Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18. OKTÓBER 1978 Noregsbréf: Sigurjön Jóhannsson Þjóðverjar hafa gert við kommúnískt ríki. Það hefur vakið mikla athygli, að í þessum samningi er gert ráð fyrir venjulegum lánafyrirgreiðslum af hálfu V-Þjóðverja, en hingað til hafa Kinverjar annaðhvort staðgreitt eða gert samning um gagnkvæm vöru- skipti. Hinir nýju leiðtogar í Kína virðast ætla að aðlaga sig venjulegum viðskiptaháttum á Vesturlöndum til að flýta fyrir þróuninni heima fyrir. Þýsku fyrirtækin eiga að afhenda tvær vélasamstæður, sem eiga að geta unnið 40 millj. tonn af kolum á ári, ennfremur tæki í fimm námur, sem eiga að gefa af sér 23 millj. tonn af kolum. Jafnhliða eiga fyrirtækin að endurbæta tæki í eldri námum og reisa stóra verksmiðju, sem á að framleiða tæíci til námugraftar. Þýsk bankasam- steypa veitir lán, ýmist til fimm eða tíu ára, með venjulegum kjörum. Þýskir tæknimenn munu starfa að þessum verkefnum í Kina og einnig taka Þjóðverjar á móti kínverskum tæknimönnum, sem fá þjálfun í Þýskalandi. í þessum mánuði er kinversk sendi- nefnd að semja við Bandaríkjamenn um leyfi fyrir kínverska námsmenn að stunda nám i Bandarikjunum, og bjóða þeir jafnframt bandarískum stúdentum að stunda nám í Kina. Nýlega bauð Stanford háskólinn í Kaliforníu sex kínverskum vísinda- mönnum að taka þátt í námskeiða- haldi, og í síðasta mánuði var tveimur kínverskum vísindamönnum boðið til Temple háskólans í Fíladelfíu, þar sem þeir stunda líffræðirannsóknir. Talið er, að Kínverjar hyggist senda námsmenn til annarra landa í þúsundatali til að vinna upp það menntunargap, sem fylgdi i kjölfar menningarbyltingarinnar, er kínversk- um háskólum var lokað og kínverskir stúdentar og vísindamenn voru sendir í verksmiðjur og út á akrana. 1 dag eru aðeins um 100 kínverskir stúdentar við nám erlendis. Að lokum skal þess getið, að norska utanríkisráðuneytið hefur fengið fyrirspurnir frá Kínverjum hvort Norðmenn geti á næstunni tekið á móti 40 kínverskum menntamönnum, sem einkum hyggjast leggja stund á tækninám er. varðar olíuvinnslu. (Heimildir: fréttaritarar norskra blaða). Kinverjar hafaaftur tekið uppeinkunnagjafir og eru núað breyta mennt’- unarkerfinu i „vestræna” átt. Duglegustu námsmennirnir eiga að koma heim með þann menntunarforða, sem Kinverja vanhagar um. Kjallarinn Oddgeir Þ. Oddgeirsson min um það bil viku eftir, að safndýrin voru tekin frá honum og sagði við mig, að það hafi varla farið fram hjá mér, hvernig komið væri nú fyrir sér með safnið. Ég sagði honum, að það hefði mátt sjá minna en næstum hálf- síðu mynd á forsíðu Dagblaðsins, er lögreglan var að brjóta upp dyrnar hjá honum. Og ég bætti við: „Því gerðirðu þá regin skyssu að opna ekki strax fyrir lögreglunni? Hefðirðu verið með safnið úti i Þýzkalandi og farið eins að þar, þá hefði þýzka lögreglan sprengt upp dyrnar með dynamít- sprengju, siðan tekið þig höndum og látið þig í fangelsi fyrir að sýna lög- reglunni mótþróa”. Þá segir Kristján: „Það var nú einmitt það, sem ég var hræddur um. Þegar ég sá, að hurðin fór að gefa sig, flúði ég upp á loft og faldi mig I herbergjunum, sem þú hafðir”. Að lögreglan braut upp dyrnar hjá Kristjáni var ekki nema eðlileg af- leiðing af skammsýni hans og þrjózku. Að ætla sér að standa uppi í hárinu á lögreglunni er furðuleg fásinna. Lög- reglan er til þess að aðstoða yfirvöld með ákvarðanir sinar og halda uppi lögum og reglum i þjóðfélaginu, að svo