Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 18.10.1978, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 18.QKTÓBER 1978 WBIAÐW irjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Fróttastjórí: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrífstofustjórí ritstjómar. Jó- hannes Reykdal. Íþróttir Hallur Simonarson. Aflstoðarfróttastjórar Atii Steinarsson og ómar Valdú marsson. Menningarmól: Aflalsteinn Ingólfsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgoir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, Elfn Alberts- dóttir, Gissur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Hallur Hallsson, Hélgi Pótursson, Jónas Haraldsson, Ólafur Geírsson, Ólafur Jónsson. Hönnun: Gufljón H. Pólsson. Ljósmyndir: Arí Kristinsson, Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurflsson, Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur Eyjótfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þoríeifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing- arstjórí: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Síflumúla 12. Afgreiðsla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverhohi 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 linur). Áskríft 2400 kr. á mánufli innanlands. Í lausasölu 120 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflifl hf. Siflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Kraftaverkið í Keflavík Dagblaðið óskar Keflvíkingum til hamingju með frábæran árangur í trimminu um helgina. Það eru fádæmi, að þriðjungur íbúa bæjarfélags taki þátt i aðgerð af þessu tagi. Kröfurnar í trimmi þessu voru svipaðar og í norrænu sundkeppninni. Máttu menn velja milli nokkurra greina. Auk 200 metra sunds voru það niu holu golfleikur, fimm kílómetra hjólreiðar eða 2,5 kílómetra skokk og ganga. Tveir af hverjum þremur Keflvíkingum völdu skokkið og gönguna. Sú tegund trimms er raunar aðgengilegust almenningi. Hún þarfnast hvorki sérstaks útbúnaður né sérstakrar þjálfunar. Kannski er athyglisverðast, að skokk og ganga gera ekki kröfur til dýrra íþróttamannvirkja hins opinbera. Gangstéttirnar duga í flestum tilvikum. Æskilegt er þó, að komið sé upp þurrum brautum í görðum og á opnum svæðum. Velgengni Keflvíkinga í trimmi er gott tækifæri til að benda á, að nú um síðir eru heilsubótargöngur farnar að ryðja sér til rúms hér á landi. Þeim fjölgar stöðugt, sem bregða sér út á malbikið eða náttúruna um kvöld eða helgar. Skjólfatnaður er líka orðinn svo léttur og góður, að veður er ekki lengur nein afsökun fyrir kyrrsetu. Við getum ti immað ekkert síður en Norðmenn, sem löngum hafa hugsað meira um heilsuna en aðrar þjóðir. Alls ekki má gleyma þætti Útivistar og Ferðafélags íslands í þessari ánægjulegu þróun. Undanfarin ár hafa þessi félög boðið upp á skemmtilegar gönguferðir um hverja helgi í nágrenni þéttbýlisins á suðvesturhorni landsins. Um síðustu helgi fór Ferðafélagið á Móskarðshnúka og um suðurhlíðar Esju. Útivist fór í kræklingafjöru í Hvalfirði, strandgöngu við Staðarborg og í tunglskins- göngu. Þessar ferðir eru sívaxandi þáttur í tómstundaiðju manna á þessu svæði. Ungir sem gamlir hafa andlegt og líkamlegt gagn og gaman af ferðunum. Þar á ofan eru þær íþróttir, sem fjölskyldur geta stundað í sameiningu. Athyglisvert er, að það er frjáls samkeppni, sem hleypt hefur af stað hinu mikla framboði gönguferða. Áður en félögin urðu tvö var framboðið ekki nema brot af því, sem nú er. Raunar ætti að verðlauna Útivist og Ferðafélagið með sérstökum fjárveitingum. Þau hafa gert meira fyrir heilsu manna en mörg íþróttafélögin, sem einblína á keppnisíþróttir, sívælandi um hallir, velli og peninga. Síðasta laugardag var