Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 09.11.1978, Blaðsíða 1
Karpov varð fyrstur með hamingjuóskimar — þegar Ijóst var að Friðrik yrði næsti forseti Alþjóðaskáksambandsins — „Mun beita mér fyrir einingu í sambandinu” sagði Friðrik í viðtali við DB í gærkvöldi „Jú, þetta fylgi, sem ég hlaut í síðari kosningunum var að sumu ieyti óvænt en þó ekki eins óvænt og úrslita- tölurnar í fyrri umferðinni,” sagði Friðrik Ólafsson í viðtali við DB. „Ég vonast til að geta axlað þá ábyrgð, sem þessu kjöri fylgir. Ég er auðvitað mjög ánægður með úrslitin,” sagði Friðrik. „Það óvænta í kosningunum var það, hversu litill munur var á okkur frambjóðendunum í fyrri umferðinni.” Mendez frá Puerto Rico hlaut 31 at- kvæði en Friðrik 30. Gligoric rak svo lestina með aðeins einu atkvæði minna en Friðrik og var þar með úr leik. „Við vorum ekki í þingsalnum meðan kosið var og talið,” sagði Friðrik, „heldur sátum við uppi í her- bergjum Mendez hér á Sheraton- Buenos Aires. Ég dreg ekki dul á það, að ég er ákaflega ánægður með úrslitin. Ég geri mér grein fyrir því, að þau eru árangur mikillar vinnu margra manna. Ég þakka öllum þeim, sem studdu mig á þessari leið í forsetastól FIDE. Án þeirra væri þetta ekki orðinn veruleiki. Það hefur ekki alltaf verið friðsælt í FIDE. Ég mun beita mér fyrir einingu í sambandinu og vinna skákinni það, sem ég get með styrk góðra manna. Ég býst við þvi að menn sjái á at- kvæðatölunum, að kosningin leit þannig út að hún gæti farið hvernig sem var. Við Gligoric erum kannski vanari að tapa en Mendez. Að minnsta kosti varð Mendez fyrir miklum vonbrigðum, en Gligoric líkast þvi að vera feginn að úrslit voru komin, þótt hann biði lægri hlut.” Gligoric hafði lýst því yfir, að hann myndi sjálfur styðja Friðrik, ef sú staða kæmi upp, að hann keppti ekki við hann um forsetastólinn Við það stóð hann og svo virðist sem Austur- Evrópufulltrúarnir hafi flestir gert það. Karpov, heimsmeistari, varð fyrstur manna til að rísa úr sæti sínu og óska Einari S. Einarssyni forseta Skáksam- bands íslands með sigur Friðriks, þar sem þeir sátu Einar, Högni Torfason og fleiri stuðningsmenn hans. Guðmundur G. Þórarinsson var einn þriggja manna, sem önnuðust talningu atkvæða. Þegar kjörnefndin kom fram á sviðið og afhenti Harry Golombek úrslitin til að kynna þau, leyndi sér ekki gleðisvipurinn á Guðmundi. Tilkynningin var stutt: „Rabel Mendez 34 atkvæði, Friðrik Ólafsson 57”. Ungfrú Inike Bakker var endur- kjörin framkvæmdastjóri FIDE, eða Federation Internationale des Echesc, eins og sambandið heitir fullu nafni. Sveinn Jónsson aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, var kjörinn gjaldkeri FIDE. Sveinn er viðskiptafræðingur, Friðrik Ólafsson ásamt Einari S. Einarssyni, sem unnið hefur drjúgt starf við forsetaframboð Friðriks. sem kunnugt er. Hann er reyndar mágur Friðriks Ólafssonar, kvæntur Ástu Ólafsdóttur. Það er hins vegar regla, að gjaldkeri FIDE sé landi for- setans. Bækistöðvar FIDE eru nú í Amster- dam og verða það þar til þær hafa verið fluttar til íslands. -BS. Foreldrar Fridrikv Hluuudu ekki á poppid. — missiu affyrstu frélium um kjör sonarsins — baksída. 45 milljón lítraraf umdeildum vökva Það er ekki litið af mjólk sem Flóa- búið getur afgreitt til viðskiptavina sinna á einu ári, — 45 milljónir litra af þessum hvita og bragðgóða vökva, sem læknar og vísindamenn hafa deilt um árum saman. Liklega eru þó flestir sammála um ágæti mjólkurinnar, það sýnir hin mikia sala hennar. í gær skoðuðu blaðamenn mjólkuriðnað Sunnlendinga og segir nánar frá því I blaðinu á morgun. -GAJ/DB-mynd Hörður. 1» H Nýtt „Flateyrardæmi”: — FALSANIR, BOKHALDSBROT OG SÖLUSKATTSSVIK Hrikaleg staða er nú komin upp hjá Kaupfélagi önfirðinga á Flateyri. Hefur bókhaldsrannsókn leitt i ljós umfangsmikil söluskattssvik. visvit- andi bókhaldsfalsanir, rangfærslur, mikla bókhaldsóreiðu, gífurlega rýrnun vörubirgða og verulegan óút- skýrðan sjóðsmismun. Kaupfélagsstjóranum var sagt upp starfi sl. vor og hefur endurskoðunin staðið yfir allar götur siðan. Er bókhaldið nú til meðferðar hjá rannsóknardeild rikisskattstjóra- embættisins, en engin ákvörðun hefur verið tekin um kröfu um sakadóms- rannsókn af hálfu stjórnar kaupfélagsins. Gunnlaugur Finnsson, formaður stjórnar Kaupfélags önfirðinga, sagði í samtali við DB, að á meðan málið hafi ekki verið endanlega afgreitt hjá stjórninni vildi hann ekki tjá sig um það. Á aðalfundi félagsins, sem haldinn var fyrir skömmu á Flateyri, flutti útdrátt úr skýrslu sinni til stjórnarinnar Geir Geirsson, löggiltur endurskoðandi Sambandsins, en stjórnin hafði fengið hann til að koma vestur til að reyna að fá botn I málið. í máli Geirs á fundinum kom m.a. fram, að niðurstöðutölur reikninga kaupfélagsins væru falsaðir og að tilraunir hafi verið gerðar til að leyna fölsuninni. í mjög ófullkomnu bókhaldi væru skráðar inn- og út- borgarnir til félagsins og bendi margt til þess, að kaupfélagsstjórinn, Gylfi Traustason, þurfi að gera grein fyrir verulegum sjóðsmismun. Hann talaði um gróft bókhaldsbrot og falsanir með tilheyrandi söluskatts- svikum, sem í lok maí námu samtals um 16 milljónum. Óhætt mun, að þvi er endurskoðandinn sagði, að hækka þá upphæð um 10 milljónir til að fá hugmynd um vexti og viðurlög. Rýrnun á vörubirgðum félagsins hefur reynzt gífurleg samtals um 15 milljónir á 17 mánaða timabili til mánaðamóta mai-júní sl. Þannig kom fram á fundinum, að rýrnunin í fyrra var 2.7% og fyrstu fimm mánuði hrikaleg uppákoma hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flateyri þessa árs 11.4%. Halli á rckstri kaupfélagsins frá ársbyrjun 1976 nemur hálfri elleftu milljón króna. Margsinnis mun hafa verið reynt að fá fyrrverandi kaupfélagsstjóra til að gefa skýringar á ýmsum atriðuni i þessu máli, en það hefur verið árangurslaust, skv. þeim nákvæmu upplýsingum, sem DB hefur aflaðsér. -ÓV. Sjá bls. 16-17. 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.