Dagblaðið - 28.11.1978, Side 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
_ ...........
ER BUIÐ AÐ LOGBINDA MEIRA EN
40% VERDBÓLGU Á NÆSTA ÁRI?
íi
\
Það hefur náðst um það samkomu-
lag, að um næstu mánaðamót gangi í
gildi lög, sem komi í veg fyrir rúmlega
14% launaskriðu út i samfélagið.
Heimilað er, að rúmlega 6% launa-
hækkun eigi sér stað, en því sem
munar er „eytt” með öðrum hætti.
Allir eru sammála um, að 14% hefðu
riðið efnahagsmálum næsta árs að
fullu, í kjölfar hefði fylgt óviðráðanleg
fiskverðshækkun, gengisfelling og
óðari verðbólga en nokkru sinni fyrr.
En skuldarar hefðu grætt.
Hins vegar er öllum lika Ijóst, að hér
var engan veginn nóg að gert. Hætt er
við, að þessar ráðstafanir, sem eru til
bráðabirgða og auðvitað gersamlega
ófullnægjandi, vegna þess hve skammt
þær ná, leysi engan vanda, heldur
dragi ögn úr honum, en áfram verði
vandinn lítt viðráðanlegur 1. marz.
Hætt er við, að rikisstjórnin sé búin að
lögbinda fjörutíu prósent verðbólgu,
og sennilega gott betur. Og einnig er
hætt við, að þær pólitísku langtima-
ráðstafanir, sem hefði verið hægt að
gera nú, verði ógerlegt að gera að
þremur mánuðum liðnum.
Aðkoman
Þrátt fyrir hagstæð ytri skilyrði
segir sig sjálft, að aðkoma þessarar
ríkisstjómar var óglæsileg. Fimmtíu
prósent verðbólga og undirstöðu-
atvinnuvegir gjaldþrota. Það hefði
þurft aðgrípa til langtimaaðgerða með
ákveðnum takmörkum. Ríkisstjórnin
hefur haft til þess tvö tækifæri, 1.
september og 1. desember. i bæði
skiptin hefur meirihluti hennar,
Alþýðubandalag og forusta
Framsóknar, guggnað. Allar rikis-
stjórnir njóta velvildar fyrstu mán-
uði. Það er ofur eðlilegt. Brezki
verkamannaforinginn Atlee sagði eitt
sinn þau einföldu sannindi, að ef ríkis-
stjórn þarf að grípa til erfiðra og rót-
tækra efnahagsráðstafana, þá eigi hún
að gera það strax. Þessi ríkisstjórn
hefur ekki borið gæfu til þess að gripa
til slíkra ráðstafana. í marz nýtur hún
ekki lengur þess velvilja, sem hún
nú nýtur. Svo kennir reynslan. Þá er
eins líklegt að ríkisstjórnin hafi misst
af strætisvagninum.Það iem hún þorir
ekki nú, þorir hún varla þá.
Er Alþýðubanda-
lagið óstjórnhæft?
Alþýðubandalagið sat síðast i rikis-
stjórn 1971 — 1974. Efnahagsleg'
aðkoma þá var góð, stjómin gat tekið
'vinsælar aðgerðir fyrstu misserin. Svo
komu erfiðleikar, Vestmannaeyjar og
oliuverðshækkun. Rikisstjórnin
hrundi, sem kunnugt er.
Nú eru aðstæður aðrar. Það voru
erfiðleikar frá upphafi þrátt fyrir góð
ytri skilyrði. Alþýðubandalagið hafði
hins vegar rekið kosningabaráttu, þar
sem öllum var lofað öllu. Launþegum
var lofað samningum i gildi — og
óbreyttu vísitölukerfi um aldur og ævi,
þó svo allir viti, að þetta ástand
skrúfar aðeins upp innistæðulausa
peningaseðla. Bændum var lofað, að
vandi þeirra yrði leystur með þvi að
auka neyzlu á afurðum þeirra!