í leiðara Dagblaðsins skorað á ráðamenn sveitarfélaga og íþróttafélaga að láta almenningsíþróttir meira til sín taka. Þar eru verkefnin brýnni en í stjörnuíþróttum og kosta raunar minna fé. Það kostar bæjarsjóð Keflavíkur ekki krónu, þegar bæjarstjórinn skokkar í broddi fylkingar bæjarbúa. En slíkt framtak er samt meira virði en beinir fjármunir, því aðþað dregur athyglina að góðu málefni. Árangur Keflvíkinga er hvatning til þeirra sjálfra að láta nú ekki merkið niður falla. Fjölskyldur, vinahópar, vinnufélagar, klúbbar og önnur samtök geta stuðlað að varanlegri trimm-vakningu í bæjarfélaginu. Ekki síður er árangurinn hvatning til íbúa og forráða- manna annarra sveitarfélaga að kanna, hvort hliðstæð kraftaverk sé ekki unnt að vinna víðar en í Keflavík. /* Kínverjar stórauka viðskipti við Japani og Vestur-Þjóð verja Vilja senda kínverska námsmenn í þúsundatali til annarra landa til að hraða þróuninni heimafyrir Frá Sigurjóni Jóhannssyni frétta- ritara DBÍ Noregi: Hinir nýju leiðtogar í Kína virðast hafa tekið upp nýja stefnu í efnahags- málum og stefna nú markvisst að því að hraða þeirri þróun að gera Kína að efnahagslegu stórveldi. Hver sendi- nefndin af annarri gistir nú Japan og vestræn ríki til að kanna möguleika á viðskiptum, eða ganga frá viðskipta- samningum. Eftir að Kínverjar og Japanir gerðu friðarsáttmála sín á milli, hafa viðskiptin milli landanna aukist mjög hratt. í fyrra námu viðskiptin um 100 milljörðum ísl. króna, en á fyrstu 6 mánuðum þessa árs hafa verið gerð viðskipti fyrir um 63 milljarða ísl. króna. Japanir eru yfirleitt mjög ánægðir yfir bættu sambandi milli landanna, en nokkrir japanskir iðnjöfrar hafa þó látið í ljósi þær áhyggjur, að Japanir kunni að selja Kínverjum tæki og tækniþekkingu of ódýrt, og afleiðingin geti orðið sú, að eftir nokkur ár verði Kínverjar búnir að ná yfirhöndinni á nálægum mörkuðum, sem Japanir hafa hingað tilsetið einir að. I viðskiptasamningi milli Japana og Kínverja er gert ráð fyrir að Kínverjar greiði Japönum einkum með oliu og kolum, en sá galli er á gjöf Njarðar, að Japanir eru ekki ánægðir með gæði kínversku olíunnar (of þung og of parafínrík) og verða þeir því senni- legast að reisa a.m.k. tuttugu olíu- hreinsunarstöðvar í Japan til að gera markaðshæfa vöru úr kínversku olí- unni. Kínverjar sækjast m.a. eftir að kaupa af Japönum rafreikna, en háþróaðar tæknivörur eru oft fram- leiddar í Japan með einkaleyft frá vestrænum stórfyrirtækjum, þannig að samþykki þeirra fyrirtækja þarf að vera fyrir hendi í slikum viðskiptum. Æðsti maður Nippon stáliðjunnar í Japan var nýlega á ferð í Kína, og sagði hann við heimkomuná, að Kín- verjar hefðu í hyggju að reisa í samráði við Japana stærsta stáliðjuver í heimi. Verður það reist í námunda við Peking og gert ráð fyrir, að það framleiði 10 milljón tonn af stáli á ári. Fullvíst þykir, að Japanir muni gera allt, sem í þeirra valdi stendur að greiða fyrir viðskiptum við Kína. Við- skipta- og iðnaðarráðherra Japana, Toshio Komoto, sagði nýlega: „Ef við stefnum ekki markvisst að auknum viðskiptum við Kína, munu Evrópu- menn eða Bandarikjamenn koma í okkar stað.” Kinverjar hafa haft forgöngu um viðræður við Japani er snerta hugsanleg vopnakaup, en þar eru Japanir mjög á verði vegna afstöðu Sovétríkjanna og reyndar líka Banda- rikjanna. Japanir vilja ekki styggja Sovétmenn, sem hafa að undanförnu lagt sig í framkróka við að bæta sambúðina við Japani, og svo eru mörg japönskvopn smiðuð með banda- rískum einkaleyfum. Háttsettir hernaðarsérfræðingar frá Japan hafa verið á ferð í Kína eftir að næstæðsti yfirmaður kínverska hersins var í Japan. Þessar heimsóknir eru ekki á vegum opinberra aðila. Diplómatar