Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 20.12.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐID. MIÐVIKUDAGUR 20. DESEMBER 1978. Finlux Litsjónvörp (ycasiwA Myndavélar sunpfih Flöss MAGNÖN Kvikmynda sýningavélar HOYfl Ljósmynda filterar FISHER Hljómtæki Rafhlöður Sjónvarpsleiktæki frá kr. 21.500 Ferðakassettuúpvarp á kr. 53.800 Við bjóðum einnig úrval af Ijósmyndavörum og hljómtækjum SJONVARPSBUDIN BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SÍMI 27099 Kátt á litlu jólunum í æf ingadeild KÍ: Þár var stig- inn trölladans — og dregið um jólagjafimar ffétagjfffír fynrfng ogpma Ferðasegulband á kr. 19.400 „Hver gaf eiginlega kerti?Ég vil fá að vita það.” Mikið gekk á fyrir helgi er börn í Æfingadeild Kennaraskólans héldu nokkurs konar litlu jól. Að visu var ekki dansað í kringum tré en efnt var til pakkahappdrættis og stiginn dans. Er DB-menn litu inn í 10 ára bekk var pakkahappdrætti í algleymingi. Hvert. barnanna hafði keypt einn hlut sem síðan var vandlega pakkaður inn og númeraður. Síðan drógu allir númer og fengu pakka með sama númeri. Setning- ar eins og þær sem byrjað var á kváðu síðan við er þögglarnir voru opnaðir. Mikið var um skipti á gjöfum og gaura- gangur slíkur að við héldum að þakið ætlaði af húsinu. Allir máttu þó vera að því að lokum að sitja fyrir hjá DB. „Ætlarðu að taka bekkjarmynd af okkur?” sögðu þau og settust fyrir fram- an töfluna, sem þau höfðu skreytt. í næstu stofu mátti þá heyra tröllalegt fótaspark. Nemendur þar voru að æfa dansana sem þeir voru búnir að stunda reglulega allan veturinn. Einn var klæddur jólasveinabúningi en allir hinir voru í sparifötunum. Sumir voru ekki allt of vissir á réttum fótaburði, en aðrir leiðbeindu með háum köllum. Og fóru stundum við það úr takti. Niðri í kjallara sátu 5 ára börnin og voru að taka saman eftir jólaskrautstil- búning. Á fyrstu hæð var 9. bekkur að mála kennslustofur og sumir voru að skreyta salinn með grenigreinum fyrir hin eiginlegu litlu jól. Svo mikið gekk á að lítil stúlka brast i grát og heimtaði að fara til bróður sins sem var við skreytingar. Tárin þerraði þó fljótlega nærstaddur kennari með loforði um gleðilegjól. -DS. Klappað í takt og ástúðlegt augnaráð flýgur yfir I strákaröðina. Börnin vildu fúslega sitja fyrir á bekkjar- mynd fyrir DB. Töfluna fyrir aftan þau höfðu þausjálf skreytt og hengt pappírs- skraut i loftið. Jólasveinninn kom með f dansinn. Hringdans f algleymingi. „Ég er með þetta númer” var kallað og pakki komst til skila. MallorY

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.