Ananda Marga munkar skyldu yfir- gefa sveit Kortsnojs rétt áður en loka- skákin hófst. „Þar notaði Campomanes svo sannarlega sovézkar aðferðir." sagði Keene og hélt frant að þessi ákvörðun hefði haft mjög slæni áhrif á áskorand- ann er hann tefldi skákina. JÓN L. ÁRNASON CI/DICAD lllVfl CI/ÁI/ Anatoly Karpov virðist vera á góðri leið með að verja heimsmeistaratitil sinn í einvíginu við Viktor Kortsnoj á Filippseyjum. 32. skákin fór í bið í gær og telja sérfræðingar og aðrir, að staða Karpovs sé auðunnin. Það er ekki nóg með það, að hann hafi tvo samstæða frelsingja á drottningarvængnum, heldur standa menn hans að öllu leyti betur en menn áskorandans og manns- fórn vofir yfir svörtu kóngsstöðunni. Tækist Karpov að vinna, yrði einvíginu lokið, þvi hann hefði þá fengið hinn langþráða 6. vinning, gegn 5 vinningum Kortsnojs. I upphafi einvígisins var Karpov álitinn mun sigurstranglegri. Hann hafði náð frábært m árangri á skákmótum fyrir einvígið og auk þess bjuggust menn við, að aldursmunurinn myndi vega þungt á metunum. Ekki breyttist álit manna mikið, þegar Karpov var kominn i 5—2 og sigur í einviginu blasi við. En þá fóru undarlegir hlutir að gerast. í aðeins 4 skákum fékk Kortsnoj 3 1/2 vinning og hafði þannig tekist að jafna metin. Karpov var gjörsamlega óþekkjanlegur. Hann tefldi mjög þreytulega og virtist eiga í mestu erfiðleikum, með að einbeita sér. Það var svo ekki fyrr en í skákinni í gær, sem honum tókst að sýna sitt rétta andlit og tefla markvisst og örugglega. Kortsnoj tefldi óvenjulegt afbrigði af Pircvörn og notaði mikinn tima á byrjunina. Karpov byggði upp trausta og örugga stöðu og eftir skemmtilegt gegnumbrot i 25. leik fór staða áskor- andans — og tími — sífellt versnandi. Hann tapaöi peði fyrir lítið og eins og áður sagði á hann við ýmis erfið vanda- mál að glima í biðstöðunni, sem e.t.v. eru óleysanleg. Biðskákin verður tefld áfram i dag. 32. einvigisskákin Hvitt: A. Karpnv Svart: V. Kortsnoj Pic-vörn 1. e4 Karpov snýr sér nú aftur að e-peðinu, eftir nokkrar „enskar” skákir. Vafalaust hefur hann nú fundið pottþétta áætlun gegn spánska leiknunt, sern Kortsnoj hefur svo mjög notað í þessu einvigi. Kortnoj hefur hins vegar engan áhuga á að komast að þvi hvers sú áætlun er og hverfur aftur til Pirc-vamarinnar, sem hanri beitti i 18. skákinni. 1. — d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 g6 4. RD Bg7 5. Be2 0—0 6.0—0 c5!? Skemmtilegur leikur, sálfræðilega séð. 1 18. skákinni lék Kortsnoj 6. — Bg4, sem af „teóríufræðingum" er talinn traustari leikur. Eftir textaleikinn telja þeir hvítan fá betri stöðu með 7. dxc5 dxc5 8. Dxd8 Hxd8 9. Be3 o.s.frv. Með tilliti til frábærrar endataflmennsku Kortsnojs í síðustu skákum, hefur Karpov hins vegar engan áhuga á þessu framhaldi. 7. d5 Staðan sem nú er komin upp minnir að mörgu leyti á Benóni-vörn (1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e6 4. Rc3 exd5 5. xcd5 o.s.frv.). Sá er hins vegar munurinn, að nú hefur svartur ekki peðameirihluta á drottningarvæng og þvi verður mótspil hans þar ekki eins hættulegt. 