Dagblaðið - 28.11.1978, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
9
Fiskimálastjóri um núverandi sókn
og veiðitilhögun í þorskinn:
Megum búast við
minni göngum fisks
á hrygningastöðv-
arnar en áður
Aðalfundur Landsambands íslenzkra
útvegsmanna, sem nýlega var haldinn,
telur að verði frekari sóknartakmarkanir
taldar nauðsynlegar á næstu árum verði
slíkar takmarkanir byggðar á óbeinum
samdráttaraðgerðum eins og verið
hefur, einkum með lengingu á þeim
tímabilum, sem þorskveiðar yrðu
bannaðar. Með þvi móti væri hægt að
draga úr sókninni, 'þannig að það valdi
sem minnstri truflun á atvinnulífi þeirra,
sem byggja afkomu sína á sjósókn og
fiskvinnslu.
Þá beinir fundurinn því til stjórnvalda
að um næstu áramót liggi fyrir ákveðin
stefna um leyfilega sókn í þorskinn á
næsta ári. Við þá stefnumörkun verði
tekið tillit til tillagna Hafrannsókna-
stofnunarinnar um þorksaflahámark á
árinu.
G.S.
Vinur okkar, þorskurinn, gæti brugðizt okkur enn meir en áður, telja fiskifræðingarnir.
DB-mynd Einar Gunnar Einarsson.
Hugmyndir LÍU um minnkandi
þorskveiðar:
Óbeinar sam-
dráttar að-
gerðir heppi-
legastar
„Reynslan virðist líka sýna a.m.k.
fram að þessu, að með núverandi sókn
og veiðitilhögun náum við ekki að rétta
hrygningastofninn við og megum því
búast við minni göngum fisks á
hrygningastöðvarnar en áður þekktust,”
sagði Már Elisson fiskimálastjóri m.a.
um ástandið I þorskveiðum hér við
setningu fiskiþings fyrir helgina.
Þetta hefur í för með sér að engar
likur eru á batnandi vetrarvertíðum á
suðvesturhorninu, sem byggzt hafa á
hrygningafiski.
Þá telur Már að þrátt fyrir hina miklu
sókn nú muni þorskaflinn i ár verða
minni en í fyrra, eða um 310 til 315
þúsund tonn á móti 330 þúsund tonnum
i fyrra.
Ekki benti Már á neinar afgerandi
aðgerðir til lausnar þessum vanda, enda
var ræða hans fyrst og fremst til að
vekja umræðu. Taldi hann stjórnun fisk-
veiða ekki síður efnahagslegt og félags-
legt vandamál en liffræðilegt. Því þyrfti
að ræða þessi mál i nánu samhengi.
Reiknað var með að fiskiþingi lyki á
sunnudag, en síðdegis I gær stóð það enn
svo ekki lágu fyrir helztu niðurstöður
umræðna um þetta og fleiri mál.
-G.S.
lce-Can fór líka
Sambandslaust
við umheiminn
um tíma
ísland var nær sambandslaust við
umheiminn á tímabili á sunnudag. Þá
fór símalínan á milli íslands og
Kanada, Ice-Can ásamt þvi að síma-
línan til Skotlands er enn slitin.
Ice-Can fór úr sambandi klukkan
hálfníu i gærmorgun en klukkan tvö
var komið á radíósambandi við
Grænland og öðru slitróttu við
London. Herinn á Keflavíkurvelli
bauð þá fram aðstoð sína eins og gert
hefur verið áður í svipuðum tilfellum.
,En til þess þurfti ekki að koma. í Ijós
kom að Ice-Can var ekki slitinn heldur
var um smávægilega bilun I honum að
ræða yfir Grænlandi.
Tíminn á meðan báðir strengirnir
voru ónothæfdir var hvildar- og hress-
ingartími fyrir hina örþreyttu starfs-
menn talsambandsins við útlönd.
Þegar Scott-Ice slitnaði hrúguðust upp
pantanir á símtölum og hafðist ekki
undan að afgreiða. Með báða streng-
ina slitna var hins vegar ekki hægt að
afgreiða símtöl nema í neyð og datt þá
i dúnalogn. En í morgun var allt
komið í fullan gang aftur og svipað
ástand komið á og var fyrir helgi.
-DS.
Hinn stórkostleo i plötusnúdur
PETER GUNN
med páfagaukinn | j^y
er mættur á stadinn
óJ&Éz. fullkomnasta
1ÍÍP video á landínu