Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.0KTÓBER 1978 9 tommu meö fjarstýringu aðeins kr. 464 þús. Til afgreiðslu STRAX. SJONVARP og RADIO, Vitastíg 3. Slmi 25745. Farþeginn hóf rysking- ar við bfl- stjórann áferð „Ökugjaldsmálið” í Keflavík er lyktaði með brotnum tanngarði farþegans eftir högg bílstjórans hefur nú tekið nokkuð aðra stefnu en DB skýrði frá á mánudag. Bil- stjórinn hefur nú verið yfirheyrður og er saga hans af gangi mála nokkuð ólík þeirri sem farþeginn sagði, en á henni byggðist að miklu leyti frásögn DB. Bílstjórinn segir að farþeginn hafi fjórum sinnum farið inn í húsið sem numið var staðar við í Keflavik en ekki fengið fé fyrir akstrinum þar. Ætlaði farþeginn þá á braut án frekari afskipta af leigugjaldinu, rúml. 20 þús. krón um. Er hann var að taka dót sitt saman í bílnum ók leigubilstjórinn af stað áleiðis til lögreglustöðvar. Hófust þá ryskingar í bílnum af hálfu farþegans. Hafði bílstjórinn hægri hendi lausa en hina vinstri á stýrinu. Lenti hægri hendi hans í andliti mannsins og telur hann úr sitt hafa sprengt góm mannsins. Áður en ekið var til Keflavíkur hafði farþeginn reynt að fá fé fyrir leigugjaldinu i Reykjavik og var leigubilstjórinn kominn að lög- reglustöð i Reykjavík til að kæra ógreitt ökugjald. En þá greip far- þeginn í það hálmstrá að peninga gæti hann fengið í Keflavik. Þess skal að lokum getið að far- þeginn var undir áhrifum áfengis. - ASt. Undirfyrir- sögn kjall- árans féll niður í kjallaragrein Hilmars Jóns- sonar í þriðjudagsblaðinu féll niður undirfyrirsögnin: „Opið bréf til Kristins Reys”. Sé sú undir- fyrirsögn tekin með I reikninginn skýrist af hverju greinin hefst eins og raun ber vitni. Lesendur og greinarhöfundur eru beðnir að virða mistökin á betri veg. Guömundur Sigurjónsson hefur teflt á ötlum olympíuskákmótum frá 1966. Ólympíumótið í skák: Stef nt að því að skáka grönnum okkar — íslenzku sveitirnar utan á sunnudag „Við leggum upp á sunnudaginn kemur. Við fljúgum til New York og þaðan til Buenos Aires með viðkomu I Rio de Janeiro,” sagði Einar S. Einars- Einar S. Einarsson verður fararstjóri is- lenzku sveitanna. son forseti Skáksambandsins er DB spurði hann hvenær íslenzki hópurinn legði af stað á ólympíumótið i skák sem hefst i Buenos Aires 25. október. Islend- ingar senda nú í fyrsta skipti kvenna- sveit á ólympiuskákmótið en karlasveit höfum við jafnan sent frá 1952. Búizt er við mikilli þátttöku eða allt að 70—80 þjóðum í karlaflokki og 30—35 sveitum i kvennaflokki. Einar S. Einarsson sagði að siðast er hann vissi hefðu um 60 þjóðir tilkynnt þátttöku i karlaflokki og um 30 þjóðir i kvennaflokki. Þá höfðu Rússar ekki enn tilkynnt þátttöku sína en Einar sagðist þó reikna með að þeir yrðu með þó hugsanlega gætu stjórnmálaástæður komið í veg fyrir það. Ef þeir yrðu með væru þeir langlíklegastir til sigurs cn aðrar sveitir sem kæmu til með að berj- ast um efstu sætin yrðu væntanlega Júgóslavar, Bandaríkjamenn og Hol- lendingar. Um undirbúning islenzku sveitanna sagði Einar að hann hefði verið í eðlilegum gangi og hefði kvenna- sveitin æft undir stjórn Gunnars Gunn- arssonar i allt sumar. Um fjárhagshlið- ina sagði hann að enn vantaði lítilshátt- ar upp á að endar næðu saman. „Það má segja að við séum á síðustu milljóninni og við vinnum enn að fjáröflun og vonum að við þurfum ekki að stofna til skulda." Hann sagðist ekki vita hvernig hinar sveitirnar yrðu skipaðar en hann vonaðist til að íslendingar næðu i eitt af 10— 15 efstu sætunum. Islenzku karlasveitina skipa eftirtald ir: Friðrik Ólafsson. Guðmundur Sigur- jónsson, Helgi Ólafsson. Margeir Péturs son, Jón L. Árnason og Ingvar Ásmundsson. Islenzku