Dagblaðið - 09.11.1978, Síða 17
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 1978.
Gylfi Traustason fyrrv. kaupfélagsstjóri.
DB-mynd SB
Dularfullt umslag
og litasjónvörp
Þegar verið var að vinna i bókhaldinu
á skrifstofu kaupfélagsins á Flateyri
fannst i peningaskáp þar umslag, sem
valdið hefur talsverðum heilabrotum. 1
þvi voru kvittanir og úttektarnótur, allt
frá þeim tima er Gylfi Traustason varð
kaupfélagsstjóri eftir föður sinn 1976.
Það hefur reynzt árangurslaust að biðja
kaupfélagsstjórann fyrrverandi um skýr-
ingar á þessu. 1 umslaginu var meðal
annars kvittaður reikningur frá óvið-
komandi aðila upp á um 160 þúsund
krónur og er talið að sá reikningur hafi
verið greiddur úr kassa kaupfélagsins.
1 janúar og marz sl. voru keypt á
reikning kaupfélagsins tvö litasjónvörp
frá verzlun í Reykjavík. Á reikningt.um
var sérstaklega tekiö fram að tækin
Gunnlaugur Finnsson, form.
stjórnar kaupfélagsins og fyrr-
um alþingismaður, vildi ekkert
segja um málið í samtali við DB.
væru seld án söluskatts — sém þýðir í
raun til endursölu. Þessi tæki voru aldrei
seld i kaupfélaginu og i bókhaldinu er
ekkert um þau — annað en að tækin
voru greinilega borguð með ávisun frá
Kaupfélagi Önfirðinga. Andvirði þeirra
var samanlagt nær sjö hundruð þúsund.
Kaupkröfur
Endurskoðandi Sambandsins og kaup-
félagsins á Flateyri hafa nú í samráði við
nýjan kaupfélagsstjóra, sem ráðinn var
þegar Gylfi fór, komið nokkru lagi á
bókhaldið og skilað bráðabirgðauppgjör-
um. Eins og fyrr segir er skattrann-
sóknardeildin nú með málið, en af hálfu
stjórnar kaupfélagsins hefur ekki verið
tekin ákvörðun um hvort óska ber eftir
sakadómsrannsókn.
Gylfi Traustason hefur krafizt þess af
stjórn kaupfélagsins að hún borgi sér
vangreidd laun nokkra mánuði aftur I
timann. Án þess að stjórnin hafi komið
saman til að ræöa málið sérstaklega mun
afráðið að taka öllum kröfum kaup-
félagsstjórans með ýtrustu varfærni og
öllum fyrirvörum.
Úr forstjórastöðu hjá Kaupfélagi Ön-
firðinga hvarf Gylfi til starfa hjá út-
gerðarfélaginu Hjálmi á Flateyri.
Líkt á komið ...
Lesendur rekur kannski minni til
þess, að fyrir tæpu ári var rakin í Dag-
blaðinu saga annars bókhaldsmisferlis
og sinnuleysis i stjórn sveitarfélagsins.
Leiddi það til þess á endanum, eftir
margar yfirferðir bókhalds hreppsins, að
sveitarstjórinn, Kristinn Snæland, fór
frá. Bókhaldari hreppsins á þeim tíma
var Gylfi Traustason.
Og kaldhæðnin er kannski sú að ann-
ar kjörinn endurskoðandi kaupfélagsins,
Guðmundur Jónas Kristjánsson, var á
þessum tíma endurskoðandi hreppsins.
Bókhaldssukkið i kaupfélaginu, falsan
irnar og söluskattsvikin komust upp
þegar Guðmundur Jónas taldi sig áður
hafa séð færsiur þessum likar.
- ó.vald.
pesst
b«»er
bl sö'°
Chevrolet
Monte Carlo
1974
I toppstandi. 8 cyl.,
sjálfskiptur, afl-
stýrí, aflhemlar,
rafmagnsrúður,
rafmagnslæsingar,
snúningsstólar,
sportfelgur og lituð
gler. Skipti mögu-
leg. Upplýsingar
veittar , i síma
19235 (35433) eftir
kl. 5 og um
helgina.
1
Patreksfjörður:
Menn skiptast í hópa
um minnismerki
Patreksfjarðar
Sagan segir að irskir sægarpar hafi
lent í vonzkuveðri og hafvillu. Þeir
hétu því á heilagan Patrek, að ef þeir
næðu landi, myndu þeir skíra þann
stað I höfuðið á honum. Og þeir fundu
fjörð á Vestfjörðum, sem þeir nefndu
Patreksfjörð.
Á síðasta vetri ákvað Magnús Guð-
mundsson á Patreksfirði að reistur
yrði 20 metra hár minnisvarði um
hinn heilaga Patrek á Patreksfirði.