7. - Ra6 8. Bf4 Rc7 9. a4 b6 10. Hel Bb7 Biskupinn stendur ekki mjög vel á þessari skáklínu. Til greina kom einfald- lega strax 10. —a6, ásamt 11. — Hb8 o.s.frv. 11. Bc4 Rh5?! 12. Bg5 Rf6 Taflmennska Kortsnojs er ekki mjög sannfærandi. E.t.v. hefur hann nú vonast eftir þrátefli með 13. Bf4 Rh5, en Karpov er ekki á þeim buxunum. Biskupinn stendur síst verr á g5, auk þess sem heimsmeistarinn er í vígahug. 13. Dd3 a6 14. Hadl Hb8 Kortsnoj bindur mótspilsvonir sinar RAI=VÖRUR 51= LAUGARNESVEG 52 - SlMI 86411 við framrásina b6 — b5, en hann hefur þegar tapað of miklum tíma til að hún verði hvítum hættuleg. 15. h3 Rd7 16. De3Ba817.Bh6 Eftir uppskiptin á svartreita biskupunum veikist kóngsstaða svarts. Karpov hefur nú notað klukkustund og 15 mínútur, en Kortsnoj klukkustund og 45 mínútur. Kortnoj átti því aðeins eftir 45 mínútur af umhugsunartíma sínum tilaðljúka 40. leiknum. 17. —b5 18. Bxg7 Kxg7 19. Bfl Rf6 20. axb5 axb5 21.Re2. Karpov flytur riddarann yfir á kóngs- vænginn, þar sem hann verður meira ógnandi en áður. Kortsnoj skiptir sér hins vegar ekkert af þessu brambolti heimsmeistarans og heldur áfram áætlun sinni á drottningarvængnum, eins og ekkert hafi í skorist. 21. — Bb7 22. Rg3 Ha8 23. c3 Ha4 24. Bd3 Da8 Kortsnoj mátti nú þegar fara að flýta sér, því hann átti aðeins 18 mínútur eftir á klukkunni. Karpov átti hins vegar nógan tíma eftir, eða rúmlega klukkustund og gerir nú ekki sömu skyssuna og fyrr i einvíginu, þ.e. að fara sjálfur að leika hratt. Þess i stað íhugar hann leiki sina af gaumgæfni og árangurinn lætur ekki á sér standa! 31. — Dd8 32. Bfl Hc8 33. Dg5! Kh8 34. Hd2 Rc6 Timahrak Kortsnojs \ar nú orðið mjög alvarlegt. Á næstu 6 leiki, átti hann innan við 2 mír tur. Jafnvel klukkustund nægir varla ti! að bjarga þessari stöðu! 35. Dh6 Hg8 Hvítur hótaði 36. Rxg6! 36. Rf3 Df8 37. De3! Ekkert endatafl, takk! 37. — Kg7 38. Rg5 Bd7 39. b4! Frelsingjarnir hafa eitthvað til málanna að leggja. 39. — Rxb4 gengur auðvitað ekki vegna 40. Dxa7. 39.—Da8 40. b5Ra5 41.b6. 25. e5! Með þessu skemmtilega gegnumbroti tryggir hvítur sér betri stöðu. — 25. — Rfxd5 er einfaldlega svarað með 26. Rf5 (eða h5) +! gxf5 (26. — Kh8 27. Dh6 Re6 28. Rg5 og mátar) 27. Dg5+ Kh8 28. Dxf5 og hvítur vinnur. 25. —dxe5 26. Dxe5 Rcxd5 27. Bxb5 Ha7 28. Rh4 Bc8 29. Be2. Hér hefði Karpov getað unnið peð, með 29. c4 ásamt 30. Dxc5. Við það myndi biskupinn á b5 hins vegar lokast úti og þvi kemur Karpov honum í spilið fyrst. / 29. — Be6 30. c4 Rb4 31. Dxc5 Þar með er peðið fallið fyrir borð og hvítur kominn með tvo samstæða frelsingja á drottningarvæng. Hér fór skákin i bið og lék Kortsnoj biðleik. 1 fljótu bragði virðist hann vera á barmi glötunnar. Hvitur hótar ekki einungis hróknum á a7, heldur líka 42. Rxf7! þvi 42. — Kxf7 er auðvitað banvænt, vegna 43. Dxe7 og svartur er mát. Eins og Mikhael Tal orðaði það: „Þú þarft ekki að vera stórmeistari til að skilja stöðuna.” — Frekari skýringar ættu því að vera óþarfar. V "" \ ÍTÖLSKU HREINL/ETISTÆKIN FÁIÐ BÆKLINGA OG VERÐ J.L. HÚSIÐ REYKJAVÍK / STVKKISHÓLMI BYGGINGA MARKAÐURINN VER2LANAHÖLLINNI / GRETTISG. /

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.