kvennasveitina skipa: Guðlaug Þorsteinsdóttir, Ólöf Þráinsdóttir, Birna Norðdahl og Svana Samúelsdóttir. DB hafði einnig samband við Guð- mund Sigurjónsson stórmeistara og spurði hvernig mótið legðist i hann: „Þetta leggst allvel í mig. Við eruni með nokkuð góða sveit, getum varla teflt frant mikið sterkari sveit, en þó má nefna að Ingi R. Jóhannsson forfallaðist en hann hefði annars skipað 3. sæti sveitarinnar. Jú. Ég hef teflt á öllum ólympíuskákmótum frá 1966 en þá náði íslenzka sveitin bezta árangri sent hún hefur náð, komst í A-flokk og hafnaði þar í 11. sæti að þvi er mig minnir. Ég hef ýmist leflt á 1. eða 2. borði sveitar- innar og það hefur ráðizt af því hvort Friðrik Ólafsson hefur verið með. Hvort við náum nú að bæta þann árangur sem við náðum i Havana 1966 er erfitt um að segja. Núna er teflt eftir öðru kerfi en áður, þ.e. svissneska kerfinu. og það ræðst dálitið í síðustu umferðununt hvar þú lendir. Gallinn við þetta kerfi er sá að I vinningur getur skipt svo miklu ntáli og það getur verið hrein slembilukka hvort þú lendir í 20. eða 30. sæti. Nei. Ég veit ekki hvernig beztu sveitirnar eru skipaðar. Það fara heldur litlar fregnir af þcim. Rússamir hljóta að verða með en þeir hafa alltaf unnið þegar þcir hafa tekið þátt í þessum mótum. Á síðasta ólympíumóti. sem var haldið í Haifa i ísrael vorið 1976, mættu hvorki Rússar né aðrar austantjaldsþjóðir til leiks og þá sigruðu Bandarikjamenn. Líklegastir til að veita Rússum keppni eru Ungverjar, Bandarikjamenn og Júgóslavar en þessar þjóðir cru með stórmeistara á öll- um borðunt. Hollendingar eru einnig sterkir nteð stórnteistara á þremur efstu borðum, þ.e. Timman, Sosonko og Donner. Nei. Ég vil ekki spá neinu hvar islcnzka sveitin lendir enda er mjög erfitt að spá um það þegar teflt er eftir þessu kerfi og slembilukka getur ráðið ntjög miklu, en við stefnum ákveðið að þyi að verða fyrir ofan allar hinai Norður landaþjóðirnar." - (íA.I HéraðsfundurReykjavíkurprófastsdæmis: Nær hundrað guðsþjónustur hjá hverjum presti á ári Prestar í prófastsdæmi Reykjavikur áttu annríkt á siðastliðnu ári. í skýrslu dómprófasts, séra Ólafs Skúlasonar, sem lögð verður fram í heild á héraðs- fundi Reykjavíkurprófastsdæmis í kvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili Bú- staðakirkju koma fram ýmsar upplýs- ingarfram. Segir þar að 1857 guðsþjónustur hafi verið fluttar á liðnu ári, eða nær 98.74 á hvern prest að meðaltali. Fæðzt hafa 1637 börn sem eiga móður i söfnuðum þjóðkirkjunnar í prófasts- dæminu, skírð voru 1884 börn, 1757 fermd, altarisgestir voru 10251 og vígð voru 533 hjón. I prófastsdæminu eru samtals 14 söfnuðir með 19 presta. Kirkjumála- ráðherra, Steingrimur Hermannsson, mun sækja héraðsfundinn og ávarpa fundarmenn. Þá mun próf. Björn Björnsson innleiða umræðu um kirkj- una í borgarsamfélagi. - JBP Húf ulausir en í einkennis- búningum Það var ranghermt í blaðinu á dögun um að lögreglumennirnir sem eltu uppi „ökuþór” á Hafnarfjarðarvegi i bilaleigubil hefðu verið óeinkennis- klæddir. Hið rétta er að þeir voru húfulausir við aðgerðir sinar en voru i sinum lögreglumannabúningum. DB hefur einnig góðar heimildir fyrir þvi að þennan umrædda dag var ástandið á bílaflota Hafnarfjarðarlög- reglunnar bágborið vegna bilana. Af þeim sökum voru lögreglumennirnir I bilaleigubilnum. Þá hefur sú skýring einnig verið nefnd i okkar eyru að mennirnir í bílaleigubílnum hefðu ekki þennan dag skipt sér af of hröðum akstri. En í umræddu tilviki hefði þeim blöskrað svo aksturlagið, að þeir hefðu gert undantekningu og haldið á eftir þeim sem þeir töldu vera gróflega brotlegan. - ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.