Hugmynd þessi hefur oft komið upp,
allt frá fjórða tug þessarar aldar, en
aldrei orðið að veruleika.
Magnús segir m.a. um fyrirhugaða
gerð minnismerkisins: „Það minnis-
merki sem hugmynd mín snýst um
yrði stærsta og mesta minnismerki
sem reist yrði hér á landi. Ég ákvað að
varðinn yrði reistur uppi á fjalli, en
þaðan sæist hann alls staðar að I Pat-
reksfirði og viðar.
Ég leitaði undirtekta bæjarbúa og
fékk alls staðar ótrúlegar góðar undir-
tektir eins og söfnunarlistar sýna. Þar
eru loforð um vinnu til uppbyggingar
varðans, sumir buðu mér tæki og bif-
reiðir endurgjaldslaust yrði af fram-
kvæmdum.
Ég sótti þess vegna um lóð undir
fyrirhugaðan varða. Fyrrverandi
hreppsnefnd hafnaði umsókninni, en
nefndin var klofin í þeirri ákvörðun og
munaði aðeins einu atkvæöi. Nú er
komin ný hreppsnefnd og mun ég að
sjálfsögðu sækja um lóðina aftur."
Magnús biður síðan alla þá er styðja
hann i þessu máli aö senda teikningar,
hugmyndir um fyrirhugaðan varða og
fjárframlög eða loforð um vinnu.
Hann varðveitir allt slíkt til þessa mál-
efnis. Magnús býr að Strandgötu 3,
Patreksfirði. Síminn er 1264 og P.O.
Box 75.
Magnús dreifði síöan undirskrifta-
listum á Patreksfirði þar sem farið
var fram á fjárframlag eða loforð um
vinnu við varðann. Nöfn þeirra er
leggja sitt af mörkum til verksins
verður síðan greypt í töflu í húsi i
undirstöðu varðans.
DB hafði samband við Úlfar B.
Thoroddsen sveitarstjóra á Patreks-
firði og sagði hann að upphaf þessa
máls hefði verið það, að fram kom til-
laga frá Lionsklúbbi Patreksfjarðar
um að reisa minnisvarða um heilagan
Patrek. Siðan fór Magnús Guðmunds-
son af stað og þvi voru tvö mál I gangi.
Lionsklúbburinn hefur fengið vilyrði
fyrir lóð.
„Þetta mál er á umræðustigi,” sagði
sveitarstjóri. Ég tel heppilegra að sam-
tök eins og Lionsklúbburinn standi að
gerð sliks minnismerkis, en ég veit ekki
um afstöðu nýrra hreppsnefndar-
manna. Ég tel reyndar að Magnús sé
frekar að þessu til að skemmta skratt-
anum.”
Þá ræddi DB við Sigurgeir Magnús-
son, formann Lionsklúbbs Patreks-
fjarðar. Hann sagði að fyrir lægju
ákveðnar tillögur sem nú væru
komnar í vinnslu. Tillögur þessar eru
eftir Þórdisi Tryggvadóttur málara.
Patreksfjörður.
Guðmundur Elíasson er nú að vinna
við mótun tillagnanna. Hann hefur
stundað myndlistar- og myndhöggv
aranám heima og erlendis.
Sigurgeir sagði að enn hcfði ekki
,verið sótt um ákveðna lóð undir
minnisvarðann, en Patrekshreppur
hefði heitið frágenginni lóð, klúbbnum
að kostnaðarlausu. Nefnd hefur lagt
til að minnismerkið standi á granda
við Patrekshöfn. Sú ákvörðun er þó
ekki endanleg. Gerð minnisvarðans
verður fjármögnuð meó söfnun og
frjálsum framlögum fiá einstaklingum
og félögum.
„Ljóst er að framkvæmdin verður
nokkuð dýr," sagði Sigurgeir. „Þetta
kostar þó nokkrar milljónir. En engin
söfnun hefur farið fram enn, en þó eru
framlög komin á aðra milljón til verks-
ins. Þar af lagði Patrekshreppur fram
300 þúsund kr. er samþykkt var vil-
yrðiðum lóðina."
Jll ,
V
eftir
breytingar
Verið
velkomin
til viðskipta.
Fram til þessa hafa börnin bara
fót á sig í Melissu.
En nú geta þau tekið mömmu og ömmu
með sér því þær fá tíka fót á sig í
Melissu.
Framvegis mun Metíssa verzla með föt á
kvenfólk á ötíum aldri.
Kjólar, pils, buxur, blússur, mussur,
peysur.
OPIÐ LAUGARDAGA
LAUGAVEGI66
SÍM112815