Útgerðarmönnum og öðrum i rekstri
var tofað, að þeirra hagur yrði aukinn
með því að lækka vexti — þrátt fyrir
það að Alþýðubandalagið hafi engin
sýnileg áform um að lækka verðbólg-
una. Samt tókust menn á hendur að
gera tilraun til þess að stjórna með
Alþýðubandalaginu — kannske vegna
þess að menn vildu ekki trúa því, að
mennirnir væru svona vitlausir. 1
tvígang hafa verið gerðir við þá
samningar um að stjórna landinu til
þriggja mánaða í senn. Samningar,
sem eru gersamlega óraunhæfir og
byggðir á óljósum loforðum um að
tekin verði upp skynsamlegri efna-
hagsstefna í framtíðinni.
Ólafur Jóhannesson hafði átt þátt í
samkomulagi, sem fól í sér 3,6 prósent
kauphækkun. Svo héldu hans eigin
menn og svo hélt Alþýðuflokkurinn.
Á síðustu stundu kemur maðurinn
fram með allt aðrar tillögur og setur
skilyrði: Ef ekki þetta, þá verður
ekkert gert og landið verður efnahags-
lega stjórnlaust. Margir voru hissa og
þó sennilega enginn meir en fjármála-
ráðherrann. Svona leikfléttur er hægt
að leika einu sinni og kannske tvisvar,
en til trausts eru þær vart fallnar. Þvi
áfram heldur verðbólgan.
Það er hollt, að fólk viti um þetta.
Það er auðvitað kjarni málsins, að það
verða aldrei gerðar áætlanir í efna-
hagsmálum, nema þær njóti trausts al-
mennings. Heilbrigt almenningsálit
verður að vera til staðar. Það er bjarg-
föst sannfæring mín, að slikt al-
menningsálit sé til staðar, hvað sem
talsmenn einstakra þrýstihópa segja
og gera.
Kjarasáttmáli
Tillögur Alþýðuflokksins að þessu
sinni eru þekktar. Lagt var til, að sett
Kjallarinn
Vilmundur Gylfason
yrðu um það lög eða bindandi reglur,
að kaup hækkaði I fjórum áföngum
frá 1. desember til 1. desember 1979,
4% i hvert skipti. Siðan var lýst
aðgerðum til þess að ná verðbólgunni
niður, m.a. úttekt á fyrirtækjum,
.skattamálum. Ef ríkisstjórninni hefði
heppnazt það, þá hefði kaupmáttar-
rýrnun orðið við lágmark, meðan
verulegur sigur hefði unnizt á verð-
bólgunni og forsendur skapazt til nýti
legrar hagstjórnar á árinu 1980. Þetta
þorði Alþýðubandalagið ekki meðan
Framsóknarflokkurinn virtist ekki
hafa skoðanir á málinu.
Það sem menn höfðu á móti slikum
áformum var. að verið væri að
svikja fyrirheit um kjarasátimála.
Þetta er auðvitað rangt. Kjarasáttmáli
þýðir fyrst og fremst, að hafa skuli
skipuleg samráð við aðila vinnu-
markaðarins. En á erfiðum timum,
þegar samffélagið situr á efnahagslegu
eldfjalli, þá er auðvitað alveg Ijóst, að
löggjafarvaldið getur þurft að setja
rammalöggjöf, til lengri eða skemmri
tíma. Innan jressarar rammalöggjafar
verði siðan samið um frekari útfærslu
hennar og einstök atriði. Ef ríkisvald
hefur ekki heimild til slikra aðgerða á
erfiðum tímum er landið einfaldlega
stjórnlaust. Þessi sannindi skipta enn
meira máli vegna þess, að launþega-
félögin eru mjög misjafnlega upp
byggð, lýðræði misjafnt og félagsstarf
semi einnig misjöfn. Kjarasáttmáli
þýðir auðvitað ekki skilyrðislaust
valdaafsal frá Alþingi til launþega
félaga — enda skárra væri það. Og
enda verður það að segjast og á að
segjast, að það er með launþegafélögin
eins og Alþingi og einstaka þingflokka
— þarer lika valdabarátta, persónuleg
■og pólitisk átök, sem hafa áhrif á
ákvarðanir. Launþegahreyfingin er
langt frá þvi að vera samstæð heild.
