Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.11.1978, Blaðsíða 1
dagblað 4. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978 — 266. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSÍMI 27022. Veðurof si og hálka undir Haf narfjjalli: SEX BILAR RUNNU OG FUKU ÚT AF VEGINUM Snarvitlaust veður var undir Hafnarfjalli i gærkvöldi samfara mikilli hálku á veginum vegna hlákunnar og var ekki gerlegt að hemja bíla á veginum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Borgar- nesi í morgun var vindhraðinn á Sel- eyri við Borgarfjarðarbrúna 11 — 12 stig og vafalaust mun hvassara uppi á veginum. Mikill strengur myndaðist niður af fjallinu, en versta veðrið var aðeins á stuttum kafla undir Hafnar- fjalli. Veðurofsinn var mestur á níunda tímanum og fóru þá sex bílar út af veginum. Ekkert var hægt að keyra þarna, heldur fuku bílarnir hreinlega og runnu I hálkunni, þótt kyrrstæðir væru. M.a. fauk stór og þungur vörubíll út í vegkantinn. Lögreglubill úr Borgarnesi kom á staðinn um kl. 20.30. Er lögreglubíllinn hafði numið staðar tók hann að renna til á hálum veginum og vindurinn feykti honum siðan út af og valt billinn. Ökumanninn sakaði ekki. Borgarneslögreglan stöðvaði alla umferð sem kom að norðan eftir að veðurofsinn skall á, þannig að fleiri bílar lentu ekki i vandræðum. Er veðrið var sem verst þurfti sjúkrabíll frá Borgarnesi að fara til Akraness og tókst sú för giftusamlega. Veðrið tók að Iægja um kl. 23 í gærkvöldi og siðar komust bílarnir aftur af stað. Skemmdir urðu ekki teljandi á bilum og engin meiðsl á mönnum. -JH. Vetrarhörkur hafa dunið yfir fbúa suðvesturhomsins þessar sfðustu vikurnar,en f gœr linnti þeim. Ljósmyndaranum tókst þó skömmu fyrir hlákuna að festa þetta kuldalega „augna- ráð" á filmuna sfna. Annars spáir veðurstofan kólnandi veðri þegar líða tekur á daginn, svo vissara er fyrir ökumenn og fót- gangandi að gæta sín,ella gæti þeim orðið hált á svellinu. DB-mynd Kristján Ingi, „Fagna þessari rannsókn” —segir bílasalinn sem látinn var laus úr gæzluvarðhaldi í gær „Ég fagna þessari rannsókn, hún hefði átt að fara fram fyrir löngu. Ég geri mér vonir um að rannsóknin leiði til þess, að bilasölum verði gert að. starfa eftir mjög ströngum reglum í framtíðinni,” sagði bílasali í Reykja- vík í samtali við DB í morgun, en hann var í gær látinn laus úr átta daga gæzluvarðhaldi. Bílasalinn kvaðst vilja mótmæla því er segir í MBL. i morgun að hann hafi játað á sig ýmsar sakir. „Þetta mál er á rannsóknarstigi og ég veit ekki til þess að ég hafi verið kærður fyrir eitt eða neitt. Þetta var aðeins bókhaldsrannsókn,” sagði bílasalinn. Fréttamaður DB lét í ljós efasemdir um að bilasalinn hefði verið úr- skurðaður I gæzluvarðhald eingöngu vegna bókhaldsrannsóknar og án þess að kærur hefðu legið fyrir á hendur honum. „Það er náttúrlega erfið staða sem við bílasalar erum í, þegar fólk er að biðja um þessi opnu afsöl og lægri upphæðir skráðar en bílar þess eru seldir fyrir,” sagði hann. „Við erum látnir bera ábyrgð á þessu og þar með gerðir meðsekir I einhverjum lög- brotum. Ég er viss um, að eftir að þessari rannsókn er lokið get ég veitt miklu betri og öruggari þjónustu en áður.” Hann kvaðst einnig vilja mótmæla því, að hann hafi ver ð handtekinn við komuna til landsins frá útlöndum. „Ég vissi af þessu máli og þegar ég var beðinn að koma og gefa skýringar, þá gerði ég það. En ég var ekki tekinn suður á Velli, ég var áður kominn heim og fór siðan og gaf mig fram,” sagði hann. Þetta er þriðji bílasalinn sem á skömmum tima er hafður i haldi vegna meintra svika í sambandi við bílaviðskipti. •ÓV. Minningin um töpuð kíló Fatahrúgan á gólfinu er minningin um fituna sem kon- an varð áður að bera. Kílóin eru ófá sem horfin eru. Myndin var tekin á árshátið megrunar- klúbbsins Linunnar en þar var sérstök fatasýning nú fyrir helgi. Sjá bls. 5. Grandiére fluttur úr landi í morgun Fransmaðurinn Roger de La Grandiére var í morgun fluttur með lögreglubíl til Keflavíkurflug- vallar og settur umborð í flugvél til London. Honum var visað úr landi fyrir helgina eftir að gerð hafði verið sátt í kærumáli á hendur honum, þar eð Frakkinn hafði hellt matar- lit yfir skrifstofustjóra sjávarút- vegsráðuneytisins. Daginn eftir að sáttin var gerð I sakadómi var de La Grandiére vísað úr landi og i gær barst honum bréf frá dóms- málaráðherra, þar sem honum var tilkynnt að hann yrði sóttur heim tilsinkl. 06.30 ímorgun. .ÓV.' Roger de La Grandiére 1 rauðskellóttum mokkafrakka skrifstofustjóra ráðuneytisins. Fransmaðurinn var látinn borga nýjan frakka fyrir skrifstofu- stjórann — og fékk sjálfur þann gamla og skemmda i staðinn. -DB-mynd: Hörður.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.