i Tokio telja ólíklegt, að nokkur hernaðarsamvinna verði milli Japans og Kína í náinni framtíð. Kínverjar hafa að undanförnu sýnt Vestur-Þjóðverjum mikinn áhuga, og kínverskar sendinefndir gera nú tíðreist til Bonn. Fyrir rúmum mánuði var undirritaður samningur milli Kína og V-Þýzkalands þess efnis, að vestur- þýsk fyrirtæki taki að sér fram- kvæmdir við námugröft í Kína. Gert er ráð fyrir viðskiptum er nema um 8 milljörðum marka, og er þetta stærsti viðskiptasamningur, sem V- Milljónir ekki þakkar verðar v Mér þykir nú orðið nóg um það fjaðrafok, blaðaskrif, sem orðið hafa út af sölu safngripa og lokun íslenzka dýrasafnsins. Ekki færri en fjórar blaðagreinar, eða greinarstúfar hafa birzt í Morgunblaðinu og Dagblaðinu um þennan atburð, auk blaðafrétta um þetta óvenjulega uppboð. En allar eru þessar greinar á einn veg, rang- færslur og þungar, að mínu mati ósæmilegar, ásakanir á yfirvöld og ráðamenn þjóðfélagsins. Ég get þvi ekki þagað lengur, enda þótt ég hafi ætlað mér í fyrstu að láta þetta mál af- skiptalaust meðöllu. í Morgunblaðinu (Velvakanda) 7. sept. sl. birtist óvenju löng grein á þeim stað um brottnám safndýranna (þá fyrirsagnarlaus), og strax daginn eftir kom sama grein á sama stað, þá með risastórri fyrirsögn: „Dýrin hans Kristjáns”. Greinarhöfundur er Sigurður Antonsson. 1 Dagblaðinu 16. sept. er enn grein með fyrirsögninni: „Að sjá gamlan mann gráta” (Undir- fyrirsögn: „Nokkur orð um aðför yfir- valda að dýrasafninu). Höfundur er A. Vald. Og enn skrifar Axel grein i Dagblaðið 28. sept. sl. með fyrir- sögninni: „Enn gerist hin dauða borg dauðari”. Það er ég viss um að ef greinarhöfundarnir hefðu þekkt allar aðstæður eins vel og ég, þá mundu þeir ekki hafa sent þessar greinar frá sér. Ég get upplýst þá um það, að ég bjó hjá Kristjáni S. Jósepssyni, stofnanda og eiganda lslenzka dýrasafnsins, frá 3. okt. 1971 til 2. maí 1978, er hann rak mig frá sér eftir 6 1/2 árs þjónustu fyrir hann. Ég hafði fyrir hann bókhaldið og skilaði af mér á þessum tíma 6 skattframtölum. Auk þess vann ég fjölmargt annað fyrir hann smátt og stórt, meðal annars túlkaði ég fyrir hann þegar erlendir gestir komu á safnið, því Kristján er „mállaus” og ólæs á öll erlend mál. Með þessu starfi minu fyrir hann kynntist ég að sjálf- sögðu „starfsemi” hans og fjármálunv það vel, að ég efast um að nokkur 'annar sé þar kunnugri en ég fyrir nefnt tímabil. 1 Morgunblaðinu 8. sept. segir S.A. „Enn einu sinni er sálarlaus ófreskja á ferð. Nú í líki skattheimtumannsins, sem notar víkingaaðferðir til að geta fært nokkrar verðlausar krónur i gapandi gin hins opinbera samneyslukerfis”. 1 Dagblaðinu 16. sept. segir A. Vald. „Þetta innbrot var að því leyti ólíkt þeim innbrotum, sem oft má sjá fréttir um á síðum dag- blaðanna, að ekki voru að verki ótíndir þjófar og misindismenn heldur borðalagt yftrvald í embættisnafni”. Og A. Vald. heldur áfram og segir: „.... að hér er gerð svlvirðileg atlaga að samvizkusömum og heiðarlegum hug- sjónamanni....” og enn segir A. Vald: „....Því .skora ég á alla sanna dreng- skaparmenn....og svara aðför þessari á þann eina hátt, sem allra þjóða og allra tima ójafnaðarmenn og kúgarar skilja. ÞÖGN”. 1 sama blaði segir Axel 28. sept. ,,....Og auðvitað er það borginni til skammar að láta Selfyssinga hremma frá sér ýmsa góða gripi, sem hefðu getað orðið góð uppistaða i dýrasafn fyrir ungu kynslóðina og reyndar hina eldri líka. Það er bara eitt dæmi um aumingja- skap þeirra manna og kvenna, sem tekið hafa við stjórn borgarinnar”. Hér er ekki verið að vanda starfs- mönnum hins opinbera kveðjurnar. Svo vildi til, að Kristján hringdi til

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.