Launþegahreyfingin hefur vissulega
mikil völd, sem hægt er að beita,
meðal annars til verkfalla. En það er
þá undir því komið. að launþega-
forustan sé að flytja skynsamlegra mál
en Alþingi.
Ég er sannfærður um það, að
víðast út um hið stóra samfélag hefði
það notið stuðnings að hafast að.
Binda tiltekna þætti hagstjórnar fyrir
næsta ár, þar með talda visitölu, en
leggja það síðan á ríkisstjórn að
stjórna gegn verðbólgunni. Það hetði
verið vit — en það sem nú hefur verið
gert er án vits — vitlaust.
Gálgafrestur
Í þágu hverra er verið að stjórna?
Ríkisstjórnin hefur gefið fyrirheit um
að koma verðbólgunni niður i þrjátíu
af hundraði fyrir árslok 1979. Lúðvík
Jósepsson kallar raunvaxtamenn.sem
vilja raunvexti á tveimur áruni, hins
vegar jafnan hávaxtamenn, og talar
jafnframt um fimmtíu til sextíu
prósent vexti. Ekki er það nú sérstak-
lega trúverðugt. Verðbólgan niðist
miskunnarlaust á þeim. sem lægst hafa
launin, vegna þess að það er ekki það
fólk, sem nærist á bönkunum. Samt
er augljósi, að Alþýðubandalaginu er
sáralítil alvara með því, sem þeir segja
um verðbólguna.
Þessar siðustu aðgerðir eru gálga
frestur, verði ekki gerð útfærð áætlun
um aðgerðir fyrir árið 1979 og áfram.
Þessi ríkisstjórn verður rúin trausti,
þegar hún ætlar að leysa næstu
sprengingu með ráðstöfununt til
þriggja mánaða. Þetta hafá verið
óviturlegar aðgerðir. Þeim verður
hjálpað i gegn til þess að forða enti
meiri skriðu. En fólk verður að vita.
að þetta er ekki aðferðin. Og allur
þorri fólks veit það mætavcl.
DAGBIAÐIÐ
frjáli
úháð
rlatjhlz
SAMKOMULAG NAÐIST
A ELLEFTU STUNDU
— kaupiðl.nu
afgreittmeð
Samkomulag náðist en kratar bókuðu mótmæli:
Ólafur stillti Alþýðu-
f lokknum upp við vegg
—6,13% kauphækkun nú, stefnt að 5% til viðbótar 1. marz
IM-Auipar I (r\k«Vu.ti
DB
Irfálai, aháð dmgbbu
i<K,<mut,i«tt.vm.iw
Hótel Akureyri:
Nætursalan
erólögleg
— segirbæjarfógeti
Bláfjalla-
svæðið opnað
■. m ___v_____
Meðbræður sem
hafa orðið útundan
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður
(A), hefur lagt fram lagafrumvarp um
framkvæmdasjóð öryrkja. Lagði hún
til að markmið sjóðsins verði að
tryggja nauðsynlegt, sameiginlegt átak
þjóðarinnar til þess að bæta úr
aðbúnaði og aðstöðu líkamlega og
andlega fatlaðra i þjóðfélaginu og
þingmaðurinn segir ennfremur — Að
það sé þýðingarmikið atriði, sem oft á
tíðum geti ráðið úrslitum um framtíð
þroskaheftra. að þeim sé tryggð rétt
uppeldis- og kennslufræðjleg
meðferð strax frá fáeðingu og væri
það brýn undirstaða einhvers árangurs
i námi þeirra síðar meir. —
Staðsetning nauðsynlegra sérskóla,
fjölskyldu- og vistheimila þurfi að vera
í eðlilegu umhverfi.