miklu leyti sem slíkt eftirlit snertir hana. Venjulega þarf hún ekki að beita hörku við samborgarana, nema þegar um afbrotamenn og óhlýðna borgara er að ræða, en í hóp þeirra sið- arnefndu hefur nú Kristján sjálfur skipað sér. Ég vil benda nefndum greinar-' höfundum á það, að Kristján S. Jósepsson fékk bæði beina fjárstyrki frá ríkinu og Reykjavíkurborg og niðurfellingu á útsvari svo milljónum skipti samanlagt i núgildi peninganna það tímabil, sem ég vann hjá honum. Bæði Gjaldheimtan og borgarfógeta- embættiö var búið að sýna honum undaverða þolinmæði og umburðar- lyndi i að minnsta kosti 4 ár, langt umfram það, sem venja er með skatt- borgara yfirleitt. En hann hélt stöðugt áfram að þráast við að greiða gjöld sin, og hlaut því að reka að því, sem orðið er. Auk þess sem Kristján fékk styrki bæði frá borginni og ríkinu, veittu stjómvöld honum öll árin sem ég var hjá honum, heimild til þess að reka skyndihappdrætti til styrktar safninu. Þar gerði hið opinbera algera undan- tekningu, því venja þess er að veita ekki slik leyfi, nema til félaga og líknarstofnana (ekki einstaklingum). Án teknanna af happdrættinu hefði hann með engu móti getað aukið við safngripi sina eins og hann gerði. íslenzkir aðal- vorlíta Iror-Nauðsyn Tvl WlCIVmCll breytinga Það er ekki ýkja langt síðan almennir verktakar í landinu fóru aö láta í ljósi óskir um að fá að minnsta kosti einhver verk, sem unnin eru í landinu fyrir herliðið á Keflavikurflug- velli. Við fyrstu sýn að minnsta kosti virðist sú ósk ekki vera nema hvort tveggja, sanngjörn og eðlileg. Lesendur þessara lina ættu að velta fyrir sér, hvað þeir vita í raun og veru um íslenzka aðalverktaka og fyrir- tækjasamsteypuna, sem þar er allt um kring. Mig grunar að fyrir flestum, nærfellt öllum, fari eins og mér. Fólk veit ósköp lítið — og hefur til skamms tíma ekki átt að fá að vita nein ósköp. íslenzkir aðalverktakar hafa einokun á framkvæmdum við Kefla- víkurflugvöll. Það fylgir einokun að verðákvarðanir eru pólitískar og ekki háðar markaði. Þetta fyrirkomulag er nú að verða tuttugu og fimm ára gamalt og hefur ekki breytzt. íslenzkir aðalverktakar er hér notað sem samnefnari fyrir þá fyrirtækjasam- steypu sem starfar undir þeim eða i tengslum við þá. Fyrirtækjasam- steypan semur um verð. Fullyrða má, að ágóði af þessum framkvæmdum er gifurlegur. Samsteypan nýtur marg- háttaðra fríðinda, svo sem tollfrjálsra vinnuvéla. Samsteypan mun þannig upp byggð, að ríkið á fjórðung, fyrir- tæki, sem aftur er eign Sambandsins, á fjórðung, og einstaklingar helming. Síðan eru dótturfyrirtæki eins og Dverghamar hf., sem eru samtök iðnaðarmanna. Alla vega er ljóst, að allur almenningur veit næsta lítið um umsvif þessara viðskipta við varnar- liðið. Allur almenningur veit næsta litið um það, hversu mikill gróði hefur verið af þessum viðskiptum á undan- förnum árum og hvert hann hefur runnið. En þetta á ekki að vera leyndarrnál öllu lengur. Það eru nýjar hreyfingar í samfélaginu, sem krefjast meiri opnunar og aukinna upplýsinga. Slíkar hugmyndir unnu kosningasigur í sumar og slíkum hugmyndum ber þess vegna að fylgja eftir. Kjallarinn Vilmundur Gylfason Þetta fyrirkomulag er tuttugu og fimm ára gamalt. Hversu nauðsynlegt sem það kann að hafa verið á sinum tíma, er allsendis óvíst, að það sé nauðsynlegt öllu lengur. Alla vega er fullkomlega tímabært að gera úttekt á öllum þessum umfangsmiklu viðskiptum við varnarliðið, gera öllum