Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 3

Dagblaðið - 18.10.1978, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.0KTÓBER 1978 Skipulögð glæpastarf- semi tryggingafélaga — baktryggð af Hæstarétti Krístján Tómasson Ránargötu Sa skrifan Vegna skrifa dagblaðanna undan- farið um tjón er verða á bifreiðum i árekstrum get ég ekki setið hjá án þess að segja frá minni eigin reynslu. Þar er þó ekki um tjón á bifreið að ræða heldur varð ég fyrir bifreið er ég var á gangi yfir götu. örorka mín er metin 10% eftir slysið en ég var frá vinnu í 16 mánuði. Vottorð frá Birni önundarsyni yfir- lækni hjá Tryggingastofnun fékkst fyrir fjórum mánuðum. Sem betur fer fyrir mig var aðeins um 10% örorku að ræða hjá mér en því miður fyrir Almennar tryggingar. Slys þetta varð á Tryggvagötu gegnt Hafnarhúsinu þann 7. september 1976. Þeir sem reka augun í það að ég skrifa: því miður var ekki um nema 10% örorku að ræða fyrir tryggingafélagið, hafa ekki kynnt sér starfsemi hinna íslenzku tryggingafélaga. Ef • til er skipulögð giæpastarfsemi á Islandi þá er hún rekin af Almennum tryggingum, sem og öðrum trygginga- félögum, með Hæstarétt sem málsvara. Bætur þær sem félagið býður eru miðaðar við verðlagið eins og það var í september 1976. Að dómi félagsins voru hæfilegar bætur fyrir vinnutap í 16 mánuði og 10% örorku taldar 2.3 milljónir kr. Frá þvi drag- ast 570 þúsund kr. vegna þess að þeir segja að ég þurfi ekki að borga af þessu skatta. Bætur fyrir 100% örorku voru í september 76 2.4 milljónir kr. 10% af því er 240 þúsund kr. en þær bætur eru innifaldar í þeirri upphæð sem ég nefndi áður. Síðan er dreginn frá ýmis kostnaður sem þeir segjast hafa orðið fyrir og ýmsir aðrir liðir sem ég botna ekkert í. Eftir standa 1300 þúsund sem þeir bjóðast til að borga. Það sjá allir að 1300 þúsund eru litlar bætur fyrir 16 mánaða vinnutap, hvað þá þjáningu og annað. Verðbólgan sér um að gera þessar bætur að engu. Það sem vakir fyrir forkólfum tryggingafélaganna er að draga bóta- greiðslur eins lengi og þeir geta til þess að halda bótafénu í veltunni. Hæsti- réttur styður við bakið á glæpastarf- semi þessari með því að dæma félögin til að borga eftir verðlagi sem gilti er slysið varð, auk 13% vaxta til þess dags er greiðsla fer fram. 1 framkvæmd er þetta þannig að því alvarlegra sem slysið er, því lengri tíma tekur að fá örorkuna metna. Það getur tekið allt að 10 árum að fá þessi mál í gegn. Síðan dæmir Hæstiréttur bætur á því verðlagi sem gilti er slysið varðog bætir við 13% vöxtum. Það væri gaman að vita hvort það fæst kaskótrygging á bifreið árið 1986 fyrir 2.4 milljónir en það er sú upphæð sem borguð var fyrir 100% örorku árið 1976. Ef þetta er ekki glæpastarfsemi, hvað er það þá? Hringiö í síma 27022 TfoglS Mælaborð eins leigubilstjórans gefur til kynna óskir hans. DB-mynd Ragnar Th. Þakkir til leigu- bfl- stjórans — sem vill leyfa reykingar í sfnum bíl Vilborg Gunnarsdóttir og Jóhanna Gunnarsdóttir vilja koma á framfæri þökkum til leigubílstjórans, sem skrifaði nýlega í DB og vill leyfa reykingar í bíl sínum. „Það er ekki nema sjálfsagt,” sögðu þær stöllur, „að hver bílstjóri ráði þessu sjálfur og vonandi fara fleiri að dæmi þessa bílstjóra.” Heimilis- /æknir svarar Raddir lesenda taka við skFaboðum tii umsjónar- manns þáttarins „Heim- ilislæknir svarar" í síma 27022, kl. 13-15 alla virka daga. FISHER I- - I D (\dOIO m i r ARMÚLA 38 (Selmúla megin) 105 REYKJAVlK á^FISHER SIMAR: 31133 83177 PÓSTHÓLF 1366 FISHER FISHER Ný sending af Fisher hátölurum. Stærðir: 30 w — 50 w — 75 w 100 w - 130 w - 90 w - 125 w - MJÖG GOTT VERD: Eigum einnig til nokkra útvarps- magnara á„gamla verðinu". Allt til hljómflutnings fyrir: HEIMILID — BÍLINN OG DISKÓTEKID Hvað finnst þér um verðhækkun síðdeg- isblaðanna? Olafur Sigurðsson simvirki: Mér finnst það allt i lagi. Ég kaupi síðdegisblöðin ekkert síður eftir hækkun. Guðrhn Sigurjónsdóttir hósmóðir: Það skiptir mig engu máli. Ég kaupi blöðin alltaf í lausasölu. Sigfús Haldórsson tónskáld: Ég renn alveg rúnt í þessum peningamálum. En eru þessi blöð nokkuð dýrari en hvað annað núna? Sonja Kristinsdóttir verzlunarmaðun Ég hef ekki hugsað neitt um þessa hækkun. Ég keypti Vísi áður og geri það enn. Ester Guðmundsdóttir húsmóðir: Ég kaupi ekkert blað. En mér fínnst þessi hækkun ekki ósanngjörn miðað við aðrar verðhækkanir. Björn Guðmundsson múrari: Miðað við aukinn kostnað á öllum sviðum finnst mér þessi hækkun eiga fullan rétt á sér. Blöðin eiga hana skilda.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.