Hafðu þökk fyrir, Jóhanna
Sigurðardóttir, það gleður mig mikið-
að umræður um málefni öryrkja eru á
dagskrá á Alþingi. Megi lagafruntvarp
þitt fá sterkan jákvæðan meðbyr. Það
er heldur hægfara hreyfing á þessum
málefnum. Ennþá er staðan þannig að
foreldrar vita oft ekki hvernig bregðast
skuli við vandanum, fá fræðslu,
meðferð, þjálfun. Jú, það er vitað, að
strax og það er Ijóst að barnið er ekki
heilbrigt — stundum koma einkennin
ekki strax fram — á að bregðast fljótt
við eftir hjálp, en s1ík aðstoð kostar
mikla fyrirhöfn. Foreldrar standa yfir-
leitt einir og einangraðir með vanda-
mál sín og tilfinningar. Að þurfa að
berjast fyrir rétti þessara einstaklinga
er bitur og erfið lífsreynsla. Að fást við
kerfi, sem sýnir tómlæti og þröngsýni,
kerfi, sem á svo margar undir- og yfir-
nefndir. Hver vísar á annan. Enginn
er ábyrgur. Islenska nefndakerfið
virðist skipað mannskap, sem getur
engu ráöið.
En við foreldrar megum ekki vera
svo hlédræg i mati okkar, að baráttan
einkennist af sektarkennd eða afsökun
á að þessir einstaklingar skuli vera til.
Við erum ekki að betla eitt eða neitt.
Bara að krefjast þess að þeir fái þann
rétt, sem þeim ber. Við ]eigum að
teljast vel menntuð, vel upþlýst þjóð,
en ennþá lítur fjöldinn á þessa
einstaklinga sem afbrigðilegar verur.
Samfélagið verður að skilja það að
þetta eru meðbræður, sem hafa orðið
útundan. Þeir eiga allir rétt á að fá
möguleika til þroska. Það verður að
ætlast til þess að sveitarstjórnarmenn,
þingmenn og embættismenn
þjóðarinnar kynni sér þarfir þessa
fólks eigi síður en heilbrigðra og sinni
þeim.
Það hlýtur að vera hverjum
heilbrigðum manni augljóst mál, að
eitthvað hefur brugðist i
stjórnun þeirra á málum fólksins, þeg-
ar stórir hópar samborgara þeirra telja
ástæðu til að stofna áhugamanna-
félög um hin og þessi verkefni, sem á
allan hátt heyra til samfélags-
stjórnunar. Það getur vart verið að
þessir menn fólksins hafi ekki orðið
varir við fulltrúa þessara félaga, er þeir
knýja dyra á nær hverju húsi í þétt-
Kjallarinn
Jóhanna Tryggvadóttir
býliskjörnum landsins sérhvern
sunnudag, biðjandi um aðstoð við
eitt eða annað verkefni, sem hinir
völdu fulltrúar hafa eigi séð sér fært
að sinna. Ég gleðst þess vegna yfir
þvi að verða vör við að þú, Jóhanna,
skulir vilja sinna þessum málum og ég
vona að þú eigir eftir að heimsækja
eitt af litlu framtíðar fjölskyldu-
heimilunum, sem undir umsjón sér-
menntaðs starfsfólks myndar sterkari
tengsl og samvinnu fyrir
einstaklinginn og foreldra heldur en
hinar stóru stofnanir sem verið hafa
og eru gefa ntöguleika til. Það er svo
sannarlega kominn timi til að sljórn
völd sýni þessum málslað nieiri
skilning en verið hefur, þvi að öll fyrir
grciðsla frá þeim gengur svo hægt að
það er með ólikindum. Það hefur
hvaflað að mér, að kannski trúi þcir
alls ekki á þennan málstað og líti á
okkur foreldrana sem einhver
viðundur i heimskulegri baráttu fyrir
tilgangslausu málefni.
I landssamtökunum Þroskahjálp
teljast um 8 þúsund félagar. úr öllunt
landshlutum. Sameiginlega ætlum við
og verðum að rækta betur þann rcit.
sem okkur var ætlaður. Við vcrðum
að stefna að því, að þeir einstaklingar.
'sem eiga eftir að koma. fái sem fyrst
alla þá hjálp, sem möguleg er og verða
má til aukins þroska.
Ég treysti á Þroskahjálp, að sam
tökin geti líka hjálpað foreldrunt og
aukið skilning samfélagsins og stjórn
valda, með aukinni fræðslu og
upplýsingum um þessi mál. Og
bráðum rennur upp ár barnsins,
vonandi verður það einnig ár þeirra
barna, sem þarfnast hjálpar til að.fá að
lifa við eðlilegri lifshætti en hingað til.
Jóhanna Tryggvadóttir
Akureyri.