almenningi nákvæmlega grein fyrir hvernig þessum viðskiptum hefur verið háttað, hversu mikill ágóði hefur verið, og siðan má spyrja hvort ekki sé tímabært að koma þessum viðskiptum í annað form en verið hefur. Pólitíkin Til skamms tíma gagnrýndu kommarnir einir hermangið. Kommar eru kommar. Gagnrýni þeirra var með þeim hætti, að þeir rugluðu henni iðulega saman við andstöðu sína við varnarliðið, þá andstöðu sína við Atlantshafsbandalagið og varnar- samvinnu lýðræðisrikja og loks gerðu þeir ekki greinarmun á hermangi og allt að því skefjalausu hatri á vest- rænum lýðræðisþjóðum. Mál- flutningur kommanna vegna þessara hernaðarviðskipta varð þess vegna með þeim hætti, að þessi mál runnu öll saman í eitt; en meirihluti þessarar þjóðar hefur verið hlynntur samstarfi við lýðræðisþjóðir. En tímarnir eru að breytast. Og það er löngu timabært að þeir, sem eru hlynntir varnarsamstarfi vestrænna ríkja, og hvika hvergi frá þeirri sk'oðun, fari hins vegar að horfa gagnrýnum augum á þessi tor- kennilegu viðskipti. Einokun er alltaf torkennileg. Einokun á viðskiptum vegna hernaðarframkvæmda ætti að vera sérstaklega torkennileg. Og einokun sem staðið hefur óbreytt i tuttugu og fimm ár er sérstaklega torkennileg og verðskuldar sérstaka athygli. Lýðræðissinnar ættu að láta sig þessi mál varða meiru en þeir hafa gert — kannske i og með vegna mál- flutnings kommanna. Samstarfi lýðræðisþjóða er ekki greiði gerður með því að viðskipti, sem samkvæmt öllum venjulegum leikreglum viðskipta hljóta að teljast óeðlileg, fái að grafa um sig árum og áratugum saman. Það hlýtur að vera öllu til góðs, að allur almenningur eigi greiðar upplýsingar um þessi viðskipti. Upplýsing er ævinlega til góðs. Þingnefndir Löggjafinn hlýtur að ná til tslenzkra aðalverktaka með einum eða öðrum hætti. Það væri eðlilegur starfs- vettvangur þingnefndar að óska eftir öllum fáanlegum upplýsingum um íslenzka aðalverktaka. Tilgangurinn væri i fyrsta lagi að láta almenning vita og i öðru lagi að taka um það ákvarðanir á grundvelli þessara upplýsinga, hvort ekki sé bæði æskilegt og tímabært- að breyta um það form, sem verið hefur á þessum viðskiptum. Þannig ættu þingnefndir að vinna. Afla upplýsinga fyrir opnum tjöldum. Ef allt er eins og bezt verður á kosið, þá er aldeilis allt í lagi. Ef ekki, þá breytum við til. Þannig fleytir sam- félagi fram á við. Og aðeins þannig. Nefndir greinarhöfundar minnast ekki einu orði á þessa hlið málsins, en láta líta svo út, að Kristján hafi verið beittur rangindum og ósæmilegum aðförum. Kristján gekk með þá grillu i kollinum að „starfsemi” sin væri svo mikið menningaratriði fyrir íslenzkt þjóðlíf, að hann ætti að vera skatt- frjáls. Ég spurði hann þá, hvort ég ætti ekki aö vera það lika, þar sem ég ynni svo mikið fyrir dýrasafnið. „Nei, nei, það gegnir allt öðru máli með þig þú ert bara starfsmaður,” svaraði hann. Ég benti honum hinsvegar hvað eftir annað á það, að tilgangslaust væri fyrir hann að berja hausnum við steininn og neita greiðslu skatta, meðan hann hefði ekki upp á vasann plagg um það frá viðkomandi yfir- völdum að hann þyrfti ekki að greiða opinber gjöld. Héldi hann þessari þrjózku sinni áfram, hlyti þetta að enda með skelfingu fyrir hann! Þessa athugasemd mína gat hann ekki fellt sig við og sagði, að ég væri á móti sér. 1 grein sinni i DB 16/9 segir A. Vald: „Kristján Jósepsson er um margt sérkennilegur persónuleiki”. Já, þar erum við A. Vald á sama máli en í þvi sambandi kemst ég ekki hjá því að taka fram eftirfarandi. Kristján leigði af Breiðfiröingaheimilinu svo til allt húsiö, Skólavörðustíg 6b, en endur- leigði svo þann hluta þess, sem hann notaði ekki sjálfur undir safnið. Sú leigustarfsemi gekk á ýmsu. Þau voru orðin býsna mörg uppsagnarbréfin, sem ég skrifaði fyrir hann til leigjendanna. Ég man eftir því, að i minnsta kosti tvö skipti leitaði Kristján til borgarfógeta um útburð á leigjendum sínum. 