Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.0KTÓBER 1978 5 Mannabein finnast í Fossvoginum „Þungar vinnuvélarnar ryðja undan sér mold og grjóti. Það er verið að leggja nýja hraðbraut i Fossvoginum. Allt i eini glittir i bein i dökkri moldinni....” Eitthvað i þessa átt byrjar nýja sakamálaleikritið, sem æfingar eru að hefjast á hjá útvarpinu. Það heitir „Svartur markaður” er í sex köflum og gerist hér á landi sumarið 1978 með nokkrum svipleiftrum aftur til her- námsáranna. Höfundamir eru islenzkir, Gunnar Gunnarsson og Þráinn Bertelsson. Þráinn verður jafnframt leikstjóri. Islenzkir höfundar hafa ekki spreytt sig sérlega mikið við að semja saka- málasögur né leikrit. Þó hefur greinin [tekkzt frá elztu tið. Gisla saga Súrs- sonar er ágætt dæmi. Þar höfum við hinn fullkomna glæp — vegandi Vésteins, sem var mágur Gisla, hefur enn ekki fundizt þrátt fyrir ötula leit norrænufræðinga. Af tilraunum frá þessari öld mætti nefna söguna „Allt í lagi í Reykjavík” eftir Ólaf við Faxafen, frá 1939. Söguhetjan svarar auglýsingu í dag- blaði, og leiðir það til þess, að hann fer að gegna alls konar erindum fyrir dularfulla aðila og er búinn að setja upp fyrir þá heila skrifstofu, þegar honum verður Ijóst, að vinnuveit- endur hans eru að grafa göng inn í fjárhirzlur Landsbankans. Þetta fjár- plógsbragð fer á endanum út um þúfur. Ólafur við Faxafen var raunar Ólafur Friðriksson, áður fyrr kunnur verkalýðsleiðtogi, en bar aldrei sitt barr eftir Gúttó-slaginn fræga. Leikhópurinn sem er að æfa „Svartan markað”. Frá vinstri: Harald G. Haralds- son, Róbert Arnfinnsson, Gisli Halldórsson, Flosi Ólafsson, Erlingur Glslason, Jón Hjartarson, Klemens Jónsson, Sigurður Kartsson, Herdis Þorvaldsdóttir, Sigurður Skúlason, Rúrik Haraldsson, Baldvin Halldórsson, Geirlaug Þorvalds- dóttir, Kristln Ólafsdóttir og Þráinn Bertelsson. Fyrir framan krýpur Briet Héðinsdóttir. sekum á sinn eigin óviðjafnanlega hátt. Og með „Svörtum markaði” eignast heimsbókmenntirnar (vonandi) eina slynga konu I þessum stil. Aðalper- sónan i þessu nýja leikriti og sú sem mest vinnur að lausn gátunnar um beinafundinn er hress stúlka að nafni Olga. Hún er samt ekki í leynilög- reglunni, heldur er hún blaðakona, — á siðdegisblaði. Hún nýtur stuðnings eldri sam- starfsmanns sem Gestur heitir Odd- leifsson. Hann dáist að hugrekki hennar við rannsókn málsins, því ekki er hægt að neita því, að valdamenn ýmsir vilja helzt þagga það niður. En með aldrinum er hann orðinn nokkuð vantrúaður á sigur sannleikans í mannlífinu. Loks á Olga sér sambýlismann, sem styður hana. Hann er húsfreyr, er „bara” heima og hugsar um barnið þeirra og reynir auk þess að stunda rit- störf — en hefur lítið næði fyrir barninu. Það verður því Olga, sem aflar heimilinu tekna. Eins og að búa til skákþraut Höfundar leiksins „Svartur markaður” eru báðir fyrrverandi blaðamenn — meðal annars af Vísi. Þeir skrifuðu leikritið í Stokkhólmi siðastliðið sumar, en Þráinn er nú kominn hingað heim til að stjórna út- varpsupptökunni. „Okkur datt i hug að láta aðalpersónuna vinna á blaði,” segir hann„vegna þess aðstarfiðgefur