Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 8
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.0KTÓBER 1978
Offsetprentari
éskast
Óskum að ráða offsetprentara til starfa.
Upplýsingar gefur yfirverkstjóri.
Hilmir h/f
Síðumúla 12.
Framkvæmdastjóri
Stór og öflug áhugamannasamtök óska eftir
að ráða framkvæmdastjóra sem fyrst.
Fjölbreytt og lifandi starf í boði. Umsóknir er
greini menntun og fyrri störf sendist afgreiðslu
blaðsins fyrir 23. þessa mánaðar merkt
,,Hæfur”. Farið verður með umsóknir sem
trúnaðarmál.
Notað timbur
Allmikið magn af notuðu timbri til sölu.
Stærðir 2x4, 2x5 og 1x6. Selst í einu lagi.
Egill Vilhjálmsson hf.
Laugavegi 118, sími 22240.
Smurbrauðstofon
BJORNINN
Njáisgötu 49 - Sími 15105
Sími 29922 Fasteignir
Opið alla daga og öll kvöld vikunnar
Dalsel
2 herb. 80 ferm sérlega vel hönnuð og vönduð ibúð í sérflokki með
bílskýli.
Skúlagata
3 herb. 80 ferm íbúð á efstu hæð i fjölbýlishúsi.
Vesturbær
. Gamalt en vel við haldið einbýlishús ásamt byggingarlóð til sölu eða í
makaskiptum fyrir góða hæð í vesturbæ.
Sólvallagata
100 ferm 4 herb. vönduð og sólrík íbúð til sölu eða í makaskiptum
fyrir 4—5 herb. hæð.
Barmahlíö
3 herb. 75 ferm jarðhæð i fjórbýlishúsi, sérstaklega snyrtileg og vel
umgengin ibúð. til sölu eða i skiptum fyrir2 herb. ibúð.
Efstasund
3 herb. 80 ferm jarðhæð í þribýlishúsi, björt og falleg ibúð, i sér-'
flokki, til sölu eða i skiptum fyrir ibúð á 1. eða 2. hæð.
Norðurbraut Hafnarfirði
2 herb. risibúð í ,vibýli, sem nýtt hús með góðum garði.
Blöndubakki
4 herb. 110 ferm íbúð með herbergi i kjallara til sölu eða i skiptum
fyrir einbýlishús, má vera gamalt.
Skólagerði
96 ferm ibúð á 1. hæð í fjórbýli, sérlega vönduð og góð eign. Höfurr,
til sölu neðri hæð i tvíbýli.
Árbæjarhverfi
Höfum til sölu neðri hæð i gömlu tvibýlishúsi i Uptabæ. Ibúðinni
fylgir bílskúrsplata.
Melgerði
Sérhæö í tvibýli, 3 herb., góð stofa, sérinngangur, sérhiti, suðursvalir
40 ferm upphitaður bílskúr, falleg og góð eign í fallegu umhverfi.
Makaskipti
Höfum ávallt fyrirliggjandi fjölda góðra eigna í makaskiptum, s.s. i
Hliðum, vesturbæ, Hraunbæ, Garðabæ, Kópavogi og Hafnarfirði.
Höfum fjárstcrka kaupendur að öllum gerðum eigna.'
Góð útborgun. Staðgreiðsla kemur til greina fyrir rétta .
eign.
As FASTEIGNASALAN
Askálafell
Mjóuhlíó 2(við Miklatoru)
Sölustjóri: Svcinn Frcyr
Sölum. Valur Magnússon.
Hcimasími 85974.
ViðskiptafræðinKur: Brynjólfur Bjarkamj
Ljósm. Höröur
Á æfingu á Konu eftir Agnar Þórðarson. Leikstjórinn, Gísli Alfreðsson, til vinstri.
Agnar Þórðarson KLEPPSVINNA
OG KONA HVERFUR
Annað kvöld frumsýnir Þjóðleik-
húsið tvo nýja einþáttunga eftir Agnar
Þórðarson á Litla sviðinu. Agnar
hefur verið afkastamikill leikritahöf-
undur. sérstaklega í útvarpi, en þetta
eru fyrstu einþáttungar eftir hann sem
sviðsettir eru. Heita þættirnir Sandur
og Kona og leikstýrir Gisli Alfreðsson
þeim en Björn G. Björnsson gerir afar
haganlega leikmynd. Fyrri einþáttung-
Urinn fjallar um hina upprunalegu
„Kleppsvinnu”, þ.e. sandmokstur sem
Þórður Sveinsson læknir á Kleppi
mælti með fyrir ákveðna sjúklinga til
að komast að því hvort þeir voru
orðnir heilir heilsu. Leikendur í Sandi
eru þrír: Þorsteinn Ö. Stephensen,
Gunnar Eyjólfsson og Júlíus Brjáns-
son.
Siðari þátturinn fjallar um listmál-
ara sem býr ásamt konu sinni i bústað
Landris
aldrei meira
við Kröflu
„Það gerist ekkert hér fyrr en byrjar
óróahrina og landsig. Þangað til geta
verið nokkrir dagar eða jafnvel vikur,”
sagði dr. Páll Einarsson jarðeðlisfræð-
ingur i samtali við fréttamann DB i gær
en dr. Páll er nú staddur við Kröflu.