1 bæði skiptin tókst fulltrúa embættisins að sefa Kristján og fá hann til að lofa fólkinu að vera, þar til úr rættist fyrir þvi með annað húsnæði, sem tókst fáum vikum siðar. Ekki var um vanskil af hendi þessa fólks að ræða heldur það eitt, að Kristjáni hafði sinnazt við það og vildi hann sýna vald sitt. En hvernig fór. Eftir að fólkið var flutt út, stóð annað húsnæðið autt í einn mánuð, en hitt i fimm mánuði. Er það ekki sér- kennilegur persónuleiki að valda öðrum sársaukafullum erfiöleikum og skaða svo sjálfan sig fjárhagslega um leið? Kristjáni fannst ekkert athugavert við það að nota sér vald borgarfógeta með sér gegn sínum leigjendum, en þegar þessu sama valdi var beitt gegn honum sjálfum, þá kom annað hljóð í strokkinn. 1 öðrum tilfell’um var hann ekkert feiminn við að taka af leigjendum sínum útvarpstæki, borð, stóla og önnur húsgögn til tryggingar greiðslunni á húsaleigunni, sem hann ekki beinlínis skar við nögl sér. Þegar ég reyndi að hafa áhrif á hann til að beita ekki svona harkalegum aðferðum, þetta særði fólkiðogespaöi það gegn honum, svaraði hann því til, að sér kæmu hagsmunir þessa fólks ekkert við. Þar sem honum koma ekkert við hagsmunir annarra, hvers vegna skyldu þá aðrir láta sér koma við hagsmunir Kristjáns? sbr. grein A. Vald. Samvinna okkar Kristjáns var lengst af svona þokkaleg, að minnsta kosti á yfirborðinu, enda tók ég oft á allri minni þolinmæði til þess að forðast árekstra viö hann. Þó sauð upp úr i nokkur skipti. Þá reif hann af mér allar sinar bækur og skjöl og bannaði mér að vinna fyrir sig og sendi mér svo uppsagnarbréf. Þegar fýluköstin, sem ég svo kallaði, voru liðin hjá, kom hann með allt aftur, sagði að ég væri sér ómissandi maður og ég yrði að vinna meira fyrir sig en ég hafi gert og láta sig sitja fyrir öðrum. Kristján hefur sínar góðu hliðar, það hafa allir menn„og hann má eiga það, að aldrei var hann mér betri en þegar ég var lasinn eða eitthvað amaði að mér. Þá vildi hann allt fyrir mig gera og bauð mér peninga, ef ég væri blankur. Svipað fór hann með aðra leigjendur sína, ef svo bar undir, og oft sótjti hann fyrir þá mat, sem hann borgaði sjálfur. Ég tók líka eftir því, að hann er barngóður og sérlega bóngóður við kunningja sína. Held ég, að hann eigi erfitt með að neita bón, ef hann getur orðið við henni. Og hann hefur yndi af léttri, klassiskri músík, en það tel ég til mannkosta að kunna að meta og virða drottningu allra lista, músíkina. „Blessað píanóið” heyrði hann stundum, er hann heyrði i píanói. Að lokum þetta. S.A. segir í Mbl. 8/9. „Reykjavíkurborg er fátækari og svipminni viö lokun þessa safns”. Ég held nú satt að segja, að ef Reykjavik verður ekki fyrir þyngra menningar- legu áfalli en lokun lslenzka dýra- safnsins, þá munu Reykvíkingar ekki finna svo sárt til menningarlegrar hnignunar höfuðborgarinnar i fram- tíðinni. 7/10 1978 Oddgeir Þ. Oddgeirsson. Undirstrikað er leturbreyting min.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.