tækifæri til að rannsaka ýmis mál. — Hvernig er hægt að vinna saman tveir? „Að skrifa sakamálaleikiit er ekki ólíkt því að semja skákþraut eða kross- gátu eða jafnvel harðrimaðan kveðskap — þarna verður að fylgja ströngum reglurn. Atburðarásin er eins og reikningsdæmi sem verður að ganga upp. Og það er talsvert algengt, að menn hafi samvinnu um uppbygg- ingu á slikum gátum, Ellery Queen er dulnefni fyrir tvo menn. Eins má nefna Sjöwall & Wahlöö hjónin. LJOSMYNDIR: BJARNLEIFUR BJARNLEIF3SON Nýr sakamálahöfundur? Þráinn Bertelsson að hugsa upp hinn full- komna glæp... ásamt félaga sinum Gunnari Gunnarssyni, sem að visu er staddur i Svfþjóð. Kojak, Sherlock Holmes, og blaðakonan Olga 1 sakamálaseríum nútímans er það ekki lengur glæpurinn né heldur glæpamaðurinn, sem mestu máli skiptir, heldur rannsóknarpersónan, sú er upplýsir málið.Það er einhver eiturskarpur gáfnahaus, venjulega i þjónustu lögreglunnar, lætur aldrei plata sig og finnur lausnina i einhverju örlitlu smáatriði, sem enginn annar tekur eftir. Og hefur sjálfur einhver sérkenni, er hjálpa áhorfendum (eða lesendum) til að þekkja hann og þykja vænt um hann, eins og Kojak sleiki- brjóstsykurinn. Oft er líka einhver auli, yfirmaður eða aðstoð, sem þvælist fyrir með heimskulátum og gerir yfirburði aðalhetjunnar þar með enn þá greinilegri, eins og Sherlock Holmes og vesalings Watson. Við Gunnar byrjuðum á þvi að koma okkur niður á atburðarás leiksins i stórum dráttum. Síðan var það gjarna svo, að annar skrifaði stuttan kafla, hinn gagnrýndi, og á endanum vorum við búnir að velta þessu svo mikið um, að það eru ekki nema örfáar setningar, sem hægt er að feðra með fullri vissu.” Þess má að lokum geta að Þráinn hefur lokið prófi i leikstjórn fyrir sjón- varp og kvikmyndir í Stokkhólmi, og er þetta fyrsta verkefni hansaf því tagi hérálandi. Hvar leynlst sökudólgurínn? Frá vinstri: Harald G. Haraldsson, Róbert Arnfinns- son, Gisli Halldórsson, Flosi Ólafsson, Erlingur Gislason. DB-myndir: Bjarnleifur. Um hlutverkaskipan er það að segja að það veröur Kristín Ólafsdóttir frá Akureyri sem tekur að sér að gæða Olgu lífi, Erlingur Gíslason leikur Gest blaðamann, en sambýlismaður Olgu er leikinn af Sigurði Skúlasyni. •IHH Blaðamenn geta hringt I hvern sem er og spurt hann spjörunum úr og fengið svör, þar sem venjulegri mann- eskju væri strax sagt að fara til fjandans og vera ekki að hnýsast i það, sem henni komi ekkert við. Blaðamenn eru lika þýðingarmiklar persónur i þjóðfélaginu vegna þess ÆFINGAR HAFNAR Á NÝJU ÍSLENZKU SAKAMÁLA- LEIKRITI í SEX KÖFLUM Oftast er þessi leynilögregla karl- maður, en þó ekki alltaf. Þannig skapaði Agatha Christie hina ólikinda- legu Miss Marple. Miss Marple er á áttræðisaldri og kynngimagnaður karakter, bjargar saklausum og hegnir hvað þeir hafa góð tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri. Rithöfundur baslar kannske i tvö ár samfleytt við að koma saman skáld- sögu, sem siðan selst i tvö þúsund eintökum. Það sem blaðamenn skrifa er daglega prentað í 20—30 þúsund eintaka upplagi.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.