„Hér er þetta eins og það hefur verið
undanfarna daga,” sagði dr. Páll. „Land
rís hér áfram og hefur aldrei staðið jafn-
hátt en skjálftar eru eiginlega engir. Það
myndast svona bunga, mest á einum
stað skammt austur af Leirhnjúk, en
síðan minnkar hún eftir því sem lengra
dregur frá.”
Þessi þróun hefur til þessa endað á
tvennan hátt: annaðhvort gýs eða um-
talsvert kvikuhlaup verður neðanjarðar.
ÓV
úti á landi. Hverfur konan með dular-
fullum hætti en skömmu síðar kemur
systir hennar i heimsólkn, furðu lík
konunni. Aðalhlutverk leika Gunnar
Eyjólfsson og Helga Elínborg Jóns-
dóttir en Randver Þorláksson og
Júlíus Brjánsson eru i smærri hlut-
verkum. Agnar Þórðarson hefur
samið yfir tuttugu leikrit á ferli sínum,
fyrir útvarp, sjónvarp og leiksvið, en
Agnar er jafnframt fyrsti höfundur
okkar sem hóf gagngert að skrifa fyrir
útvarp.
Fengu
allt að 30
rjúpur
— á fyrsta heimilaða
veiðideginum
Rjúpnaveiðitiminn hófst á
sunnudag. Fáir voru að veiðum
hér sunnanlands enda lítill sem
enginn snjór. Tíu menn gistu i
Staðarskála í Hrútafirði. Fékk sá
fengsælasti um 30 rjúpur. Menn
þessir, sem voru aðkomumenn,
héldu sig aðallega i fellunum næst
skálanum. Leiðindaveöur var á
sunnudag en aðfaranótt mánudags
snjóaði og veiðiaðstæður urðu þá
betri.
Á Húsavík fóru allmargir til
rjúpna strax og mátti og svo mun
víðar hafa verið. Norðanlands og
vestan er víða snjór niður fyrir
miðjar hlíðar og þar þvi meiri
veiðivon en í snjóleysi Suðurlands,
ef rjúpu er á annað borð að finna.
- ASt.
Litaður simi kostar
1700 krónur aukalega
Sú missögn var i frétt utn verð tal-
símatækja í DB fyrir helgi að litaður
simi var sagður kosta 14.400 krónur
aukalega. Hið rétta í málinu er að velji
menn heldur litaðan síma, er þeir fá
sima í fyrsta skipti, kostar það aðeins
1700 krónur aukalega. Vilji menn hins
vegar skipta um simtæki, til dæmis úr
gráu i rautt, þá kostar það 14.400
krónur.
Karl Bender, verkfræðingur á síma-
tæknideild Pósts og sima, hefur einnig
óskað eftir að tekið yrði fram að stofn-
gjald nýs síma er nú 41.000 krónur.
með söluskatti verður það 49.200
krónur, eins og sagði í frétt blaðsins.
Þá má og geta þess í framhaldi af
annarri frétt í blaðinu um innflutning
á skrautsimum að heildsalinn, sem selt
hefur nokkra slíka síma í húsgagna-
verzlun í borginni, sagði í samtali við
fréttamann blaðsins að tækin hefði
hann fengið með ýmsu öðru dóti frá
Italíu og hefðu engar athugasemdir
verið gerðar við þann innflutning.
Sveinn Einarsson leikhússtjóri
sagði að í þessum einþáttungum hitti
Agnar á nýja tóna og Gunnar Eyjólfs-
son leikari tók í sama streng og taldi
leikritin með meiri verkum hans.
Æfingar einþáttunganna hófust i lok
maí og eru þeir 17. leikverkið sem
frumsýnt hefur verið á Litla sviðinu
undanfarin 5 ár en meirihluti þeirra
verka hefur verið íslenzkur. Aðsókn á
þessar sýningar í kjallaranum hefur
verið ágæt að sögn Sveins og taldi
hann það sanna tilverurétt lítils sviðs i
Þjóðleikhúsinu. Sagði hann að
draumur þeirra væri að byggt yrði við
Þjóðleikhúsið, yfir slíka aðstöðu, eða
þá að eldri hús i nágrenninu yrðu
tengd Þjóðleikhúsinu sem lítil leikhús
á einhvern hátt.
- A.I.
Kosið ínefndir
þingsins:
Bróðurleg
skipting
milli flokka
Kosið var i fastanefndir Alþingis í
fyrradag. Lögðu flokkarnir fram lista
með frambjóðendum sínum í allar
nefndir, jafnmörgum og þeir áttu hlut-
fallslega rétt á eða samkomulag varð um
skiptingu sæta milli stjórnarflokkanna.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk tvo menn
kjörna í hverja nefnd. Stjórnarflokkamir
fengu ýmist einn mann eða tvo hver i
nefndir eftir samkomulagi þeirra i milli.
Sjálfkjörið var í allar nefndir sem
kosið var í.
Frumvarp liggur frammi um að
fækka í fjárveitinganefnd úr 10 mönn-
um i 9. Á sinum tima var fjölgað um
einn mann til þess að Samtökin ættu
mann í þ?irri nefnd. Kosið verður í fjár-
veitinganefnd þegar breytingin hefur
verið samþykkt.
- BS
ÚRVfiL/ KJÖTVÖRUR
OG ÞJÓnU/Tfl
/Völlteitthvað
gott í matinn
STIGAHLIÐ 45-47 SÍMI 35645