Dagblaðið - 28.11.1978, Qupperneq 23
Askell Másson velur lögin sem leikin eru milli kl. 17 og 18 mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
DB-mynd Hörður.
Jass, jass, rokk og
þjóðleg tónlist
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 28. NÓVEMBER 1978
í tónleikum útvarpsins milli 17 og 18
Þegar útvarpsþulurinn tilkynnir að
næst á dagskrá séu tónleikar eru margir
sem slökkva á tækjum sinum, þvi þeir
búast við að heyra sinfóníur eða eitt-
hvert „garg" eins og margir kaila tón-
leikana.
En þó að i dagskránni standi að tón-
leikar séu næstir er ekki endilega uni
eitthvert garg að ræða. Þvert á ntóti er
oft unt að ræða létla og skemmtilega
tónlist.
Nú um eins og hálfs mánaðar skeið
hel'ur verið talað um góða tónlist ntilli
kl. 17.00 og 18.00 á daginn. Við forvitn
uðumst unt hver það væri sem veldi
þessa góðu tónlist og var okkur tjáð að
V___________________________________
það væri Áskell Másson. starfsmaður á
tónlistardeild útvarpsins.
Áskell er þekktur tónlistarmaður og
lék nteð hljómsveitinni Náttúru þegar
hún var upp á sitt bezta fyrir nokkrum
áruni.
Sú tónlist sent Áskell hefur valið heitir
jassrokk. Áskell sagði að hann spilaði
hana vegna þess að það væri ný tónlist
sem ekki hefði verið fáanleg fyrr en nú
nýlega.
Einnig sagðist hann velja ntikið af
þjóðlegri tónlist en þó væri jassrokkið í
meirihluta. „Jassrokkið er í meirihluta
vegna þess að það er þægileg tónlist sem
/“-----------------------
Útvarp kl. 11.00 ífyrramálið:
allir geta sætt sig við að ég hcld." sagði
Áskell.
Áskell velur þessi lög á mánudögum,
miðvikudögunt og fimmtudögum.
Reyndar sagðist hann velja lögin
tvisvar á fimmtudögum, kl. 16,20—
16,40 og svo aftur á timabilinu milli kl.
17 og 18.
Hann sagðist velja lögin eitthvað
áfram á þessuni dögunt og myndi halda
sig mest við jass, jassrokk og þjóðlega
tónlist.
-EI.A.
J
Höfundur kristindómsins
—sr. Gunnar Björnsson les þýðingu sína
„í þessum þætti les ég kafla úr
þýðingu minni á bókinni Höfundur
kristindómsins en hún er eftir einhvern
fremsta Nýja testamentisfræðing
nútímans, prófessor C.H. Dodd, sem var
kcnnari við marga þekktustu háskóla
heims s.s. Oxford á Englandi og
Harvard í Bandaríkjunum,” sagði séra
Gunnar Björnsson sóknarprestur i
Bolungarvík en lestur hans héfst I fyrra-
máliðkl. 11.00.
„C.H. Dodd skrifaði þessa bók sér-
staklega með það fyrir augum að hún
yröi læsileg hverjum og einum
venjulegum leikmanni. Eins og nafnið
bendir til þá fjallar bókin um frelsarann
Jesú Krist og lif hans og starf er rakið
með þeim hætti að það er eins og við
séum að kynnast honum i fyrsta sinn.
Bókin verður að þessu sinni ekki flutt
í heild heldur verða fluttir úr henni
valdir kaflar. 1 þessum köflum verður
fjallað um persónuleika Krists, hvers
konar maður hann hafi verið og síðan er
fjallað um hvers konar kennari hann
hafi verið, hvað hann hafi I raun og veru
kennt.
í fyrsta lestrinum verður fjallað um
heimildimar sem okkur eru tiltækar til
að kynnast þessum persónuleika, en það
eru aðallega guðspjöllin fjögur. Bókin
hlaut óhemjugóðar viðtökur er hún
kom fyrst út árið 1969, en höfundur
hennar er tiltölulega nýlátinn.” -GAJ-
Séra Gunnar Bjömsson sóknarprestur i Bolungarvik.
39
Xjh Erum aö taka upp mikiö
úrval afleikföngum,
wM jóla-og gjafavörum
ÚrvaGð
hefur aldrei
verið meira
Mikið af vörum
á gömlu gengi
Hringiö eða lítið inn
Li;^;i;ijijijijijijijiji;ii
rómuð gæði - loksins á Islandi
Vegna einstakra gæða og orðstirs dönsku VOSS
eldavélanna höfum við árum saman reynt að fáþær
til sölu á fslandi, en það er fyrst núna, með aukinni
framleiðslu. sem verksmiðjan getur sinnt nýjum
markaði.
Til marks um orðstir VOSS eldavélanna er nær 60%
markaðshlutur í heimalandinu, sem orðlagt er fyrir
góðan mat og kökur, en íslenskur smekkur er einmitt
mótaður af sömu hefð í matargerðar/ist, hefð sem
eiginleikar VOSS eru miðaðir við.
VOSS er því kjörin fyrir íslensk heimili, og fyrst um
sinn bjóðum við eina gerð, þá fullkomnustu, eina
með öllu, t.d. 4 hitastýrðum hraðhellum, stórum
sjálfhreinsandi ofni með fullkomnum grillbúnaði,
hitastýrðri hitaskúffu og stafa-klukku, sem kveikir,
slekkur og minnir á. 4 litir: hvítt, gulbrúnt, grænt
og brúnt.
Hagstætt verð og afborgunarskilmálar.
jFOnix
Hátúni - Sími 24420